Mánudagsblaðið - 14.01.1957, Blaðsíða 5
Mánudagur 14. janúar 1957
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
LEIKÐOMUR
Framhald af 2. bíöu.
á einstökum persónum sé rétt.
Baróninn, skólakennarinn og
Andrej missa verulega marks, og
má þar saka bæði leikstjóra og
leikendur. Ofan á þetta bætist
svo, að sýningin er alveg dauð —
einhver feigðarbjarmi ríkir yfir
heildinni, sem gerir hana þunga
og óeðlilega.
Leikendur reyndust vart, yfir-
leitt, vandanum vaxnir. Brynjólf-
ur Jóhannesson, herlæknir, er í
góðu gerfi. Hann túlkar hlutverk
sitt af vcnjulegri n/atrii„ nær
reisn á köflum, en aldrei fylli-
lega dýpt og einlægni, t.d. í 2.
og 4. þætti. Hreyfingar hans eru
of hrumar, en framsögnin yfir-
leitt mjög góð. Þorsteinn Ö.
Stephensen, Vérsjínin, leikur hlut
verk sitt af mjög mikilli nær-
færni, oft mjög vel og sannfær-
andi. Hann, einna mest, kemst
næst kröfum höfundar, gerfið
mjög gott og leikurinn ýkjulaus
og sannur. Þreyta virtist há hon-
um nokkuð er á leið. Af stúlk-
unum bar frú Helga Valtýsdótt-
ir, Masja, mjög af. Hún lék hlut-
verk sitt af myndugheitum, náði
persónunni vel og skóp mjög eft-
irtektarverð augnablik. Leikur
hennar einkenndist af hógværð,
jafnframt festu og skilningi;
sýndi glöggt sköpunarhæfileika
listamannsins. Fullyrða má, að
hér sé um jafnbeztan leik frúar-
innar að ræða — framsögnin
hin bezta til þessa. Guðbjörg- Þor-
bjarnardóttir, Olga, náði furðu-
litlu úr „straight“-hlutverki, lék
óráðið og tilfinningalítið. Kristín
Anna Þórarinsdóttir var . snotur
'í hlutverki Irinu, en átök voru
máttlítil og lítt sannfærandi. —
Gísli Halldórsson, Vasílí, lék yfir-
leitt vel, skapaði sérkennilegan
mann, en um of sterkan. Dálítið
má milda túlkun hans, sýna meira
hið mannlega svo skelin sýni
a.m.k. brest eða glufu — eilítið
af tilfinningu. Guðmundur Páls-
son, baróninn, túlkar rangt per-
sónuna og er skilningur hans og
leikstjórans hér alrangur. Hér er
um aðalsmann að .ræða — ein-
kennilegan en ekki iðrandi
„down“.
Karl Guðmundsson, Andréj,
skortir alveg framsagnarhæfi-
leika og skapaði iitlausa per-
sónu alveg úr samræmi við kröf-
ur. Hér var um mjög alvarleg
mistök að ræða — alvarlegri en
svo, að þau verði afsökuð. Stein-
dór Hjörleifsson, Fjodor, náði
gamninu úr hlutverkinu, en sýndi
fremur sljó dramatísk tilþrif yf-
irleitt. Frú Helga Bachmann, Nat-
alja, lék hressilega, en hafði vart
hald á tilfinningum sínum svo
sannfærandi væri. Margt var þó
snörulegt hjá frúnni. Emilia Jón-
asdóttir, Anfísa, var yfirleitt góð
í hlutverkinu, lék það snuðru-
laust að mestu.
Eins og að ofan getur var yfir
sýningunni einhver óeðlilegur
blær, skorti líf, hreyfingar og
fyllingu — listrænt afl, sem hér
hefði átt að sýna. Verkið sjálft
skortir margt, en möguleikar fyr-
ir leikstjóra og leikendur eru
fjölmargir, en þeir voru, því mið-
ur, ekki nýttir.
Frumsýningunni var dræmt
tekið. Gestir klöppuðu afmælis-
barninu lof í lófa —hylltu Brynj-
ólf (30 ára leikafmæli), ungfrú
Gunnþórunni (eina eftirlifandi
af stofnendum L.R.), starfslið og
íormann. Mikið af blómvöndum
bárust.
