Morgunblaðið - 27.04.2005, Page 1

Morgunblaðið - 27.04.2005, Page 1
2005  MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SÖGUFRÆGASTA ÍÞRÓTTAMÓT Á ÍSLANDI / C4 ANDREW Sam, enskur knattspyrnumaður, kom til landsins í gærkvöld og verður til reynslu hjá Eyjamönnum næstu vikuna. Sam er 22 ára sóknarmaður, fæddur í Leeds, en hann hefur verið í námi í Bandaríkjunum undanfarin ár og ekki leikið með ensku félagi. Vestanhafs hefur hann leikið með liði Cal State Fullerton háskóla og skorað þar mikið af mörkum und- anfarin ár. Að sögn Gísla Hjartarsonar hjá knattspyrnudeild ÍBV er fyrirhugað að Sam leiki einn til tvo æfingaleiki með Eyjamönnum áður en tekin verði ákvörðun um hvort honum verði boðinn samningur. Fyrir eru hjá ÍBV þrír enskir leikmenn, Ian Jeffs, Matthew Platt og James Robinson, sem allir koma frá 1. deildarliðinu Crewe. Jeffs er að hefja sitt þriðja tímabil með Eyjamönnum en Platt og Robinson eru nýir í hópi þeirra. Enskur sóknar- maður til Eyja Ásgeir Ásgeirsson, formaðurmeistaraflokksráðs karla hjá Fylki, sagði við Morgunblaðið að þetta hefði verið lengi í bígerð. „Þetta mál kom upp fyrir tveimur mánuðum, í gegnum gamlan Fylk- ismann sem er búsettur í Argentínu og tengist Independiente, en í milli- tíðinni höfum við þó reynt fyrir okk- ur á Norðurlöndunum og í Englandi, án teljandi árangurs. Við snerum okkur því aftur að Argentínu og nú er þetta komið á lokastig,“ sagði Ás- geir. Sciucattier, 19 ára sóknarmaður, er í aðalliðshópi Independiente en leikur fyrst og fremst með vara- liðinu. Peréz er tvítugur og leikur með U21 árs liði félagsins. Þeir verða fyrstu leikmennirnir frá Arg- entínu sem spila með íslenskum fé- lagsliðum. Independiente er stórlið í suður- amerískri knattspyrnu en félagið hefur 14 sinnum orðið argentínskur meistari og 7 sinnum Suður- Ameríkumeistari félagsliða, og þá vann félagið heimsbikar félagsliða 1975 og 1984 með sigrum á Bayern München og Liverpool. Fylkismenn verða með þrjá er- lenda leikmenn í sínum röðum því fyrir nokkru fengu þeir sænska sóknarmanninn Erik Gustafsson frá Örgryte. Argentínumenn í Fylki TVEIR argentínskir knattspyrnumenn, Hernán Gabriel Peréz og Carl- os Raúl Sciucatti, leika með Fylki í úrvalsdeildinni í sumar. Þeir eru væntanlegir til landsins í kringum helgina en Árbæingar hafa fengið þá að láni frá Independiente, einu þekktasta knattspyrnufélagi í Arg- entínu, út þetta keppnistímabil, eða til sex mánaða. Varaforseti fé- lagsins verður með í för til að ganga frá þeirra málum hér á landi. Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Allt varð vitlaust – á suðumarki íhöllinni, enda fannst Eyja- mönnum nokkuð að sér vegið í dóm- gæslunni. Helga Torfadóttir, markvörður Hauka, byrjaði á bekknum en kom sterk inn um miðjan fyrri hálfleik. „Auðvitað var ég hundfúl að byrja á bekknum en þá er bara að nýta tækifærið þegar það gefst. Nú erum við búin að vinna okkar fyrsta leik í Eyjum á tímabilinu og það er ljúft.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og tóku forystuna frá fyrstu mínútu. „Í síðustu leikjum sem við höfum spilað hér í Eyjum þá höfum við byrjað mjög illa á fyrstu tuttugu mínútunum. Við ætluðum ekki að láta það gerast núna og byrjuðum vel þó við höfum aðeins misst damp- inn í seinni hálfleik.“ Leikurinn var æsispennandi og bauð upp á mikla dramatík og mis- tök. „Þetta var frábær handbolta- leikur fyrir áhorfendur, þetta var svolítið stress, mikið um mistök en það er bara eðlilegt þegar komið er í úrslit.