Morgunblaðið - 11.04.2005, Síða 7

Morgunblaðið - 11.04.2005, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 B 7 ÍÞRÓTTIR KR-INGAR urðu um helgina meistarar í glímunni þegar lið þeirra sigraði í Sveitaglímu Ís- lands, en glímt var í íþróttahúsi Hagaskóla á laugardaginn. Í karlaflokki sigruðu KR-ingar en þeir glímdu við Þingeyinga (HSÞ) um sigurlaunin. KR sigraði með 14,5 vinningum gegn 10,5. Mikil stemning var á meðal fjölmargra áhorfenda sem skemmtu sér frábærlega. Lið KR skipuðu Pétur Eyþórsson, fyr- irliði, Ólafur Haukur Ólafsson, Jón Birgir Valsson, Lárus Kjart- ansson, Óttar Ottósson, Ásgeir Víglundsson, Snorri Guðmunds- son og Andreas Kools. KR-ingar meistar- ar í Sveitaglímu RÓBERT Kristmannsson ogKristjana Sæunn Ólafsdóttir úr Gerplu urðu um helgina Norð- urlandameistarar unglinga í fim- leikum en keppt var í Finnlandi. Róbert sigraði á bogahesti og Kristjana Sæunn varð í fyrsta sæti í gólfæfingum. Róbert varð annars í 4. sæti á gólfi og 6. sæti í stökki. Bjarki Ásgeirsson úr Ár- manni var í 4. sæti á bogahesti og 5. sæti á tvíslá. Kristjana varð í 3. sæti á slá og 2. sæti í stökki. Fríða Rún Einarsdóttir úr Gerplu varð í 2. sæti á gólfi og í 3. sæti í stökki. Í gær fór fram liðakeppni þar sem íslenska stúlknaliðið varð í 3. sæti, Kristjana Sæunn var í 2. sæti í fjölþraut og Fríða Rún í 4. sæti. Íslenska strákaliðið var í 4. sæti í gær, Róbert var í 3. sæti í fjöl- þraut og Bjarki í 6. sæti. Róbert og Kristjana Norðurlandameistarar Átján lið með rétt rúmlega þrjúhundruð keppendur tóku þátt á mótinu sem fór að sögn mótshald- ara afskaplega vel fram. Keppt var í þremur flokkum, blönduðum, kvenna- og karlaflokk. Sænska liðið Stockholm Top Gymnastarna varð Norðurlanda- meistari í hópfimleikum kvenna, sigraði nokkuð örugglega með 25,85 stig en í öðru sæti var Team Asker frá Noregi með 24,30 – en það varð Evrópumeistari síðastliðið haust. Kristian Viltpola, einn þjálfara sænska liðsins, var kampakátur þegar úrslitin voru ljós. „Við vissum að möguleikar okkar væru góðir en bjuggumst ekkert frekar við því að sigra á mótinu. Okkur hefur gengið vel á undanförnum mótum og urð- um meðal annars í öðru sæti á síð- asta Evrópumóti. Við áttum ágætis æfingar á mótinu og liðið var vel samstillt en við getum alltaf bætt okkur og getum betur. Æfingar voru strangar fyrir mótið og við æfðum þrjá tíma á dag, fimm daga vikunnar, og fórum einnig í stuttar æfingaferðir, sagði Kristian í sam- tali við Morgunblaðið. Miklar væntingar voru gerðar til Stjörnustúlkna sem áttu góða möguleika á verðlaunasæti. Þær urðu að láta sér nægja fimmta sæt- ið að þessu sinni og voru vonsvikn- ar með árangurinn. Tímamót hjá Stjörnunni „Við klúðruðum á frekar mikil- vægum stundum og mistökin voru dýrkeypt. Það er klárt mál að við ætluðum okkur meira en ákveðin huggun er hversu vel okkur tókst upp í gólfæfingunum. Við settum okkur háleit markmið fyrir mótið og líklegt að stressið hafi verið að stríða okkur. Þetta er einnig spurn- ing um dagsformið og nánast bara heppni hvaða lið sigrar hverju sinni,“ sagði Hrefna Hákonardóttir, liðsmaður Stjörnunnar. „Keppnistímabilið hjá okkur er eiginlega búið en nú eru tímamót fram undan hjá hópnum. Þjálfar- arnir sem við höfum haft síðastliðin tvö ár eru samningslausir og ætla að færa sig um set og eins eru nokkrar að hætta vegna aldurs. Þannig að við verðum að bíða og sjá hvað gerist á næstunni. Það verða því mikil umskipti við þetta og mikil óreiða fram undan, sagði Íris Svav- arsdóttir. Kim Fischer, annar þjálfara Stjörnustúlkna, var vonsvikinn með lokastöðuna en