Morgunblaðið - 14.05.2005, Side 2
ÍÞRÓTTIR
2 D LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
RÓBERT Gunnarsson, fyrir-
liði danska handknattleiks-
liðsins Århus, er tilnefndur
sem leikmaður ársins í
dönsku úrvalsdeildinni en
alls eru fimm leikmenn til-
nefndir. Íslenski landsliðs-
maðurinn er langmarkahæsti
leikmaður dönsku deild-
arinnar en í frétt dagblaðsins
Östjylland er þess getið að
Róbert leiki aðalhlutverk í
vörn sem sókn hjá Århus en liðið leikur til úrslita
um danska meistaratitilinn. Róbert er eini er-
lendi leikmaðurinn sem tilnefndur er en hinir
fjórir eru: Anders Eggert, GOG, Sören Stryger,
landsliðsfyrirliði Dana, Flensburg, Lars Möller
Madsen, Skjern og Bo Spelleberg, KIF Kolding.
Róbert verður leikmaður þýska liðsins Gum-
mersbach á næstu leiktíð.
Róbert
Róbert tilnefndur
í Danmörku
VÍKINGAR frá Ólafsvík, nýliðar í 1. deild-
inni í knattspyrnu, fengu í gær góðan liðs-
auka fyrir sumarið. Tveir skoskir knatt-
spyrnumenn frá 1. deildar liðinu Ross
County komu þá til liðs við þá. Þeir heita
Steven MacKay, 23 ára varnar- eða miðju-
maður, og Craig Campbell, 21 árs varnar-
maður. MacKay lék 17 leiki með Ross
County í vetur, 4 þeirra í byrjunarliði.
Campbell var í láni hjá 3. deildar liðinu
Peterhead og spilaði þar 27 leiki og skor-
aði eitt mark. Jóhannes Eðvaldsson, fyrr-
um landsliðsfyrirliði og leikmaður með
Celtic á árum áður, sem er búsettur í Skot-
landi, hafði veg og vanda af komu leik-
mannanna til Ólafsvíkur og fylgdi þeim til
landsins. Stefnt er að því að leikheimildir
verði tilbúnar fyrir þá þannig að þeir geti
leikið með Víkingum gegn HK í fyrstu
umferð 1. deildarinnar á mánudaginn.
Skotar til
Ólafsvíkur
„ÞAÐ er mikið að gera hjá okkur í því að gefa út
keppnisleyfi og ganga frá félagaskiptum. Og við gerum
okkar besta til þess að allir þeir sem þurfa á keppnis-
leyfi að halda fái slíkt fyrir fyrstu umferð,“ sagði Klara
Bjartmarz, starfsmaður Knattspyrnusambands Íslands,
í gær við Morgunblaðið en hún vildi ekki gefa upp hve
margir erlendir leikmenn eiga eftir að fá keppnisleyfi.
„Við tjáum okkur ekki um einstök félagsskipti á meðan
þau eru í vinnslu en það eru enn nokkrir leikmenn sem
eiga eftir að fá keppnisleyfi. Við þurfum að fá staðfest-
ingu frá þeim knattspyrnusamböndum þar sem við-
komandi lék síðast og þetta tekur allt sinn tíma. En við
verðum við störf um helgina og þetta á eftir að tínast
inn smátt og smátt,“ sagði Klara.
Samkvæmt reglum KSÍ þurfa erlendir leikmenn að-
eins að hafa verið á landinu í einn sólarhring áður en
hægt er að útbúa keppnisleyfi að því gefnu að öll gögn
hafi borist erlendis frá. Klara sagði að þeir þættir sem
snúa að atvinnuleyfi fyrir viðkomandi væru ekki á
verksviði KSÍ og hún þekkti ekki það ferli.
Annir í félaga-
skiptum hjá KSÍ
Víkingur R.
