Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁRIÐ 1991 mótmælti ég formlega tillögu til aðalskipulags í Reykjavík. Að lögum var borgurum boðið form- lega að gera athugasemdir við til- lögur um Hlíðarfót. Í fyrstu tillögunni um Hlíðarfót hlóðu skipulagssnilling- arnir umferðinni að sunnan inn á yf- irfyllta Hringbrautina nánast á flugbrautar- enda, rétt þar sem flug- vél í aðflugi rakst á jörðina einu sinni. Seinna fluttu þeir þetta nær svokölluðum Tann- garði. Eftir stóð, að Hringbrautin gat ekki tekið við þessari um- ferð. Engin ný austur- vestur-leið fyrir Reykjavík var fengin með þessu. Athuga- semdir mínar voru sendar innan tilskilins frests föstudaginn 8. ágúst 1991. Mánudaginn hinn næsta var haldinn fundur í einhverri borg- arnefnd og skipulagið samþykkt. Aldrei fékk ég svar. Hrokinn var al- ger. Þetta var í stjórnartíð fyrri meirihluta. Er Ingibjörg Sólrún tók við stöðvaði hún þessa Hlíðarfótar- vitleysu. Þetta virti ég með mér við hana. Enn er talað um Hlíðarfót, en það sem mér finnst vanta er ný aust- ur-vestur-tenging. Hún byrjar í Breiðholtinu, fer undir Digranesháls, kemur upp við Lund í Kópavogi. Heldur hún síðan áfram vestur í mýr- inni undir flugbraut og kemur upp við Suðurgötu, Starhaga og Ægisíðu. Þar með væri fengin ný austur-vestur-æð fyrir höfuðborgarsvæðið. Hún mundi þjóna háskólasvæðinu, Seltjarnar- nesinu, vesturbænum og vesturhöfn- inni. Á sama hátt þjónar þetta Kópa- vogi, vestari hlutum Garðabæjar og Hafnarfjarðar, svo og umferðinni af vestursvæðunum til Reykjanessvæð- isins. Þessi sjónarmið setti ég fram formlega, en til einskis fram til þessa. Um flugvöllinn í Reykjavík Nú rétt nýlega skrifaði ég grein, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 14. febrúar 2005. Hún var um nýtingu Reykjavíkurflugvallar, væri þar að- eins ein braut, þ.e. með stefnum í aust-suðaustur og vest-norðvestur. Ég komst fljótt að þeirri niðurstöðu, að vel mætti sættast á að hafa bara eina flugvallarræmu. Hringdi ég í arkitekt einn, sem skrifað hafði um flugvallarmál, en hann er fyrrverandi formaður skipulagsnefndar Reykja- víkurborgar. Hann sagði mér, að aldrei hefði þurft að fella niður flug vegna óhagstæðs vinds, er unnið var að end- urbótum á norður- suður-flugbrautinni ný- lega (q.e.d.). Þegar ég kláraði greinina hafði ég ekki fengið öll þau gögn, sem ég vildi. Var ég strand við að sanna kenn- inguna. Gögnin lágu ekki á lausu. Veð- urstofan hafði unnið fyrir flugmálastjórn. Þegar þangað var leitað var mér bent á að senda næstæðsta embættismanni þar tölvupóst, hvað ég gerði. Tveimur vikum seinna, eftir að sá félagi minn var kominn frá út- löndum, fór ég að reka á eftir svari. Símadaman var hin vingjarnlegasta, það tókst loks eftir nokkrar tilraunir að ná sambandi. Símakostnaðurinn skyldi þó vera á minn reikning. Stjór- inn sagðist engan póst hafa frá mér lesið. Þeir hefðu reyndar engin gögn um málið, áhrif vinds á flugrekstur í Reykjavík. Bráðum kynnu þeir þó að hafa þetta. Ég skyldi hafa samband seinna. Félagi minn sýndi mér, eins konar fyrrverandi flugvallarsérfræð- ingi til þrjátíu ára á Keflavík- urflugvelli, þó þá kurteisi að reyna ekki að ljúga að mér. Betra væri að þegja. Þetta er sagt hér til þess að lýsa því, hvað mér finnst að- finnsluvert í stjórnsýslu. Morgunblaðið birti hinn 14. febr- úar 2001 ágæta grein um mál vall- arins, sem vera skyldi kyrr í Vatns- mýrinni. Þar má lesa, að margar álitsgerðir eru til. Alls konar út- ópískir kostir eru settir fram og hafn- að vegna kostnaðar o.s.frv. Þetta er alkunn aðferð til þess að komast hjá því að gera eitthvað, sem er niðri á jörðinni. Hinum