Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 29
✝ Katrín GuðbjörgJónsdóttir fædd- ist á Hólalandi í Borgarfirði eystri 6. ágúst 1913. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 21. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Guðrún María Högnadóttir, f. 18. mars 1898, d. 7. júní 1972, og Jón Þor- steinsson, f. 28. sept- ember 1884, d. 24. september 1958. Systkini Katrínar eru Ólafur, f. 27. ágúst 1911, d. 1974, Þorbjörg, f. 8. júlí 1923, og uppeldisbróðir þeirra Jón Bjart- mar Sigurgeirsson, f. 19. mars 1930, d. 2. apríl 1956. Katrín giftist 8. mars 1941 Jó- hanni S. Lárussyni, f. 16. febrúar 1908, d. 4. mars 1979. Dóttir þeirra er Guðrún Sigríður, gift Ragnari H. Guð- mundssyni. Synir þeirra eru Jóhann Hjörtur og Ingvar Heiðar, kvæntur Ástu Sölvadóttur, sonur þeirra er Jök- ull Tinni. Katrín ólst upp í foreldrahúsum til 16 ára aldurs en fór þá að vinna, var í vist suður á fjörðum en heima á sumrin við búskapinn. Um tví- tugt fer hún til Reykjavíkur og heldur áfram að vera í vist en vinnur síðan hjá kjólameisturum og klæðskerum, þar til hún stofn- ar heimili. Hún vann við sauma- skap árum saman ásamt heim- ilinu. Útför Katrínar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku amma. Það er margs að minnast. Margra heimsókna í Eskihlíðina. Margra kaffibollanna. Margra spjallstunda, þar sem oftar en ekki bar á góma hvað væri að gerast „heima“ á Borg- arfirði eystra. Þú fluttir tvítug til Reykjavíkur en alltaf var Borgar- fjörðurinn „heima“. Alltaf varstu með á hreinu hvernig veðrið væri þar, hvað væri að gerast í bæjarlífinu o.s.frv. Það er mér mjög minnisstætt þegar ég, fyrir örfáum árum síðan, hringdi í þig að austan og var að reyna að átta mig á aðstæðum á þín- um heimaslóðum. Það var ljóst um leið að kort væru óþörf, þú lýstir staðnum svo nákvæmlega þótt þú hefðir ekki komið austur í fjölda, fjölda ára. Þú leiddir mig í gegnum þorpið, lýsandi hverri þúfu og hverj- um bæ í réttri röð. Flest voru þetta kunnugleg nöfn frá spjalli okkar. Margt kom einnig kunnuglega fyrir sjónir vegna myndanna í stofunni þinni. Ég veit að þú hefðir verið hvíldinni fegin fyrr en þú upplifðir þó að verða langamma og Jökull Tinni veitti þér gleði síðasta ár þitt. Ég er viss um að þú munt fylgjast vel með þegar við Ásta munum sýna honum Álfaborg- ina, Dyrfjöllin, Hvítserk og alla fal- legu steinana heima á Borgarfirði eystra. Hvíl í friði, elsku amma. Ingvar. Elsku frænka mín, mig langar til að minnast þín með nokkrum kveðjuorð- um og þakka þér fyrir allt. Mér finnst eins og þú hafir verið í huga mér flesta daga frá því að ég man eftir mér. Hvernig ætli það geti staðist? Ég hef aðeins verið að hugsa það. Var það vegna þess að mamma tal- aði svo oft um þig og ykkur í Máva- hlíðinni, sagði okkur frá því þegar hún var hjá ykkur á Ásvallagötunni, frá því sem þið voruð að bralla saman og frá gestunum sem komu? Þið komuð líka oft austur á sumrin, þá var nú fjör, mikið grínast og hlegið, þið voruð fín og flott fjölskylda sem ég sé fyrir mér í minningunni. Þessar heimsókn- ir voru öllum mikil tilhlökkun, bæði ykkur og okkur, því fólkið þitt fyrir austan var þér mikils virði og þú um- vafðir það með umhyggju þinni. Af okkar hálfu var mikil tilhlökkun og undirbúningur áður en þið kæmuð svo sem best yrði tekið á móti ykkur. Oft kom sending frá þér með ýmsu sem þú varst að útvega eða þú varst að senda fatnað. Ég var oft mjög heppin þegar þessar sendingar komu, því það var alltaf eitthvað sem passaði á mig. Þú sendir alltaf jólapakka og takk fyrir jólatréð og jólaskrautið sem þú sendir þegar við vorum ný- flutt í nýja húsið. Ég var svo hjá ykkur Jóhanni í þrjá vetur meðan ég lauk gagnfræðaprófi, þannig að ég fékk að kynnast ykkur betur og njóta umhyggju ykkar og hjálpsemi. Þið áttuð mjög fallegt heimili, hver hlutur valinn af kost- gæfni og vel um allt hugsað. Þið mamma voruð mjög nánar og góðar systur, hringduð hvor í aðra og skrifuðuð bréf, vilduð vita hvor um aðra. Hef ég grun um að þú hafir verð hennar stóra fyrirmynd í lífinu, þú varst tíu