Morgunblaðið - 03.03.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.03.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 39 DAGBÓK Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, leikfimi, myndlist, bókband, söngur, fótaað- gerð. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13, félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbbur í KÍ-húsi kl. 14. Óskar Guðmundsson, sem tók saman Ald- irnar, kemur í heimsókn. Árshátíðin er á morgun. Skráning hjá KÍ. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Bridsdeild FEBK Gullsmára 13 spilar mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Eldri borgarar vel- komnir. Þátttökugjald kr. 200.–. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 9.10 í Mýrinni og inni–golf á sama stað kl. 11.30. Í Kirkjuhvoli spænska 400 kl. 12, karla- leikfimi og málun kl. 13, trélist kl.13.30, spænska byrjendur kl. 18. Bingó í Kirkjuhvoli kl. 19.30 á vegum Lions. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund, umsjón sr. Svavar Stef- ánsson, kl. 12.30 vinnustofur opnar m.a. myndlist og fjölbreytt fönd- urgerð, spilasalur opinn frá hádegi. Allar upplýsingar á staðnum s. 575 7720 og www.gerduberg.is. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna–bútasaumur, keramik, perlu- saumur, kortagerð og nýtt t.d. dúka- saumur, dúkamálun, sauma í plast. Hjúkrunarfræðingur á staðnum, hár- greiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Glerbræðsla kl. 13, Lions- klubbur Hafnarfjarðar býður Febh. til kvöldvöku kl. 20. kaffiveitingar, skemmtiatriði og dans. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–13 búta– og brúðusaumur, um- sjón Sigrún, boccia kl. 10–11, hannyrðir kl. 13–16.30 í umsjón Halldóru, fé- lagsvist kl. 13.30, böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir–hársnyrt- ing. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Betri stofa og Listasmiðja kl. 9–16, frjáls handavinna og gler- skurður, leikfimi kl. 10, sönghópur kl. 13.30. Vetrarferð Gullfoss og Geysir 17. mars. Snúður og Snælda: Ástandið 23. mars. Upplýsingar í s: 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á morgun, föstudag kl. 9.30. Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, opin vinnustofa, kl. 9–12 leir, kl. 10 ganga, kl.13–16.30 leir. Fræðslu- og skemmti- ferð í boði forvarna–fræðsludeildeild- ar lögreglunnar. Þjóðminjasafnið verður heimsótt, starfsmaður þess mun sjá um kynningu á sal lagt verð- ur af stað kl. 13 frá Norðurbrún föstu- dag 4. mars skráning í síma 568- 6960. Sjálfsbjörg | Skák í kvöld kl. 19.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl 9.15–14 aðstoð v/ böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl 10.15–11.45 spænska, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing, kl. 13–16 gler- bræðsla. Fimmtudaginn 3. marz kl. 10.30 helgistund í umsjón séra Jak- obs Ágústs Hjálmarssonar dóm- kirkjuprests. Kór Félagsstarfs aldr- aðra syngur. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Léttur hádeg- isverður á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15. Myndasýning frá Slóv- eníu, upplestur og fleira. Valgerður Valgarðsdóttir djákni segir frá starfi sínu. Áskirkja | Opið hús milli 14 og 17, samsöngur undir stjórn organista, kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. TTT- starfið: samvera milli 17 og 18 Ten– Sing-starfið: æfingar leik- og söng- hópa milli 17 og 20. Breiðholtskirkja | Biblíulestur. Tilvist og trú í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyj- ólfssonar héraðsprests kl. 20 í Safn- aðarheimili Breiðholtskirkju. Bústaðakirkja | Foreldramorgnar í Bústaðakirkju alla fimmtudaga kl. 10– 12. Þar koma foreldrar saman með börn sín og ræða lífið og tilveruna. Þetta eru gefandi samverur fyrir þau sem eru heima og kærkomið tækifæri til þess að brjóta upp daginn með helgum hætti. Allar nánari uppl. eru á www.kirkja.is. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl 10 til 12. Umsjón Anna Arnardóttir. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl 12.10. www.digraneskirkja.is Fella- og Hólakirkja | Helgistund í Gerðubergi í umsjá presta Fella- og Hólakirkju alla fimmtudaga kl. 10.30. Foreldramorgnar í Fella- og Hólakirkju alla fimmtudaga kl. 10–12. Allir for- eldrar, afar eða ömmur sem eru heima með barn eða börn (ekki bara ungabörn) eru velkomin. Stelpustarf 3–5. bekkur, alla fimmtudaga kl. 16.30–17.30. Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyr- irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. Kirkjukrakkar í Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. Grafarvogskirkja | „Á leiðinni heim“, helgistund í Grafarvogskirkju kl. 18. Passíusálmur lesinn. Í dag les Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður. Grindavíkurkirkja | Bænadagur kvenna. Bænasamkoma föstudags- kvöldið 4. mars kl. 20. Yfirskrift bænadagsins er: Upplýst bæn – bæn í verki og markmiðið er að fræða um aðstæður kvenna á völdum stöðum í heiminum og verður kastljósinu beint að Póllandi. Kaffiveitingar í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Allir vel- komnir. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund í há- degi alla fimmtudaga kl. 12. Guðrún Birgisdóttir leikur á flautu og Hörður Áskelsson á orgel. Íhugun, bæn. Létt- ur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hjallakirkja | Opið hús í dag í Hjalla- kirkju kl. 12–14. Léttur hádegisverður og skemmtileg samverustund. Kirkju- prakkarar, 6–9 ára börn, hittast í Hjallakirkju á fimmtudögum kl. 16.30– 17.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- vera eldri borgara er kl. 15, hugvekja, syngjum saman, eigum samfélag og fáum okkur kaffi og með því. Allir vel- komnir. „Eldurinn“ fyrir fólk á öllum aldri kl. 21:00. Lofgjörð, vitnisburðir og kröftug bæn. Allir velkomnir. KFUM og KFUK | Fundur í kvöld kl. 20. „Erlend starfsemi BYKO“. Jón H. Guðmundsson forstjóri sér um efnið. Hugleiðingu hefur sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Upphafsbæn og söngur: Keith Reed. Kaffi. Allir karlar vel- komnir. Langholtskirkja | Samvera kl. 10–12 í samstarfi við Heilsuvernd barna. Fræðsla annan hvern fimmtudag, spjall, kaffisopi, söngur. Umsjón hefur Rut G. Magnúsdóttir. Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrð- arstund í hádegi. Kl. 14 Samvera eldri borgara. Barnakór Laugarness syng- ur. Kristín Axelsdóttir hjúkrunarfor- stjóri talar. Kl. 17.30 KMS. Kl. 20 Bænatónleikar. Kristín Erna Blöndal syngur um sorgina og lífið. Kleinukaffi á eftir með sr. Braga Skúlasyni. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos MEÐ Taktu Lagið Lóa fer Jim Cartwright inn á nokkuð aðrar brautir en þær sem höfðu vakið athygli á honum í verkum á borð við Stræti og Bar Par. Í stað laustengdra at- riða þar sem smámyndum af fjölda persóna er brugðið upp af ljóðrænni ná- kvæmni án þess að framvinda sé áberandi velur hann að skrifa fámennt hefðbundið leikrit, nokk- urs konar tilbrigði við Öskubusku, um unga stúlku með einstæða hæfileika sem fólk í kringum hana vill nýta í sína þágu. Persónugall- eríið er af sama tagi og áður; ráðalaust, drykkfellt og skemmt lágstéttarfólk. Ritstíllinn er svip- aður og í fyrri verkum; myndræn og skáldleg endurvinnsla á orðfæri fólks sem ekki hefur vald á tungu sinni eða tilfinningum. En vegna formsins gefast færri tilefni til fjölbreytni í tjáningu í þessu verki en í þeim fyrri. Færri persónur og meiri saga sem þarf að koma til skila breyta forsendunum og fyrir minn smekk eru þetta ekki alls kostar góð býti. Cartwright spilar af meira öryggi á heimavelli sín- um. Hér verður hann of eintóna því þótt persónurnar séu færri en áður er hver og ein dregin jafn fáum dráttum og fyrr. Þá eru for- sendur framvindunnar stundum veikbyggðar og verkið er á köflum langdregið. Þetta er ein orsök þess að sýning Freyvangsleikhúss- ins er ekki jafn vel heppnuð og hún ætti að vera miðað við heild- aryfirbragð og frammistöðu aðal- leikkvennanna. Sýning á verkinu hlýtur ávallt að standa og falla með söngrödd leikkonunnar sem fer með tit- ilhlutverkið og hér er ekki slegin feilnóta. María Gunnarsdóttir hef- ur hvort tveggja á valdi sínu, að syngja fallega með sinni eigin rödd og bregða sér í gervi hinna ólíkustu díva frá fyrri tíð. Aldeilis magnað að hlusta á hana leika listir sínar. María er líka flink leikkona og heillandi á sviði, en hefur kannski undir leiðsögn leik- stjóra síns verið leidd of langt í aðgerða- og sinnuleysi sem gerir fyrirferðarmesta efni verksins, samband hennar og móðurinnar, dálítið dauft. Það sama má segja um Ingibjörgu Ástu Björnsdóttur, sem var tilkomumikil á velli og stundum fyndin sem tuskudúkkan og átvaglið Siddý en er gerð það aðgerðarlítil að það kemur niður á sviðsnærverunni. Móðir Lóu er eitthvert mesta skrímsli sem Cartwright hefur skrifað og Guðrún Halla Jóns- dóttir skilar hlutverkinu með miklum krafti og aðdáunarverðri tækni. Það háir heildaráhrifunum hve nálægt hvor annarri í aldri þær mæðgur eru og örvænting Möllu hefði orðið áhrifameiri með eldri leikkonu, en vinna Guðrúnar Höllu með persónuna er engu að síður eftirtektarvert afrek. Það lendir eiginlega alfarið á hennar herðum að halda orkunni uppi í sýningunni og hún axlar þá ábyrgð vel. En eins og áður segir hefðu mótleikarar hennar þurft að sýna meiri styrk til að samskipti persónanna yrðu áhugaverðari. Það var einna helst Daníel Freyr Jónsson sem náði að verða litríkur sem kærastinn útsmogni. Í minni hlutverkum eru svo Pálmi Reyr Þorsteinsson, Jónsteinn Að- alsteinsson og Hjálmar Arinbjarn- arson og komast vel frá sínu. Umgjörð sýningarinnar er vel unnin eins og venja er í hinu vandvirka Freyvangsleikhúsi. Búningar afbragð og þá ekki síður hárgreiðsla, sem er óvenjumikið í lagt. Leikmyndin er hugvits- samleg þótt fátæklegri, en þó um- fram allt smekklausari, húsbún- aður og skraut hefðu stutt betur við söguna. Brunaeffekt var alveg óvenjulega vel útfærður. Taktu lagið Lóa er vel unnin sýning, vandvirknislega sviðsett af augljósum metnaði og kunnáttu allra aðstandenda. Frammistaða aðalleikvennanna er afbragð og það sem upp á vantar til að hún heppnist fullkomlega skrifast á leikritið og óþarflega daufgerða persónulögn á köflum. Engu að síður ættu áhugamenn um skraut- legt mannlíf, sterkan leik og fram- úrskarandi söng að bruna í