ýmsu sérfræðingum höfðu sýnilega verið gefnar forsendur til þess að staðfesta vilja flugmála- yfirvalda, sem er augljós. Flugvöll- urinn skal blífa! Hliðarvindmörk eru sett 13 hnútar, þótt flugvélar í innan- landsflugi þoli allt að 13 m/sek við eðlileg bremsu- eða hálkuskilyrði, sumar meira. Nýjasta vitleysan í stjórnsýslu Eins og að ofan getur vilja menn nú byggja ofan í það svæði, sem ætti jafnvel að aðalskipulagi Reykjavík- urborgar að verða einn helzti umferð- arkross höfuðborgarsvæðisins. Sá sem hér skrifar sendi inn formlega athugasemd 2003, þegar auglýsing var birt, og sendi Skipulagsstofnun samrit. Var það gert til þess að tryggja – reyna að tryggja – að al- mannahagsmuna yrði gætt, en aug- ljóst var að vegatengingar voru ófull- nægjandi. Að skipulagslögum skyldi umsögn stofnunarinnar um at- hugasemdir gerð og tilkynnt innan fjögurra vikna. Auðvitað er borgarinn hundsaður og engu svarað. Ári seinna breytir Kópavogur tillögunni, en engu að gagni er breytt í umferð- armálum. Allt rennur í gegn, sama vitleysan. Gaman væri að heyra, hvað Reykjavíkurborg sagði. Heimsókn gerði ég í skipulagssvið Reykjavík- urborgar. Þar virtust menn vera úti á þekju, vísuðu á Gatnamálastofu, kannski líka á Vegagerð. Skipulag á umferðarmálum virðist sundurtætt og sambandslaust. Þessir embætt- ismenn virðast ekkert vilja við mig tala. Eitt minna verka fyrir U.S. Navy var að marka hættusvæði fyrir Keflavíkurflugvöll og takmörkun mannvirkja samkvæmt reglum Bandaríkjastjórnar (AICUZ). Þetta hefur ratað inn á aðalskipulag þar suður frá. Eitthvert gagn hefur mátt hafa af þrasaranum. Lýðræðismál í skipulagi Sveinn Guðmundsson fjallar um umferðarmannvirki og skipulagsmál ’Skipulag á umferð-armálum virðist sund- urtætt og sam- bandslaust. ‘ Sveinn Guðmundsson Höfundur er verkfræðingur. BJARNI Daníelsson óperustjóri skrifaði grein í Morgunblaðið í til- efni af opnun nýs óperuhúss í Kaupmannahöfn. Þar kom fram að ópera ætti ekki að fá að eiga heima í fyr- irhuguðu Tónlistar- húsi í Reykjavík. Þetta hafa hann og fleiri endurtekið í umræðunni und- anfarið. Þótt mér sýnist Bjarni vera óþarflega neikvæður í afstöðu sinni hefur hann talsvert til síns máls. Mér hefur lengi verið ljóst að að- stæður hér á landi eru með þeim hætti að heppilegt væri að sinfónía og ópera gengju aftur í eina sæng og störfuðu saman undir þaki Tónlistarhússins. Svo virðist þó að þeir ráðamenn, sem hafa haft með þessar stofnanir og Tónlist- arhúsið að gera, hafi enn ekki áttað sig á þessu. Þeim er þó viss vorkunn þar sem skoðanir um þetta voru eitt sinn skiptar meðal tónlistar- manna, en þó ekki svo mjög á meðal al- mennra tónlistarunn- enda. Ef ekki verður að gert alveg á næstunni gæti þessi misskiln- ingur orðið íslensku tónlistarlífi og Tónlistarhúsinu sjálfu afar dýr- keyptur. Til upprifjunar. Það á að byrja að byggja Tónlistarhúsið á næsta ári, 2006. Málin standa nú þannig að komið hefur verið til móts við þarfir óperu að hálfu leyti, þ.e. hægt verður að setja upp óp- erusýningar í Tónlist- arhúsinu með einföld- um leiktjöldum. Það er alls ekki svo sem óperustjórinn segir að eingöngu verði hægt að setja þar upp „hálf- ar uppfærslur“ – t.d. svipaðar þeim sem um tíma voru settar upp í Laugardalshöll yfir eina helgi – heldur verður hljómsveit- argryfja til staðar sem og hringsvið og ljósa- búnaður. Að vandlega at- huguðu máli sýnist mér að það sem helst skortir í núverandi áætlanir sé aðstaða til að flytja leiktjöld inn og út af sviðinu á ein- faldan og fljótlegan hátt. Slík aðstaða myndi gerbreyta notk- unarmöguleikum húss- ins, ekki aðeins fyrir óperusýningar, heldur