Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.10.1956, Qupperneq 6

Mánudagsblaðið - 15.10.1956, Qupperneq 6
6 MANUBAGSBL AÐIÐ Mánudagur 15. október l956 yndislega gamla borg var und urfalleg í kvöldhúminu. Stúlk ur og piltar gengu saman, konur ýttu barnavögnum á undan sér og karlar stóðu á aðaltorginu og láísu kvöld- blöðin. Sumir hurfu út og inn úr kvikmyndahúsum. Þau voru komin rúmlega mílu úr borginni þegar Blair talaði aftur: „Það er skrítið, Babs, það sem þú varst að segja áðan, Um það, að mér væri vel til þín, því svo er alls ekki. Eg geri ekki ráð fyrir, að ég hafi hugsað mikið til þess fyrr en nýlega — en þú hefur á réttu að standa um þýðingu orðsins, það passar okkur ekki, þér og mér. „Eg hef auðvitað engan rétt til þes sað segja þetta og bezt væri ef þú gleymdir því strax — en í kvöld er þetta með öðru móti, er ekki svo? Eg sagði þér áðan að ég hefði gaman af öllu þessu, og það er satt. Eg fyrirlít Susan fyr- ir að vera svona kjáni, en mér þykir hinsvegar afar gam an að eltingaleiknum sem við erum í hennar vegna. Eg held ekki að ástæðan sé æfintýra- löngun heidur það, að við er- um tvö saman, þú og ég — saman upp á eigin spýtur. Eg held að við ættum mikið sam- eiginlegt, ef ekki væri •—“ Hann þagnaði í miðri setn- ingu. „Gleymdu þessu, ég hafði engan rétt til að tala svona. Fyrirgefðu Babs.“ „Hversvegna?" spurði Bar- bara. „Ó, Blair, þú ert svo góður og tiyggur og allt þetta er svo heimskulegt. Judith er ekki þess virði. Þú veizt líka innst inni að það er svo, að- eins tryggð þín, sem ein ræð- ur------“ Blair sagði rólega: „Eg get ekki rætt um Ju- dith, hvorki-við þig né aðra.“ „Nei“, sagði Barbara, „en þú getur talað um mig, og sjálfan þig. Þú veizt hvað þú ætlaðir að segja, að ef það væri ekki Judith, þá mynd- irðu vera frjáls til að elska mig. Þú sagðir það, manstu, niður við ána, eða næstum því. Ó Blair, ef það er satt — jafnvel aðeins pínu lítið •— þá segðu það. Það skaðar ekki Judith og ekkert verður úr því. Eg hef elskað þig ár- um saman, áður en þú kvænt- ist Judith. Eg hef reynt allt til að hætta því — jafnvel að fara út með Bonongton kap- teini, ætlaði að giftast hon- um en gat það ekki. Þegar þú hefur kysst mig hefur mig langað til að deyja, ég var svo iiamingjusöm það aughablik að mér famist að án þín væri ekki til neins að lifa. Svona hefur mér liðið í nærri f jögur ár. Ef Judith hefði verið heið- arleg í þinn garð hefði ég aldrei sagt neitt, það er hreinn sannleikur, sem þú verður að ti’úa. En þar sem ég elskaði þig svona heitt og sá hvernig Jiidith særði þig, og sneri baki við því, sem ég þráði svo mtkið —“ hún reisti 22. Judith eftir E. Carfrae sig skyndilega upp í sætinu og sá harðan svipinn á fölu and- liti Blairs. — „Eg býst við að þú hafir fengið áfall af að hlusta á mig, Blair, og þú hef- ur ástæðu til þess, heiðvirðar konur tala ekki svona, en ég er ekki heiðvirð kona. Eg er einmana og elska þig voða- lega. Eg er — reyndu að gleyma þessu Blair. Þetta verður léttara fyrir mig núna þegar ég hef leyst frá skjóð- unni.