Morgunblaðið - 30.03.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.03.2005, Qupperneq 1
2005  MIÐVIKUDAGUR 30. MARS BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KEFLVÍKINGAR TÓKU ÍR-INGA Í KENNSLUSTUND / C2–C3 Þrír leikmenn í viðbótar eru nán-ast nýliðar því Stefán Gíslason hefur leikið þrjá landsleiki, Grétar Rafn Steinsson tvo og Ólafur Ingi Skúlason einn. „Það er ómögulegt að segja hvort þeir fái allir að spreyta sig, það fer allt eftir því hvernig leikurinn verð- ur. En við erum með 17 leikmenn og megum nota þá alla,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari. Þess má geta að frá því Ásgeir og Logi Ólafsson tóku við landsliðinu í maí 2003 hafa aðeins þrír nýliðar fengið tækifæri. Það voru Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Ingi Skúla- son og Björgólfur Takefusa, sem all- ir léku sinn fyrsta landsleik í Mexíkó í nóvember sama ár. Nýliðunum undir þeirra stjórn gæti því fjölgað um meira en helming í kvöld. Leikurinn gegn Ítölum í Padova er sögulegur fyrir þær sakir að það að það verður í fyrsta skipti sem a- landslið Ísland leikur á Ítalíu og hef- ur landslið Íslands þar með lokað Evrópuhring sínum á síðustu árum – er búið að leika gegn öllum sterkustu knattspyrnuþjóðum Evrópu á þeirra heimavelli – Ítalíu, Þýskalandi, Eng- landi, Sovétríkjunum, Spáni, Frakk- landi, Rússlandi, Hollandi, Skot- landi, Svíþjóð og Belgíu. Fjórði leikurinn gegn Ítalíu Ísland mætir Ítalíu í fjórða sinn í landsleik í knattspyrnu í kvöld þegar þjóðirnar eigast við í Padova. Reyndar voru fyrstu tveir leikirnir, árin 1987 og 1988, í forkeppni Ól- ympíuleikanna í Seoul og þar mátti ekki tefla fram leikmönnum sem höfðu verið í byrjunarliði í Evrópu- keppni eða heimsmeistarakeppni. Ítalir unnu þá 2:0 í Pescara og 3:0 á Laugardalsvelli og tefldu fram firna- sterku liði. Þriðji leikurinn var svo hin eftirminnilega viðureign á Laug- ardalsvellinum 18. ágúst á síðasta ári þegar Ísland vann, 2:0, með mörkum Eiðs Smára Guðjohnsen og Gylfa Einarssonar. Þess má geta að Birkir Kristins- son var varamarkvörður íslenska ól- ympíuliðsins í Pescara 1987 en var síðan aðalmarkvörður þegar liðin mættust á Laugardalsvellinum. Að- eins átta af þeim 17 leikmönnum sem tóku þátt í sigurleiknum gegn Ítölum eru í íslenska hópnum í kvöld. Reuters Dado Prso, sem skoraði fjórða mark Króatíu gegn Íslandi, 4:0, er hér búinn að leika á Pétur Hafliða Marteinsson. Pétur og samherjar mæta Ítölum í kvöld. Fjórir nýliðar gegn Ítalíu? SVO kann að fara að fjórir nýliðar fái að spreyta sig með íslenska landsliðinu í knattspyrnu í kvöld þegar það mætir Ítölum í vináttu- landsleik í Padova í kvöld. Hannes Þ. Sigurðsson verður að öllu óbreyttu í fremstu víglínu og þá eru þeir Gunnar Heiðar Þorvalds- son, Kári Árnason og Emil Hallfreðsson í hópnum en enginn þeirra hefur spilað a-landsleik, Kári hefur reyndar ekki spilað með lands- liði í neinum aldursflokki. ÞRÍR leikmenn, tveir frá Dan- mörku og einn frá Finnlandi, verða til reynslu hjá úrvalsdeildarliði Fram í knattspyrnu sem kom til Spánar í gær og dvelur þar í æf- ingabúðum næstu vikuna. „Okkur buðust margir fleiri leik- menn en ákváðum að setja þessa í forgang og sjá hvernig þeir koma út,“ sagði Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri hjá Fram, við Morgunblaðið í gær. Ekki fengust nánari upplýsingar um leikmenn- ina að svo stöddu hjá forráðamönn- um Framara í gær en þeir eru væntanlegir til móts við liðið í dag eða á morgun. Írski varnarmaðurinn Ross McLynn, sem samdi við Framara fyrir skömmu, er kominn til móts við þá á Spáni og kemur með þeim heim til Íslands. Framarar eru í Monte