Morgunblaðið - 03.03.2005, Side 24

Morgunblaðið - 03.03.2005, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. C esar er fæddur 13. mars 1984, verður 21 árs í þessum mánuði. Hann er alinn upp á Íslandi, á íslenska móður en faðir hans býr í Bandaríkjunum. Hann bjó í Bandaríkjunum um stutt skeið þegar hann var barn, en fluttist þangað þegar hann var 18 ára gamall og lagði stund á nám í háskóla einn vetur áður en hann ákvað að skrá sig í fótgöngulið banda- ríska hersins í október 2003. Cesar bjó í New York á þessum tíma. „Ég sá ekki mikið á Íslandi sem mig langaði að gera. Ég hef heyrt um herinn og hvernig lífið er í hernum, það höfðaði til mín og gerir enn,“ segir hann, þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Cesar vissi að hann yrði sendur til Íraks þegar hann sótti um. „Þeir reyndu í marga daga að fá mig ofan því að sækja um í fótgönguliðinu og vildu að ég skildi hætt- una af því að vera þar.“ Þrátt fyrir fortölur varð þó ekki aftur snúið. Við tóku þrír mánuðir í æfingabúðum í Suður- Karólínu, 2 mánuðir í sérstökum þjálfunarbúðum fyrir fótgönguliða í Norður-Karólínu og 3 mánaða æfingadvöl á Haítí. Fljótlega eftir að Cesar sneri aftur til herstöðvarinnar í N-Karólínu fékk hann að vita að liðsveit hans, 3. liðsveit í áttundu hersveit landgönguliðsins, yrði send til Íraks. Við tók ströng þjálfun áður en liðsveitin, rúmlega 900 manns, hélt loks utan til Íraks þann 13. janúar sl. Til Abu Ghraib „Við flugum fram og til baka um heiminn þangað til við komum loks til Fallujah,“ segir Cesar. Liðsveit- inni var skipt í fjórar sveitir og sveit Cesars var stað- sett í fangelsinu í Abu Ghraib, sem komst í kastljós fjölmiðla á sínum tíma fyrir slæma meðferð á írösk- um föngum. „Við sáum algjörlega um öryggismál fyrir fang- elsið. Við fórum út og leituðum að sprengjum og pössuðum upp á smábæinn sem stendur við fang- elsið og að ekki væri verið að ógna fólki. Við sáum líka um öryggisgæslu á staðnum fyrir kosningarnar í Írak. Við vorum í raun og veru lögreglan á svæð- inu,“ segir hann. Að sögn Cesars var lítið um skærur og árásir and- spyrnumanna á þessum slóðum. „Það var ekki mikið að gerast, það var aðallega hjá hinum hersveitunum sem árásir voru gerðar, það var óvenju hljótt hjá okkur. Síðan komu kosningarnar, og þá voru smá skothríðir,“ segir hann. Cesar segir að andspyrnumenn, sem ábyrgir eru fyrir sprengjutilræðum gagnvart óbreyttum borg- urum og hermönnum í Írak, hafi ekki mikla samúð meðal heimamanna. Þeir klæði sig gjarnan eins og konur, í svarta kufla frá hvirfli til ilja, með skýlu fyr- ir andliti til að þekkjast ekki og feli vopn sín og sprengjur innan klæða. „Þeir eru ekki mikið fyrir að skjóta á okkur, þeir tapa oftast þeim bardögum. Þeir eru meira fyrir að sprengja okkur og hlaupa í burtu. Þetta er erfitt stríð að berjast í,“ segir hann. Í smábænum við fangelsið sem Cesar gætti höfðu andspyrnumenn sprengt upp vatnsveitu, og heima- menn kunnu þeim litlar þakkir fyrir. Fólk sé hins vegar hrætt við þá og hrætt við að segja til þeirra ef þeir sjást koma fyrir sprengjum. „Það þarf ekki nema eina byssu til að hræða fólkið þarna. Lífið gengur þó sinn gang, fólkinu líkar vel við okkur, sérstaklega krökkunum. Það er raunar ótrúlegt. Maður liggur kannski á jörðinni vopnaður og felur sig, þá gengur einhver fram hjá manni með innkaupapoka – þeir reyna að hundsa þetta stríð eins og þeir geta.