Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.02.1956, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 13.02.1956, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudag'ur 13. febrúar 1956 LEIKFÉLAG REYlfjAVÍKUR: Qaldra-Loftur Höí!: Jóh. Sigurjónsson. Leiksij.: Gunnar R. Hansen — SKEMMTILEGUR LEIKUR GlSLA OG FRÚ ERNU Það er engum meðalmanni hent að vinna leikrit úr hinni miklu þjóðsögu um Galdra-Loft, fóstur- son Þormóðar í Gvendareyjum og einn af stórbrotnustu galdra- persónum þjóðsagna vorra. En miklu skáldi er þarna ærið verk- efni, því þjóðsagan um Loft er svo magni þrungin, svo römm í forneskju sinni, göldrum, sær- ingum og skiptum mennsks manns við djöfulinn, að Sæmund- ur fróði, Kálfur og Snorri á Húsafelli, svo ekki séu nefndir seiðskrattar Vestfjarða, blikna allir í samanburði við særinga- þulur Galdra-Lofts í Hólakirkju í þeim erindagjörðum að ná Enia Sigurleifsdóttir — Steiiiumi. Rauðskinnu, sem Gottskálk bisk- ] up hinn grimmi lét grafa með sér, því hann unni engum þeirra valda sem handhafi hennar gat fengið. Skáldverk Jóhanns Sigurjóns- sonar, þótt á ýmsan hátt fráb^g^ sé, bliknar líka við hlið hinnar óbrotnu, en hrikalegu forneskju- blönduðu þjóðsögu. Hún verður í öllum atriðum smærri, rislægri, veigrar sér við að ganga til aug- litis við stórfenglegustu drættina, hið karlmannlega og ógurlega hverfur, en eftir stendur aðal- persónan, Galdra-Loftur, öllum óþekkjanlegur úr þjóðisögunni, enda fæstir viðburðirnir keim- líkir þeim, sem skráðir voru af þjóðsagnahöfundum vorum. Sá Loftur, sem við kynnumst í leik- ritinu er ístöðulaus, laglegur ■ piftui',-sem--verður geðsjúkur af- ást, forvitinn og fremur ómerki- legur. Steinun, vinnukona, sem Loftur barnar, og drepur, verður eftirminnileg persóna, þótt henn- ar geti vart i þjóðsögunni en aðrar persónur, sem höfundur skapar eru allar meira og minna gallaðar og geta ekki, sem slíkar Gísli Halldórsson í liliitverki Galdra-Lofts. bætt upp fyrir.það, sem höfundur sniðgengur í leikritinu. Miðdepill leiksins, eins og þjóðsögunnar, eru sæxúngar Lofts í Hólakirkju er hann vill ná Rauðskinnu Gottskálks biskups, sem gi'afin var með honum. Þetta er eitt stórfenglegasta atriðið, sem til er í þjóðsögum vorum, og öll önnor falla í skúgga þéss. Hér ei'u hinir ótæmandi möguleikar skáldsins að láta skáldafák sinn skeiða og skapa eftii'minnileg atriði. Þetta atriði missir, því miður, mjög marks í höndum skáldsins, og batnar nú ekki við- brevtingar leikstjórans. En með tilliti til þess að Jóhanxr sleppir eða sniðgengur aö nokkru meginatriði þjóðsögunnar og kýs að þúa til nær sjálfstætt skáld- verk má vel segja, að honum takist bærilega og stundum bráð- vfel. Frásögn skáldsins af örlög- um Lofts og Steinunnar verður ekki talin méðal stórbrotina örlög Steinunnar, hinnar gæfu- mennta en að mörgu leyti eru þau áhrifameiri en nokkur önnur leikrit sem við eigum. Einkum verður áhorfandanum minnistæð örlög Steiunnar, hinnar gæfu- snauðu vinnukonu, sem ölL. fórnar og ráðinn ér áð lökum bam Angurvær saga hennar mun eiga sér mörg dæmi í sögu lándsins, og arvæittingaifullar tih'aunú' hennar til að halda ástum Lofts Framhald á 3. síðu. VALHALLARTÍÐINDI I. árgangjir 1243. 