einnig fyrir aðrar uppákomur, svo sem söngleiki, ballett, rokktónleika o.fl. Sýn- ingar af þessu tagi krefjast mikils sviðs- búnaðar og ef nota á húsið sem fundarsal að degi til, en um kvöldið fyrir annars konar uppákomur, þá er bráðnauðsyn- legt að geta flutt búnaðinn inn á svið og út af því aftur hratt og örugglega. Tónlistarhúsið mun kosta a.m.k. um 6–8 milljarða af almannafé. Aðeins lítið brot af þeim kostnaði færi í að gera viðeigandi breyt- ingar á sviðsaðstöðunni. Þær myndu borga sig upp á örfáum ár- um með betri nýtingu hússins sem og betri rekstrarforsendum fyrir óperu og aðra þá starfsemi, sem á heima í Tónlistarhúsinu. Íslend- ingar hafa ekki efni á því að reisa einn sal fyrir sinfóníu og annan fyrir óperu – eins og stjórnendur Óperunnar hafa farið fram á. Hafa ber í huga að óperuhúsið í Kaup- mannahöfn kostaði a.m.k. 30 millj- arða króna! Það er fásinna að- horfa til slíks í umræðu um bætta aðstöðu til óperuflutnings á Ís- landi, en um leið fráleitt að mál skipist þannig að aðstöðu í Tónlistarhúsinu verði ekki auðveldlega hægt að nota til flutn- ings á óperu og öðrum sviðs- listum. Vandamál Óperunnar verða heldur ekki að fullu leyst með samstarfi við Þjóðleikhúsið. Þar er salurinn ekki stærri en í Gamla bíói og þótt sviðið þar sé betra myndu fjárhagsforsendur óp- erurekstrar ekki batna. Að auki myndu söngvarar þá þurfa að keppa hart við leikara um þau 2–3 kvöld í viku, sem almenningur sækir aðallega leikhús og óperu. Það er mikill og góður gangur í málum Tónlistarhússins og öflugir menn sem þar stýra ferð. Vonandi sjá þeir til þess að áætlunum um aðkomu á sviðið verði breytt áður en hafist verður handa um bygg- inguna. Þá mega flestir vera sátt- ir. Auðvitað óperu í Tón- listarhús Árni Tómas Ragnarsson fjallar um aðstöðu til óperuflutnings Árni Tómas Ragnarsson ’Mér hefurlengi verið ljóst að aðstæður hér á landi eru með þeim hætti að heppilegt væri að sinfónía og ópera gengju aftur í eina sæng og störf- uðu saman und- ir þaki Tónlist- arhússins. ‘ Höfundur er læknir. NÝLEGA kom upp sú hugmynd að nota fjármuni sem gætu komið út úr sölu Símans í byggingu nýs sjúkrahús allra landsmanna. Áætl- anir hafa lengi verið uppi um að byggja upp á svæði Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) við Hringbraut í Reykjavík og því væri kærkomið að geta not- að þessa fjármuni í þá uppbyggingu. Til að liðka fyrir um þessa framkvæmd, þá er ver- ið að færa Hringbraut- ina út fyrir það svæði sem fyrirhugað er und- ir starfsemi LSH. Spurningin er bara hvort þetta svæði sé í raun það heppilegasta fyrir starfsemi nýs sjúkrahúss. Langar mig að benda á annað svæði, sem gæti ekki síður hentað, og gera í staðinn tillögu að því að núverandi landsvæði LSH bæði við Hringbraut og í Fossvogi verði tekið undir sambland íbúða- byggðar og atvinnurekstrar sem gæti stutt við miðborgina. Skoðum nánar af hverju núver- andi svæði hentar ekki. Í fyrsta lagi er svæði LSH við Hringbraut langt inni í borginni. Stór hluti íbúa Reykjavíkursvæðisins er langt frá sjúkrahúsinu og umferðaræðar sem að því liggja eru löngu sprungnar. Í öðru lagi eru flestar byggingar gamlar og henta ekki hátæknirekstri eins og nútímakröfur hljóða upp á. Í þriðja lagi er mikil og mengandi um- ferð allt í kring sem varla getur talist æskilegt. Og í fjórða lagi er verð- mæti svæðisins mikið og með því að selja það undir aðra byggð og starf- semi væri hægt að setja ennþá meiri fjármuni í nýtt sjúkra- hús. Það svæði sem ég vil benda á að verði notað undir nýjan Landspít- ala, er Vífilsstaðir og aðliggjandi svæði. Þar er mikið landrými og eftir tvöföldun