mótið var það síð- asta sem hann fer með liðið á. „Ég hefði reyndar viljað sjá betra mót núna, þó svo við hefðum ekki unnið áttum við að geta lent í verð- launasæti. Við erum öll vonsvikin vegna þess að ef við hefðum átt góðan dag hefðum við lent ofar. Nú hefst nýtt tímabil hjá okkur þjálfurunum. Við viljum fá nýjar áskoranir og ákváðum því að fara yfir í Gerplu. Við erum búnir að þjálfa hjá Stjörnunni núna í tvö ár og hefur tekist mjög vel. Stjörnulið- ið er orðið mjög sterkt og gengur vel á alþjóðavettvangi. Gerpla er með ungt lið á uppleið og nýja fim- leikahúsið mun reynast þeim vel, þar verða áhöld til alls og aðstaðan til fyrirmyndar. Nýja húsið mun lyfta Gerplu og íþróttinni á hærri pall,“ sagði Kim Fischer. Evrópumeistararnir sigruðu Karlaflokkurinn var hápunktur mótsins enda krafist flóknari æf- inga hjá þeim. Tilþrifin voru slík að áhorfendur risu á fætur hvað eftir annað. Evrópumeistararnir HSG Slagelse frá Danmörku urðu einnig Norðurlandameistarar með 27,95 stig eftir hörkuspennandi keppni við landa sína í Silkeborg sem end- uðu með 27,90 stig. Í blönduðum flokki var það svo sænska liðið Motus Salto sem bar sigur úr býtum með 24,95 stig. Veisla fyrir fjögur hundruð manns Rúmlega þrjú hundruð keppend- ur tóku þátt á mótinu auk þjálfara og aðstandenda og umgjörðin því nokkuð umfangsmikil. Eftir að móti lauk á laugardag var slegið upp veislu fyrir rúmlega fjögur hundruð manns. Laugardalshöllinni var á skömmum tíma breytt í veislusal undirlögðum fimleikafólki. Auk matar og drykkjar var boðið upp á diskótek fram eftir kvöldi. Einnig voru skoðunarferðir í boði fyrir liðin á sunnudaginn sem mörg hver nýttu sér. Margir skruppu í Bláa lónið til að slaka á eftir erfiða keppni meðan aðrir fóru að skoða Gullfoss og Geysi. Norðurlandamótið í hópfimleikum í Laugardalshöllinni Stjarnan varð að sætta sig við fimmta sæti BOÐIÐ var upp á sannkallaða fimleikaveislu á laugardaginn þegar Norðurlandamótið í hópfimleikum fór fram í Laugardalshöll. Margir lögðu leið sína í höllina til að berja helsta afreksfólk hópfimleik- anna augum og urðu ekki fyrir vonbrigðum enda tilþrifin glæsileg. Stjarnan og Gerpla tóku þátt fyrir Íslands hönd, í kvennaflokki, en hvorugu liðinu tókst að komast á verðlaunapall. Stjarnan lenti í fimmta sæti og Gerpla í því sjöunda en átta lið tóku þátt í flokknum. Eftir Andra Karl Morgunblaðið/Golli Stjörnustúlkurnar urðu að sætta sig við fimmta sætið á Norðurlandamótinu í hópfimleikum í Laugardalshöllinni. í r a ð - ú ð r í a á n i í a - - a í - í sjálfsvald sett hvenær þeir raka sig. Mér skilst reyndar að Falur sé jafnvel að hugsa um að halda áfram að safna,“ sagði Sigurður. Hann sagði móttökurnar í Keflavík á laugardaginn þegar liðið kom úr frægð- arförinni í Hólminn frábærar. „Það var flugeldasýning og allt og rosa stuð. Stuðningsmenn okkar, sem eru þeir bestu á landinu, tóku virkilega vel á móti okkur. Stelpurnar, sem urðu Ís- landmeistarar í vikunni, voru auðvitað búnar að fá sitt, en þær voru líka með okkur á laugardaginn. Þetta var virki- lega skemmtilegt.“ Er eitthvað farið að huga að næsta vetri? „Nei, ekki neitt. Við erum bara að njóta augnabliksins núna og síðan verð- ur sjálfsagt farið að skoða málin. Ég var bara með samning út þetta tímabil og það á eftir að ræða það og skoða hvort ég verð áfram. Það er ekkert byrjað að hugsa um það,“ sagði þjálfari Íslandsmeistaranna. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson mi, eftir að hafa lagt Snæfell að velli. smeistara Keflavíkur emmti- imma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.