Morgunblaðið - 14.05.2005, Síða 1
2005 LAUGARDAGUR 14. MAÍ BLAÐ D
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÓEÐLILEGT EF VALSSTÚLKUR VERÐA EKKI MEISTARAR / D3
ENSKA staðarblaðið Nottingham Evening Post telur sig
hafa heimildir fyrir því að Guðjón Þórðarson verði ráð-
inn knattspyrnustjóri enska 3. deildar liðsins Notts
County innan fárra daga.
Fyrr í vikunni birtist frétt í blaðinu þess efnis að Guð-
jón væri einn nokkurra kandídata í starfið og í gær
greindi blaðið frá að hann sé efstur á óskalista stjórnar
félagsins um að taka við liðinu og hafi samningavið-
ræður stjórnarmanna við Guðjón um kaup og kjör staðið
yfir síðustu daga.
Guðjón yrði þar með fyrsti erlendi knattspyrnustjór-
inn hjá Notts County sem er elsta knattspyrnulið heims
– stofnað árið 1862.
Stjórnendur Notts Coutny telja að Guðjón sé rétti
maðurinn til að rífa félagið upp eftir fjórar magrar leik-
tíðir en það hafnaði í 19. sæti á nýafstaðinni leiktíð og
hefur mátt glíma við mikil fjárhagsvandræði.
Talið að Guðjón
Þórðarson taki við
Notts County
Tite Kalandadze hafði betur í baráttu viðRoland Eradze, ÍBV, og Augustas Straz-
das, HK, sem einnig voru tilnefndir í kjöri á
handknattleiksmanni ársins. Kalandadze er
ein mesta stórskytta sem leikið hefur hér á
landi og hann átti stóran þátt í að koma ÍBV í
úrslitaeinvígið gegn Haukum um Íslands-
meistaratitilinn en eins og fram hefur komið í
fréttum hefur hann ákveðið að leika með
Stjörnunni á næsta tímabili.
Þær sem voru tilnefndar í kjör á handknatt-
leikskonu ársins auk Hönnu voru þær Natasa
Damiljanovic, Víkingi, og Ramune Pekerskyte,
Haukum, en Hanna var einn af lykilmönnum í
liði Hauka, sem varð Íslands- og deildarmeist-
ari á tímabilinu og varð Hanna markahæsti
leikmaður deildarinnar.
Auk Árna Þórs voru tilnefndir í vali á efni-
legasta leikmanni ársins þeir Andri Stefan,
Haukum, og Ernir Hrafn Arnarsson úr Aftur-
eldingu. Arna Gunnarsdóttir, Gróttu/KR, og
Harpa Sif Eyjólfsdóttir, Stjörnunni, voru til-
nefndar í vali á efnilegasta leikmanni ársins
auk Sigurbjargar.
Viðurkenningar á lokahófinu hlutu:
Bestu leikmenn:
Tite Kalandadze, ÍBV og
Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum.
Efnilegustu leikmenn:
Árni Þór Sigtryggsson, Þór og
Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram.
Þjálfarar ársins:
Júlíus Jónasson, ÍR og
Guðmundur Karlsson, Haukum.
Háttvísisverðlaun:
Anna Bryndís Blöndal, Stjörnunni og
Bjarki Sigurðsson, Víkingi.
Valdimarsbikarinn:
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukum.
Markahæstir:
Halldór Jóhann Sigfússon, KA, 229 mörk.
Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum, 177 mörk.
Bestu varnarmenn:
Anna Bryndís Blöndal, Stjörnunni og
Vignir Svavarsson, Haukum.
Bestu sóknarmenn:
Ramune Pekerskyte, Haukum og
Valdimar Þórsson, HK.
Bestu markverðir:
Florentina Grecu, ÍBV og
Roland Eradze, ÍBV.
Bestu dómarar:
Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson.
Unglingabikar HSÍ: FH.
Kalandadze og Hanna leikmenn ársins
TITE Kalandadze, ÍBV, og Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum, voru krýnd bestu leik-
menn ársins í DHL-deild karla og kvenna á lokahófi HSÍ sem haldið var í Broadway í
gærkvöld. Árni Þór Sigtryggsson, Þór og Sigurbjörg Jóhannsdóttir úr Fram voru út-
nefnd efnilegustu leikmenn ársins.
