Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 4
 JOHAN Petersson, vinstri horna- maður sænska landsliðsins, er hætt- ur að leika með landsliðinu vegna samstarfsörðugleika við Ingemar Linnéll, þjálfara liðsins. Petersson hefur verið einn af aðalmönnum sænska landsliðsins undanfarin 12 ár en hann er 31 árs gamall og hefur leikið 309 leiki og skorað 708 mörk.  PETERSSON segir við sænsku sjónvarpsstöðina TV4 að hann hafi rætt við Linnéll eftir að heimsmeist- aramótinu í Túnis lauk og þar hafi þeir ekki verið sammála um ýmsa hluti. „Ég þakkaði því fyrir mig, ósk- aði landsliðinu góðs gengis í framtíð- inni og kvaddi,“ sagði Petersson.  INGIMAR Linnéll segir að ákvörðun leikmannsins komi á óvart. „Ég hef ekki rætt við leik- menn eftir HM í Túnis og hef því ekki fengið formlegt svar frá Pet- ersson um framtíðaráform hans. Enda er hann að hætta í atvinnu- mennsku í Þýskalandi og ætlar sér að gerast þjálfari í Svíþjóð og kenna í grunnskóla með því starfi,“ sagði Linnéll og vildi ekki tjá sig um hvað þeim fór á milli að lokinni keppni á HM í Túnis.  KÍNVERSKA knattspyrnusam- bandið hefur ráðið Zhu Guanghu sem þjálfara karlalandsliðsins en hann tekur við af Hollendingnum Arie Haan sem var sagt upp störf- um í lok síðasta árs, en hann hafði starfað sem þjálfari liðsins frá árinu 2002. Haan tókst ekki að koma Kín- verjum í úrslitakeppni heimsmeist- aramótsins í Þýskalandi sem fram fer á næsta ári í Þýskalandi.  ZHU, sem er 55 ára gamall, var áður þjálfari yngri landsliða Kín- verja og þjálfaði félagsliðið Shenzh- en Jianlibao á síðustu leiktíð en liðið varð kínverskur meistari undir hans stjórn. Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Zhu verður gegn Spánverjum hinn 26. mars en um er að ræða vin- áttulandsleik. Þremur dögum síðar mætir liðið Írum í vináttuleik.  UNDANFARIN ár hafa Kínverjar sótt þjálfara erlendis frá en þar má nefna Þjóðverjann Klaus Schlappn- er, Bretann Bobby Houghton, Bora Milutinovic frá Serbíu/Svartfjalla- landi, auk Arie Haan. Milutinovic var sá eini sem kom liðinu á heims- meistaramót en Kínverjar tóku þátt á mótinu árið 2002 í Suður-Kóreu og Japan, en þar tapaði liðið öllum sín- um leikjum.  MICHAEL Walchhofer frá Aust- urríki sigraði í samanlögðum ár- angri á heimsbikarmótum vetrarins í bruni í gær er hann kom fjórði í mark á heimsbikarmóti í Lenzer- heide í Sviss. Norðmaðurinn Lasse Kjus sigraði á mótinu í dag en þetta er annar sigur hans á heimsbikar- mótinu á keppnistímabilinu, annar varð Bode Miller frá Bandaríkjun- um og þriðji varð Fritz Strobl frá Austurríki.  MILLER er í efsta sæti í saman- lögðum árangri á heimsbikarmótum vetrarins en annar er Benjamin Raich frá Austurríki sem er 108 stigum á eftir Miller.  THIERRY Henry, framherji Ars- enal, segir forsvarsmenn félagsins verði að líta í eigin barm vegna ár- angurs félagsins í Meistaradeild Evrópu undanfarin misseri og er það mat franska landsliðsmannsins að félag sem kaupi leikmenn fyrir lægri upphæð en Tottenham Hot- spur eða Birmingham geti ekki bú- ist við miklu í Meistaradeildinni. „Ef litið er á þær fjárhæðir sem Man- chester United og Chelsea hafa not- að á undanförnum misserum til leik- mannakaupa þá erum við ekki í sömu deild á því sviði. Við erum ekki einu sinni í sömu deild og Birming- ham eða Tottenham,“ sagði Henry í gær við London Evening Standard. FÓLK Um síðustu helgi fór fram Ford-mótið á Doral-vellinum á Miami í Flórída en þar kepptu flestir af bestu kylfingum heims og sigraði Tig- er Woods eftir harða baráttu við Phil Mickelson. Sam- kvæmt reglum PGA-mótaraðarinn- ar er forsvarsmönnum móta bannað að greiða kylfingum fyrir það eitt að mæta á svæðið en slíkt var algengt fyrir nokkrum misserum. En hin nýja aðferð sem IMG beitti á Ford- mótinu þykir minna á gamla tíma sem leiddi til þess að bestu kylfingar heims mættu aðeins á þau mót þar sem þeir fengu væna þóknun fyrir það eitt að skrá sig til leiks. Í bréfinu sem GolfDigest hefur undir höndum er greint frá því að hægt sé að fá kylfinga á borð við Vijay Singh, Ernie Els, Sergio Garcia, Retief Goosen, John Daly og Davis Love III fyrir það eitt að reiða fram 6–12 millj. kr. fyrir 18 holur. Í öðrum verðflokki eru kylfingar á borð við David Duval, Todd Hamilt- on, Chris DiMarco, Charles Howell III, Luke Donald, Mike Weir, Stuart Appleby, K.J. Choi, Jesper Parne- vik, Ben Curtis, Fred Couples og Jim Furyk en þeir sætta sig víst við að fá „aðeins“ 3–6 millj. kr. fyrir að mæta á svæðið. Forsvarsmenn PGA-mótaraðar- innar telja að IMG sé á „gráu“ svæði og verður að þeirra sögn farið í ít- arlega rannsókn á