Morgunblaðið - 03.03.2005, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 27
UMRÆÐAN
TÍU kennarar við minn gamla
góða skóla, Ísaksskóla í Reykja-
vík, hafa gert kjara-
samning sem þeir
telja færa sér kjara-
bætur á grundvelli
frammistöðu og auk-
inn sveigjanleika í
starfi. Stjórnendur
skólans telja samn-
inginn þjóna bæði
hagsmunum nem-
enda hans og stofn-
uninni sem slíkri.
Félag grunnskóla-
kennara hótar kenn-
urunum málsókn.
Hvað á þetta að
þýða?
Verkalýðsfélög er að sönnu mik-
ilvæg við að verja og sækja rétt-
indi og tryggja lágmarkskjör
launafólks, ekki skal gert lítið úr
því. En þau eiga ekki fólk, þau
hafa ekki einkarétt á að semja
fyrir fólk. Telji fólk sig geta náð
betri kjörum án þeirra atbeina er
það réttur þess og skylda.
Kennaraverkföll hafa verið tíð á
Íslandi og einhver sagði að verk-
föll á Íslandi í dag væru nær ein-
göngu verkföll opinberra starfs-
manna, verkföll sem ávallt bitna á
þriðja aðila. Ekki rík-
inu sjálfu eða sveit-
arfélögum, heldur
skjólstæðingum þeirra,
börnum, unglingum,
sjúklingum o.s.frv.
Kennarar
og skólastarf
Störf í grunn- og
framhaldsskólum
landsins einkennast af
ótrúlegri miðstýringu á
öllu starfsumhverfi.
Mínútur í kennslu og
öðrum störfum kenn-
ara eru niðurnjörvaðar
í miðlægum kjarasamningum sem
ná til þúsunda starfsmanna í skól-
um landsins. Stjórnendur skól-
anna hafa því lítið svigrúm til að
stýra þeirra störfum, hvað þá að
umbuna kennurum eftir frammi-
stöðu. Kennarar sjálfir telja nauð-
synlegt að umbuna nemendum eft-
ir frammistöðu í formi einkunna,
oft á ári. Á það ekki að gilda fyrir
þá líka?
Sveigjanlegt starfsumhverfi,
sveigjanleg kjör
Á þeim bráðum tuttugu árum
sem ég hef verið nemandi í þessu
kerfi hef ég notið afburða kennara
eins og Herdísar Egilsdóttur í Ís-
aksskóla, Ragnheiðar heitinnar
Briem og Áskels Harðarsonar í
Menntaskólanum í Reykjavík. Og
fleiri mætti nefna þótt þessi hafi
borið af. Kennarar sem spöruðu
ekkert til af alúð, eigin tíma,
þekkingu og manngæsku. Ekkert
þeirra naut afburða frammistöðu
sinnar í launum eða öðrum starfs-
kjörum. Þau nutu að vísu aðdáun-
ar og þakklætis okkar nemend-
anna og foreldra okkar, en til
lengdar þarf oftast meira að koma
til. Ég hef einnig haft of marga
kennara sem augljóslega höfðu
engan áhuga á því sem þeir voru
að gera, reyndu að sleppa sem
„ódýrast“ frá öllu. Afstaða sem
auðvitað smitaðist til okkar nem-
endanna. Þeir voru á nákvæmlega
sömu kjörum og þau Herdís,
Ragnheiður, Áskell og aðrir sem
kenndu mér og einnig lögðu mikið
í sín störf.
Okkur finnst sjálfsagt í einka-
fyrirtækjum að frammistaða fólks
sé metin, bæði til þess að fólk viti
hvar það stendur, geti bætt sig ef
þörf er á og njóti þess sem vel er
gert. Þar þykir lykilatriði að umb-
unarkerfin séu tengd þeim þáttum
sem mestu varða fyrir afkomu,
frammistöðu fyrirtækisins. Af
hverju á það ekki að vera svo í
störfum kennara, þessarar stéttar
sem allir eru sammála um að sé
ein sú mikilvægasta í okkar sam-
félagi?
Brjótumst út!
