Morgunblaðið - 27.04.2005, Síða 2

Morgunblaðið - 27.04.2005, Síða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR ÍBV – Haukar 24:25 Vestmannaeyjar, annar úrslitaleikur Ís- landsmóts kvenna, DHL-deildar, þriðju- daginn 26. apríl 2005. Gangur leiksins: : 0:1, 1:3, 3:5, 4:7, 8:8, 10:12, 12:13, 13:14, 14:14, 15:14, 16:16, 17:19, 19:19, 20:22, 23:23, 23:25, 24:25. Mörk ÍBV: Alla Gokorian 9/4, Anastasia Patsiou 6, Tatjana Zukovska 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Darinka Stefanovic 2, Eva Hlöðversdóttir 1/1. Varin skot: Florentina Grecu 24/2 (þar af 3 aftur til mótherja). Utan vallar: 10. mín. Rautt spjald: Tatjana Zukovska, fyrir þriðju brottvísun. Mörk Hauka: Ramune Pakasyte 11, Hanna G. Stefánsdóttir 4, Ragnhildur Guðmunds- dóttir 3/2, Erna Þráinsdóttir 2, Harpa Mel- sted 2, Martha Hermannsdóttir 2, Inga F. Tryggvadóttir 1. Varin skot: Kristna Mauzovska 2. Helga Torfadóttir 13/1. Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Jóhannsson. Áhorfendur: Um 500.  Haukar eru 2:0 í einvíginu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á fimmtudaginn. Þýskaland Essen – Lemgo.......................................33:30 Göppingen – Pfullingen.........................26:24 Wallau – Flensburg ...............................32:35 Staðan: Flensburg 30 25 2 3 944:775 52 Kiel 28 24 2 2 893:757 50 Magdeburg 29 20 1 8 949:853 41 Lemgo 30 20 0 10 941:820 40 Essen 30 18 3 9 861:800 39 Nordhorn 29 17 2 10 863:810 36 Gummersb. 29 16 3 10 837:772 35 Hamburg 29 16 2 11 810:783 34 Göppingen 29 15 2 12 817:800 32 Wallau 30 14 3 13 887:900 31 Wilhelmshav. 29 11 1 17 771:841 23 Lübbecke 29 10 2 17 864:910 22 Großwallst. 29 10 1 18 750:807 21 Wetzlar 29 9 1 19 789:875 19 Düsseldorf 29 7 3 19 754:837 17 Minden 28 5 4 19 757:849 14 Pfullingen 29 5 1 23 744:862 11 Schwerin 29 3 1 25 742:922 7 KNATTSPYRNA Deildabikar karla 8 liða úrslit: KR – ÍBV.....................................................2:0 Bjarnólfur Lárusson 40., Grétar Ólafur Hjartarson 83. Rautt spjald: Tryggvi Bjarnason, KR, 61.  Leikið á gervigrasvelli KR.  KR mætir Breiðabliki eða FH. Þróttur R. – Valur .....................................2:1 Josef Maruniak 55., Páll Einarsson (vsp.) 55. - Guðmundur Benediktsson 35.  Leikið í Egilshöll.  Þróttur mætir ÍA eða Keflavík. Meistaradeild Evrópu Undanúrslit, fyrri leikur: AC Milan – PSV Eindhoven .....................2:0 Andrei Shevchenko 43., Jon Dahl Tomas- son 90. England Úrvalsdeild: WBA – Blackburn......................................1:1 Kieran Richardson 32. - Brett Emerton 64. - 25.154. Staðan: Chelsea 34 26 7 1 65:13 85 Arsenal 34 22 8 4 74:33 74 Man. Utd 34 20 10 4 50:21 70 Everton 34 17 7 10 41:34 58 Liverpool 35 16 6 13 48:36 54 Bolton 35 15 9 11 45:39 54 Middlesbro 34 13 10 11 50:44 49 Tottenham 35 13 9 13 42:39 48 Aston Villa 35 12 11 12 42:43 47 Man. City 35 11 12 12 42:37 45 Charlton 35 12 9 14 40:51 45 Blackburn 35 9 14 12 30:38 41 Birmingham 35 9 12 14 36:43 39 Newcastle 33 9 11 13 43:53 38 Portsmouth 35 10 8 17 42:54 38 Fulham 34 9 8 17 40:56 35 Cr. Palace 35 7 9 19 37:58 30 WBA 35 5 15 15 33:58 30 Norwich 35 6 12 17 38:67 30 Southampton 35 5 13 17 38:59 28 1. deild: Leicester – Derby ......................................1:0 Staðan: Sunderland 44 27 7 10 73:40 88 Wigan 44 24 11 9 75:33 83 Ipswich 44 23 12 9 79:54 81 Preston 44 21 11 12 65:54 