Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ALMENNT séð eru konur löngu
orðnar leiðar á að vera sjónrænt við-
fangsefni karlkyns ljósmyndara,
listamanna, myndhöggvara og þar
fram eftir götunum. Hlutfallið milli
kvenna á myndfleti listaverka í safni
og kvenna í safnstjórn t.d. er ólíkt.
Nakinn kvenmannslíkami virðist þó
alltaf jafn spennandi, eða hvernig
eiga myndlistarkonur að vekja at-
hygli á list sinni í fjölmiðlum? Það
má reyna að sýna nektarmyndir og
þá er nokkuð víst að einhver vakni til
lífsins líkt og Kastljós sjónvarpsins
gerði um daginn með viðtali við unga
listakonu sem sýndi nektarmyndir
af sjálfri sér, en myndlistarsýningar
hafa tæpast getað talist til umfjöll-
unarefna þess hingað til. Í umræðu
um þessa sýningu, eða gjörning öllu
heldur, uppi í Listaháskóla um dag-
inn kom einn kvenkyns nemandi
minn með þá skörpu athugasemd að
gjörningurinn hefði verið ólíkt
áhugaverðari ef um nakinn karl-
mann hefði verið að ræða. Orð að
sönnu og spennandi að velta því fyrir
sér hvernig það hefði virkað á sam-
ferðamenn.
Nekt og líkaminn er viðfangsefni
Dagnýjar Guðmundsdóttur mynd-
listarkonu sem nú sýnir verk sín á
óvenjulegum sýningarstað, í Hval-
stöðinni við Ægisgarð. Sýning Ólaf-
ar nú er óbeint framhald af sýningu
hennar í Listhúsi Ófeigs árið 2003,
en einnig þar var karlmannslík-
aminn viðfangsefni hennar, í formi
gifsmynda á borði. Nú hefur Dagný
víkkað út samhengi verka sinna,
bæði með nýjum miðli og ekki síst
staðsetningu verkanna í skipslest.
Heimur karlmanna er allt um kring,
í köldu stálinu, sjávarlyktinni og
hreinlega kuldanum sem ríkir í lest-
inni, það andar köldu. Mótvægi við
þennan ytri kulda eru myndböndin
sem Dagný sýnir en þau sýna brjóst-
kassa og upphandleggi karlmanna,
torso. Dagný hefur valið unga og
stælta menn sem myndefni og stað-
setur sig þar með í umræðunni, feg-
urðardýrkun samfélagsins verður
óhjákvæmilega viðfangsefni þessara
mynda, efni sem ef til vill er nokkuð
erfitt að finna nýja fleti á. En á móti
þessu kemur hinn mannlegi þáttur,
brjóstkassinn sem andar og verður
um leið ekki aðeins karlmannlegur
heldur fyrst og fremst mannlegur.
Viðkvæmur í kuldanum. Þannig
tekst Dagnýju að vekja margs konar
hugrenningatengsl með verkum sín-
um, um stöðu karlmannsins í sam-
félaginu, stöðu sem er sífellt að
breytast sem betur fer en veldur
karlmönnum ef til óöryggi. Undir
skel hins harða manns býr viðkvæmt
líf, einnig hann er mannlegur. Verk
Dagnýjar vísa einnig til listasög-
unnar og höggmynda gegnum tíðina.
Fyrst og fremst tekst henni þó að
virkja verk sín í samhengi við þenn-
an óvenjulega sýningarstað, tengja
þau við samfélagið og skapa eft-
irminnilega mynd og upplifun sem
vísar í margar áttir. Einn mest lif-
andi þáttur samtímalistar er einmitt
samhengið við sýningarstaðinn.
Þessi þáttur er ekki alltaf nýttur og
listamenn ganga enn að því sem vísu
að sýningarsalir séu hentugastir fyr-
ir list þeirra. Dagný sýnir hér svo
ekki verður um villst hvernig hægt
er að virkja umhverfið sem hluta af
sýningu á afar jákvæðan hátt.
Andar-
dráttur
MYNDLIST
Hvalstöðin við Ægisgarð
Til 6. mars. Opið fimmtudaga til sunnu-
daga frá kl. 13–17.
Karlmenn til prýði
Blönduð tækni, Dagný Guðmundsdóttir
Ragna Sigurðardóttir
„Dagný sýnir hér svo ekki verður um villst hvernig hægt er að virkja um-
hverfið sem hluta af sýningu á afar jákvæðan hátt.“
LEIKGERÐ Kjartans Ragn-
arssonar á Djöflaeyju Einars Kára-
sonar er vel gerð og skemmtileg
enda vinsæl til að setja upp hjá leik-
félögum vítt og breitt. Sýning nem-
enda í Menntaskólanum á Ísafirði
er ágætis skemmtun sem sýnir vel
andrúmsloftið í
skáldsögu Einars
með gleði sína og
sorg ásamt bó-
hemísku en oft
lánlitlu lífi per-
sónanna.