“ Helga sagði það á hreinu að boltinn hefði ekki verið kominn inn fyrir línuna þegar bjallan glumdi. „Ég sá hann lenda í gólfinu og þá gall bjallan, þess vegna fór ég ekki í hann,“ sagði hún í léttum tón. Allir vafadómar með Haukum „Þetta var ömurlegt. Við förum með allt of mikið af tækifærum til að komast yfir í þessum leik. Síðan falla allir vafadómar með Haukum. Til dæmis þegar Alla Gokorian er kom- in í gegn og getur komið okkur yfir, það er augljóslega brotið á henni og það áttu að vera tvær mínútur og ekkert annað en þeir dæmdu ekki neitt. Þetta er annar leikurinn í röð sem þeir dæma hjá okkur og við fáum enga vafadóma. Hefðu tveir þeirra fallið okkar megin þá hefðum við klárað þennan leik. Þetta er al- veg óþolandi,“ sagði Alfreð Finns- son, þjálfari ÍBV. Hann sagði sitt lið hafa byrjað illa og enginn varnar- leikur verið fyrstu fimmtán mínút- urnar. „Síðan drifum við okkur í gang, spiluðum góðan sóknarleik en erum allan leikinn að klúðra svolitlu af dauðafærum. Síðan smellur vörn- in betur í síðari hálfleik og Florent- ina hrekkur í gang. Þær eru að skora úr aukaköstum, svona svipað og þegar Duranona var í KA, svolítið pirrandi en engu að síður ekkert við því að gera.“ Alfreð sagði að nú væri ekkert annað að gera en að rífa sig upp fyrir þriðja leikinn í Hafnarfirði á fimmtudag. „Þetta er náttúrlega gríðarlega sárt og mér er heitt í hamsi. Ég er reiður. Út í dómara leiksins sem voru engan veginn nógu góðir í kvöld.“ Það getur allt gerst Hanna G. Stefánsdóttir var ekki eins áberandi og oft áður í leik Hauka en skoraði þó nokkur mik- ilvæg mörk í síðari hálfleik. „Við ætl- uðum að byrja í fimm einn vörn en tókst það ekki alveg. Þá fórum við niður í sex núll og mér fannst sú vörn smella. Síðan ætluðum við að stríða þeim aðeins og breyta aftur,“ sagði hún en þá komst Eyjaliðið vel inn í leikinn og náði að jafna. „Við unnum þetta í lokin. Nú getum við klárað þetta á fimmtudaginn en ég lít á það þannig að staðan er bara núll núll og það getur allt gerst. Maður hefur farið í þrjá, fjóra og fimm leiki.“ Elísa ósátt við dómgæsluna Fyrirliði ÍBV, Elísa Sigurðardótt- ir sagði að það væri ekki hægt að ræða þennan leik án þess að minnast á dómarana. „Ég veit ekki hvar þeir voru í dag, allavega ekki hér.“ Hún sagði þó vörn ÍBV hafa brugðist lengi vel. „Við erum að láta Ramune skora allt of mikið. Við náðum að halda henni nokkuð vel niðri í fyrsta leiknum en það tókst ekki í dag. Við fengum fjölmörg tækifæri til að komast yfir í leiknum en dómar féllu okkur ekki í hag á mikilvægum augnablikum og dómararnir áttu sinn þátt í sigri Hauka hér í dag. Það er fáránlegt að bjóða upp á svona dómgæslu í úrslitaleik.“ Á suðumarki í Eyjum HAUKAR eru með pálmann í höndunum í einvígi sínu við ÍBV á Ís- landsmóti kvenna í handknattleik, DHL-deildinni, eftir góðan en nauman sigur á ÍBV úti í Eyjum í gærkvöldi, 25:24. Leikurinn var æsispennandi, sérstaklega á lokasekúndunum. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir voru Haukar tveimur mörkum yfir, 25:23. Alla Gokorian minnkaði muninn í eitt mark. Haukar tóku miðju, Eyjakon- ur komu langt út á móti þeim og Alla vann boltann þegar þrjár sek- úndur voru eftir, úti á miðjum vellinum. Hún skaut að marki og skor- aði, en dómarar leiksins dæmdu markið ekki gilt – sögðu tímann hafa verið útrunninn þegar boltinn fór yfir línuna. Sárt fyrir Eyja- konur, en engu að síður réttur dómur. Eftir Sigursvein Þórðarson Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Alla Gokorian, stórskytta úr liði ÍBV, sækir að marki en Harpa G. Melsted, fyrirliði Hauka, er til varnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.