Mánudagsblaðið - 14.10.1957, Page 5
Mánudagur 14. október 1957
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Piwwwira i
(Framhald) .
i Hægt er að leggja spilin á
ýmsa vegu, og munum vér sýna
þá alla, svo að lesendur geti valið
úr.
’ Stokkið spilin og dragið eða
látið draga (eftir því hvort þér
eruð að spá fyrir sjálfan yður
eða annan), og gætið sérstaklega
að nota vinstri hendi. Að því
búnu skuluð þér snúa þeim við
þremur saman í einu og í hvert
skipti, sem þér fáið tvö samlit
spil af þessum þremur — t. d.
tvö hjörtu, tvo tígla o. s. frv.
.•— þá dragið þér hærra spilið úr
og leggið á borðið fyrir íraman
yður Enda þótt þessi þrjú spil
,séu öll í sama lit, þá á samt að-
eins að draga hæsta spilið úr; en
ef þau eru öll þrjú jafnhá, en í
mismunandi litum, t. d. þrír kóng
ar o. s. frv., þá skal taka öll írá
Gerum ráð fyrir að með þessu
móti hafi yður tekizt að velja
sex úr; þá eru 26 eftir, sem þér
stokkið á ný og snúið síðan við,
þremur saman, eftir sömu aðferð
og áður, þangað til þér hafi fengi
annaðhvort þrettán, fimmtán eða
sautján spil. Munið, að talan verð
ur alltaf að vera oddatala, og að
spilið, sem táknar persónuna sem
spáð er fyrir, verður að vera eitt
af þeim. Jafnvel þó búið sé að fá
þessi þrettán, fimmtán eða sautj-
án spil; sem krafizt er, en þetta
eina hefur ekki enn komið fram,
þá verður að byrja alveg á nýan
leik.
Byrjið því fyrSt á því að á-
kveða spilið, sem táknar yður
sjálfan, ef þér eruð að reyna fyr-
ir sjálfan yður, en að öðrum
kosti þá persónu, sem spáð er
fyrir. En þá verður að muna, að
spilið verður að vera í samræmi
yið yfirlit þess, sem spáð er fyrir
— tígulkóngur eða -drottning
fyrir mjög ljósan mann eða
konu, hjartakóngur eða -drottn-
ing fyrir öllu dekkri persónu,
lauf fyrir ennþá dekkri persónu,
og spaði aðeins fyrir allra
dekksta lit. Spilið, sem valið er,
missir líka alla aðra merkingu en
þá að vera fulltrúi Ijós- eða dökk
hærðrar persónu eftir sem við á.
stendur.
Við skulum nú gera ráð fyrir,
að spáð sé fyxir konu, sem tákn-
uð er með hjartadrottningu, og
að fimmtán spil hafi verið feng-
in og lögð á borðið — í hálfhring
— í sömu röð og þau voru dregin,
nl. laufasjöið, tígultían, hjarta-
sjöið, laufagosi, tígulkóngur, tíg-
ulnían. hjartatían, spaðadrottn-
ing, hjartaáttan, tígulgosinn,
hjartadrottning, laufanían, spaða
sjöið, laufaásinn ,og spaðaáttan.
Þegar þér hafið athugað spilin,
sjáið þér, að meðal þeirra eru
tvær drottningar, tveir gosar,
tvær tíur, þrjú sjö, tvær áttur og
tvær níur; þér getið því tilkynnt:
„Drottningarnar tvær fyrir fram-
an yður tákna endurfund vina;
gosamir tveir ,að það sé verið að
koma af stað misklíð milli þeirra.
Þessar tvær tíur merkja, að þér
skiptið um atvinnu, en ég sé það
á því, að önnur þeirra hefur sjö
tii hvorrar handar, að það verður
ekki án erfiðleika •— og þeir
stafa af yeikindum eftir því sem
þessi þrjú sjö segja. Hins vegar
lofa þessar tvær níur einhverjum
smáábata, sem stafar — samkv.
þessum tveimur áttum — frá ást
arævintýri/1 ‘
Þér byrjið nú á því að telja
sjö spil frá hægri til vinstri og
byrjið á hjartadrottningunni,
sem táknaf konuna, sem spáð er
fyrir. Nú er þá sjöunda spilið tíg-
ulkóngur og yður er óhætt að
segja:
„Þér hugsið oft um einhvern
heldri mann, ljóshærðan.“
Næsta sjöunda spilið(talið frá
tígulkóngnum) reynist vera tígul
ásinn; þér bætið við: —
Þér heyrið frá honum einhverj
ar gleðilegár fréttir; en auk þess
hyggst hann gefa yður gjöf.“
Teljið nú frá tígulási og verð-
ur þá sjöunda spilið spaðadrottn-
ingin, og þér haldið áfram:
„Ekkja ein er að reyna að spilla
fyrir yður, einmitt af þessum
sökum", og (því sjöunda spil frá
spaðadrottningunni er tígultían)
„ónæði það, sem hún veldur yð-
ur, mun neyða yður annaðhvort
til að takast á hendur ferðalag
eða hafa bústaðaskipti, en“
(vegna þess að þesi tígultía er
milli tveggja sjö-a) „ferðalag
yðar eða flutningur verður fyrir
ýmsum hindrunum.“
Er þér nú haldið áfram að telja,
þá verður næst hjartadrottningin
(þ. e. persónan sjálf) á vegi yðar
sem sjöunda spil frá tígultíunni
að telja. þá getið þér slegið botn-
inn í með því að segja:
„En þessar hindranir munuð
þér yfirstíga sjálf án þess að
þurfa á utanaðkomandi hjálp að
halda.“
Takið nú tvö yztu spilin sitt
hvoru megin í hálfhringnum, en
Spáð
í spil
þau eru spaðaáttan og laufasjöið,
leggið þau saman, og haldið síðan
áfram:
„Veikindi verða til þess að þér
fáið smápeningaupphæð."