árum eldri en hún og góð fyr- irmynd í öllu: reglusöm, vinnusöm, kát og skemmtileg, þú varst góð saumakona. Mér er sagt að þú hafir saumað fyrsta kjólinn þinn þegar þú varst tólf ára gömul og amma hafi sagt að best væri að þú sæir um að sauma þín föt eftir það. Þú lærðir sauma hjá Andrési og var saumaskapur þín atvinna, þú saum- aðir heima og var mikil traffík hjá þér vegna þessa, enda vinsæl og vand- virk. Ég lærði heilmikið á því að hjálpa þér við saumaskapinn og hefur það komið sér vel í lífinu. Í minni minningu varst þú heil- steypt, góð og vönduð manneskja, sem kom fram í öllu sem þú gerðir, þú varst nærgætin og hlý og gott að eiga þig að, ég þakka þér fyrir allt. Elsku Gunna Sigga, ég votta þér og fólkinu þínu samúð mína og veit að minningin um góða konu mun ylja ykkur um ókomin ár, þið voruð henni allt. Kær kveðja Guðrún. KATRÍN JÓNSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 29 MINNINGAR HINSTA KVEÐJA Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn, mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn, hann traust mitt var í hvíld og önn, í sæld og sorg og þrautum. (Steinn Sigurðsson.) Guð geymi þig amma mín. Jóhann H. Ragnarsson. Með sorg og sökn- uði kveð ég kæran móðurbróður minn. Ég á margar og góðar minningar um hann. Há- kon var hlédrægur maður og tran- aði sér ekki fram. Hann var traustur maður og vel að sér og því valinn til trúnaðarstarfa fyrir sveit sína, sem hann gegndi með sóma. Hákon hafði næmt auga fyr- ir spaugilegum hliðum tilverunnar og sagði skemmtilega frá og þá var glettnisglampi í auga. Þegar ég var barn að alast upp hjá ömmu og afa í Reykjarfirði var Hákon ungur maður í föðurgarði. Ég man hvað ég leit upp til þessa frænda míns, hann var svo hraust- ur, snar og sterkur. Ég trúði því líka að hann kynni ekki að hræð- ast. Þær voru ófáar sjóferðirnar sem hann fór á opnum mótorbáti um Djúpið þvert og endilangt í hvernig veðri sem var. Þeir sem til þekkja vita að sjólag á Djúpinu getur verið afar vont og ekki nema fyrir góða sjómenn að takast á við það. Ég veit ekki til þess að hon- um hafi nokkru sinni hlekkst á í þessum ferðum, þótt oft hafi gefið á bátinn. Á þeim árum var bílveg- ur ekki kominn í Djúpið og bát- urinn því eina samgöngutækið á sjó og hesturinn eða tveir jafn- fljótir á landi. Tæknin með sinni vélvæðingu hélt ekki innreið sina í þetta byggðarlag fyrr en löngu seinna. Frændi minn var góður hesta- maður og gat setið hvaða hrekkja- lóm sem var. En hann átti líka góða reiðhesta, hver man ekki eft- ir Tinnu, Ófeigi og Bessa. Við krakkarnir lærðum fljótt að sitja hest og það var enginn maður með mönnum sem ekki gat sótt hestana fram á dal og riðið heim á eftir hópnum á harðastökki. Í minningunni er ljómi yfir dög- um bernsku minnar í Reykjarfirði. Heimilið var mannmargt, allir höfðu verk að vinna. Mér verður oft hugsað til þess hvað börn höfðu gott af að alast upp með þessu góða fólki, læra að vinna og að taka tillit til annarra. Síðasta sum- arið sem ég átti þarna heima kom þangað ung og falleg kaupakona, ættuð af Ströndum, hún Steina sem varð svo konan hans Hákonar. Þetta var mikið gæfuspor beggja. Hákon og Steina tóku við búi af ömmu og afa og bjuggu stórbúi í Reykjarfirði. Steina var harðdug- leg og hagsýn húsmóðir og þau voru samhent að búa sér og börn- um sínum gott heimili. Þeir eru margir sem notið hafa gestrisni þeirra hjóna og fyrirgreiðslu í gegnum tíðina, þar með talin ég, maður minn og börn. Mér fannst ég aldrei gestur. Ég heimsótti frænda minn í sumar, hann var hæglátur að vanda, stutt í kímni og góðlátlega glettni þegar við rifj- uðum upp gamla daga. En nú er skarð fyrir skildi, frændi minn horfinn af þessum heimi, margt var ósagt og verður að bíða betri tíma. Far þú í friði, kæri frændi, friður Guðs þig blessi. Ég votta öllum aðstandendum dýpstu samúð. Aðalheiður (Lalla frá Reykjarfirði). Hann steig hverfisteininn sunn- an megin við gamla bæinn og brýndi ljá. Ég gætti litlu krakk- HÁKON SALVARSSON ✝ Hákon Salvars-son, bóndi í Reykjarfirði við Djúp, fæddist á Bjarnastöðum í Reykjarfjarðar- hreppi 14. júní 1923. