Morgunblaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2005 B 5
LIVERPOOL og Middlesbrough
skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni á
laugardag, 1:1, og var það fyrirlið-
inn Steven Gerrard sem tryggði
Liverpool stig í harðri baráttu um
fjórða sæti deildarinnar sem gefur
sæti í Meistaradeild Evrópu á
næstu leiktíð. Leikmenn Liverpool
hafa eflaust fagnað meira er þeir
fengu að vita úrslitin úr leik Ever-
ton og Fulham þar sem Everton
tapaði 2:0. Liverpool er með 55 stig
í fimmta sæti deildarinnar en Ever-
ton er enn í því fjórða með 58 stig.
Rafael Benítez, knattspyrnustjóri
Liverpool, var langt frá því að vera
ánægður með sína menn sem hafa
aðeins sigrað í einum leik af síðustu
fimm leikjum liðsins.
„Ég er mjög óánægður með
marga hluti í okkar leik. Vissulega
fengum við eitt stig úr þessum leik
en við eigum einum leik færra til
þess að vinna upp forskot Everton
og úrslitin eru langt frá því að vera
viðunandi. Við lékum aðeins í 20
mínútur af eðlilegri getu í síðari
hálfleik,“ sagði Benítez sem gaf
Harry Kewell tækifæri í leiknum en
hann hafði ekki leikið frá því í des-
ember í byrjunarliðinu. Kewell var
langt frá sínu besta. Steve McClar-
en, knattspyrnustjóri Middles-
brough, var afar ánægður með sína
menn. „Leikmenn liðsins áttu meira
skilið en eitt stig. Við lékum vel í
fyrri hálfleik og það er greinilegt
að menn eru að leggja meira á sig
til þess að eiga möguleika á að leika
í Evrópukeppni á næstu leiktíð.“
Rafael Benítez var ósáttur
við sína menn gegn Boro
„ÞAÐ er ekki hægt að lýsa því
hvernig mér líður,“ sagði Frank
Lampard sem skoraði bæði mörk
Chelsea í 2:0-sigri liðsins gegn Bolt-
on sem tryggði liðinu enska meist-
aratitilinn. Lampard er nú marka-
hæsti leikmaður liðsins í deildinni
með 13 mörk og bæði mörkin í
leiknum voru dæmigerð fyrir leik-
manninn sem margir telja einn
vinnusamasta miðjumann deildar-
innar.
„Dagskráin hefur verið þétt og
erfið að undanförnu. Margir stór-
leikir og við höfum þurft að ein-
beita okkur að svo mörgum hlutum
í einu. En við vissum að þetta verk-
efni yrði aldrei auðvelt en einbeit-
ingin í leikmannahópnum hefur
vaxið eftir því sem á hefur liðið. Við
vorum alltaf vissir um að okkur
tækist að landa titlinum og nú mæt-
um við til leiks í Liverpool með
sjálfstraustið á réttum stað – til-
búnir í allt. Margir áttu von á því að
knattspyrnustjórinn myndi gera
mikið af breytingum í leik-
mannahópnum fyrir leikinn gegn
Bolton. En það var alltaf mark-
miðið að mæta til leiks gegn Liver-
pool með meistaratitilinn í fartesk-
inu. Það mun efla okkur sem lið
fyrir þann leik. Við ætluðum að
sýna hvað í okkur býr og komum
flestum á óvart í þessum leik með
því að nota okkar sterkasta lið,“
sagði Lampard en hann bætti því
við að Mourinho hefði verið vel á
verði eftir leikinn og haldið mönn-
um á mottunni í fagnaðarlátunum.
„Við fengum að skola munninn með
kampavíni, kannski fór eitthvað af
því niður, en Mourinho var harður
og gaf okkur leyfi til þess að fara út
að borða – en síðan verða menn að
mæta snemma í háttinn enda undir-
búningurinn fyrir næsta leik þegar
hafinn. Við viljum komast í úrslita-
leikinn í Meistaradeildinni, enda
munum við allir hve mikil vonbrigði
það voru að falla úr keppni í undan-
úrslitum í fyrra.“
AP
Frank Lampard fagnar hinum langþráða Englandsmeistaratitli Chelsea, en hann skoraði bæði
mörkin í sigurleiknum gegn Bolton, 2:0, og er hann jafnframt markahæstur í liði Chelsea.
„Sjálfs-
traustið er
á réttum
stað“
ÍVAR Ingimarsson kom inn á sem
varamaður í liði Reading sem tapaði
2:1 á heimavelli gegn Wolverhamp-
ton í ensku 1. deildinni. Ívar kom inn
á á 62. mínútu í stöðunni 1:1.
BJARNI Guðjónsson var í leik-
mannahópi Plymouth að nýju eftir
fjögurra vikna fjarveru vegna
meiðsla en liðið tapaði 2:0 á útivelli
gegn Burnley. Bjarni meiddist í vin-
áttulandsleik gegn Ítölum í lok mars
og hefur ekkert leikið frá þeim tíma.
GYLFI Einarsson var í byrjunar-
liði Leeds sem tapaði 2:0 á útivelli
gegn Leicester. Jóhannes Karl Guð-
jónsson kom inn á sem varamaður í
liði Leicester á 75. mínútu, en Gylfa
var skipt út af á 61. mínútu.