Komnir: Björgvin Vilhjálmsson (Fylki), Daði
Kristjánsson (Þór), Davíð Þór Rúnarsson
(Fjölni), Elmar Dan Sigþórsson (KA), Elvar
Guðjónsson (ÍR), Halldór Jón Sigurðsson
(Tindastóli), Hörður Bjarnason (Breiðabliki),
Ingvar Þór Kale (KS), Jóhann Guðmundsson
(Stjörnunni), Jón Haukur Haraldsson
(Sindra), Milos Glogovac (Serbíu), Rannver
Sigurjónsson (Breiðabliki).
Farnir: Borko Marinkovic (Serbíu), Dejan
Miljanic (Serbíu), Grétar S. Sigurðarson (Val),
Kári Árnason (Djurgården), Martin Trancík
(Slóvakíu), Sigursteinn Gíslason (hættur),
Steinþór Gíslason (Val), Viktor B. Arnarsson
(Fylki), Þorvaldur M. Guðmundsson (Hauka).
KA
Komnir: Sándor Forizs (Leiftri/Dalvík).
Farnir: Atli Sveinn Þórarinsson (Val), Dean
Haukar
Komnir: Amir Mehica (Bosníu), Betim H
jadini (Leikni R.), Birgir Rafn Birgi
(HK), Emir Dervic (Bosníu), Svavar Sigu
son (Völsungi), Þorvaldur Már Guðmund
(Víkingi R.)
Farnir: Edilon Hreinsson (Þrótt R.), G
Lukic (Stjörnuna), Guðmundur Magnú
(Hugin), Ryan Mouter (MK Dons), Sæ
Eyjólfsson (Þrótt R.)
Víkingur Ó.
Komnir: Craig Campbell (Ross County),
ar Hjörleifsson (Aftureldingu), Einar Óli
varðarson (Val), Eyþór Páll Ásgeir
(Breiðabliki), Slavisa Mitic (Fjölni), St
MacKay (Ross County)
Farnir: Hallur Ásgeirsson (Neista D.),
Pétur Pétursson (Danmerkur).
Fjölnir
Komnir: Atli Guðnason (HK), Ásmundur Arn-
arsson (Völsungi), Hálfdán Daðason (BÍ),
Heiðar Ingi Ólafsson (Völsungi), Jens Harð-
arson (HK), Oddur H. Guðmundsson (Völs-
ungi), Ólafur Páll Johnson (KR), Pétur G.
Markan (BÍ), Sigmundur Ástþórsson (FH),
Ögmundur Rúnarsson (Val).
Farnir: Davíð Þór Rúnarsson (Víking R.),
Dragan Vasilijevic (Serbíu), Ívar Björnsson
(Fram), Kristján G. Sveinsson (Hugin), Ilic
(Serbíu), Ríkharð Snorrason (Stjörnuna),
Slavisa Mitic (Víking Ó.)
KS
Komnir: Danilo Radoman (Serbíu), Mark
Duffield (GKS), Sasa Zelic (Serbíu).
Farnir: Ingvar Þór Kale (Víking R.), Sasa
Durasovic (Leiftur/Dalvík).
Sverrir Sverrisson (hættur), Þorsteinn
Sveinsson (HK).
Þór
Komnir: Hazar Can (Nijmegen), Jóhann H.
Traustason (Leiftri/Dalvík), Lárus Orri Sig-
urðsson (WBA), Pétur Kristjánsson (Dan-
mörku).
Farnir: Daði Kristjánsson (Víking R.), Helgi
Jones (Fjarðabyggð).
Völsungur
Komnir: Baldvin Jón Hallgrímsson (Val), Mil-
an Janosevic (Njarðvík), Sreten Djurovic
(Keflavík), Zoran Daníel Ljubicic (Keflavík).
Farnir: Arngrímur Arnarson (Danmerkur),
Ásmundur Arnarsson (Fjölni), Baldur Sig-
urðsson (Keflavík), Heiðar Ingi Ólafsson
(Fjölni), Oddur H. Guðmundsson (Fjölni),
Svavar Sigurðsson (Hauka).