74 Derby 44 21 10 13 66:53 73 West Ham 44 20 10 14 63:53 70 Reading 44 19 13 12 49:39 70 Sheff. Utd 44 18 13 13 55:51 67 Millwall 44 17 11 16 50:45 62 Stoke City 44 17 10 17 36:36 61 Wolves 44 13 21 10 66:56 60 Leeds 44 14 17 13 49:50 59 QPR 44 16 11 17 52:56 59 Burnley 44 14 14 16 36:39 56 Leicester 44 11 20 13 47:46 53 Plymouth 44 14 10 20 52:62 52 Cardiff 44 12 14 18 46:50 50 Watford 44 11 16 17 50:57 49 Coventry 44 12 13 19 54:69 49 Gillingham 44 12 12 20 42:63 48 Crewe 44 11 14 19 63:80 47 Brighton 44 12 11 21 38:64 47 Nottingham F. 44 9 16 19 39:62 43 Rotherham 44 5 13 26 35:68 28 2. deild: Port Vale – Wrexham ................................0:2 Svíþjóð IFK Gautaborg – Hammarby...................1:0 Staðan: Helsingborg 3 3 0 0 7:1 9 Kalmar 3 2 1 0 3:0 7 Malmö FF 3 2 0 1 5:2 6 Gautaborg 3 2 0 1 3:4 6 Assyriska 3 1 1 1 4:2 4 Sundsvall 3 1 1 1 5:4 4 Örgryte 3 1 1 1 4:4 4 Halmstad 3 1 1 1 3:3 4 Hammarby 3 1 1 1 2:2 4 Djurgården 3 1 1 1 5:6 4 Häcken 3 1 0 2 2:4 3 Elfsborg 3 1 0 2 2:6 3 Landskrona 3 0 1 2 3:5 1 Gefle 3 0 0 3 1:6 0 ÍSHOKKÍ Úrslit Íslandsmótsins: SR – SA .......................................................3:5  Staðan er 2:1 fyrir SA. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslitakeppnin, 1. umferð: Austurdeild: Boston – Indiana ................................... 79:82  Staðan er 1:1. Vesturdeild: Dallas – Houston ............................... 111:113  Houston er yfir, 2:0. VISA Europe, sem er hluti af Visa International, hefur ákveðið að styrkja þrjá íslenska skíðamenn til þátttöku á vetrarólympíuleikunum í Tórínó á Ítalíu á næsta ári. Það eru Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíða- ganga, og alpagreinamennirnir Dagný Linda Kristjánsdóttir og Kristján Uni Óskarsson. Verkefnið gengur undir heitinu Vonarstjörnur Visa. Áætlunin felst í stuðningi við evr- ópska íþróttamenn sem taldir eru eiga möguleika á því að komast í ólympíulið landa sinna. Auk beinna fjárstyrkja munu skíðaíþróttamenn frá öllum Norð- urlöndunum, þar með taldir ís- lensku keppendurnir, njóta hand- leiðslu norska skíðagöngukappans Bjørn Dæhlie sem er áttfaldur gull- verðlaunahafi á ÓL. En Dæhlie er hættur að keppa sjálfur. Vonarstjörnur Visa eru liður í margháttuðum stuðningi Visa við ólympíuhreyfinguna og Ólympíu- nefndir og keppnislið einstakra landa en Visa International er einn helsti styrktaraðili leikanna. Í tengslum við vetrarólymp- íuleikana í Tórínó styrkir Visa Europe líklega keppendur í samtals tíu Evrópulöndum. Fyrir Ólympíuleikana í Aþenu sl. sumar styrkti Visa samtals sextíu íþróttamenn frá tíu löndum. Elsa, Dagný og Kristján vonarstjörnur Visa ÞAÐ er ljóst að handknattleikur á Íslandi stendur nú á ákveðnum tíma- mótum. Það styttist óðfluga í að móta- fyrirkomulag, sem hefur verið á góðri leið með að skemma íslenskan handknattleik, verði lagt fyrir róða. Á næsta keppnistímabili verður ekki úrslitakeppni eftir langdregna og lítt spennandi forkeppni og und- ankeppni, heldur verður leikið í einni deild – liðin leika heima og heiman. Það lið sem nær bestum ár- angri hreppir Íslandsmeistaratit- ilinn. Sem sagt, gamla góða fyrir- komulagið verður tekið upp á ný. Það er mikið fagnaðarefni fyrir handknattleiksunnendur og þá sér- staklega fyrir þá menn sem starfa í stjórnum handknattleiksdeildanna í sjálfboðavinnu. Forráðamenn þeirra geta nú lagt aukna áherslu á