Morgunblaðið - 13.04.2005, Síða 1
2005 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÍSLANDSMEISTARARNIR Í VANDRÆÐUM MEÐ STJÖRNUNA / C3
Aganefnd UEFA mun taka máliðfyrir og taka ákvörðun um við-
brögð vegna ástandsins sem skapað-
ist á San Síró í gær. Stuðningsmenn
Inter gengu af göflunum eftir að
Merk hafði dæmt mark af liðinu sem
Cambiassi skoraði á 71. mínútu og í
kjölfarið varð allt vitlaust á áhorf-
endapöllunum.
Merk kallaði í fyrstu á alla leik-
menn vallarins og safnaði þeim sam-
an í miðjuhringnum á meðan starfs-
menn fjarlægðu blysin. En þegar
ljóst var að áhorfendur ætluðu að
halda iðju sinni áfram fór Merk með
alla leikmenn og starfsmenn beggja
liða til búningsherbergja.
Eftir um 20 mínútna hlé héldu
leikmenn inná völlinn að nýju en
skömmu síðar fóru blysin af stað að
nýju, áhorfendur köstuðu þeim inn á
völlinn.
Merk blés þá leikinn af og geta for-
ráðamenn Inter búist við hárri fjár-
sekt af hálfu UEFA og félagið verður
án efa úrskurðað í keppnisbann í
Evrópuleikjum af þessum sökum.
Ítölsk knattspyrnulið eiga í mikl-
um vandræðum með stuðningsmenn
sína en um síðustu helgi voru fjöl-
margir knattspyrnuáhangendur
handteknir víðsvegar um landið
vegna óláta og kynþáttafordóma. Og
skemmst er að minnast þess að
sænski dómarinn Anders Frisk varð
fyrir aðkasti stuðningsmanna Roma
er hann dæmdi leik liðsins gegn Dyn-
amo frá Kænugarði í Meistaradeild-
inni fyrr í vetur. En Roma varð að
leika næstu tvo leiki án áhorfenda á
heimavelli sínum í riðlakeppninni.
Carlo Ancelotti þjálfari AC Milan
sagði að viðbrögð áhorfenda væri
skammarleg fyrir Inter. „Þessi farsi
hefur ekki aðeins slæm áhrif á Inter,
þetta hefur einnig áhrif á alla borgina
og mitt lið. Ég hef aldrei upplifað
aðra eins uppákomu á mínum ferli og
hef séð margar rimmur grannaliða,“
sagði Ancelotti.
Hollenski landsliðsmaðurinn Cla-
rence Seedorf sem leikur með Milan
sagði að ríkisstjórn Ítalíu þyrfti að
taka alvarlega á vandamálinu. „Þeir
sem stjórna landinu og íbúar lands-
ins verða að gera sér grein fyrir að
þetta ástand getur ekki haldið áfram
með þessum hætti. Eitthvað verður
að gera,“ bætti Seedorf við en
Dida markvörður AC Milan fékk
brunasár á öxlina og var stálheppinn
að fá ekki flugeldinn í andlitið.
AP
Dida, markvörður AC Milan, fékk flugeld í sig í grannaslagnum gegn Inter í gær
og var Brasilíumaðurinn stálheppinn að slasast ekki alvarlega.
Gríðarleg ólæti í
„Mílanóslagnum“
STUÐNINGSMENN Inter frá Mílanó voru í aðalhlutverki í granna-
slagnum gegn AC Milan í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum
Meistaradeildar Evrópu í gær. En dómari leiksins, Markus Merk frá
Þýskalandi, tók þá ákvörðun að blása leikinn af þegar korter var
eftir vegna óláta stuðningsmanna sem köstuðu logandi blysum í átt
að markverði Milan, Brasilíumanninum Dida, en eitt þeirra hafnaði í
öxl markvarðarins. Staðan var 1:0 er Merk blés leikinn af en Andrei
Shevchenko skoraði eina markið á 30. mínútu fyrir AC Milan sem
sigraði í fyrri leiknum 2:0. Talsmaður UEFA sagði í gærkvöld að úr-
slit leiksins yrðu látin standa.