Hinum bóhem-
íska andblæ sem
er svo bundinn
við samfélagið á
tíma sögunnar
nær hópurinn
einkar vel fram
með búningum
og sviðsmynd en
hvort tveggja er
nostursamlega
unnið af litlum
efnum. Bragginn
til hliðar við svið-
ið, hráir trévegg-
irnir, húsgögnin
og síðast en ekki
síst búðin hans Tomma með hafra-
mjöli og niðursuðudósum er allt
saman veisla fyrir augað. Búning-
arnir eru það líka, til dæmis hárnet
Línu, hagkaupsslopparnir, jakki
Badda og gallabuxur, skótauið og
köflóttu skyrturnar, allt er þetta
mjög vandað og skemmtilegt. Lýs-
ingin er líka vönduð og falleg og
nokkuð flókin en gengur upp.
Þórunn Sigþórsdóttir leikstjóri er
óperusöngkona sem hefur litla
reynslu af því að leikstýra en
nokkra af aðstoðarleikstjórn í óp-
erum. Hún hefur unnið ágætlega
með persónusköpun hjá leikurunum
og hefur mjög góða tilfinningu fyrir
nýtingu á rýminu. Hins vegar hefur
æfing í framburði farist of mikið
fyrir en því miður voru krakkarnir
stundum illskiljanlegir. Einnig er
ekki annað hægt en að vera ósam-
mála því að setja feimna og reynslu-
litla leikara í sögumannshlutverkið
og stilla þeim upp í röð til hliðar í
stað þess að láta sterkustu leik-
arana alltaf um að segja söguna en
ekki bara stundum. Til dæmis voru
þau Tómas Árni sem lék Danna og
Dóróthea Margrét sem lék Línu al-
veg sérstaklega lifandi sögumenn.
Söngurinn í sýningunni var vel
fluttur en einhvern veginn á skjön
því að hann kom oftast sem skratt-
inn úr sauðarleggnum í stað þess að
tengja við það sem var að gerast
hverju sinni.
Djöflaeyjan er fyrst og fremst al-
veg stórkostlegt persónugallerí og
er því gert góð skil hjá Þórunni og
hópnum. Ársæll Níelsson er vaxandi
leikari og léði Badda vel hina ógeð-
felldu eiginleika og mikinn töff-
araskap, sérstaklega eftir að hann
kemur frá Ameríku. Tómas Árni
Jónasson þroskast einnig og dafnar
sem leikari en hér var hann ótvíræð
stjarna þessarar uppfærslu; hann
var einlægur og kyrr sem Danni
ungur og Danni fullorðinn og ekki
síður fyndinn sem sjarmatröllið
Dóri. Systur þeirra Dollí lék Hildur
Dagbjört Arnardóttir skemmtilega,
einkum þegar hún sveiflaðist í
skapi. Það er ekki auðvelt fyrir
mjög ungar manneskjur að leika
eldra fólk en þau Dóróthea Margrét
Einarsdóttir og Oddur Elíasson
voru bæði mjög sannfærandi og
bjuggu yfir innri kyrrð sem Lína og
Tommi. Páll Janus Þórðarson var
fallega vitlaus og góður sem Grettir
og Sandra Rún Jóhannesdóttir átti
fína spretti sem hina gráðuga og
smásálarlega Fía. Tinna Ólafsdóttir
hafði sérstaklega sterka nærveru á
sviðinu, hún var bæði fyndin og
vakti líka mikla samúð sem Þór-
gunnur í bragganum. Hins vegar
voru það mistök hjá leikstjóra að ljá
henni flámæli því slíkt þarfnast
mikillar vinnu til að persónan verði
skýrmælt.
Fleiri leikarar stóðu sig býsna vel
og hópurinn var samstilltur. Hér
verður líka sérstaklega að geta leik-
skárinnar. Hún er falleg og vönduð
og í henni eru allar upplýsingar sem
skipta máli, svo sem pistill um höf-
unda, leikstjóra og síðast en ekki
síst um söguna á bak við leikritið.
LEIKLIST
Leikfélag Menntaskólans
á Ísafirði
Höfundar: Einar Kárason og Kjartan
Ragnarsson. Leikstjóri: Þórunn Sigþórs-
dóttir. Lýsing: Jón Daníel Daníelsson og
Sveinbjörn Björnsson. Búningar: Guð-
björt Lóa Sæmundsdóttir, Lára Dögg
Gústafsdóttir og fleiri. Sviðsmynd: Guðni
Ásmundsson, Þór Sveinsson og leik-
stjóri. Sýning í MÍ, 27. febrúar 2005.