11. ágúst. 46. tölublað Þóröur kakali drepur og rænir fyrir Kotbelnf unga ÉMérferð norðiar í Yatnsdal Með liði Þórðar kakala. Vatnsdal. Frá fréttaritai'a. Þórður kakali Sighvatsson og menn hans hafa nú riðið hér uin héruð og drepið nokkra þá menn, sem með Kolbeini unga eru jafnan og voru með lionum að Örlygsstöðum er þeir Sighvatur, faðir Þórðar, og synir hans f jórir vorn vegn- ir. Hefur Þórður börið þungan hug til margra hinna storri bænda hé í sveit eins og Þoi-steins Jónssonar í Hvammi og Marðar Eiríkssonar, en honum liafa vérið eignaðir áverkar við þá feðga. Þá var og í ráði að fara að Helga Hámimdar- syni á Másstöðum, sem verið hafði með Kolbeini og enn fleiri mönnum. Ondirbúningur Þórður kakali hafði mikinn undirbúning fyrir þessa ferð, lét þá Nikulás og Hrafn Oddsson fara- suður til Dala fyrir nokkru að safna hestum og fóm-þeir sem leynilegast og grunaði engan mann, enda gerði hann það fyrirbragð al- þýðu manna að hann myndi ríða vestur á fjörðu. En er Þórður hafði skammt riðið lýsti hann fyrir mönnum sm- um, að hann myndi ríða heim til Dala og þaðan norður í sveitir, svo sem sér þætti fært vera lengst. Bárust honum tíðindi að norðan, að allt væri kyrrt hjá mönnum Kolbeins. Snorri Þórálfsson, frændi Marðar hins sterka og mai'gra nörðánmanna, túldi Þáða griðum fýrir frændttr öíha efia ríða4 hrött, en Þó'rÖ- ur kvaðst engum manni grið- um játa, meðan hann hefði engra manna vald, en sagði þá mundu sízt hans orð stoða, ef hann væri hvergi nærri. Várð þeim sundurorða mjög og lauk svo að Snorri reið frá Vestúr á fjörðu. Láugardaginn áttunda ágúst fahn Þórður menn sína við Haukadalsá og voni þeir rúmlega hálft hundrað. Riðu þeir um kveldið suðúr um Brattabrekku og suður um Karlsás úm nóttina ög upp éftir'Kjárradal óg kornii frárn 'á drottinsmorgun í Fljóts- tuii'gu og sá énginn maður réið þeírra. Um kvöldið riðu þeir á Amar\ratnsheiði. Miðfirðingár, Langdælir og Vatnsfii'ðingar komu 10. 'ágiist á'fjölmennt mahnámót ftð' Giljá, sH'o og alþýða fýrir vestán Skagafjörð- ‘ Gékk iþð inn vestur á f jörðu og þótti öllum vænt um að mega vera í friði. Þorsteinn Jónsson býr í Hvammi og Eyjólfur sonur hans hinn efnilegasti maður, mikill og vænn, manna bezt á sig kominn, sterkur svo, að engir jafnaldrar hans komust til jafns við hann. Var hann ýmist með Kolbeini eða föður sínum. Mörður Eiríksson, mágur Þorsteins var á vist í Hvammi. Báðir höfðu þeir Þorsteinn verið á Örlygsstöð- um með Kolbeini. Mörður hafði á Örlygstöðum spjót mikið, en er þeir riðu norður um Vatnsskarð, ræddi maður um, að spjótið væri hlykkir einir. Annar maður svarar, er reið með þeim, er verið hafði í ferð með Merði: „Það hefur hall- azt mjög í goðabeinunum“. Þessi orð hafði Þórður spurt og hafði þungan hug á Merði. Ferð Pórðar Þórður reið um nóttina 11. ágúst í Vatnsdal og að Hauka gili er hann hann spurði að' heima voni allir bændur í daln! um. Skipti hann þá iiði og! setti Ásbjörn Guðmundarson