Mánudagsblaðið - 14.10.1957, Side 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 14. október 1957
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausasölu.
Afgreiðsla: Tjarnarg. 39 — Sími ritstj. 1349S.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Lætur ríkisst jómín bankana hamstra
gjaldeyri?
Lúðvík Jcsefsson viðskiptamálaráðherra fullyrðir dag
eftir dag í greinum í „Þjóðviljanum“, að nægur gjaldeyrir
sé fyrir hendi. Niður í bönkum stendur hinsvegar daglega
endalaus biðröð umsækjenda um gjaldeyri til kaupa á meira
ceg minna nauðsynlegum vörum, sem allir fá þau dapurlegu
tilsvör, að enginn gjaldeyrir sé til.
Jónas frá Hrifla
Þá hló konungur
Alkunnugt er, að ríkis-
stjórnin hefur í undirbúningi
löggjöf um stórfellda gengis-
fellingu og samfara henni
munu auðvitað allar eriendar
skuldir hækka að sama skapi.
Grunur leikur nú á að ríkis-
stjórnin láti bankana hamstra
gjaldeyri til þess að forða
þeim og öðrum, sem ríkis-
stjórnin heldur verndarvæng
yfir, frá skakkaföllum vegna
gengisfellingarinnar. 1 sama
mund lætur ríkisstjórnin sér
í léttu rúmi liggja þótt brýn-
ar nauðsynjar skorti, bygg-
ingarframkvæmdir stöðvist
og fjöldi einstaklinga, fyrir-
tækja og bæjarfélaga séu
látnir stofna til skulda erlend
is til þess að halda atvinnu-
lífinu gangandi og þótt þessir
sömu aðiljar muni gjalda mik
ið afhroð ef til gengisfelling-
ar kemur.
ÍSLENZKT KVIKMYNDAVEIt
Framhald af 1. síðu
steinn kvikmynd af þeim —
blaðamönnum að óvörum —
og síðan sýndu þeir þeim
myndina. Sýnir þetta hve
fljótt hinar nýju vélar, sem
fyrirtækið hefur keypt, vinna
og má fullyrða að mörg fyrir
tæki og einstaklingar muni
notfæra sér þjónustu þeirra í
framtíðinni.
Ný verið kom stórgáfaður
og ihámenntaður konungur í
listasafn þjóoar sem var að
byrja búskap en vildi sýna
tignum gesti hvað hún ætti
bezt. Leiðsögumenn sýndu
þjóðhöfðingjanum fyrst sí-
gild verk. Konungur athugaði
þau með gaumgæfni og rétt-
mætri viðurkenningu. Þá var
honum fylgt í þá álmu húss-
ins sem var full af myndum
20 klessumálara. Þá hló kon-
ungur. Honum ofbauð sam-
safn allra vantandi hæfileika.
Þar voru til sýnis verk eftir
ógreinda menn, ólistræna
menn, fákæna og fákunnandi,
en þó hortuga og yfirlætis-
fulla í sínum vanmætti. Senni
lega hefur hinum vitra kon-
ungi þótt furðulegast að trún
aðarmenn heillar þjóðar
skyldu hafa byrjendaviðleitni
illa menntra viðvaninga til
sýnis á almannafæri.
Þetta sögulega atvik hefði
getað komið fyrir í Reykja-
vík. Hér er svokallað lista-
safn. Þar er í miðju húsi fá-
einar myndir eftir aldamóta-
snillinga þjóðarinnar, en til
beggja hliða eru í tugatali ís-
lenzkar og erlendar klessu-
myndir. Einstaka erlendir
menn hafa gefið safninu gjaf
ir. Sumt af því er gott, en
mest allar gjafirnar eru fram
reiddar til að fá íslenzkan
kross en eru ekki safnhæfár.
Menntamálaráð ræður yfir
þessu safni. Allir nefndar-
menn viðurkenna að safnið
sé í ófremdarástandi og
kenna fyrri nefnd um sök-
ina. Hin nýja stjórn safnsins
segist ætla að gera safnið boð
legt þjóðinni og gestum henn
ar. Til þess þarf að taka úr
umferð allar klessumyndirn-
ar og allmikið af gjafamál-
verkum. Síðan þarf að sópa
úr ráðherrabústaðnum stjórn
arráðinu og frá Bessastöðum
öllum sígildum verkum sem
þar eru geymd fyrir Ustasaf n-
ið og þjóðina. Ennfremur er
geymt í safnhúsinu mikið af
verðmætum myndum sem rík
ið á en hefur verið haldið í
stofufangelsi árum saman
eins og þetta væru frelsisvin-
ir austan tjalds. Birtan í hhð-
arherbergjum safnsins er
mjög slæm, enda eyðir glugga
rýmið mestöllum veggfleti
þeirra herbergja, sem horfa
móti austri og vestri. Þeim
gluggum ætti að loka með
Ijósþéttum plötum og nota í
þeirra stað þá tegund rafljósa
sem erlendis eru höfð í lista-
söfnum. Með þessum hætti
mætti margfalda sýningar-
rúmið. Fólk á Islandi getur
í þessu efni setið við sama
borð og RockefeUer reiðir
vöru sína í listasafni í New
Yorkborgar.
Lástasafn landsins er til
minnkunnar þjóðinni og ís-
Ienzkri list eins og nú er frá
því gengið. Það er í núverandi
mynd aðhlátursefni jafnt vel
vitborinna konunga og þegna.
Tveir listamenn Sigurður
Guðmundsson og Þórarinn
Þorláksson sæta þar sæmi-
legri meðferð. Einar Jónsson
fyrirfinnst ekki. Þar eru fá-
einar en miður vel valdar
myndir eftir Ásgrím, Kjarval
og' Jón Stefánsson. Lítið
keypt og af handahófi eftir
Ásgeir, Barböru, Eggert,
Finn, Guðmund, Jón Engil-
berts, Jón Þorleifsson, Magn-
Framhald á 8 síðu.
IS-DRYKKIR
IS-RÉTTIR
HAMBORGARAR
SKINKA OG EGG
HEITAR PYLSUR
MJÖLK
KAFFI
ÖL, GOSDRYKKIR
SÆLGÆTI
TÖBAKSVÖRUR
O.FL.
ÍSBORG - Aissfurstræfi
„Hver ekur eins ©g Ijon ...
eftir 23. desember í FIAT-bílnum
sem er aðalvinningur í Happdrætti Þjóðviljans
12 vinningar era í
Happdrætti Þjóðviljans 1357
1 Fíat-bifreið, 5 manna — 85.000
2 Útvarpsfónn, Philips — 25.200
3— 8 Segulbandstæki — 30.000
9—12 Ferðaútvarpstæki — 10.000
Samtals kr. 150.800
Happdrœfti
Þjóðvil jans
1957
Miðinn kostar 10.00 krónur. Dregið 23. desember n.k. — Verðlaunakrossgáta fylgir hverri blokk. Verðlaun samtals kr. 2000,
Afgreiðsla happdrættisins er á Skólavörðustíg 19 — Dragið ekki að kaupa miða í von um góðan vinning,