Lífsnauðsynlegt er fyrir skóla-
starf að brjótast út úr þessu mið-
stýrða kerfi meðalmennskunnar.
Það eru kennarar Ísaksskóla að
gera. Kennarastörf eiga að vera
vel launuð og eftirsóknarverð. En
þau þurfa að sæta frammistöðu-
mati og umbun í samræmi við
frammistöðu, rétt eins og þeir
leggja á okkur nemendur próf og
gefa okkur einkunn fyrir frammi-
stöðu. Varla telja þeir það óþarft?
Skólastjórar verða að fá vald til að
stýra sínum skólum, nýta tíma og
hæfileika starfsmanna með sem
hagfelldustum og árangursrík-
ustum hætti. Það verður að sjálf-
sögðu að gerast í góðu samráði við
kennara eins og nú hefur gerst í
Ísaksskóla. Þannig er það í okkar
bestu fyrirtækjum, þannig eiga
skólarnir einnig að vera. Til þess
þarf hugrekki, til þess þarf fólk
sem er tilbúið til að láta af vana-
hugsun, leggja sig allt fram og
mun vonandi uppskera í samræmi
við það.
Heimdallur, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, boðar til
opins fundar um málefni einka-
skólanna í Reykjavík nú í kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20.00 á Café
Viktor við Ingólfstorg. Þar verða
þessi mál til umræðu meðal ann-
arra.
Eiga stéttarfélög fólk?
Bolli Thoroddsen fjallar
um málefni einkaskólanna
í Reykjavík ’Lífsnauðsynlegt erfyrir skólastarf að brjót-
ast út úr þessu mið-
stýrða kerfi meðal-
mennskunnar. ‘
Bolli
Thoroddsen
Höfundur er formaður
Heimdallar.
SAMTÖK um vinnu og verk-
þjálfun ( SVV ) eru tuttugu ára á
þessu ári. Aðilar að samtökunum eru
23 þjónustustofnanir sem vinna að
atvinnumálum fatlaðra einstaklinga.
Samtals veita þessir staðir um þús-
und fötluðum einstaklingum þjálfun,
hæfingu, kennslu og atvinnu eða
stuðning á almennum vinnumarkaði.
Meginmarkmið samtakanna er að
vinna að því að allir einstaklingar
eigi þess kost að stunda atvinnu. Það
er reynsla okkar að meðal fatlaðra
einstaklinga búi miklir hæfileikar og
geta til að stunda atvinnu og að það
sé bein sóun verð-
mæta að samfélagið
tryggi ekki nýtingu
þessarar auðlindar.
Til þess að þetta sé
mögulegt þarf að
tryggja að eftirfarandi
atriði séu til staðar:
að boðið sé upp á
vinnu á vinnustöðum
sérsniðnum að þörfum
fatlaðra fyrir þá sem
þess óska eða geta
ekki haslað sér völl á
almennum vinnu-
markaði. Á þessum
vinnustöðum eigi þeir
þess kost að stunda atvinnu á sínum
forsendum og skapa þjóðfélaginu
verðmæti. Það að stunda vinnu og
leggja sitt af mörkum er öllum mik-
ilvægt og ekki síst þeim sem búa við
skerta vinnugetu.
að tryggð sé menntun við hæfi
sem taki mið af þörfum vinnumark-
aðarins. Góð þjálfun og kennsla í
grunngreinum er oft það sem gerir
gæfumuninn þegar finna skal at-
vinnu við hæfi fyrir einstaklinga sem
af einhverjum ástæðum hafa skerta
vinnugetu. Hér má nefna Hringsjá
og Fjölmennt sem eru brautryðj-
endur í kennslu og námskeiðahaldi
fyrir fatlaða einstaklinga. Hlutverk
framhaldsskólanna er einnig mikið
og hefur verið að styrkjast á síðari
árum.
að til staðar séu þjálfunar- og
hæfingartilboð sem taka mið af þörf-
um vinnumarkaðarins. Góð starfs-
þjálfun skiptir sköpum þegar finna
skal atvinnu við hæfi fyrir ein-
staklinga sem hafa skerta vinnu-
getu. Góður árangur starfsþjálf-
unarstaðarins Örva á liðnum árum
ætti og að vera öðrum til eft-
irbreytni.
