Morgunblaðið - 11.04.2005, Page 4

Morgunblaðið - 11.04.2005, Page 4
ÍÞRÓTTIR 4 B MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENDINGAR komu mikið við sögu í undanúrslitaleik Celtic og Hearts í bik- arkeppni unglingaliða í skosku knattspyrnunni á laugardaginn. Kjartan Henry Finnbogason og Theódór Elmar Bjarnason í Celtic hrósuðu þar sigri í fram- lengdum leik gegn Hjálmari Þórarinssyni í Hearts, 3:1, og mæta St. Mirren í úrslitaleik keppninnar. Hjálmar skoraði mark Hearts, jafn- aði 1:1, seint í síðari hálfleik. Í framlengingunni var það síðan glæsileg samvinna Kjartans og Elm- ars sem endaði með því að Kjartan var felldur í vítateig Hearts. Hann tók vítaspyrnuna sjálfur og kom Celtic í 2:1. Kjartan lagði síðan upp þriðja markið áður en yfir lauk. Kjartan Henry og Hjálmar skoruðu Kjartan Henry „ÞETTA var stór áfangi í bar- áttu okkar fyrir meistaratitl- inum,“ sagði Felix Magath, þjálfari Bayern München, eft- ir sigur á Borussia Möncheng- ladbach, 2:1, í þýsku 1. deild- inni í knattspyrnu á laugardaginn. Bayern náði með sigrinum þriggja stiga forystu því Schalke, skæðasti keppinauturinn, steinlá í Stuttgart, 3:0, þar sem Kevin Kuranyi fór á kostum og skoraði öll mörkin. Michael Ballack skoraði sigurmark Bayern gegn Gladbach með skalla, sex mínútum fyrir leikslok. Bayern er með 59 stig og Schalke 56, en Stuttgart eygir nú von, er með 54 stig og á heimaleik gegn Bayern í síðustu umferðinni, þar sem úrslitin gætu mögulega ráðist. Stór áfangi hjá Bæjurum Kevin Kuranyi EVERTON vann Crystal Palace 4:0 í gær og er því fjórum stigum á undan nágrönnum sínum í Liverpool en þessi nágrannalið berjast um fjórða sætið í deildinni og þar með sæti í Meist- aradeildinni á næstu leiktíð. Mikel Arteta skor- aði snemma leiks úr aukaspyrnu og Tim Cahill bætti tveimur við í síðari hálfleik áður en James Vaughan skoraði fjórða markið, hans fyrsta mark fyrir félagið enda að leika sinn fyrsta leik. Leikmenn Everton vissu hvað þeir þurftu að gera; Liverpool tapaði daginn áður og því var allt lagt í sölurnar enda litlir kærleikar með ná- grannaliðunum úr Bítlabænum. Everton var mun sterkari aðilinn í leiknum og hefði hæglega getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Menn fóru hins vegar illa með nokkur færi en það kom ekki að sök því mörkin komu eftir hlé. *  + ,- Everton er í góðum málum ÞEGAR franski landsliðsmaðurinn Robert Pires skoraði sigurmark Arsenal gegn Middlesborugh skoraði hann 100. mark Ars- enal á keppnistímabilinu. Arsenal hefur skorað 73 mörk í ensku úrvals- deildinni, 13 í Meist- aradeild Evrópu, 6 í bik- arkeppninni, 5 í deildarbikarkeppninni og þrjú í öðrum keppn- um. Thierry Henry hefur skorað flest mörk Arsen- al á keppnistímabilinu, eða 30 mörk, þar af 25 í úrvalsdeildinni. Pires hefur skorað 13 mörk. Þess má geta að Henry er langmarkahæsti leikmaðurinn á Englandi, en síðan kemur Defoe hjá Tottenham með 21 mark og Alan Shearer, Newcastle, með 19 mörk, en aðeins sjö þeirra í úrvalsdeildinni. Johnson hjá Crystal Palace hefur skorað 18 mörk – öll í úrvalsdeildinni. Yakubu hjá Portsmouth, Rooney, Man- chester United, og Drogba hjá Chelsea hafa skorað 15 mörk, en síðan koma fjórir leik- menn með 14 mörk, Eiður Smári Guðjohn- sen, gamli félagi hans Hasselbaink, Ljung- berg og Frank Lampard. Robert Pires með 100. mark Arsenal Robert Pires PHILIPPE Senderos, hinn 20 ára gamli mið- vörður Arsenal, hefur heldur betur slegið í gegn í leikjum með meisturunum að und- anförnu. Síðan hann hóf að leika með byrj- unarliði Arsenal hefur liðið leikið sex leiki í röð án þess að fá á sig mark, en hann hefur nú leik- ið átta leiki í röð án þess að þurfa að hirða knöttinn úr netinu – sex leiki með Arsenal, þar af einn Evrópuleik gegn Bayern München, og tvo leiki með landsliði Sviss, sigurleik gegn Kýpur, 1:0, og jafnteflisleik gegn Frökkum í París, 0:0. Senderos hefur náð að binda vörn liðsins vel saman og hann hefur fyllt skarð Sol Campbell, landsliðsmiðvarðar Englands, sem hefur verið meiddur. Campbell mun leika um næstu helgi bikarleik gegn Blackburn og er þá reiknað með að Senderos leiki við hlið hans. Senderos hefur slegið í gegn JAMES Vaughan, leikmaður Everton, varð í gær yngsti leikmaðurinn til að skora mark í úr- valsdeildinni og um leið yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir aðallið félagsins. Þegar staðan var orðin þægileg hjá Everton á móti Crystal Palace setti David Moyes Vaughan inn á sem varamann og varð hann þar með yngsti leikmaður, eftir stríð, sem leikið hefur með aðalliði félagsins. Joe Royle var sá yngsti en Vaughan var í gær 12 dögum yngri en Royle þegar hann lék sinn fyrsta leik. Vaughan fékk fljótt færi til að skora í gær en misnotaði það færi en gerði hins vegar engin mistök þremur mínútum fyrir leikslok eftir góðan undirbúning Kilbane og Osman. Vaughan sá yngsti til að skora Þrátt fyrir að tapa tveimurstigum þegar meistaraefnin óku á móti Birmingham virðist fátt geta komið í veg fyrir að Chelsea hampi meistarabikarn- um í fyrsta sinn í hálfa öld. „Við lentum 1:0 undir og þegar þannig er má segja að það sé óhjá- kvæmilegt að maður hugsi sem svo að kannski náum við engu stigi úr viðkomandi leik,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, eftir leikinn. Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekknum en kom inn á í hálfleiknum ásamt Didier Drogba, sem gerði síðan jöfnun- armarkið átta mínútum fyrir leikslok og tryggði eitt stig. Chelsea hefur því aðeins tapað einum leik af þeim 32 sem liðið hefur leikið í deildinni. „Birmingham átti jafnteflið skilið, en kannski áttum við líka skilið eitthvað meira. Við lékum illa í fyrri hálfleik og þetta var eins og slakur vináttuleikur, en það skánaði eftir hlé. Nú eru bara sex leikir eftir og við erum með 11 stiga forystu þannig að þetta gæti vart verið mikið betra. Ég er mjög ánægður með lífið og tilveruna enda erum við þegar komnir með einn bikar, erum efstir í deildinni og í fjórðungs- úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem við sigruðum í fyrri leiknum,“ sagði Mourinho. Sir Alex Ferguson var fámáll eftir leik Manchester United gegn Norwich og hann neitaði að ræða við fjölmiðla eftir leikinn. Það lá hins vegar miklu betur á leikmönnum Norwich, sem kræktu sér þarna í þrjú óvænt en dýrmæt stig í vonlítilli fallbar- áttu sinni. Ferguson var með þá Rooney og Nistelrooy á bekkn- um í fyrri hálfleik en lét þá inn í þeim síðari en allt kom fyrir ekki. „Það eru mikilvægir leikir framundan hjá okkur við Crystal Palace og Southampton og ef okkur tekst að ná í einhver stig í þeim leikjum erum við aftur komnir í raunverulega baráttu um að halda sæti okkar í deild- inni,“ sagði Dean Ashton, leik- maður Norwich, en hann gerði annað mark liðsins gegn United. Leon McKenzie gerði síðara markið. „United er gott lið og við horfðum á varamannabekkinn hjá þeim og sáum að þar voru menn sem við gætum alveg notað þannig að við urðum að sýna hvað við getum. Við lærðum líka okkar lexíu þegar við töpuðum 4:1 fyrir Arsenal á dögunum. Vonandi tekst okkur að halda áfram að krækja í stig og þá sjáum við hver staða okkar verð- ur þegar flautað verður til loka síðasta leiksins,“ sagði McKenz- ie. Arsenal heldur í vonina Robert Pires gerði eina mark- ið í leik Arsenal og Middles- brough og var þetta sjötti sigur Arsenal í röð og heldur félagið enn í vonina um að skjótast upp fyrir Chelsea í efsta sætið á endasprettinum. „Við náðum ekki að skapa okk- ur mörg færi í þessum leik, en þetta var spurning um þolinmæði og mínir menn höfðu hana, þeir urðu ekki óþolinmóðir þó að illa gengi. Kannski vantaði frjórra ímyndunarafl í upp- byggingu í sókninni og þess vegna kom oft pattstaða þar sem hvorki gekk né rak,“ sagði Arsene Wenger, stóri Arsenal. Steve McClaren, stjóri Boro, var ánægður með hvernig lið hans lék. „Auðvitað hefði ég viljað vinna en ég er samt ánægður með hvernig strák- arnir spiluðu,“ sagði hann, en Jimmy Floyd Hasselbaink fékk gullið færi á að jafna. Mark Schwarzer, mark- vörður Boro, meiddist í upphitun og gat því ekki leikið. Klaufaskapur hjá Liverpool Liverpool tókst ekki að nýta gullið tækifæri til að komast upp fyrir ná- granna sína Everton á laugardaginn. Liverpool heimsótti Stuart Pearce og strákana hans í Manchester City og Pearce fagnaði sínum fyrsta sigri, 1:0 með marki frá Kiki Musampa, sem gerði sitt fyrsta mark í ensku deild- inni. „Ég er mjög vonsvikinn. Stundum þegar maður getur ekki unnið er jafntefli ágæt úrslit. Það var komið fram á lokasekúndur leiksins og við áttum innkast við miðju en gáfum þeim boltann og þeir fara í hraðaupp- hlaup og skora. Þetta var hræðilegt og mínir menn verða að fara að læra eitthvað, annars er útséð um að við náum að tryggja okkur Evrópusæti næsta ár. Það er mikilvægara fyrir okkur að verða í fjórða sæti í deild- inni en að standa okkur vel í Meist- aradeildinni,“ sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool eftir leikinn. Mourinho ánægður með lífið og tilveruna NORWICH kom svo sann- arlega á óvart á laugardag- inn þegar liði, sem er í neðsta sæti ensku úrvals- deildarinnar, lagði Man- chester United 2:0. Á sama tíma vann Arsenal Middles- brough 1:0 og Chelsea gerði 1:1 jafntefli við Birmingham. Chelsea hefur því 11 stiga forystu á Arsenal þegar sex umferðir eru eftir og því 18 stig í pottinum. Reuters Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, kallar inn á völlinn til sinna manna í leiknum gegn Birmingham. ■ Úrslit/B10 ■ Staðan/B10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.