Frey- vang á næstu vikum. LEIKLIST Freyvangsleikhúsið Höfundur: Jim Cartwright, þýðandi: Árni Ibsen, leikstjóri: Ólafur Jens Sigurðsson. Freyvangi 27. febrúar. Taktu lagið Lóa! Jim Cartwright Þorgeir Tryggvason ÁRLEGT Austfirðingaball verður haldið í veitingahúsinu NASA v/ Austurvöll föstudaginn 4. mars kl. 21. Hljómsveitirnar Súellen og Dúkkulísur skemmta ásamt „hinu austfirska“ Rokkabillybandi Reykjavíkur. Auk þess munu mætir Austfirðingar stíga á pall, Magni (Á móti sól) o.fl. Það eru Vífilfell, útvarp allra landsmanna Rás 2 og Flugfélag Ís- lands sem eru samstarfsaðilar að Austfirðingaballi í ár og verða ýmis tilboð í gangi, m.a. verður spurn- ingkeppni á Rás 2, þar sem vinnings- hafar verða leystir út með aðgöngu- miðum, veitingatilboð í boði Vífilfells og pakkaferðir frá Egilsstöðum í boði Flugfélagsins. Nánari upplýs- ingar á http://www.flugfelag.is/ Súellen á Southfork sl. sumar er hljómsveitin fór í pílagrímaför til Dallas. Austfirðingaball á Nasa MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Sagnfræð- ingafélagi Íslands, sem samþykkt var á opnum fundi félagsins á Þjóð- skjalasafni Íslands 23. febrúar sl. Hér er um að ræða ítrekun á ályktun sem samþykkt var á málþingi félags- ins 1. apríl árið 1989: „Mikilvæg forsenda fyrir rann- sóknum í sagnfræði er að fræðimenn hafi aðgang að góðum skjalasöfnum. Góð skjalavarsla er einnig horn- steinn í stjórnsýslu ríkisins. Í ára- raðir hefur dregist að útbúa Þjóð- skjalasafni viðunandi húsnæði. Með því að takmarka mjög fjárframlög til Þjóðskjalasafns er komið í veg fyrir að það geti starfað samkvæmt lögum og gegnt hlutverki sínu. Þessi stefna er ekki aðeins óhagkvæm fyrir ríkið, hún kemur einnig í veg fyrir að hægt sé að stunda margvíslegar rann- sóknir á sögu og menningu þjóð- arinnar. Málþing Sagnfræðinga- félags Íslands hvetur ríkisstjórnina til að útvega Þjóðskjalasafni við- unandi rekstrarfé og ganga end- anlega frá húsnæði þess við Lauga- veg 162. Á þann hátt auðveldar hún stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og leggur þýðingarmikið lóð á vogar- skálar íslenskrar menningar.“ Ályktun frá Sagnfræðinga- félagi Íslands Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali BLÁSARAOKTETTINN Hnúka- þeyr leikur í kvöld kl. 20 efnisskrá með tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Gordon Jacob í Duus- húsum í Reykjanesbæ. Tónskáldin Mozart og Jacob eiga það sameiginlegt að hafa báðir verið afar hrifnir af blásturshljóðfærum. Blásaraoktettar voru vinsælt form hjá hinum klassísku meisturum, enda er hljómurinn jafnt voldugur sem blæbrigðaríkur. Mozart skrifaði þrjár blásaraserenöður og á tónleikunum í Duushúsum verður leikin hin fagra og dramatíska c-moll-serenaða, en tónleikarnir hefjast á forleiknum að óperu Mozarts Brúðkaupi Fígarós. Að sögn liðsmanna Hnúkaþeys endurspeglar efnisskráin að nokkru leyti þær tónbókmenntir sem til eru því að frá klassíska tímanum verður að fara fram til 20. aldarinnar til að finna tónlist fyrir blásaraoktett. Divertimento í Es-dúr eftir Gordon Jacob er kryddað nýjum hljómi og ómstríðum þar sem hornin fá að njóta sín. Hnúkaþey skipa Peter Tompkins og Eydís Franzdóttir á óbó, Rúnar Óskarsson og Ármann Helgason á klarinett, Anna Sigurbjörnsdóttir og Emil Friðfinnsson á horn og Darri Mikaelsson og Kristín Mjöll Jak- obsdóttir á fagott. Hnúkaþeyr í Duus-húsum                 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.