fyrir gestasveitina en fyrir einni voru þeir Teitur Styrm-1 issón og Svai thöfði Dufgus-j sön. Átján ínénn voru í’hverri; svéit. Vár þá skipt svéitunum j Þórður reið í Hvamm með sveit sína, nokkru fyrir sólar- roð. Voru allir í svefni og hurðir byrgðar. Skipuðust þeir fyrir dyr allar, en Hákon galinn bráut upp dyi'nar næst kirkju, og vöknuðu heima- menn. Skipuðust heimamenn ög Mörðúr til varnar. Gengu þeir Þórður skörulega að og hrukku þéir Mörður irin. Eyj- ólfur var seint vakinn og leit- aði til dyra sem til fjalls vissu, með Bárði presti og fékk Bárður náð í hest og bað Eyjólf hlaupa á bak og ríða á f jallið ,,en mér mun í engu hætt.“ Hljóp Eyjólfur þá á bak og reiö undan. Þorsteinn komst út Ög varð tékinn. Þor- steinn bað sér griða en Þórður sagði hann skyldi hafa sömu grið og þeir iétu Sighvat haf a, föður Sííin á Örlygsstöðum. Þörstéinn kvað þar eigi Sig- hvat drépinn mundu vera, ef hann hefði þar mestu ráðið, en kvaðst vilja bjóða Þórði alla Hluti til lífs sér, þá er hon- um sÖnldi vel, en biðja ekki griða sér s'vo, að Þórði væri leiðiridi í því. Lauk þeim mál- um svo, að Þórður gaf Þor- stéiiii griö én bað hann taka vöþn sín og fylgja sér. Mörðúr Eiriksson lá særður upp á vellinum. Bað Þórðúr Hrafn gáíig'a til og sjá hve særður <B.ann væri. Mörður læst vera græðandi og baðst griða. Hráfn bað hann búast svo sem tiaim myndi ékki grið fá. Mörður spui'ði hví' Þórður Vteri hönuúi svo gramur — „svo vel semineð ókkúr hefur 'Véfíð“.'Hr‘áfn áeglr áð honum, "ééU ‘'k'é'nivíir áVéfkaf 'við þá feðga á Örlygsstöðum. Mörð- ur kvaðst ekki sannur að því. Þórður bað þann mann er Árni hét að vega að honum, og svo gerði Ihann. Bjarni hét maður Húnröður og var særð- ur til ólífis. Á þrenxur mönn- um öðrum var unnið. Reið Þórður síðan ofan eft- ir dal og Þorsteinn með hon- um. Ferð Teíls o@ Svarthöfða Þeir Teitur og Svarthöfði komu á Mástaði, skutu stokki á dyr og brutu upp hurðina. Helgi hljóp upp þegar hann varð var við öfriðinn, og ætl- aði til dyranna. Hann var állra manna knáastur. Hratt þein þeim frá sér í setin, en Svarthöfði fékk tekið hann. Helgi beiddi sér griða en þeir sögðu þess engan kost. báðu hann tala við prest ög rann- saka ráð sitt, og svo gerði hann. Var hann síðan leiddur út og veginn. Þeir ræiidu þar hrossum og því, sem innan- gátta var og riðu þaðán ut til Giljár og tóku þar Einar Hallsson. Vár högg\in hönd af honum og sæi-ður mörgum sárum. Rændu þeir þar og riðu síðan til Hólavaðs og var Þórðui' þar fyrir. Þéir Ás- björn höfðu rænt öllu á Breiða. bólsstað öði'u en gangandi fé. Hallvarður hafði komizt und- an en Lær-Bjarni var særður til ólífis. Þeir höfðu unnið á fleiri mönnum. Reið þá Þórð- ur vestur og allur flokkurinn og vai’ öllu rænt sem fyrir varð unz þeir komu í Mið- fjörð. Þai' lét Þórður engu ræna. Tvennir ei-u þeir hlutir, sem Þórður býður méstan varnað á, að þeir skyldu eira konum og kirkjum. Bíðan féíð ’Þórður lieim til 'bús'sTris. sú fi’étt, að Þór'ður væri fár- á 'bæmá’ér ^þeíf ákyidti veitá fiéiiúsókriif.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.