Morgunblaðið - 14.05.2005, Síða 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2005 D 3
SAN Antonio Spurs fékk mikla
mótspyrnu á útivelli gegn Seattle
Sonics í NBA-deildinni í körfu-
knattleik í fyrrinótt en þar hafði
Sonics betur 92:91. Staðan í einvíg-
inu er 2:1 en Spurs sigraði í tveimur
fyrstu leikjunum á heimavelli.
Sonics kom þar með í veg fyrir að
vera 3:0 undir en engu liði hefur
tekist að snúa við blaðinu í sjö leikja
einvígi eftir að hafa tapa þremur
leikjum í röð.
„Við sýndum hvað í okkur býr.
Menn þurftu að grafa dýpra en
áður og sýna sitt allra besta í vörn
sem sókn,“ sagði Jerome James
leikmaður Sonics en hann skoraði
15 stig í leiknum og geigaði ekki í
sjö skottilraunum sínum. Tim
Duncan fékk tækifæri til þess að
skora sigurkörfuna á lokasekúnd-
um leiksins en skot miðherja Spurs
fór ekki ofan í.
Shaquille O’Neal var ekki með
Miami Heat sem sigraði Washing-
ton Wizards 102:95 og er staðan
nánast vonlaus fyrir Wizards sem
er 3:0 undir í einvíginu. Alonzo
Mourning og Dwyane Wade sáu að
mestu um að skora en Wade skoraði
31 stig og Mourning var með 14 stig
og 13 fráköst. „Ég er ekki búinn að
gleyma því hvernig á að spila þrátt
fyrir að hafa farið í nýrnaaðgerð,“
sagði Mourning en hann hefur átt
við erfið veikindi að stríða undan-
farin ár. „Það er ekkert sem getur
stöðvað þetta lið. Möguleikarnir
eru óendanlegir,“ sagði Dwayne
Wade, leikstjórnandi Heat.
Leikmenn Seattle
Sonics bitu frá sér
ÁSTHILDUR Helgadóttir og
stöllur hennar í Malmö burst-
uðu Kopparbergs, 5:1, í
sænsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í fyrrakvöld.
Ásthildur lék allan leikinn í
framlínunni en tókst ekki að
skora en átti engu að síður
góðan leik.
Ásthildur, sem nýbyrjuð er
að spila eftir afar erfið hné-
meiðsli, er markahæst í deild-
inni ásamt öðrum leikmanni
með fjögur mörk. Malmö er
efst í deildinni eftir fjórar um-
ferðir með 10 stig eins og
Umeå og Örebro.
Stórsigur hjá
Ásthildi
axhi-
isson
urðs-
dsson
Goran
ússon
ævar
Ein-
Þor-
rsson
teven
, Jón
Valur
Komnar: Anna Rún Sveinsdóttir (Fjölni), Birna Kristjáns-
dóttir (Breiðabliki), Elín Svavarsdóttir (FH), Margrét
Lára Viðarsdóttir (ÍBV), Rut Bjarnadóttir (HK/Víkingi).
Farnar: Katrín Jónsdóttir (Amazon Grimstad), Margrét L.
Hrafnkelsdóttir (Gróttu).
ÍBV
Komnar: Guðrún S. Viðarsdóttir (Þór/KA/KS), Hólmfríður
Magnúsdóttir (KR).
Farnar: Claire Johnstone (Skotland), Karen Burke (Eng-
land), Margrét Lára Viðarsdóttir (Val), Mary McVeigh
(Bandaríkin), Michelle Barr (England).
KR
Komnar: Ásgerður H. Ingibergsdóttir (Gróttu), Carmen
Watley (Bandaríkjunum), Erla Dögg Sigurðardóttir
(Breiðabliki), Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (Þrótti R.),
Hrefna Jóhannesdóttir (Medkila), Ingibjörg Jóhannesdótt-
ir (Þrótti R.), Katherine Winstead (Bandaríkjunum), Lilja
Dögg Valþórsdóttir (Þór/KA/KS), Sarah Halpenny
(Bandaríkjunum).
Farnar: Edda Garðarsdóttir (Breiðablik), Guðlaug Jóns-
dóttir (Breiðablik), Hólmfríður Magnúsdóttir (ÍBV), Sif
Atladóttir (FH).
