Morgunblaðið - 11.04.2005, Page 5

Morgunblaðið - 11.04.2005, Page 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 B 5 TVÖ efstu liðin í ítölsku deild- inni, meistarar AC Milan og Juventus, urðu að sætta sig við jafntefli um helgina og það gegn liðum neðarlega í deildinni. Milan gerði 1:1 jafntefli við Brescia, sem er í næstneðsta sæti og Juve heimsótti Fiorentina og þar urðu lyktir 3:3. Þessi úrslit breyta svo sem engu eða litlu fyrir stöðu liðanna á toppnum og þrátt fyrir að þriðja efsta liðið, Inter Mílanó næði að leggja Bologna 1:0 með marki frá Richardo Cruz snemma leiks, þá er Inter enn 14 stigum á eftir AC Milan og Juve. „Brescia lék vel og átti jafn- teflið skilið. Við vorum slakir og náðum aldrei að stjórna leikn- um,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálf- ari Mílanliðsins, eftir leikinn. Í Flórens var mikið fjör því heimamenn í Fiorentina komust þrívegis yfir en Juve tókst alltaf að jafna og í tvígang var það sænski leikmaðurinn Zlatan Ibra- himovic. Markvörður Fiorentina átti sök á tveimur markanna og Dino Zoff, þjálfari liðsins og fyrr- um markvörður Juve og ítalska landsliðsins var ekki kátur. „Það er erfitt fyrir okkur að sætta okkur við þessi úrslit, en svona er þetta bara. Ábyrgð markvarð- ar er mikil og það hefur oft al- varlegar afleiðingar ef hann ger- ir mistök,“ sagði Zoff. FÓLK  ÍVAR Ingimarsson þurfti að fara af velli á 56. mínútu vegna veikinda þegar Reading vann góð- an útisigur, 2:1, á toppliði Sunder- land í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu á laugardaginn. Ívar var með flensu. Gamla brýnið Martin Keown leysti Ívar af hólmi í vörn Reading sem er áfram í ágætri stöðu í baráttunni um sæti í um- spilinu um úrvalsdeildarsæti.  ÞÓRÐUR Guðjónsson var vara- maður hjá Stoke City en kom ekki við sögu þegar lið hans tapaði, 3:1, fyrir Derby County. Með þessum úrslitum getur Stoke endanlega gleymt öllum draumum um að komast í umspilið.  BJARNI Guðjónsson var enn frá vegna meiðsla þegar lið hans, Plymouth, vann Nottingham For- est, 3:0, á útivelli í mikilvægum fallslag í 1. deildinni. Plymouth er þar með komið úr mestu fallhætt- unni en fyrrum Evrópumeistarar Forest virðast á leið niður í 2. deild. Bjarni verður væntanlega með í næsta leik Plymouth.  JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan leikinn með Leicester sem gerði jafntefli, 1:1, við Bright- on á útivelli í 1. deild. Leicester er áfram á hættusvæði deildarinnar. Jóhannes var tvívegis nálægt því að skora með hörkuskotum sem markvörður Brighton varði naum- lega.  GRÉTAR Rafn Steinsson lék síðustu 10 mínúturnar með Young Boys sem steinlá á heimavelli, 2:5, gegn Basel í svissnesku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær. Young Boys er í 5. sæti, fjórtán stigum á eftir toppliðinu Basel.  STEFÁN Þ. Þórðarson skoraði tvö mörk fyrir Norrköping sem vann Nyköping, 9:0, í síðasta und- irbúningsleik sínum fyrir tímabilið í sænsku 1. deildinni í knatt- spyrnu.  GÍSLI Kristjánsson skoraði 5 mörk fyrir Fredericia sem tapaði, 29:27, fyrir botnliðinu Silkeborg/ Voel í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á laugardaginn. Fredericia er í 10. sæti af 14 liðum og er þremur stigum frá fallsæti þegar liðið á þrjá leiki eftir.  DAGUR Sigurðsson skoraði 3 mörk fyrir Bregenz sem gerði jafntefli, 31:31, við Aon Fivers á útivelli í úrslitakeppninni um aust- urríska meistaratitilinn í hand- knattleik í gær. Bregenz er í þriðja sæti með 15 stig en á leik til góða á Krems, sem er með 18 stig, og Aon Fivers sem er með 16 stig.  