Morgunblaðið - 12.02.2005, Síða 25

Morgunblaðið - 12.02.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 25 MENNING Orðið er einstakt. En hvað væri dagblaðán ljósmynda? Hlutirnir gerast hrattá 21. öldinni, fólk er upp til hópa að flýta sér og gefur sér ekki alltaf tíma til að staldra við hið ritaða orð. Öðru máli gegnir um ljósmyndina. Henni er lagið að fanga at- hyglina. Kalla á fólk. Og þegar fólk hefur numið staðar við myndina, vill það vonandi vita meira. Þannig vinna þau saman, orðið og myndin, að skrásetningu samtímans. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnar í dag kl. 15 sýninguna Mynd ársins, ár- lega verðlaunasýn- ingu Blaðaljósmynd- arafélags Íslands í Gerðarsafni. Getur þar að líta 200 myndir frá árinu 2004. Sýningin er nú haldin í Gerðarsafni í tíunda sinn og hefur á næst- liðnum árum verið í hópi fjölsóttustu sýninga í söfnum landsins. „Það kemur ekki á óvart,“ segir Þorvaldur Örn Kristmundsson, formaður BLÍ, „mynd- irnar á sýningunni hafa ekki bara heim- ildagildi, heldur eru þær líka list. Hugsunin á bak við góða fréttamynd er ekkert frábrugð- in hugsuninni á bak við sígilt olíumálverk. Höfundurinn nálgast verkefnið með ákveðna hugmynd að leiðarljósi og leggur sig svo all- an fram við að framkvæma hana. Og áhorf- andinn hrífst með. Ljósmyndun hefur verið listform erlendis frá því um aldamótin 1900 og bestu myndirnar fara á tíföldu Kjarvals- verði. Það er hins vegar ekki fyrr en á allra síðustu misserum að við Íslendingar förum að taka við okkur.“    Þegar Þorvaldur tók við formennsku íBlaðaljósmyndarafélaginu fyrir áratug var sýningin lítil og nett í sniðum. Síðan hef- ur henni vaxið fiskur um hrygg. „Á und- anförnum 2–3 árum hefur fjöldi innsendra mynda verið á bilinu sex til níu hundruð en í ár varð algjör sprenging því 1.800 myndir voru sendar inn. Það er tvöföldun frá því sem mest var áður. Þetta er mjög ánægjuleg þró- un.“ Að áliti Þorvaldar er helsta skýringin á þessu stafræna þróunin í ljósmyndun. Núorð- ið sé obbinn af myndum tekinn á stafrænar vélar og þær því aðgengilegar í tölvutæku formi. „Það er ekki lengur skilyrði að skila myndum á pappír, heldur er nóg að senda þær inn á geisladiski. Kostnaðurinn við þátt- töku er því orðinn miklu minni fyrir ljós- myndara og útgefendur. Það skýrir öðru fremur þessa miklu aukningu. Þess ber þó að geta að fjölgað hefur jafnt og þétt í félaginu á síðustu árum og að þessu sinni sendu 42 ljósmyndarar inn myndir. Það er býsna gott.“ Margra grasa kennir á sýningunni. „Frétt- irnar eru nú einu sinni þannig að allt getur gerst, gleðilegir atburðir, hamfarir og allt þar á milli. Það er ekki hlutverk okkar að rit- skoða og því eru á sýningunni myndir sem geta komið við fólk, eins og t.d. myndirnar sem Sverrir Vilhelmsson, ljósmyndari Morg- unblaðsins, tók á hamfarasvæðunum í Asíu fyrir skemmstu. Þetta er hluti af veru- leikanum sem við ljósmyndararnir erum að fást við,“ segir Þorvaldur. Samkvæmt venju verða veitt verðlaun fyr- ir Mynd ársins 2004. Einnig verða bestu myndir í níu mismunandi flokkum verðlaun- aðar. Meðal þeirra eru fréttamyndir, portrettmyndir, íþróttamyndir, opinn flokk- ur og myndraðir.    Í tengslum við sýninguna verður nú í fyrstasinn gefin út bók Blaðaljósmyndarafélags Íslands, Myndir ársins 2004. Bókin er tæp- lega 200 síður í lit, prentuð á besta fáanlegan pappír og mun hér eftir koma út árlega jafn- hliða sýningu BLÍ og vera seld í verslunum um land allt, árið um kring. Í bókinni eru all- ar myndirnar á sýningunni í Gerðarsafni og eru myndatextar jafnt á ensku sem íslensku. „Með þessari bók er langþráður draumur að rætast. Blaðaljósmyndabækur af þessu tagi hafa lengi verið gefnar út á Norðurlöndunum og oftar en ekki verið ofarlega á met- sölulistum. Ég er því ekki í minnsta vafa um að það er markaður fyrir svona bók hér á landi,“ segir Þorvaldur og bætir við að bókin sýni svo ekki verður um villst að íslenskir blaðaljósmyndarar standa starfsbræðrum sínum erlendis fyllilega á sporði. Íslandsbanki er aðalstyrktaraðili þessarar bókar ásamt menningarsjóði Blaðamanna- félags Íslands. „Án aðkomu Íslandsbanka væri þessi bók á engan hátt svona glæsileg og fær forstjóri Ís- landsbanka og starfsfólk hans miklar þakkir frá BLÍ,“ segir Þorvaldur en hægt verður að kaupa bókina í safninu á sérstöku kynning- arverði meðan á sýningunni stendur. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslands- banka, segir bókina metnaðarfullt framtak hjá Blaðaljósmyndarafélagi Íslands og til- hlökkunarefni að slík útgáfa verði árlegur viðburður í starfi félagsins. „Blaðaljósmynd- arar spegla samfélagið og atburði líðandi stundar í myndum sínum. Þær eiga það sam- merkt að flytja tíðindi og ef vel tekst til er enginn miðill áhrifameiri en ljósmyndin. Þess vegna er löngu tímabært að blaðaljósmyndir hvers árs verði aðgengilegar í eigulegri bók og er það ánægja og heiður fyrir Íslands- banka að vera bakhjarl útgáfunnar,“ segir Bjarni.    Undanfarin ár hefur skapast sú hefð aðgestasýning sé á neðri hæð safnsins í tengslum við sýningu Blaðaljósmynd- arafélagsins. Að þessu sinni er það sýning Ragnars Axelssonar, RAX, sem hlotið hefur heitið Framandi heimur. „Ragnar er að mínu mati okkar fremsti frétta- og heimildaljósmyndari frá upphafi,“ segir Þorvaldur. „Eftir áratuga feril er hann að gefa út bók með verkum sínum og það gæti því ekki hist betur á að bjóða honum að halda þessa gestasýningu nú. Ragnar á þetta svo sannarlega skilið.“ Þorvaldur segir að fáir ljósmyndarar leggi meira á sig en Ragnar, bæði í leit að mynd- efni og síðan við framköllun og eftirvinnslu. „Ragnar er alveg sér á parti. Hann tekur nær eingöngu svart/hvítar myndir og eyðir mikl- um tíma í myrkrakompunni. Galdraverk hans eru öðrum ljósmyndurum hvatning til að nota filmuna meira en í seinni tíð er um 95% mynda tekinn á stafrænar vélar. Ég held samt að það sé bara tímabundið ástand, menn fara alltaf aftur á byrjunarreit – til þess sem nostrað er við og gert í höndunum. Listrænt gildi mynda sem teknar eru á filmu er líka margfalt meira.“ Á sýningu RAX verður fjöldi mynda sem aldrei hafa sést opinberlega áður, meðal ann- ars frá sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkj- anna, auk mynda sem teknar eru í Síberíu og Indónesíu. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Sýningarnar standa til 20. mars. Samfélagið í mynd ’Myndirnar á sýningunni hafaekki bara heimildagildi, heldur eru þær líka list. Hugsunin á bak við góða fréttamynd er ekkert frábrugðin hugsuninni á bak við sígilt olíumálverk.‘ AF LISTUM Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þorvaldur Örn Kristmundsson, formaður BLÍ, og Árni Torfason sýningarstjóri leggja drög. Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu, verður með gestasýningu á neðri hæð safnsins. TENGLAR ..................................................... www.pressphoto.is VEGIR myndlistarinnar eru margir og mismunandi og markmið, metn- aður og ætlun listamanna að sama skapi. Það er því augljóst að engan veginn er hægt að nálgast allar myndlistarsýningar með sama hug- arfari eða sömu kröfum, heldur hlýt- ur að þurfa að skoða og meta eins og við á hvert ætlunarverk listamanns- ins er og velta fyrir sér árangrinum út frá því. Ekki væri flóran spenn- andi ef allir væru í FUGLI og heldur væri hún fátækari án þess ánægju- lega framtaks. Eins væru margir stofuveggir tómlegir án myndlistar sem hefur tæpast annað markmið en að skreyta. Ekki á önnur leiðin endilega meiri rétt á sér en hin, hver og einn þarf hins vegar að gera upp við sig hvora hann vill fara og vera sér síðan með- vitaður um valið. Rut Rebekka skap- ar ekki framsækna myndlist og ætl- ar sér það ekki heldur. Hvernig á þá að nálgast verk hennar? Einfaldlega sem það sem þau eru; stofumyndir, í anda horfinna meistara, myndir sem ætlað er að fanga einhverja fegurð í lífinu, gefa af sér og gleðja. Ekki neinar vangaveltur um hlutverk listamannsins eða málverksins. Að öllu slíku frátöldu standa myndirnar eftir og bera einlægni listakonunnar vitni. Rut Rebekka sýnir vatnslitamyndir og olíuverk og viðfangsefni hennar er ekki af auðveldari tog- anum, hún leitast við að fanga hreyfingu dansara á myndfletinum. Þetta er gamalkunnugt en jafnan sympatískt myndefni, hvað er gætt meiri saklausum yndisþokka en dansandi smástúlkur? Rut tekst einna best upp í einföldustu myndum sín- um í húð- eða jarðlitum, þar sem hún sýnir aðeins vangasvip og axlir, höfuð og handlegg, aðeins lítið brot hins dansandi líkama. Í sumum tilfellum nær hún að fanga fallega hreyfingu með einfaldri línu og þá er takmarkinu náð. Þetta eru ljúfar myndir hjá Rut sem að mínu mati gæti náð meiri árangri í olíumyndum en vatnslitum, olían virðist liggja betur fyrir henni. Ennfremur er hið einfalda eftirminnilegast, bæði hvað varðar lit og myndbygg- ingu og sýnist mér sem að þar gæti verið frjór jarðvegur að vinna úr. Skrásetning yndisþokkans MYNDLIST Grafíksafnið Tryggvagötu 17 Til 13. febrúar. Grafíksafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14–18. Málverk, Rut Rebekka Morgunblaðið/Golli „Rut Rebekka skapar ekki framsækna mynd- list og ætlar sér það ekki heldur.“ Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.