Meðal gesta voru forsetahjónin,
menntamálaráðherra og frú,
Þjóðleikhússtjóri og fjöldi framá-
manna í leiklistarmálum.
Þýðing Geirs Kristjánssonar
virtist mjög vönduð, málið þó
heldur stirt á köflum, þ.e. fór
ekki vel í munni. Tjöld Magnús-
ar Pálssonar voru mjög vönduð.
A. B.
r
S
Þ I R
eigio
alltaf
leið
um
Laugaveginn
Clausensbúö
■MuiitmitiiiiuaiiiiaMi
IIHHIIIIIHUHI
Ólafur Hansson, mennfaskólakennari
Helgitölur og
talnatró
Tim
Fátt virðist í fljótu bragði jafn
einfalt og tölur. Og samt er það
svo, að allt frá grárri forneskju,
alit frá þeim tímum, er menn
fyrst tóku að telja, hefur borið
á þeirri trú, að tölurnar væru
ekki allar, þar sem þær eru séð-
ar, og að margt dularfullt byggi
að baki þeim. Þessi forna trú á
tölun er fjarri því að vera út-
dauð með menningarþjóðum nú-
tímans, hún lifir að ýmsu leyti
góðu lífi enn í dag og skýtur upp
kollinum í margvíslegum mynd-
um. Þetta efni var kynnt íslenzk-
um almenningi í fróðlegu erindi,
sem Jón Júlíusson flutti í út-
varpið í fyrra og fjallaði eink-
um um töluna 7.
Til eru frumstæðar þjóðir, sem
geta ekki talið nema upp í 5. Svo
er um Bótókúða og fleiri Indí-
ánaþjóðflokka í frumskógum
Suður-Ameríku. Þeir geta talið
fingur annarrar handar, en svo
ekki meir. Orðið fingur er talið
rótskylt tölunni fimm, og flestar
hinar frumstæðustu þjóðir telja
á fingrum sér, svo sem sumir með
menningarþjóðum, gera reyndar
enn í dag. Meðal flestra frum-
stæðra þjóða kunna menn þó að
telja upp í 10 eða fingur beggja
handa og margir upp í 20 eða
fingur og tær. Meðal veiðimanna-
þjóða komast menn oft ekki
hærra. Hirðingjaþjóðir, sem eiga
fjölda búfjár, geta oftast talið
upp í nokkur hundruð og telja
þeir oftast á þann hátt, að þeir
skera skorur í langa stafi eða
binda hnúta á snæri. En þegar
hjá þessum frumstæðu þjóðum
eru tölur settar í samband við
trú og töfra og þessi forna talna-
trú hefur reynzt furðulega líf-
seig. Mjög snemma verða ákveðn-
ar tölur helgitölur, og er ekki
alltaf auðVelt að sjá, hvað valdið
hefur helgi þeirra í öndverðu.
Talan þrír er háheilög með
mörgum þjóðum. í mörgum trú-
arbrögðum eru aðalguðirnir þrír,
og er þá oft talið náið samband
milli þeirra, svo að þeir mynda
þrenningu. Með fornþjóðum, t.d.
Grikkjum, voru þríforkur og þrí-
fættur stóll helgitákn. Örlagadís-
irnar voru taldar þrjár, bæði hjá
Grikkjum og norrænum þjóðum
(Urður, Verðandi og Skuld),
sömuleiðis þokkadísir Grikkja.
Frá trúarbrögðunum hefur talan
þrír smogið inn á mörg önnur
svið. í þjóðsögnum margra þjóða
er mjög algengt, að bræður eða
systur séu 3, t.d. sem, Kan, Jafet
eða Gísli, Eiríkur, Helgi, eða þá
Asa, Signý, Helga. Af fornri helgi
tölunnar eru eir^nig sprottnar
þrenningar eins og trú, von og
kærleikur, eða frelsi, jafnrétti
og bræðralag o.s.frv. Fjölmargir,
siðir, sem tíðkast enn í dag, eru
rimnir af þessari helgi. Svo er
t.d. um þá siðvenju að drepa þrjú
högg á dyr. Ef drepið er aðeins
eitt högg á dyrnar er annaðhvort
á ferðinni dóni, sem enga manna-
siði kann eða þá draugur. Sama
er að segja um þann sið að telja
upp í þrjá við hamarshögg á upp-
boðum eða við kapphlaup, hafa
Krossgáta
Mánudagsblaðsins
1 y 2 3 •*
i
10 ■
lh
n ]
U ‘9 Zo
2h 2}
21* 2i
29
Lárétt: 1 heyskap 5 álitinn 8 skák 9 hjartabilun 10 álegg 11 eld-
stæði 12 barst með vindinum 14 málmur 15 blóm 18 atviksorð 20
sjór 21 beiti 22 nag 24 hetjur 26 sláturkeppur 28 farið á sjó 29 sak-
aruppgjöf 30 skel
Lóðrétt: 1 fyrirtækið 2 skrár 3 endurtekið 4 upphafsstafir 5 lýsir
6 guð 7 hlýðni 9 grjót 13 söngfélag 16 úr timbri 17 forðabúr 19 fóður
21 gatið 23 drottinn 25 friða 27 upphafsstafir
þrjár umræður á þingi, þrjár lýs-
ingar með hjónaefnum, veita
þrenn verðlaun o.s.frv.