Breiðablik
Komnar: Casey McCluskey (Bandaríkjunum), Edda Garð-
arsdóttir (KR), Guðlaug Jónsdóttir (KR), Laufey Björns-
dóttir (KA), Lára Hafliðadóttir (HK/Víkingi), Meghan
Ogilvie (Bandaríkjunum), Tesia Kozlowski (Bandaríkjun-
um), Þóra B. Helgadóttir (Kolbotn).
Farnar: Birna Kristjánsdóttir (Val), Erla Hendriksdóttir
(Skovlunde).
Stjarnan
Komnar: Margrét G. Vigfúsdóttir (Þór/KA/KS), Sandra
Sigurðardóttir (Þór/KA/KS), Soffía Gunnarsdóttir
(Sindra).
Farnar: Guðlaug S. Gunnarsdóttir (Keflavík).
FH
Komnar: Guðrún Ása Jóhannsdóttir (Sindra), Sif Atladótt-
ir (KR).
Farnar: Elfa Hermannsdóttir (Þrótt R.), Elín Svavarsdótt-
ir (Val), Elísabet G. Björnsdóttir (Þrótt R.), Þóra Reyn
Rögnvaldsdóttir (Keflavík).
Keflavík
Komnar: Claire McCombe (Kilmarnock), Donna Chayne
(Kilmarnock), Guðlaug S. Gunnarsdóttir (Stjörnunni),
Hansína Gunnarsdóttir (HK/Víkingi), Jessica Chipple
(Bandaríkjunum), Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir (FH).
Farnar: Helena Rut Steinsdóttir (ÍA), Jóna Júlíusdóttir
(Víði).
ÍA
Komnar: Helena Rut Steinsdóttir (Keflavík), Renee Bal-
coni (Bandaríkjunum).
Farnar: Berglind Magnúsdóttir (ÍR), Magnea Guðlaugs-
dóttir (Svíþjóð).
HEIÐAR Davíð Bragason GKj,
lék á 2 höggum yfir pari á Opna
enska meistaramóti áhugamanna í
golfi í gær. Heiðar lék á 74 höggum.
Birgir Vigfússon úr GR lék á 78
höggum og Stefán Orri Ólafsson úr
Leyni á 83 höggum.
ARNÓR Atlason, landsliðsmaður í
handknattleik, skoraði fjögur mörk
fyrir Magdeburg í sigurleik gegn
Grosswallstadt í gærkvöldi í þýsku
1. deildarkeppninni, 30:18, og Sigfús
Sigurðsson skoraði tvö mörk. Einar
Hólmgeirsson skoraði tvö mörk fyr-
ir Grosswallstadt.
LUIS Figo leikmaður spænska
liðsins Real Madrid hefur gefið kost
á sér í portúgalska landsliðið á nú en
knattspyrnusamband landsins
greindi frá þessu í dag. Hinn 32 ára
gamli miðjumaður sagði í ágúst á síð-
asta ári að hann ætlaði ekki að leika
fleiri landsleiki en hefur nú snúist
hugur. Figo verður með í leik gegn
Slóvökum hinn 4. júní en liðin eru
bæði með 14 stig í undankeppni
heimsmeistaramótsins í knatt-
spyrnu.
CHELSEA bætti þremur viður-
kenningum í safn sitt í gær þegar
fulltrúar frá Barcleys, einum
stærsta stuðningsaðila ensku úrvals-
deildarinnar, tilkynntu um val á
bestu leikmönnum og þjálfara. Jose
Mourinho var útnefndur knatt-
spyrnustjóri ársins, Frank Lampard
leikmaður ársins og Peter Cech fékk
gullhanskana sem besti markvörður
ársins.
ÞJÁLFARAR 1. deildarliðanna í
knattspyrnu spá því að Bjarni Jó-
hannsson, þjálfari Breiðabliks og
hans menn standi uppi sem sigur-
vegar í deildinni. Spáin er þannig:
Breiðablik 71 atkvæði, Víkingur 69,
Þór 68, KA 65, HK 51, Völsungur 38,
Fjölnir 29, Haukar 26, Víkingur
Ólafsvík 19 og KS 14.