Martin (ÍA), Elmar Dan Sigþórsson (Víking
R.), Ronni Hartvig (Danmerkur).
HK
Komnir: Eyþór Guðnason (Njarðvík), Ólafur
V. Júlíusson (Fylki), Rúrik Gíslason (Ander-
lecht), Þorsteinn Sveinsson (Breiðabliki).
Farnir: Atli Guðnason (Fjölni), Ásgrímur Al-
bertsson (Keflavík), Birgir Rafn Birgisson
(Hauka), Jens Harðarson (Fjölni).
Breiðablik
Komnir: Errol McFarlane (Líbanon), Hans
Fróði Hansen (Fram), Hjörvar Hafliðason
(KR), Petr Podzemsky (KR).
Farnir: Hákon Sverrisson (Ými), Hörður
Bjarnason (Víking R.), Kjartan Antonsson
(hættur), Kristófer Sigurgeirsson (Fram),
Páll Gísli Jónsson (ÍA), Pétur Ó. Sigurðsson
(FH), Rannver Sigurjónsson (Víking R.),
HANDKNATTLEIKUR
Þýskaland
Magdeburg – Grosswallstadt...............30:18
Wallau – Gummersbach........................33:45
Pfullingen – HSV Hamburg.................32:38
EM 17 ára liða
Ísland - Rússland ..................................19:22
Litháen - Búlgaría.................................26:12
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Úrslitakeppnin, 2. umferð:
Austurdeild:
Washington – Miami ...........................95:102
Staðan er 3:0 fyrir Miami.
Vesturdeild:
Seattle – San Antonio ...........................92:91
Staðan er 2:1 fyrir San Antonio.
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
Forkeppni 17 ára liði kvenna í Evrópu-
keppninni:
Laugardagur:
Digranes: Búlgaría - Rússland..................14
Digranes: Ísland - Litháen ........................16
Sunnudagur:
Digranes: Rússland - Litháen...................14
Digranes: Ísland - Búlgaría.......................16
KNATTSPYRNA
Mánudagur:
Efsta deild karla, Landsbankadeild:
Laugardalsvöllur: Fram - ÍBV .................17
Hlíðarendi: Valur - Grindavík ...................17
Akranes: ÍA - Þróttur R. ...........................17
Keflavík: Keflavík - FH ........................19.15
Efsta deild kvenna, Landsbankadeild:
KR-völlur: KR - Stjarnan..........................14
1. deild karla:
Þórsvöllur: Þór - KS...................................13
Víkin: Víkingur R. - Fjölnir .......................14
Kópavogur: Breiðablik - Haukar ..............14
Ólafsvík: Víkingur Ó. - HK........................16
Akureyrarvöllur: KA - Völsungur ............16
2. deild karla:
Tungubakki: Afturelding - Huginn ..........14
Neskaups.: Fjarðabyggð - Stjarnan...........1
Njarðvík: Njarðvík - Leiftur/Dalvík.........16
ÍR-völlur: ÍR - Leiknir R...........................16
Sauðárkrókur: Tindastóll - Selfoss...........16
Leiðrétting
Markafjöldi Gunnars H. Þorvaldssonar,
ÍBV, misritaðist í gær í blaðauka um Ís-
landsmótið í knattspyrnu, í grein um
markakónga 1955–2004. Gunnar H. var
markakóngur í fyrra með 12 mörk.
UM HELGINA
Morgunblaðið fékk Jörund ÁkaSveinsson, þjálfara Stjörn-
unnar í Garðabæ, sem leikur í 2.
deild karla, til að spá í spilin fyrir
komandi tímabil í 1. deildinni en Jör-
undur hefur séð til flestra liðanna í
undirbúningi þeirra fyrir Íslands-
mótið.