“ „En ég vil ekki gleyma þvi“ sagði Blair. „hvers vegna í ósköpunum ætti ég að gera það? Ef ég er eitthvað ein- kennilegur er það bara vegna þess, að ég hef verið svoddan asni — þvílíkur bjáni. Mér datt það aldrei í hug. Babs, reyndu að skilja mig. Eg hef oft hugsað til þín — sakn- að þín þegar þú komst ekki til okkar —“ „Eg gat það ekki, gat ekki komið“, sagði Barbara, „það eina, sem ég gat gert til að vera örugg, var að halda mér frá ykkur“ — og Blair kink- aði kolli. „Eg skil það núna, auðvit- að“. Bifreið sem skautzt fram hjá, kom svo skyndilega, að Blair snarbeygði til að rekast ekki á hann. „Helvítis dóninn“, sagði hann. „Bar- bara, ég þarf að tala við þig. Bíddu þar til við komumst úr þessu þorpi, svo ég drepi ekki okkur bæði.“ „Eg skal bíða, Blair, bíða alla eilífð eftir að heyra þig segja, að þú fyrirlítir mig ekki“, sagði Barbara og Blair rétti úr sér og hló. Barböru datt í hug, að það væri óra- tími síðan hún heyrði hann hlæja svo og brátt fór hún líka að hlæja —: „Blair, ég skammast mín svo mikið, að ég vildi helzt vera horfin eitt- hvað í burtu ,ég vil ekki hlæjat en ef ég hlæ ekki, þá myndi ég gráta, og þú myndi verða reiður. Við erum orðin óð, bæði okkar.“ „Eg held ekki“ sagði Blair. Þau voru nú komin út úr þorp inu og á þjóðveginn og sólar- lagið var komið. Enn voru tuttugu og sjö mílur til Ox- ford — auk þess sem eftir var að finna kofann, sem Grant Emways bjó í og hafði flutt Susan í, ef til vill: „Babs — ég er að velt því fyrir mér hvort þú getur skilið allt þetta hvernig mínar tilfinn- ingar eru? Eg verð hvað sem það kostar að gera þér það ljóst. Tilfinningar mínar í þinn garð eru ekki þær sömu og gagnvart Judith. Eg efa að þær verði nokkurntíma þær sömu eða að ég vilji að svo verði. Eg og hún fundum eitthvað sem var mjög unaðs- legt meðan það varði en það hafði ekki kraft til að vara. Það var eins og stórkostlegur eyðileggjandi eldur en þegar hann var brunninn út var ekk ert eftir nema askan, sem hvorugt okkar vildi sjá aftur. Eg held — ég býst við að við höfum bæði haldið — að það væri raunveruleikinn, en svo var ekki. Ef til vill vissum við ekki hvað raunveruleikinn var. Kannski veit ég það ekki ennþá, en ég held af því, sem ég veit nú, að það sé að minnsta kosti vinátta. Sam- lyndi og skilningur, og að þú og ég mýndum finna hvort tveggja. Það sem að er, er að ég hef brugðizt Judith. 1 aug- um hennar er ég misheppnað- ur. Hún vildi eiginmann, sem yrði frægur, sem gerði hana að þekktri konu, en það var alls ekki mín hugmynd um lífið. Eg vildi lifa rólegu lífi og gera mitt bezta í því lífs- starfi, sem ég hef kosið. Eg er ekki hrifinn af því, að vera í almenningsaugum, það hræðir mig. Eg er látlaus tnað ur og kann hezt við hið ein- falda í lífinu. Hamingjusamt og ánægjuríkt heimili. Böm. Eiginkonu sem hefur áhuga á mér en ekki starfi mínu, sem er ánægð með það sem ég er en ekki með það, sem hún get- ur gert úr mér. Eg geri ráð fyrir að mig skorti framgirni, en ég er þannig gerður, og Judith skilur það ekki. Hún hefur aldrei gert það og gerir það ekki. Eg held, að þú mynd ir elska mig eins og ég er — að þú yrðir ánægð með litlu hlutina. Að við myndum finna sameiginlegan akur þar sem við gætum ræktað ánægju- lega hluti, þar sem við fyrst og fremst yrðum vinir og fé- lagar.