“ Að sögn Cesars var eyðileggingin eftir stríðið í bænum, þar sem hann var, ekki svo ýkja mikil þótt greinileg ummerki hafi verið eftir skotbardaga. Fall- ujah, um hálftíma akstur frá Abu Ghraib, sé hins vegar rústir einar, en þangað sóttu bandarísku her- mennirnir m.a. bréfapóst. Stakk puttanum í vinstra augað Áttunda febrúar dró til tíðinda hjá Cesari og dag- urinn líður honum seint úr minni. Um þrjúleytið þann dag fóru um 20 hermenn að leita að sprengjum á tveimur þjóðvegum sem liggja milli Fallujah og Bagdad, skammt frá fangelsinu, en algengt er að andspyrnumenn komi sprengjum fyrir á vegunum. Eftir um klukkustundarleit fann Cesar sprengju. „Við stoppuðum og umkringdum sprengjuna til að afstýra því að einhver lenti í henni. Síðan kölluðum við á sprengjusveitina, sem kom um fjórum tímum síðar, en þá var komið kvöld og svartamyrkur.“ Sprengjusveitin tók við og sá um að gera sprengjun óvirka en Cesar og hans menn héldu í átt að Abu Ghraib- fangelsinu í svartamyrkri og áttu um 300 metra ófarna þangað. Cesar var fremstur fótgang- andi og langt var á milli hans og næsta manns, sem gert er í öryggisskyni. Þá voru nokkrir úr hópnum tveimur Hummer-jeppum. „Ég átti ekki að vera fremstur, staða mín var fjórði, en strákurinn sem var fremstur var nýkom- inn og vissi ekkert hvað hann var að gera þannig að „Vissi að ég va Cesar Arnar Sanchez, undir- liðþjálfi í bandaríska land- gönguliðinu, sem slasaðist lífs- hættulega í sprengjuárás í Írak 8. febrúar sl., kom heim til Ís- lands í gærmorgun í mánaðar frí. Kristján Geir Pétursson ræddi við Cesar um dvölina í hernum, árásina og hvað hann hyggst taka sér fyrir hendur. Á hersjúkrahúsinu í Washington. Frá vinstri, for gönguliðsins, sem sæmdi Cesar purpurahjartanu „En ég er heppinn að vera á lífi og er ánægður m TIL BÓTA – EN DUGIR ÞAÐ? Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, lagði í gærfram á Alþingi þrjú frumvörp um nýskipan samkeppnis- og neytenda- mála. Með þessum frumvörpum er stefnt að því að hrinda í framkvæmd að hluta til tillögum nefndar ráðherrans um stefnumótun íslenzks viðskiptaum- hverfis, sem skilaði skýrslu í lok ágúst sl. Í frumvarpi til nýrra samkeppnislaga er gert ráð fyrir að styrkja samkeppn- isyfirvöld með því að ný stofnun, Sam- keppniseftirlitið, taki að sér þau verk- efni núverandi Samkeppnisstofnunar, sem snúa að meiri háttar samkeppnis- málum og hinu raunverulega eftirliti með samkeppnishömlum og samþjöpp- un á hinum ýmsu mörkuðum. Fram kemur í fylgiskjali með frumvarpinu að þessa stofnun eigi að efla, m.a. með því að ráða til hennar sjö nýja sérfræðinga til viðbótar við þá tíu, sem fyrir eru á núverandi samkeppnissviði Samkeppn- isstofnunar. Ennfremur verður skipu- lag samkeppnisyfirvalda einfaldað og samkeppnisráð lagt niður, en í stað þess kemur sérstök þriggja manna stjórn Samkeppniseftirlitsins, sambærileg við stjórn Fjármálaeftirlitsins. Þessar breytingar eru jákvætt skref. Það hefur lengi legið fyrir að Sam- keppnisstofnun væri að drukkna í verk- efnum, réði ekki við mörg stór mál í einu og alltof mikill tími og athygli færi í minni háttar mál, sem snúa að mark- aðseftirliti, verðmerkingum, auglýsing- um og öðru þess háttar. Þau mál verða nú leyst í sérstakri stofnun, Neytenda- stofu. Samhliða þessu er lagt til að lögfest verði skýr og ótvíræð heimild sam- keppnisyfirvalda til að krefjast þess að fyrirtæki, sem brotið hefur gegn ákvæðum samkeppnislaga eða skapar aðstæður, sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni, breyti skipulagi sínu. Í því getur falizt að fyrirtæki verði skipt upp. Þessi heimild er í samræmi við nýlegar breytingar á samkeppnis- reglum Evrópusambandsins, sem einnig munu ná til EFTA-ríkjanna. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að sambærileg ákvæði eru í sam- keppnislöggjöf Noregs, Bretlands, Ír- lands og Bandaríkjanna og sambæri- legar tillögur liggja fyrir í Þýzkalandi. Heimildin til að krefjast skipulags- breytinga er þó töluvert ströngum skil- yrðum háð. Lagt er til að einungis verði heimilt að beita henni ef fullreynt þykir að ekki sé fyrir hendi jafnárangursríkt úrræði til að breyta samkeppnishaml- andi hegðun fyrirtækisins sem um ræð- ir eða slíkt úrræði væri meira íþyngj- andi fyrir fyrirtækið en breyting á skipulagi. Í einu þeirra frumvarpa, sem iðnað- ar- og viðskiptaráðherra lagði fram í gær, er að finna ákvæði um stofnun embættis talsmanns neytenda, sem á að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda. Stofnun þessa embættis verður vafalaust til þess að styrkja stöðu neytenda gagnvart fyrirtækjum. Margt er þannig jákvætt og til bóta í þeim frumvörpum, sem Valgerður Sverrisdóttir lagði fram á Alþingi í gær. Vonandi er enginn þó svo bláeygur að hann haldi að þessar breytingar dugi til að snúa við þeirri þróun í átt til æ meiri samþjöppunar og samtvinnaðra eigna- tengsla, sem er vaxandi vandamál í ís- lenzku viðskiptalífi. Rétt eins og Morgunblaðið taldi skýrslu nefndar viðskiptaráðherra um viðskiptaumhverfið á Íslandi ekki ganga nógu langt, þrátt fyrir margar ágætar tillögur, telur blaðið að þessi frumvörp viðskiptaráðherra dugi ekki heldur, jafnvel þótt þau verði að lögum. Í frumvarpinu til samkeppnislaga er að finna ákvæði um að Samkeppniseft- irlitið skuli gera og birta opinberlega skýrslur þar sem leitast sé við að „meta hvort í íslenzku viðskiptalífi sé að finna einkenni hringamyndunar, óæskilegra tengsla eða valdasamþjöppunar sem takmarkað geta samkeppni.“ Og hvað svo? Mun hin nýja eftirlitsstofnun í reynd hafa völd til að koma böndum á valdablokkir í viðskiptalífinu? Það blas- ir alls ekki við. Á Alþingi Íslendinga er það útbreidd skoðun í flestum flokkum að samþjöpp- un, valda- og eignatengsl í viðskiptalíf- inu séu of mikil og hafi óæskileg áhrif á íslenzkt samfélag. Líklegt má telja að meirihluti alþingismanna telji ekki æskilegt að þessi þróun gangi lengra en þegar er orðið. Hvernig hyggjast þeir koma í veg fyrir það? DAUÐAREFSINGAR Í BANDARÍKJUNUM Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurð-aði í fyrradag að aftökur morð- ingja, sem voru yngri en átján ára þegar glæpurinn var framinn, samræmdist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar um bann við grimmilegum refsingum. Það er greinilegt að hæstiréttur Bandaríkj- anna er um þessar mundir að endur- móta forsendur dauðarefsinga. Árið 2002 batt rétturinn enda á aftökur þroskaheftra og ýmsir spá því að reyndi á það hvort taka ætti geðsjúka sakborn- inga af lífi yrði úrskurðað á sama veg. Anthony Kennedy hæstaréttardóm- ari skrifaði álit meirihlutans þar sem hann sagði að Bandaríkjamenn stæðu „einir í heimi, sem hefur snúið baki við dauðarefsingum unglinga“. Í álitinu er rakið að frá árinu 1990 hafi aðeins sjö ríki önnur en Bandaríkin tekið menn af lífi fyrir glæpi, sem þeir frömdu á ung- lingsárunum, og þessi ríki hefðu meira að segja lagt slíka refsingu af. Afstaða umheimsins hafði því greinilega áhrif á úrskurð dómsins. Þessi dómur vekur vonir um að Bandaríkjamenn hafi nú stigið skref í þá átt að leggja niður dauðarefsingar. Það er hins vegar ástæða til að vara við of mikilli bjartsýni. Rétt eins er hægt að segja að með því að banna dauðarefs- ingar í umdeildustu málunum sé verið að tryggja meiri sátt Bandaríkjamanna um dauðarefsingar almennt. Frá 1976 hafa tæplega 1.000 manns verið teknir af lífi þar í landi. Meðal iðnríkja heims eru Bandaríkjamenn sér á báti í þessum efnum ásamt Japönum. Margar röksemdir má finna gegn dauðarefsingum. Oft er vísað til þess að dómstólar séu ekki óskeikulir og því sé hætta á að saklausir menn verði dæmdir til dauða, þyngst vegur vitaskuld sið- ferðisþátturinn. Dauðarefsingar eru í beinni andstöðu við kröfur um siðferði og mannréttindi. Það á að taka hart á glæpum, en ríkið á ekki að vera í hlut- verki böðulsins. Með dómi hæstaréttar hafa Bandaríkjamenn stigið skref í rétta átt, en þeir eiga stóra stökkið eftir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.