THEODÓR Hjalti Valsson og fé- lagar í Haslum tryggðu sér silf- urverðlaunin í norsku úrvalsdeild- inni í handknattleik á laugar- daginn með því að sigra Runar á útivelli, 29:27. Theodór Hjalti skoraði ekki í leiknum. RÚNAR Kristinsson tók við fyr- irliðastöð- unni hjá Lokeren á laugardag, þegar Ís- lend- ingaliðið mætti And- erlecht í belgísku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Arnar Þór Viðarsson, fyrirliði Lokeren, tók út leik- bann og var ekki með. And- erlecht sigraði, 2:0, með mörk- um frá Wilhelmsson og Jestrovic. Rúnar og Arnar Grétarsson léku allan leikinn með Lokeren en Marel Bald- vinsson var frá sem fyrr vegna meiðsla. Indriði Sigurðsson lék allan leikinn með Genk sem vann auðveldan útisigur á Sint- Truiden, 2:0. Indriði þótti standa sig vel. Rúnar Rúnar fyr- irliði í stað Arnars Markið dugði þó ekki Watfordsem beið lægri hlut, 1:2, og er nú komið í mjög alvarlega stöðu, í fjórða neðsta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Brighton sem er í fallsæti. Heiðar lék allan leikinn en Brynj- ar Björn fór af velli 11 mínútum fyrir leikslok. Gylfi Einarsson var meðal varamanna Leeds en kom ekki við sögu. Heiðar var óheppinn að jafna ekki metin seint í leiknum en Neil Sullivan, markvörður Leeds, gerði þá mjög vel að verja skalla íslenska landsliðsmiðherjans. Sullivan hafði líka varið glæsilega frá Heiðari á upphafsmínútum leiksins. Heiðar hefur skorað 52 af þessum 100 mörkum fyrir Watford en hann gekk til liðs við félagið árið 2000. Áð- ur hafði hann skorað 48 mörk á sjö árum með Dalvík, Þrótti í Reykjavík og Lilleström í Noregi. Fyrsta deildamark sitt gerði Heiðar 15 ára gamall fyrir Dalvík gegn HK í 2. deild hinn 24. júní árið 1993. Yfirstandandi tímabil er þegar orðið það besta hjá Heiðari eftir að hann gekk til liðs við Watford. Hann hefur gert 13 mörk í 1. deildinni og 17 mörk samtals í vetur. Áður hafði hann mest skorað 11 deildamörk á einu tímabili, veturinn 2002–2003. Besta tímabil Heiðars á ferlinum var hins vegar árið 1999 þegar hann skoraði 16 mörk í 25 leikjum fyrir Lilleström í norsku úrvalsdeildinni. AP Heiðar Helguson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur skorað 100 deildamörk. Hér er hann í leik með Watford gegn Fulham. Heiðar með 100. markið HEIÐAR Helguson skoraði sitt 100. deildamark á ferlinum þeg- ar Watford mætti Leeds í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Heiðar jafnaði metin, 1:1, þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, skall- aði boltann þá í mark Leeds eft- ir að markvörðurinn hélt ekki þrumuskoti frá Brynjari Birni Gunnarssyni.    &$ &$             ! " %& '( '% )*+  # $ %& & '(  HERMANN Hreiðarsson og fé- lagar í Charlton misstu af dýr- mætum stigum í baráttunni um Evrópusæti þegar þeir töpuðu, 4:2, fyrir Portsmouth, sem lék í fyrsta skipti undir stjórn Frakk- ans Alain Perrin en hann tók við liðinu á fimmtudag. Sá franski kvaðst lítið vita um ensku knatt- spyrnuna, enn minna um hina nýju leikmenn sína og ekkert um lið Charlton, en stýrði liði sínu eins og herforingi, og blés til sóknar á lokakaflanum eftir að lið hans hafði misst niður tveggja marka forskot. Perrin skipti inn á tveimur sóknarmönnum og ann- ar þeirra, Diomansy Kamara, skoraði, 3:2, rétt fyrir leikslok. Lomana LuaLua innsiglaði sig- urinn í blálokin. Charlton er þar með fimm stig- um á eftir Bolton sem er í sjötta sætinu en það gefur væntanlega keppnisrétt í UEFA-bikarnum. „Ef við verjumst ekki betur en í þessum leik eigum við ekki möguleika,“ sagði Alan Curbishl- ey, knattspyrnustjóri Charlton. Hermann lék allan leikinn með Charlton. Evrópu- draumur Charlton að fjara út? Toppliðin urðu að sætta sig við jafntefli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.