Reykja- nesbrautar um Garða- bæ, lagningu Arn- arnesvegar og tengingu ofanbyggðarvegar við svæðið í kringum Elliðavatn er svæðið vel tengt við góðar um- ferðaræðar án þess að vera beint of- an í þeim. Svæðið er stórt, þó eigi eftir að afmarka það, en það gæti náð alveg frá Reykjanesbraut upp að Vífilsstaðavatni og frá golfvelli Golf- klúbbs Kópavogs og Garðabæjar út að því svæði sem ætlað er undir há- tækniþorp í Garðabæ og jafnvel væri mjög gott að tengja saman það svæði og nýtt sjúkrahús. Þarna mætti reisa heilsuþorp með þátttöku rík- isins og einkaaðila. Engin ástæða er til annars en að fagfjárfestar sjái hag af þátttöku í svona verkefni. Ég vil þó taka skýrt fram að ég veit ekki hvort þetta svæði standi yfirhöfuð til boða enda er fyrst og fremst um hugmynd að ræða sem að mínu áliti er verðugt innlegg í þessa umræðu. Af hverju svona gríðarlega breyt- ingu? Ja, ástæðan er að á næstu ára- tugum eru mikil tækifæri til útrásar á sviði heilbrigðisþjónustu. Víða í heilbrigðiskerfi nágrannalanda okk- ar er að myndast þörf fyrir þjónustu sem við getum auðveldlega veitt. Hér á landi er til mjög umfangsmikil þekking á mörgum sviðum heilbrigð- isþjónustu. Það er staðreynd að ís- lenskir læknar eru einstaklega hæfir og eftirsóttir. Margir starfa við bestu sjúkrahús í heimi og hafa bestu menntun sem völ er á. Með því að reisa svona heilsuþorp verður hægt að veita alhliða þjónustu, laða hingað til lands hæfileikafólk, sem á ekki aðra kosti en að vinna sín störf utan landsteinanna, nýta þjónustu aðila eins og Össurar, Flögu og Bláa lónsins og bjóða sjúklingum fyrsta flokks þjónustu sem gæti falið í sér dvöl á heilsuhóteli við frábærar að- stæður að sjúkrahúsvist lokinni. Með þessu værum við ekki aðeins að bæta til muna þá heilbrigðisþjón- ustu, sem landsmenn búa við, heldur einnig að nýta okkur dýrmætustu auðlind þjóðarinnar sem er mann- auðurinn. Þetta er það sem t.d. Öss- ur og Íslensk erfðagreining hafa ver- ið að gera. Svona starfsemi gæti einnig skotið traustari rótum undir starfsemi þeirra fjölmörgu fyr- irtækja sem hafa verið að hasla sér völl í þjónustu við heilbrigðiskerfið. Staðsetning landsins milli tveggja auðugustu markaðssvæða heims, hreinleiki þess og rómuð náttúrufeg- urð er líka kjörin til að laða að þá sem þurfa á svona þjónustu að halda. Einnig gætum við nýtt þessa starf- semi í tengslum við þá aðstöð sem við veitum eftir hamfarir eða til stríðshrjáðra landa. Stór vandamál í slíkum tilfellum er missir útlima sem verður oft til þess að viðkomandi ein- staklingar verða byrði á fjölskyldum sínum og enda jafnvel sem bein- ingafólk á götum úti. Sjúklingar gætu eftir meðferð valið að fara í endurhæfingu á fyrsta flokks heilsu- hótelum sem reist yrðu víða um land í tengslum við þetta verkefni. Vissulega er mikil framkvæmd í gangi við flutning Hringbrautar. Forsenda þeirrar framkvæmdar var að byggt yrði smátt og smátt upp á lóð LSH. Engum datt í hug að hægt væri að setja 50–70 milljarða í einu lagi í byggingu nýs sjúkrahúss. Það eru því komnar upp nýjar forsendur sem ekki voru fyrirséðar. Tækifæri sem verður að grípa. Ef eitthvað er öruggt, þá mun eftirspurn í heil- brigðisþjónustu aukast næstu ár og áratugi. Með uppbyggingu heilsu- þorps í tengslum við nýjan Landspít- ala getum við verið með í samkeppni um að veita þá þjónustu. Nýr Landspítali og heilsuþorp Marinó G. Njálsson fjallar um byggingu nýs Landspítala ’Með uppbygginguheilsuþorps í tengslum við nýjan Landspítala getum við verið með í samkeppni um að veita þá þjónustu.‘ Marinó G. Njálsson Höfundur er ráðgjafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.