FÓLK
Það væri svolítið skrýtið af mér aðspá ekki Val sigri á mótinu í ár
eins og liðið hefur spilað nú á und-
irbúningstímabilinu og miðað við
þann mannskap sem er í liðinu. Hins
vegar held ég að það sé ekki alveg að
marka þessa leiki í vor. Valur hefur
teflt fram sínum sterkasta mann-
skap sem verður með í sumar á með-
an önnur lið hafa ekki gert það og
eru þessa dagana að fá þá leikmenn
sem verða með í sumar,“ segir Hel-
ena.
,,ÍBV, KR og Breiðablik eru að
bæta við sig leikmönnum nú á loka-
sprettinum fyrir mót og það er von
mín að þessi lið geti staðið uppi í
hárinu á Val. Valur er klárlega með
besta leikmannahópinn og mín til-
finning er sú að liðið hampi titlinum í
haust. Það væri eitthvað óeðlilegt ef
svo yrði ekki. Margrét Lára Viðars-
dóttir er Val auðvitað gríðarlegur
liðsstyrkur en á sama tíma er mikill
missir fyrir ÍBV sem einnig verður
án Olgu Færseth í mest allt sumar. “
Keflavík getur blandað
sér í toppbaráttuna
Ég er spennt að sjá hvernig mótið
fer af stað. Valur mætir Breiðabliki í
fyrstu umferðinni og sá leikur er
prófraun á hvað hefur verið að
marka í undirbúningnum. Valur, KR
og Breiðablik verða örugglega í
toppbaráttunni. Ég bjóst við meira
af liði ÍBV áður en Olga meiddist en
ÍBV hefur sterkan heimavöll og ég
held að liðið eigi eftir að sækja í sig
veðrið. KR-liðið hefur staðið sig
framar vonum í undirbúningsleikj-
unum miðað við að það hefur vantað
stelpurnar í liðið sem eru í skólum
erlendis. Það er góð reynsla í KR-
liðinu, þar eru margir landsliðsmenn
og það á eftir að bíta vel frá sér í
sumar. Svo get ég alveg séð fyrir
mér að Keflavík geti blandað sér í
þennan hóp. Þær hafa styrkt sig og
mér sýnist mikill metnaður í kring-
um þeirra lið,“ segir Helena sem lét
af störfum sem landsliðsþjálfari í
fyrra.
Á brattann að sækja hjá FH-
ingum og Skagamönnum
Um botnbaráttuna segir Helena;
,,Ég held að það verði töluvert á
brattann að sækja fyrir ÍA og FH og
mér sýnist að Stjarnan standi þeim
aðeins framar. ÍA hefur misst frá sér
reynda leikmenn sem er mjög erfitt.
Ég vona innilega að ÍA fari ekki nið-
ur aftur og er að vona að hefðin fyrir
kvennaboltanum myndist upp á
Skaga aftur en auðvitað vill maður
engum svo illt að falla. Ég held að
slagurinn um neðsta sætið komi til
með að standa á milli ÍA og FH,“
segir Helena.
Eins og hjá körlunum stefnir í að
margir útlendir leikmenn leiki með
liðunum í sumar. Hvernig líst Hel-
enu á þá þróun?
,,Ég held að það sé bara gott fyrir
deildina að fá stelpur að utan. Deild-
in styrkist við það og þetta er nánast
það eina sem við getum gert til að fá
betri deildarkeppni. Ég hef ekkert á
móti komu þessara leikmanna,“
sagði Helena Ólafsdóttir.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Þessar þrjár landsliðsstúlkur – Nína Ósk Kristinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir, Val, og
Hrefna Jóhannesdóttir, KR, eiga örugglega eftir að hrella markverði í sumar.
Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðsþjálfari, rýnir í Landsbankadeild kvenna
Óeðlilegt ef Valsstúlk-
urnar fagna ekki sigri
FLESTIR hallast að því að Valur verji Íslandsmeistaratitil sinn í
Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í sumar en Valskonur hafa
farið mikinn á undirbúningstímabilinu og hafa verið nær ósigrandi.
Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðsþjálfari, er í hópi þeirra
sem spá Valskonum titlinum. Morgunblaðið fékk Helenu til að spá í
spilin fyrir komandi leiktíð en Íslandsmótið hefst á mánudaginn
með leik KR og Breiðabliks.
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
nn
Breytingar á kvennaliðunum