Það er engan veginn ljóst,
hvernig á því stendur, að 3 hafa
orðið svo háheilög tala, en marg-
ar getgátur hafa komið fram.
Ein er sú, að í fyrndinni hafi
frumstæðar þjóðir ekki kunnað
að telja nema upp í þrjá og því
hafi talan orðið heilög. Þetta er
heldur ótrúlegt, nú á dögum er
engin þjóð svo aum, að hún kunni
ekki að telja fingur annarrar
handar. Öllu sennilegri er sú
getgáta, að talan sé táknmynd
af fjölskyldu, föður, móður og
barni. Margar guðaþrenningarn-
ar eru af þessu tagi, svo sem
Ósíris, ísis og Hórus o.s.frv. Sums
staðar verða 3 tákn afbrýðisem-
innar, en ástamálin eru oft spenn-
andi, þegar þrjár persónur eru
á sviðinu. Talan er einnig tákn
fullkomnunar, allt er þegar
þrennt er. Hvað sem þessu öllu
líður, ristir trúin á töluna 3 mjög
djúpt.
Fjórir eru víða mjög svo
heilög tala, þó að helgi hennar
jafnist varla á við helgina á 3.
Oftast eru höfuðskepnur tald-
ar fjórar, sömuleiðis fjórar árs-
tíðir og víðast einnig fjórar höf-
uðáttir. Yngri fyrirbæri, eins og
fjórar sortir í spilum, eru að lík-
indum frá þessu runnin.
Skýringarnar á helgi tölunnar
4 eru talsvert á reiki. Ein algeng-
asta skýringin er sú, að hún tákni
fjóra útlimi manna og dýra. Aðr-
ir telja hana tákna fjögur horn
ferhyrnings, fjórar álmur krossa
o.s.frv.
Fimm er heilög tala með
ýmsum þjóðum, einkum frum-
stæðum veiðimannaþjóðum, sem
sumar hverjar geta ekki talið
hærra. Enginn vafi er á því, að
hún táknar tölu fingra annarrar
handar. Nokkur helgi er á henni
með sumum menningarþjóðum,
t.d. er hin fimmhyrnda stjarna
mikilvægt helgitákn, með ýmsum
Semítum. Ef til vill er fimmtar-
þraut Grikkja hinna fornu
sprottin af helgi tölunnar.
Meðal margra þjóða eru 7
hin helgasta allra talna. Mest ber
á þessari helgi meðal hinna fornu
menningarþjóða i Asíu, ekki sízt
Gyðinga. Helgi tölunnar birtist í
óteljandi myndum. Þannig eru 7
dagar í viku og himnarnir voru
taldir sjö, samanber að vera í
sjöunda himni. 7 voru orð Krists
á krossinum, 7 bænir í faðirvor-
inu, 7 eru sakramenti kaþólskra
manna. í ævintýrasögum er iðu-
ulega talað um 7 bræður og 7
systur, og kemur það þegar fyrir
í eldgömlum grískum sögnum,
svo sem Þesevssögninni.
Margir ætla, að helgi tölunnar
sólkerfisins eins og menn þekktu
það í fornöld (sól, tungl, og fimm
7 standi í sambandi við kvartila-
skipti tunglsins. Þó eru einnig
til aðrar skýringar á þessu. Sum-
ir halda, að talan sé táknmynd
Famhald á 7. síðu.