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði að morgni 20. janúar síðastlið- ins og fór útför hans fram frá Ísafjarðar- kirkju 29. janúar. anna Rögnu og Inga. Snögglega stóð hann upp, greip nýja hrífu sem lá við gamla bæj- arvegginn og skrifaði neðst á hrífuskaftið „Ella“. „Nú átt þú þessa hrífu og gættu hennar vel,“ sagði hann brosandi. Ég var alsæl, fannst ég vera orðin fullgild kaupa- kona og hrífuna not- aði ég öll sumrin mín í Reykjarfirði. Hákon og Steina höfðu einstakt lag á unglingum. Þau voru góð og hlý en samt ákveðin. Þau ræddu við okk- ur eins og jafningja, veittu innsýn í lífið og náttúruna og við skynj- uðum að það skipti máli að vera sjálfum sér og öðrum trúr. Mannmargt var í Reykjarfirði á þessum árum, fyrir utan ungu hjónin og börnin voru þar til heim- ilis foreldrar Hákonar, Sigríður föðursystir hans og fjögur önnur gamalmenni, auk vinnufólks og unglinga. Þá var afar gestkvæmt og oft um tuttugu manns í heimili dag hvern á sumrin. Mikið var því lagt á herðar unga fólksins, Steina aðeins 22 ára og Hákon tíu árum eldri þegar ég kom til þeirra. Miklar breytingar hafa átt sér stað í landbúnaði síðustu áratug- ina. Hvað varðar heyöflun, þá var slegið með orfi og ljá, rakað og rifjað og farið á engjar síðsumars. Þegar fjölfætlan kom í Reykjar- fjörð var ekki laust við að færi um gömlu mennina. Enginn raunveru- legur flekkur og engir rifgarðar. En Hákon hafði trú á framtíðinni og tækninni. Í Reykjarfirði var rekið myndarlegt bú og Hákon bætti um betur. Hann var dugleg- ur og hagsýnn bóndi sem varð þó að takmarka sig við landsins gæði. Hann ræktaði garðinn sinn. Í endurminningunni finnst mér að sumrin í Reykjarfirði hafi verið þroskatímabil unglingsins sem þar dvaldi. Ég tel það forréttindi að hafa fengið að kynnast þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru bæði innanhúss og utan og þeirri reglu og festu sem ásamt hlýju og gamansemi einkenndu heimilið í Reykjarfirði. Tengsl mín við þau Steinu og Hákon hafa ekki rofnað og í vor sem leið heimsóttum við hjónin þau í Reykjarfjörð. Það leyndi sér ekki að dregið var af Hákoni þótt andinn væri hress. Áttum við notalega stund saman og sem fyrr skemmtilegar og frjó- ar samræður um búskap, sam- göngur, stjórnmál og síðast en ekki síst um fjölskylduna. Mynd- um úr áttræðisafmæli Hákonar var flett og greinilegt að þau voru hamingjusöm yfir þeim fagnaði og nutu þess að segja frá börnum og barnabörnum. Hákon er nú farinn í ferðina löngu en ljúfar minningar um góð- an mann munu lifa. Við Jóhannes sendum þér Steina mín, börnum ykkar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Elín S. Sigurðardóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is 10-40% afsláttur af legsteinum þessa viku Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 15% afsláttur af legsteinum til 15. mars Englasteinar www.englasteinar.is Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS EMILSDÓTTIR, Garðvangi Garði, áður til heimilis á Hringbraut 98, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi þriðjudag- inn 22. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafur Einar Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Ólafsson, Gerður Ólafsdóttir, Hrólfur Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SÓLVEIG RUNÓLFSDÓTTIR, Sunnubraut 48, Kópavogi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 1. mars. Margrét S. Ingólfsdóttir, Einar H. Hallfreðsson, Grímur J. Ingólfsson, Guðfinna Hjálmarsdóttir, Runólfur S. Ingólfsson, Guðbjörg Friðriksdóttir, María G. Ingólfsdóttir, Ester A. Ingólfsdóttir, Guðmundur Óli Sigurgeirsson, Katrín V. Ingólfsdóttir, Kjartan Einarsson, Hannes G. Ingólfsson, Gréta B. Erlendsdóttir, Elísabet I. Ingólfsdóttir, Valur Ingólfsson, Kári Ingólfsson, Guðný Pálsdóttir, Guðjón Ingólfsson, Björk S. Ingólfsdóttir, Hafþór Mar Hannibalsson, Lára Ingólfsdóttir, Agnar Þór Árnason, Sólveig Ingólfsdóttir, Gunnar Þór Gíslason, Svandís Ingólfsdóttir, Einar Örn Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.