Endurtakið sömu aðferð og þér
fáið laufásinn og tígultíuna.
„Góðar fréttir, sem verða til
þess, að þér takizt á liendur ferð,
sem hefur mikla hamingju í för
með sér, auk þes sem yður á-
skotnast peningaupphæð.“
Næstu spil sameina spaðasjöið
og hjartasjöið:
„Ró og fegurð, síðan nokkrar
áhyggjur, en fljótlega þar á eftir
ást og hamingja.“
Síðan koma laufnía og laufa-
gosi, sem boða:
„Yður áskotnast áreiðanlega
peningar fyrir tilstuðlan dökk-
hærðs og gáfaðs ungs manns —
hjartadrottningin og tígulkóngur
— en peningarnir koma frá
heldri manninum ljóshærða;
þessi fundur boðar mikla ham-
ingju fyrir yður og fyllingu allra
vona. Tígulgosi og hjartatía: en
þetta ánægjulega hlutskipti
dregst þó um stund fyrir tilstuðl-
an ljóshærðs ungs manns, sem er
frægur af flestu öðru en nær-
gætni; hjartaátta og hjatatía ■—
ást, gleði og sigur. Spaðadrottn-
ingin, sem ein er eftir, er ekkj-
an, sem er að reyna að skaða
yður, en er yfirgefin af öllum vin
um sínum.“
Takið nú saman spilin, sem þér
hafið verið að nota, stokkið þau,
dgagið með vinstjri hendi, og
skiptið þeim síðan í þrjá hluta
með því að gefa eitt spil til
vinstri, annað í miðið og þriðja
til hægri. Fjórða spilið er lagt til
hliðar og það spil er síðan notað
til að „koma á óvart“.
„Nú „gefið“ þér spilin í hina
þrjá staðina, þangað til stokkur-
inn er búinn ,og þá kemur í ljós
að í búnkanum til vinstri og í
miði ðeru fimm spil í hvorum, en
í þeim til hægri eru aðeins fjög-
ur.
Biðið nú persónuna, sem þér
eruð að spá fyrir, að velja sér
einn búnkann og gerum ráð fyr-
ir, að það verði miðbúnkinn, en í
honum séu þessi spil: tígulgosi,
tígulkóngur, spaðasjö, spaða-
drottning og laufsjö. Nú ætti
ekki að vera mikill vandi fyrir
yður eftir þann fróðleik, sem vér
höfum miðlað yður um gildi
hinna einstöku spila, bæði einna
sér og í sambandi við önnur, að
túlka það, sem í spilunum stend-
ur:
„Tígulgosi — ljóshærður, ung-
ur maður, sem skortir nærgætni,
reynir að skaða — tígulkóng- —
ljóshærðan heldri mann — spaða
sjö — og heppnast að valda hon-
um nokkru ónæði — spaðadrottn-
ing — fyrir tilstilli illgjarnrar
konu — laufsjö — en málinu er
auðveldlega bjargað með smá-
vægilegum fjárútlátum."
Takið síðan upp vinstri hand-
ar pakkann, sem er fyrir „spá-
manninn“ sjálfan — því hinn
fyrri var fyrir þá sem spáð er
fyrir. Gerum ráð fyrir að í hon-
um séu hjartadrottning, laufa-
gosi, hjartaátta, tígulnía og lauf-
ás. Þá lesum við:
„Hjartadrottning — sem er sú
spáð er fyrir, er eða mun bráð-
lega verða í húsi — laufgosi —
þar sem hún hittir dökkhærðan
ungan mann, sem — hjartanía —
biður hana fyrir alla muni að
hjálpa sér að ná ástum ljóshærðr
ar stúlku — tigulnía — því hann
hafi orðið fyrir töfum og von-
brigðum — laufaás — en þá fær
hann bréf, þar sem honum er
tjáð, að hann hafi eignazt pen-
inga, og eru þá allir erfiðleikar
úr sögunni."
Þriðji búnkinn er „fyrir þá, sem
áttu ekki von á því“ og í honum
eru fjögur spil, segjum t. d-
Framhald á 8 síðu.
Krossgáta i
Mánudagsblaðsins
SKÝKINGAK:
Láré'fct: 1 Hús 5 Jarðeldar 8 Kvenmannsnafn 9 Bitling-
ur 10 Skipasmiður 11 Heppni 12 Rannsóknarskip (danskt)
14 Hvíla 15 Suða 18 Fyrrverandi ráðherra 20 Fara á sjá
21 Friður 22 Hás 24 Á fiskum 26 Hríðarveðrið 28 Skálda 29
Á fuglum 30 Smámynt.
Lóðrétfc: 1 Fer með pósti 2 Krakka 3 Fiskinn 4 Tónn 5
Borg á Italíu 6 Upphafsstafir 7 Velti 9 Orusta 13 Fleyta
16 Létust 17 hjá fjósum 19 Eldi 21 Hröktu 23. Veiðisvæði
25 Föl 27 Ósamstæðir.
Ráðning á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 Ilmur 5 Kol 8 Lóað 9 Róla 10 Lán 11 Raf 12
12 Unna 14 Kák 15 Ilmar 18 ÁS 20 Tár 22 Ver 24 Rammi
26 Elur 28 Raup 29 Rámur 30 LRT.
Lóðrétt: 1. Illugaver 2 Lóan 3 Manni 4 Uð 5 Kofar
6 Ó1 7 Las ‘ Rakarar 13 Alt 16 Mar 17 Skipt 19 Sela 21
Ámur 23 Rúm 25 Mal 27 Ru. ,