“ Hann byrsti röddina: „Eg vil ekki það, sem Judith gaf mér, Babs. Eg gæti engri konu gefið það sem ég gaf Judith, og ég efa, að það, jafnvel sem gjöf sé þess virði að gefa það. En ef þú yrðir ánægð með það, sem ég gæti gefið þér — Babs, ég hef ver- ið kjáni, blindur kjáni, því ég sá aldrei------ Barbara titraði litið eitt og átti bágt með að fella ekki WRAMHALDSSAGA „Kg var svo hrædd, hélt að allir myndu vita um það. Þorði ekki einu sinni að koma nálægt þér. Og þú kysstir mig stundum flausturslega eins og frænku þína —“ „Mér þótti alltaf gaman að kyssa þig, þáð man ég“ og er hann hafði sleppt þessari kjánalegu setningu fóru þau bæði að hlæja aftur. „Eg hélt það væri út af púðrinu, sem þú notaðir eða af því húðin þín var svo mjúk. Mér kom aldrei til hugar að vera kynni að ég væri ástfanginn af þér. Mér virðist, að í öllu þessu hafi ég veríð hreinn hálfviti. Veiztu það, að mér skildist ekki fyrr en fyrir stundar- fjórðungi það, sem ég hefði átt að hafa séð í tvö ár ?“ „Eflaust, vegna þess“ sagði Barbara kímin, „að ég sagði þér það aldrei. Blair, mannstu eftir kvöldinu á stígnum við ána? Eg næstum sagði þér það þá. Þú sagðist hafa átt sennu við Judith og að þú skildir það aldrei hversvegna þú varðst ekki á3tfanginn af mér. Þú sagðir að ég myndi verða góð eiginkona fyrir rétta manninn, og allt sem hélt mér frá því að segja þér það þá, var að sá maður værír þú. Þú kysstir mig þá, og ég hljóp alla leiðina heim — af því ég var svo hrædd“. Hún andvarpaði létt og hnipr- aði sig að honum: „Blair, ég er svo fegin að við höfum sagt þetta, því nú, að minnsta kosti, vitum við hvar við stöndum. Nú get ég elskað þig án þess að vera hrædd um að fólk viti það.“ „Við höfum gleýmt einu“ sagði Blair’ hægt, ,,það er Judith", og Barbara horfði á hann áhyggjulausu augna- ráði. „Hún skilur áhyggilega við þig. Judith er skrítin í mörgu en hún er ekki kvikindisleg. Og það er ekki svo, að hún elski þig. Þegar henni er þetta ljóst, er ég viss um að hún verður auðveld í meðförum. Auðvitað fær mamma áfall, og ég geri ráð fyrir að Oliver hafi sitt að segja um það, en ekki Judith. Og ég er sízt hrædd við að gefa henni gilda afsökun. Ekki með þér, auð- vitað, en þegar hún sér —“ „Já,“ sagði Blair hægt. Þau óku nú gegnum þorp rétt hjá Oxford. Það var lágreist, hvítt hótel við veginn og utan þess stóð tveggja sæta bifreið og farangur bundinn aftan á. Ef þau hefðu ekki bæði veríð svo upptekin af hugðarefni sínu, og hugsunin um Susan verið fjarri þeim þetta augna- blikið, þá hefðu þau bæði þekkt bifreiðina og farangur- urinn, ásamt manninum, sem stóð reykjandi í dyrunum og beið eftir félaga sínum. Allt, sem þau sáu var hvítt timbur- hótel, og nokkuð af ungu fólki að spjátra sig heitt sum- arkvöldið. Og fyrir framan þau blasti nú Oxford og Blair hafði nóg að gera í uniferð- inni og var því hálffeginn. Það var ekki þægilegt, að aka bíl eins hart og mögulegt var, gegnum götur Oxford og skýra um leið stúlku, sem er tilbúin að fórna öllu fyrir mann, hvað tæki við eftir að málið kæmi fyrir skilnaðar- réttinn, aurkastið og hin al- mennu óþægindi, sem þessu var samfei’ða — auk þess, sem hann væri læknir og yrði að kjósa milli starfs síns og hneykslisins, því læknaráð spítalans leit ekki sérlega frjálslyndum augum á hjóna- skilnaði. Þ É R eigiö alltaf leið nm Laugaveginð) ■ : » m s

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.