að skapa heimavallarstemningu og ná inn tekjum á heimaleikjum sínum til að reka handknattleiksdeildirnar. Gamla fyrirkomulaginu, þar sem leiknir voru lítt spennandi og þýð- ingarlausir leikir í sjö til átta mán- uði, bauð aðeins upp á eitt fyrir handknattleiksdeildirnar– að safna skuldum. Fáir áhorfendur mættu á leikina og aðgangseyrir nægði ekki til að greiða dómarakostnað. Það var ánægjulegt að sjá viðtal við Kjartan Ragnarsson, formann handknattleiksdeildar Fram, er hann tilkynnti á fundi með frétta- mönnum í sl. viku að Framarar stefndu að því að leggja sitt af mörk- um til þess að efla íslenskan hand- knattleik og áhuga fyrir Íslands- mótinu næsta vetur. „Við viljum taka þátt í því að efla handboltann almennt, auk þess að byggja upp okkar lið og félag og koma því í fremstu röð. Við stefnum að því að auka aðsókn á heimaleiki okkar verulega, bæði í karla- og kvenna- flokki, og bæta umgjörðina á leikj- unum eins og mögulegt er,“ sagði Kjartan. Það er ekki á hverjum degi sem forráðamenn í handknattleiks- deildum félaga ræða um meist- araflokka karla og kvenna í sömu andránni. Oftast hefur það verið svo að fyrst og fremst er hugsað um karlaliðin en kvennaliðin oft látin sitja á hakanum. Með nýju fyrirkomulagi á Íslands- mótinu gefst félögum í ríkari mæli tækifæri til að byggja upp heima- vallarstemningu, því að hver leikur skiptir máli. Það verður geysileg spenna næsta vetur, því að fjórtán lið munu berjast um átta sæti í úr- valsdeild sem verður tekin upp keppnistímabilið 2006–2007. Þau lið, sem ná ekki einu af átta efstu sæt- unum, verða að sætta sig við að leika í 1. deild. Heimavöllurinn mun hafa mikla þýðingu, því að ef það næst að byggja upp góða stemningu og um- gjörð um leiki á heimavelli, þá mun áhuginn aukast fyrir handknatt- leiknum og liðin ná betri árangri. Félögin sem eiga bæði karla- og kvennalið í efstu deild, eins og Fram, Haukar, Valur, ÍBV, FH, Víkingur, Stjarnan og Grótta/KR, geta komið á keppniskvöldum þar sem áhorf- endum er boðið upp á tvo leiki, þar sem bæði karla- og kvennalið félag- anna verða í sviðsljósinu. Til að gera kvöldin líflegri er hægt að bjóða áhorfendum upp á leiki með yngri flokkum í leikhléum, þannig að ungir handknattleiks- menn fái snemma að kynnast því hvernig er að leika fyrir framan þéttsetna áhorfendabekki. Án efa mun það styrkja uppbyggingu hand- knattleiks á Íslandi og gera íþróttina vinsælli – þegar margir aldurshópar kvenna og karla eru í sviðsljósinu sömu kvöldstundina við leik og skemmtun. Það gerir aðeins gott – skapar heimaleikjastemningu. Með nýja mótafyrirkomulaginu koma félögin til með að ráða leik- dögum sínum í auknum mæli – finna út leikdaga sem henta þeim best til að laða að stuðningsmenn sína og aðra handknattleiksunnendur. Með betri umgjörð í kringum leiki skapast meiri stemning og áhugi. Félögin eiga þá auðveldara með að semja við sjónvarpsstöðvar um bein- ar útsendingar og sérstaka hand- knattleiksþætti. Handknattleiksforystan á ekki að hugsa eingöngu um það hve miklir peningar fást fyrir útsendingar, heldur hvaða sjónvarpsstöð gerir best við handknattleikinn allan veturinn, með skemmtilegum þátt- um um handknattleik – þar sem sýnt er frá leikjum og rætt um leikina eft- ir á, en ekki fyrir leiki, sem eru sýndir eftir að úrslit liggja fyrir, með hinni sígildu spurningu: Hvern- ig leggst leikurinn í þig? Það verður