STEFÁN Gíslason var í byrjunar-
liðin norska liðsins Lyn sem gjör-
sigraði Molde á heimavelli sínum,
Ullevaal í Ósló, 6:1, en Lyn skoraði
þrjú mörk á þremur mínútum undir
lok leiksins og hafði liðið mikla yf-
irburði í leiknum. Lyn hefur hins
vegar lítið getað æft í Ósló að und-
anförnu þar sem að æfingasvæði
liðsins er ekki í góðu ásigkomulagi
og hafa leikmenn þess ekið út fyrir
bæinn í allt að 40 mínútur til þess að
geta æft við bestu aðstæður í ná-
grenni við Drammen.
JÓHANNES Harðarson lét mikið
að sér kveða í liði Start gegn Viking
í Noregi í gær en nýliðarnir frá
Kristiansand höfðu betur, 5:2. Jó-
hannes átti nokkur skot að marki og
var ógnandi á miðsvæðinu en Start
er í efsta sæti deildarinnar með 10
stig þegar fjórar umferðir eru bún-
ar.
HANNES Sigurðsson lék ekki
með Viking en hann er að jafna sig
eftir höfuðhögg sem hann hlaut í síð-
asta leik liðsins gegn Lilleström þar
sem hann fékk heilahristing.
ÁRNI Gautur Arason var í marki
Vålerenga sem sigraði með einu
marki gegn engu á útivelli gegn
Tromsö. Og bar það til tíðinda að
Árni Gautur fékk gult spjald í leikn-
um fyrir að vera of lengi að undirbúa
markspyrnu frá eigin markteig.
ARNAR Þór Viðarsson, Arnar
Grétarsson og Rúnar Kristinsson
léku allir með Lokeren þegar liðið
tapaði fyrir nágrönnum sínum AA
Gent, 0:1, í belgísku 1. deildinni í
knattspyrnu.
INDRIÐI Sigurðsson lék allan
leikinn fyrir Genk er liðið gerði jafn-
tefli við Oostend, 2:2, í belgísku 1.
deildinni.
JÓHANN B. Guðmundsson var í
leikmannahóp Örgryte í sænsku úr-
valsdeildinni í gær en kom ekki við
sögu í 4:1 sigri liðsins gegn Sunds-
vall.
GUNNAR Heiðar Þorvaldsson
kom inn á sem varamaður á 70. mín-
útu í liði Halmstad sem tapaði 1:0 á
heimavelli fyrir Kalmar.
FÓLK
Það getur ekki verið betra en aðenskt lið fagni sigri með tvo
enska landsliðsmenn í aðalhlutverki.
Þeir standast samanburð við alla og
eru í fremstu röð í sínum stöðum í
heiminum,“ segir m.a. í News of the
World sem er eitt mest selda dag-
blað Bretlandseyja en Terry er sagð-
ur hafa stjórnað vörn liðsins eins og
herforingi enda hefur liðið aðeins
fengið á sig 13 mörk í 35 leikjum í
deildinni.
The Sunday Times segir að
tvíeykið Lampard og Terry hafi ver-
ið kjölfestan í liðinu í 77½ klukku-
stund úti á vellinum í leikjum liðsins í
vetur og varla stigið feilspor í leikj-
um liðsins.
Mail on Sunday hefur eftir Sir
Bobby Robson, fyrrv. knattspyrnu-
stjóra Newcastle, að Mourinho hafi
gert vel með það lið sem hann hafi
fengið í hendurnar. En Robson starf-
aði með Mourinho á sínum tíma er
hann var knattspyrnustjóri Barce-
lona á Spáni en þar var Mourinho
túlkur fyrir enska þjálfarann.
„Vissulega hefur hann fengið gæða-
efni frá eiganda liðsins til þess að
vinna með en Mourinho hefur sýnt
að hann er úrvalsklæðskeri.“
Í The Observer er sagt frá því að
leikmenn Chelsea geti ekki búist við
að fá sömu móttökur og þeir fengu
árið 1955 er þeir höfðu tryggt sér
sigur í deildinni áður en þeir léku
gegn Manchester United á útivelli. Á
þeim tíma klöppuðu stuðningsmenn
Manchester United leikmönnum
Chelsea lof í lófa er þeir héldu inn á
leikvöllinn en blaðamaður Observer
telur að móttökurnar verði ekki eins
hlýjar þegar liðið mætir með „titil-
inn“ í farteskinu á Old Trafford í
næstsíðustu umferð deildarinnar.
Hvað segja ensku blöðin um árangur Chelsea?
Lampard og Terry fá mesta lofið
ENSKIR fjölmiðlar eru mest uppteknir við að lýsa ágæti ensku
landsliðsmannanna Frank Lampard og John Terry í liði Chelsea eft-
ir að liðið tryggði sér sigur í ensku deildinni í fyrsta sinn í hálfa öld.
Milljónirnar sem rússneski eigandi liðsins, Romran Abramovich,
hefur sett í liðið á undanförnum árum eru ekki aðalmálið í augum
enskra fjölmiðla og meira að segja hinn litríki knattspyrnustjóri
liðsins, José Mourinho, þarf að sætta sig við að vera í aftursætinu
hjá Terry og Lampard.
AP
n-