að til staðar sé kerfi sem geri
vinnuveitendum kleift að ráða fatl-
aða einstaklinga í vinnu. Hér er
einkum átt við að hægt sé að fá fjár-
magn til að aðlaga vinnustaðinn
þörfum hins fatlaða starfsmanns og
einnig að hægt sé að sækja um end-
urgreiðslu hluta launakostnaðar
fyrstu árin meðan verið er að þjálfa
viðkomandi í nýju starfi. Hér skipta
örorkuvinnusamningar Trygg-
ingastofnunar ríkisins miklu máli og
hafa gert mörgum mikið fötluðum
einstaklingum mögulegt að stunda
atvinnu.
að það sé til staðar öflugt stuðn-
ingskerfi sem veitir hinum fatlaða
einstaklingi, samstarfsmönnum
hans og vinnuveitendum stuðning og
ráðgjöf. Þetta er líklega
sá einstaki þáttur sem
skiptir hvað mestu máli
um það hvernig til
tekst. Hér er átt við
starfsemi eins og At-
vinnu með stuðningi
(AMS) sem nú er veitt á
nokkrum stöðum. Starf-
semi þessi hófst fyrir
einum 10 árum á
Reykjanesi en hefur
síðan breiðst út og fest
sig í sessi m.a. í Reykja-
vík. Það er ótvíræð
reynsla þeirra sem hafa
beitt þessari aðferð að
hún skilar mjög góðum árangri. Það
kemur ekki á óvart enda í fullu sam-
ræmi við reynslu annarra þjóða.
Samtök um vinnu og verkþjálfun
ýta nú úr vör átaksverkefni sem hef-
ur það að markmiði að kynna hlut-
verk og framlag fatlaðra á vinnu-
markaði. Við munum sýna
vinnuveitendum fram á kosti þess að
ráða fatlaða einstaklinga til starfa og
við munum einnig hvetja þá til að
beina viðskiptum til vinnustaða fatl-
aðra. Þar fer fram starfsemi sem
mætir bestu gæðakröfum um vönd-
uð vinnubrögð og skjóta og góða
þjónustu. Neytendur geta einnig
lagt sitt af mörkum með því að
kaupa vörur framleiddar af fötl-
uðum. Þessar vörur standast allan
samanburð um gæði og verð.
Með ofanskráð í huga er það okk-
ur í Samtökum um vinnu og verk-
þjálfun (SVV) sérstakt gleðiefni að
láta þess getið að við stöndum ekki
ein að þessu átaki. Styrktar- og sam-
starfsaðilar okkar eru félagsmála-
ráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og
Íslandsbanki. Þessir aðilar hafa gert
okkur mögulegt að ýta úr vör átaks-
verkefninu „Hlutverk“. Almenn-
ingur mun á næstu dögum eiga þess
kost að kynna sér viðamikla og
margþætta starfsemi sambandsaðila
með því að fara inn á vefsvæðið
http://www.hlutverk.is eða heim-
sækja staðina, en þeir hafa opið hús
fyrir almenning þriðjudaginn 8.
mars. Einnig munum við kynna
starfsemi okkar með dreifimiðum og
auglýsingum í dagblöðum.
Markmið okkar er að við getum
með sanni sagt að við búum í sam-
félagi jafnréttis. Til þess að svo megi
verða þurfa allir að leggjast saman á
árar. Við treystum því að sú vegferð
sem hefst með þessu átaki muni
leiða af sér víðtækt samstarf allra
sem málið varðar til að tryggja öll-
um atvinnu.
Samfélag fyrir alla – Jafn
réttur allra til atvinnu
Kristján Valdimarsson
fjallar um átak til að kynna
atvinnumöguleika fatlaðra ’Samtök um vinnu ogverkþjálfun ýta nú úr
vör átaksverkefni sem
hefur það að markmiði
að kynna hlutverk og
framlag fatlaðra á
vinnumarkaði.‘
Kristján
Valdimarsson
Höfundur er formaður SVV –
Samtaka um vinnu og verkþjálfun.