spennandi að fylgjast með hvernig nýjum stjórn- armönnum Fram tekst upp við að laða að fleiri áhorfendur og skapa betri umgjörð í kringum heimaleiki sína. Ég er viss um að forráðamenn fleiri félaga eru þegar byrjaðir að leiða hugann að sama markmiði og Kjartan sagði að Framarar hefðu – að stefna að því að leggja sitt af mörkum til þess að efla íslenskan handknattleik og áhuga fyrir Ís- landsmótinu næsta vetur. Ef öll handknattleiksfélögin hafa sama markmið og leggjast á eitt að framfylgja því, þá er ég viss um að handknattleikurinn á Íslandi mun komast upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið í á undanförnum árum. Blásið til sóknar Á VELLINUM Sigmundur Ó. Steinarsson sos@mbl.is Þetta verður fjórða viðureignliðanna í vetur og Chelsea hef- ur unnið hina þrjá leikina, alla með einu marki. Fyrst 1:0 á Stamford Bridge þann 3. október með marki frá Joe Cole, síðan 1:0 á Anfield á nýársdag, og aftur gerði Joe Cole sigurmarkið, og loks 3:2 í úrslita- leik deildabikarsins í Cardiff 27. febrúar. Þá skoruðu Didier Drogba og Mateja Kezman fyrir Chelsea í framlengingu, eftir að Steven Gerr- ard hafði jafnað fyrir Chelsea með sjálfsmarki í venjulegum leiktíma. John Arne Riise og Antonio Nunez skoruðu fyrir Liverpool. Eiður Smári kom þá inná og lék stórt hlutverk en hann lagði upp markið fyrir Kezman. Liverpool með fullt af góðum leikmönnum John Terry, fyrirliði Chelsea, sem var útnefndur knattspyrnu- maður ársins í Englandi á sunnu- dagskvöldið, segir að þrír sigrar Chelsea á Liverpool í vetur hafi lít- ið að segja þegar á hólminn er kom- ið. En það voru leikmenn ensku úr- valsdeildarliðana sem stóðu að kjörinu. „Le stemm okkur leikmö ard, M agher, Við be Liverp fram h ur í sagði T Fyr sem m tveggj Chelse „Þa okkur og ef e um sv knatts hörku erpool varnar andi n skoti á verkin að við ur,“ sa Chel „Við Fyrri leikur Chelsea o „Berum ingu fyri ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá E félögum hans í Chelsea. Þeir eru í þann v meistaratitilinn þessa dagana og í kvöld um stærsta leik tímabilsins – fyrri viðure úrslitum Meistaradeildar Evrópu sem fra Chelsea, Stamford Bridge í London. Eiðu liði Chelsea, leikur á miðjunni ásamt þei Claude Makelele eins og hann hefur gert Daninn Jon Dahl Tomasson og Hol nefnda fy JÓN Arnór Stefánsson, körfu- knattleiksmaður hjá Dinamo St Petersburg í Rússlandi, leikur í dag við Khimki, sem einnig er frá Rússlandi, í fjögurra liða úrslitum FIBA Evrópudeildarinnar í körfu- knattleik. Einnig mætast þá Kyliv frá Úkarínu og Fenerbache frá Tyrklandi en leikið er í Istanbúl. Úrslitaleikurinn verður síðan ann- að kvöld og einnig leikurinn um þriðja sætið, en fyrirkomulagið er hið sama og í fyrirtækjabikarnum hér heima. Á heimasíðu FIBA var aðeins fjallað um leikina og þar voru bakverðir Dinamo, Ed Cota og Jón Arnór kallaðir tvíhöfða skrímsli og gríðarlega mikilvægir liði sínu. Það var hinn bandaríski leik- stjórnandi Khimki, Melvin Booker sem í eina tíð lék með Golden State í NBA, sem kallaði Jón Arn- ór og félaga hans þessu nafni. Dinamo og Khimki ættu að þekkjast þokkalega því liðin hafa mæst tvívegis í rússnesku deild- arkeppninni og munu einnig mæt- ast í átta liða úrslitum hennar. Booker segir sitt lið þurfa að eiga toppleik ætli það sér að leggja Dinamo. Jón Arnór á ferðinni í Istanbúl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.