Rúnar V. Arnarson, formaður knattspyrnu-deildar Keflavíkur, segir að sú ákvörðun
Guðjóns Þórðarson að rifta þjálfarasamningi
sínum við félagið hafi komið sér og öðrum Kefl-
víkingum gjörsamlega í opna skjöldu. Guðjón,
sem gerði í desember þriggja ára samning við
Keflvíkinga, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar
sem hann segist hafa rift samningi við Knatt-
spyrnudeild Keflavíkur.
,,Það er alveg ljóst að Guðjón hefur ekki klá-
súlu í þeim samningi sem við gerðum við hann
til að rifta honum með þeim hætti sem hann
hefur kosið að gera. Honum hefur greinilega
verið boðið starf erlendis og er að reyna að
finna sér einhverja ástæðu eins og þessi yfir-
lýsing hans lítur út. Samningurinn er skotheld-
ur, það er ekkert uppsagnarákvæði í honum og
við munum leita réttar okkar,“ sagði Rúnar við
Morgunblaðið í gær.
Hefur ekki boðið liðsinni
Rúnar segist hafa verið algjörlega grunlaus
þegar lögmaður Guðjóns birtist skyndilega í
gær þar sem hann tilkynnti að Guðjón væri
hættur. Í niðurlagi í fréttatilkynningu sem
barst frá lögmanni Gujóns segir;
,,Þar sem keppni á Íslandsmótinu hefst inn-
an fárra daga hef ég boðið stjórn knattspyrnu-
deildar Keflavíkur liðsinni mitt við að koma liði
félagsins af stað í mótinu og vera stjórnendum
liðsins innan handar næstu daga og vikur.“
,,Hann hefur ekkert boðið okkur það. Lög-
maður Guðjóns ítrekaði við okkur að Guðjón
væri hættur. Hann hafði ekki einu sinni mann-
dóm í sér til að segja okkur frá þessu sjálfur.
Ég hef ekkert heyrt frá Guðjóni sjálfum um
þetta mál og ég vil ítreka að hann hefur ekki
boðið okkur liðsinni og við höfum engan áhuga
á því. Við erum með Kristján Guðmundsson
sem aðstoðarþjálfara og við treystum honum
vel fyrir því að stjórna liðinu í leiknum við FH.
Hann hefur ekki svikist undan merkjum.“
Guðjón talar um vanefndir á samningnum.
Hvað segir þú um það?
,,Það eru engar vanefndir. Það veit hann
sjálfur og ég vil ekkert ræða meira um það.“
Hvenær fékkst þú að vita að Guðjón væri
hættur?
,,Eftir hádegi. Liðið er að fara austur í
Hveragerði og ætlar að vera á Hótel Örk um
helgina til undirbúnings fyrir leikinn á móti Ís-
landsmeisturum FH. Guðjón stjórnaði liðinu í
æfingaleik á móti ÍA á Akranesi í gær og ég
vissi ekki hvað á mig stóð veðrið þegar mér
barst þetta til eyrna. Mig grunaði þetta ekki en
þegar ég hugsa til baka þá finnst mér Guðjón
hafa verið töluvert annars hugar. Ég hélt að
það væri bara eitthvað annað að plaga hann.
Hann hefur þó sinnt sínu starfi en ekki meira
en það,“ sagði Rúnar í gær.
Rúnar V. Arnarsson um óvænta afsögn Guðjóns Þórðarsonar sem þjálfari meistaraflokks Keflavíkur
Ákvörðun Guðjóns kom
Keflvíkingum í opna skjöldu
GUÐJÓN Þórðarson knattspyrnuþjálfari sagði óvænt upp starfi sínu sem þjálfari
Keflavíkurliðsins í gær – aðeins þremur dögum áður en Íslandsmótið hefst. Keppni í
efstu deild karla, Landsbankadeildinni, hefst með fjórum leikjum á mánudaginn og
þá taka Keflvíkingar á móti Íslandsmeisturum FH.
Morgunblaðið/Þorkell
Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins, í baráttu við FH-ingana
Davíð Þór Viðarsson og Heimi Guðjónsson í Kaplakrika á dögunum.
■ Gafst upp á…/D4
Yfirlýsing Guðjóns/D4
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is