Castillo, skammt frá Cadiz á Suður-Spáni, og þeir munu aðeins nýta ferðina til æfinga en ekki spila æfingaleiki. Framarar prófa Finna og Dana í Portúgal LANDSLIÐSMENN Þýska- lands í knattspyrnu, undir stjórn Jürgen Klinsmann, fá hver 24 millj. ísl. kr. í vasann ef þeir verða heims- meistarar í Þýskalandi 2006, en úrslitaleikurinn verður leikinn í Berlín 9. júlí það ár. Þetta er miklu hærri upphæð en þeir áttu að fá fyrir að verða heims- meistarar 2002, en þá var upphæðin 7,8 millj. kr. Þeir fengu 5,7 millj. kr. fyrir silfursætið – Þjóðverjar töpuðu úrslitaleiknum fyrir Brasilíumönnum, 2:0. Leikmenn þýska liðsins fá fjórar millj. kr. í vasann fyrir að komast í átta liða úrslitin á HM 2006, átta millj. kr. fyrir að komast í undanúrslit og síðan tólf millj. kr. fyrir að fagna sigri í úrslitaleiknum. Þess má til gamans geta að leikmenn Þýskalands sem urðu heimsmeistarar 1990 á Ítalíu fengu 5,2 millj. kr. í sinn hlut, leikmenn Þýskalands sem urðu heims- meistarar 1974 í Þýskalandi fengu 2,4 millj. kr. og einnig Volkswagen-bjöllu, sem þeir gátu ekið um á. Leikmenn Þýskalands sem fögnuðu heimsmeistaratitl- inum 1954 í Sviss höfðu ekki eins feitan gölt að flá og leikmenn gera í dag – þeir fengu aðeins 100 þús. kr. í vasann og einnig sjónvarpstæki ásamt skáp utan um það. Þá má geta þess að ef landsliðsmenn Þýskalands ná að fagna sigri í álfukeppninni, sem fer fram í Þýska- landi 15. til 29. júní í sumar, fá þeir 4,8 millj. ísl. kr. í vasann. Þjóðverjar leika þar í riðli með Ástralíu, Túnis og Argentínu. Þjóðverjar stóðu sig ekki vel í Evrópukeppninni í Portúgal í fyrra – fóru heim eftir riðlakeppnina án sig- urs. Þeir áttu þá að fá átta millj. kr. á mann fyrir sigur á EM. Þjóðverjar fá góðan vasapening fyrir sigur á HM Jürgen Klinsmann FJÓRIR ungir, íslenskir knattspyrnumenn fara til skoska úrvalsdeildarfélagsins Hearts um næstu helgi. Eggert Gunnþór Jónsson, tæplega 17 ára Eskfirðingur sem nú leikur með Þór á Akureyri, fer þangað í annað sinn, á föstudag, og nú með foreldrum sínum, en hann dvelur þar í fjóra daga. Forráðamenn Hearts hafa sýnt Eggerti mikinn áhuga, að sögn Ólafs Garðarssonar, um- boðsmanns. Eggert var fastamaður í drengjalandsliðinu á síðasta ári og einnig í liði Fjarðabyggðar sem vann sér sæti í 2. deild. Á sunnudag fara þrír piltar úr æfingahópi drengja- landsliðsins til félagsins, en þeir eru allir 16 ára á þessu ári. Það eru Haraldur Björnsson, markvörður úr Val, Guðmundur Reynir Gunnarsson úr KR og Steinn Gunn- arsson úr KA. Guðmundur Reynir er nýkominn frá Dan- mörku þar sem hann var til reynslu hjá Bröndby. Hearts keypti á dögunum Hjálmar Þórarinsson frá Þrótti í Reykjavík og rennir greinilega hýru auga til Ís- lands í framhaldi af því. Fjórir piltar á förum til Hearts CLIVE Allen, fyrrverandi marka- hrókur hjá Tottenham og fleiri lið- um og núverandi unglingaþjálfari hjá félaginu, er hæstánægður fyrir hönd Emils Hallfreðssonar, sem var kallaður inn í A-lands- liðshóp Íslands í knattspyrnu fyr- ir leikinn gegn Ítölum í Padova í kvöld. Emil gekk til liðs við Tott- enham frá FH í byrjun árs og hefur leikið með varaliði félagsins síðan. „Hann fékk símhringingu í gær- kvöldi. Smá mál, leikur gegn Ítalíu! Þetta er stórkostlegt fyrir hann, Emil lék með 21-árs liðinu á föstu- dag og nú er hann í aðalhópi Ís- lands. Þetta er stórt skref á hans ferli, og sýnir að það er vel fylgst með framförum hans. Það jafnast ekkert á við það að fá tækifæri til að spila gegn einni að fremstu knattspyrnuþjóðum veraldar,“ sagði Allen á vef Tottenham í gær. Clive Allen ánægður með Emil Emil Hallfreðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.