Þar sem djöflaeyjan rís
Hrund Ólafsdóttir
Kjartan
Ragnarsson
Einar
Kárason
ÞAÐ er víðar en í
Kaupmannahöfn
sem óperuhús munu
skarta listaverkum
Ólafs Elíassonar. Á
dögunum bar Ólafur
sigur úr býtum í al-
þjóðlegri samkeppni
um listaverk í forsal
nýrrar óperubygg-
ingar í Ósló.
Hugmynd Ólafs
byggist á því að loft
og þak forsalarins
verði eins og eins
konar ísbreiða,
þannig að gestir sal-
arins fái tilfinningu
fyrir því að þeir séu staddir í
klakahelli undir iðandi, skríðandi
jökli. Verkið mun einkennast af
samspili ljóss og íss.
Að mati dómnefndar er hugmynd
Ólafs til þess fallin að útvíkka frá-
sagnaranda óperuhússins, auk þess
að vera mikill stemmningsgjafi í
þessum mikilvæga opinbera sal.
Ólafur Elíasson hlaut mikið lof fyr-
ir samspil verks síns í Kaup-
mannahafnaróperunni við arkitekt-
úr þess húss, en í Ósló mun hann
eiga samstarf við arkitektastofuna
Snjóhettu.
Dómnefnd taldi allar fjórar til-
lögurnar sem kepptu til sigurs góð-
ar og lýsti ánægju sinni með þær.
Þær hefðu allar geta orðið sómi
forsals nýja óperuhússins. Höf-
undar þeirra voru auk Ólafs, Bjørn
Nørgaard, Anish Kapoor, og Mich-
ael Elmgreen og Ingar Dragset.
Nánari upplýsingar um norsku óp-
eruhússsamkeppnina má finna á
vefnum: http://www.operautsmykk-
ing.no.
Myndlist | Ólafur Elíasson með verk í Óslóaróperunni
Eins og íshellir undir jökli
BÓKSALA ku vera með líflegasta móti á götumörkuðum í Bagdad um
þessar mundir, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Skýringin er öðru fremur sú að nú geta bóksalar verslað með hinar ýmsu
bækur sem óhugsandi hefði verið í valdatíð Saddams Husseins, fyrrverandi
forseta Írak.
Reuters
Lífleg bóksala
FIRST Moravian kirkjan, á
Lexington Avenue í New York,
býður upp á Passíusálmasöng nú
á föstu. Sálmar Hallgríms Pét-
urssonar verða þar sungnir í
þýðingum Arthurs Gook, sem
ljóðskáldið Dall Wilson hefur
endurskoðað af þessu tilefni.
Söfnuður kirkjunnar og kór
munu sameinast í söngnum und-
ir tónlistarstjórn Elaine Comp-
arones, kantors í kirkjunni, en
sálmarnir verða sungnir við
hefðbundin Passíusálmalög.
Kór kirkjunnar mun enn-
fremur syngja kórala eftir Jó-
hann Sebastian Bach úr
Jóhannesar-
passíunni.
Það var séra
Kolbeinn Þor-
leifsson sem
átti hugmynd-
ina að Passíu-
sálmasöngum
og kom henni á
framfæri við
Dall Wilson.
Kolbeinn segir
að þessi sérstaki blökkumanna-
söfnuður, sem hefur aðalaðsetur
sitt í Harlem, eigi rætur að
rekja til kaþólikka á Mæri í
Tékklandi, sem þurftu á sínum
tíma að flýja undan ofsóknum
Jesúíta. Kolbeinn segir sterka
músíkhefð í söfnuðinum, og að
mikið sé lagt upp úr tónlistar-
flutningi við kirkjulegar athafn-
ir. Í söfnuðinum sé mikið um af-
bragðs tónlistarmenn, og að
reiknað sé með því að safnaðar-
meðlimir bjóði sig fram til að
syngja einsöngshlutverk þegar
mikið liggur við. Að sögn Kol-
beins verða Passíusálmarnir
settir upp í einhvers konar
söngleikjastíl. Ef vel takist til
verði stefnt að því að gera
Passíusálmasönginn að árlegum
viðburði.
Hallgrímur á leið til Harlem
Hallgrímur
Pétursson
SKUGGI sýningargests
speglast hér í glerinu
framan við málverk
ítalska listamannsins
Giampetrino (Giovanni
Pietro Rizzoli) af Maríu
Magdalenu í Hermitage-
safninu í Pétursborg í
Rússlandi.
Safnið, sem í eina tíð
var heimili keisaranna,
hefur nú yfir að ráða ein-
um stærsta sjóði lista-
verka í heimi, á fjórðu
milljón muna.
Leikur að
skuggum
Reuters