starfsháttum IMG en vitað er að Vijay Singh, Ser- gio Garcia, Retief Goosen og Padra- ig Harrington fengu greitt frá Ford- fyrirtækinu áður en mótið hófst fyrir að taka þátt á móti sem fór fram á mánudegi fyrir mótið. Gríðarleg samkeppni er á milli þeirra aðila sem skipuleggja PGA- mót á hverju ári enda taka bestu kylfingar heims ekki þátt á þeim öll- um. Sjónvarpsáhorf á Ford-mótið á Doral-vellinum fór fram úr björtustu vonum og hefur ekki verið meira frá því á Mastersmótinu fyrir ári á Aug- usta er Phil Mickelson braut ísinn og sigraði á fyrsta stórmóti sínu á ferl- inum. Forsvarsmenn PGA-mótaraðar- innar brugðust við frétt GolfDigest með þeim hætti að senda út bréf til skipuleggjenda PGA-móta víðsveg- ar um Bandaríkin. Í því bréfi er tek- ið skýrt fram að ekki sé leyfilegt að greiða kylfingum fyrir að taka þátt á mótum og að mati PGA er athæfi IMG á mjög gráu svæði sem verði rannsakað nánar. Davis Love III sem situr í stjórn PGA fyrir hönd samtaka atvinnu- kylfinga er allt annað en sáttur við að vera á listanum sem birtist í Golf Digest en hann segir að ekkert slíkt samkomulag hafi verið gert við fyr- irtækið. Að auki hafa John Daly og Jim Furyk sent frá sér yfirlýsingu að þeir séu ekki skjólstæðingar IMG. Hinn reyndi bandaríski atvinnu- kylfingur, Paul Azinger, segir að bandaríska mótaröðin og sú evr- ópska muni eiga undir högg að sækja ef fyrirtæki og einstaklingar fari að greiða bestu kylfingum heims himinháar upphæðir fyrir það eitt að láta sjá sig á svæðinu. Slíkt hafi gerst á árum áður en verið bannað. „Arnold Palmer og Jack Nicklaus byggðu upp grunninn að PGA-móta- röðinni eins og við þekkum hana í dag. Þeir voru ekki að leika fyrir há- ar upphæðir og hefðu eflaust getað leikið fyrir mun hærri upphæðir með því að mæta á önnur mót á vegum fyrirtækja víðsvegar um Bandarík- in. Ef þeir hefðu gert slíkt hefði golf- íþróttin ekki náð þeirri hylli sem hún hefur í dag. Ég vona að bestu kylf- ingar heims sjái heildarmyndina í stærra samhengi, því án þeirra verð- ur erfitt fyrir golfíþróttina að vaxa og dafna enn frekar,“ segir Azinger. Reuters Hermt er að hægt sé að bjóða í að leika hring með frægum golfurum. Ernie Els mun vera einn þeirra. Golfarar á uppboði Í nýjasta tölublaði bandaríska golftímaritsins GolfDigest er greint frá því að fyrirtækið IMG, International Management Group, sem er umboðsskrifstofa flestra þekktustu kylfinga heims hafi sent for- svarsmönnum móta á PGA-mótaröðinni umdeilt bréf. Þar sem þeir bjóða starfskrafta bestu kylfinga heims á mánudegi áður en vænt- anlegt PGA-mót hefst á umræddum velli á fimmtudegi og leiða þeir að því líkum að þessir kylfingar séu líklegri til þess að taka þátt á mótinu fái þeir „starf“ á mánudegi við það að leika einn 18 holna hring með „velgjörðarmönnum“ mótsins sem er á dagskrá. Sigurður Elvar Þórólfsson tók saman Bestu kylfingar heims á „gráu“ svæði á bandarísku mótaröðinni SVÍINN Pierre Fulke er í efsta sæti að loknum fyrsta keppnisdegi Kat- ar-mótsins í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Fulke lék í gær á 6 höggum undir pari eða 66 höggum en hann fékk sjö fugla og skolla á 18. braut. Þrír kylfingar eru jafnir á fimm höggum undir pari en þeir eru Ástralinn Richard Green, Garry Houston frá Wales og Henrik Stenson frá Svíþjóð. Fulke hefur einbeitt sér að því að hanna og skipuleggja golfvelli á undanförnum misserum og mun hann taka sér átta vikna frí frá golfinu að loknu mótinu í Katar til þess að sinna þeim verkefnum sem hann er með á sinni könnu. „Ég hef fengið meiri áhuga á golfinu eftir að ég fór að taka mér löng frí á milli móta,“ sagði Fulke í gær en hann hefur þrívegis sigrað á Evr- ópumótaröðinni á sínum ferli. Allra augu beindust að Suður- Afríkumanninum Ernie Els í dag enda sigraði hann á Dubai-mótinu um síðustu helgi. Els var langt frá sínu besta í gær og lék á einu höggi yfir pari vallar, en hann fékk einn fugl, á síðustu holu dagsins. Els er í 81.–95. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi en hann er langefsti kylfingum mótsins sé miðað við heimslistann í golfi, en þar er Els í þriðja sæti á eftir Vijay Singh frá Fijí og Tiger Woods sem endurheimti efsta sætið um sl. helgi með sigri á Ford-mótinu. Golf- sambandið í Katar fékk Els til þess að taka þátt á mótinu með því að greiða honum fyrir það eitt að mæta á svæðið en slíkt er bannað á bandarísku mótaröðinni en þar sem mótið í Katar er hluti af Asíu- og Evrópumótaröðinni eru aðrar regl- ur í gildi hvað greiðslur af þessu tagi varðar. Fulke er efstur í Katar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.