,,Ég sé eiginlega fyrir mér tví-
skipta deild. Í efri hópnum verða
Breiðablik, Víkingur Reykjavík, KA,
Þór og HK og í neðri hópnum Hauk-
ar, Völsungur og Fjölnir ásamt ný-
liðunum Víkingi Ólafsvík og KS,“
segir Jörundur Áki.
,,Breiðablik hefur spilað glimrandi
vel á undirbúningstímabilinu og
Bjarni Jóhannsson er búinn að gera
miklar breytingar á liðinu. Svo er
bara spurning hvort Blikarnir
höndla þá pressu sem jafnan hefur
verið viðloðandi í Kópavoginum.
Miðað við vorleikina er Breiðablik
með eitt sterkasta liðið í deildinni.
Það hafa orðið miklar breytingar
hjá Víkingi. Þeir hafa misst töluvert
af mannskap en hafa fengið aðra í
staðinn og það verður fróðlegt að sjá
hvernig Sigurði Jónssyni tekst að
púsla liðinu saman. Ég held að Vík-
ingar hafi alveg burði til að berjast
um efstu sætin enda Sigurður dug-
legur að peppa sína menn upp.“
Þórsarar með leikmann
sem getur komið þeim upp
„Ég spái því að Akureyrarliðin
Þór og KA verði bæði með í toppbar-
áttunni. Þórsararnir eru með gott lið
og hugsanlega hafa þeir einn leik-
mann sem getur komið þeim upp.
Það er Lárus Orri Sigurðsson. Hann
kemur til með að hjálpa Þórsliðinu
mjög mikið með sinni miklu reynslu
og það koma örugglega margar
sóknir andstæðinga Þórs til að
stranda á Lárusi Orra og Hlyni
Birgissyni.
Þó svo að KA-liðið hafi misst
sterka pósta úr sínu liði eftir fallið úr
úrvalsdeildinni í fyrra þá held ég að
liðið verði með í toppslagnum.
HK getur líka blandað sér í topp-
baráttuna. Liðið hefur bætt við sig
leikmönnum og mér hefur fundist
liðið spila vel á undirbúningstíma-
bilinu. Það er stemning og sjálfs-
traust í HK-liðinu sem getur fleytt
því langt í sumar. Öll þessi fimm lið
eiga möguleika á að fara upp en ég
held að byrjunin skipti gríðarlega
miklu máli,“ segir Jörundur.
Jörundur reiknar með æsispenn-
andi baráttu í neðri hlutanum.
,,Væntanlega verður erfitt fyrir
nýju liðin, Víking Ólafsvík og KS,
sem eru töluvert óskrifað blað og ef-
laust verður erfitt fyrir Völsung að
fylgja eftir góðu sumri í fyrra. Hús-
víkingarnir hafa misst góða stráka
en á móti hafa þeir fengið Zoran
Daniel Ljubicic og tvo Serba og með
þá innanborðs gætu þeir alveg gert
fína hluti. Haukar og Fjölnir verða
væntanlega í þessum pakka líka og
ég sé fyrir mér gríðarlega harða
keppni liða um að forðast fallið,“ seg-
ir Jörundur.
Jörundur Áki Sveinsson spáir í spilin fyrir átökin í 1. deild
„Sé fyrir mér
tvískipta deild“
KEPPNI í 1. deild karla í knatt-
spyrnu hefst með heilli umferð
á mánudag. Þá mætast Víkingur
og Fjölnir, Breiðablik fær Hauka
í heimsókn, nýliðar Víkings frá
Ólafsvík taka á móti HK, KA og
Völsungur mætast á Akureyri og
annar Norðurlandsslagur er á
dagskrá en Þór og KS eigast þá
við.
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Lárus Orri Sigurðsson, leikmaður Þórs, er kominn í nýtt umhverfi – han
etur ekki kappi við kappa eins og Paul Scholes, Man. Utd, í sumar.
Breytingar hjá liðunum í 1. deild karla