ÓLAFUR Stefánsson og félagar
í Ciudad Real leika fyrri úrslita-
leikinn í Meistaradeild Evrópu í
handknattleik gegn Barcelona á
heimavelli sínum. Hann fer
fram 30. apríl eða 1. maí. Seinni
leikurinn í einvígi spænsku ris-
anna fer fram í Barcelona viku
síðar.
Þetta er í þriðja sinn sem tvö
spænsk lið leika um þennan
stærsta titil félagsliða í hand-
knattleik. Portland bar sigurorð
af Barcelona í tveimur leikjum
vorið 2001 og árið 1996 var það
Barcelona sem vann einvígi gegn Bidasoa.
Alfreð Gíslason, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason
og félagar þeirra í Magdeburg taka á móti Guðjóni Val
Sigurðssyni og hans mönnum í Essen á heimavelli í fyrri
úrslitaleik EHF-bikarsins. Seinni leikurinn fer fram í
Essen, og er um sömu dagsetningar að ræða. Alfreð
þekkir vel til í Gruga-höllinni í Essen, en þar lék hann í
mörg ár sem leikmaður Essen og varð þýskur meistari
með liðinu.
Þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem tvö þýsk lið mætast
í úrslitum í Evrópukeppni. Árið 1998 hafði Kiel betur
gegn Flensburg í úrslitaleikjum EHF-bikarsins.
Ademar Leon frá Spáni byrjar á heimavelli gegn RK
Zagreb frá Króatíu í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa.
Í Áskorendabikarnum byrjar Wacker Thun frá Sviss á
heimavelli gegn Braga frá Portúgal.
Ciudad og Magde-
burg byrja heima
Alfreð
GÍSLI Kristjánsson, sem hefur
leikið með Fredericia í dönsku
úrvalsdeildinni í handknattleik
undanfarin tvö ár, hefur gengið
frá tveggja ára samningi við
Ajax frá Kaupmannahöfn. Ajax
hefur tryggt sér sæti í úrvals-
deildinni fyrir næsta tímabil eft-
ir eins árs fjarveru en liðið er
langefst í öðrum tveggja riðla 1.
deildar.
Gísli, sem er 24 ára, hefur átt
góðu gengi að fagna eftir að
hann fór frá Gróttu/KR til
Fredericia. Hann var kjörinn
besti leikmaður liðsins tímabilið 2003–2004 og hann hef-
ur verið mjög atkvæðamikill í vetur, bæði á línunni og í
varnarleik Fredericia. Hann er fjórði markahæsti leik-
maður liðsins í deildinni með 73 mörk í 23 leikjum.
Gísli gat valið úr þremur tilboðum, frá Fredericia,
Ringsted og Ajax, en valdi Ajax þar sem hann hefur sótt
um nám við háskóla í Kaupmannahöfn og eiginkona
hans stundar nám þar.
Gísli Kristjánsson
samdi við Ajax
Gísli Kristjánsson
Mourinho
sá leikinn
á hótel-
herberginu
JOSE Mourinho knatt-
spyrnustjóri Chelsea
fylgdist með sínum mönn-
um slá Bayern München út
í Meistaradeildinni á hót-
elherbergi í München.
Mourinho, sem tók út
seinni leik sinn í banni,
mætti á Ólympíuleikvang-
inn og ætlaði að fylgjast
með leiknum úr VIP-
stúkunni en rétt fyrir leik
snerist honum hugur.
Hann tók leigubíl í snatri
inn inn á hótel og sjá leik-
inn í sjónvarpi þaðan í ró-
legu umhverfi ólíkt því
sem var á Ólympíuleik-
vanginum.
,,Að sjálfsögðu söknuð-
um við knattspyrnustjór-
ans og einkum og sér í lagi
í leikhléinu. Við þjöpp-
uðum okkur saman og
reyndum að gera eins gott
úr þessu og mögulegt
var,“ sagði Frank Lamp-
ard sem skoraði fyrsta
mark leiksins og sló með
því mjög á vonir Bæjara.
Það skýrist í kvöld hver
andstæðingur Chelsea
verður í undanúrslitunum
en Chelsea mætir sigur-
vegaranum úr rimmu
Juventus og Liverpool.