Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.10.1957, Qupperneq 7

Mánudagsblaðið - 14.10.1957, Qupperneq 7
Mánudagur 14. október 1957 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 7 Framhald af 3. síðu. langar leiðir og náðu hámarki, þegar bamið var faett. Aumingja sængurkonurnar urðu að taka þessu með þolinmæði eins og sjálfsögðum hlut. íbúar Hawai brugðust illa við, þegar amerísk- ir púritanar fóru að reyna að af- nema þessa þjóðlegu skemmíun, en nú mun hún þó úr sögunni. Á melanesisku eyjunum tíðkast þetta fullum fetum enn í dag, og stundum er hvítum ferðalöng- um boðið á þessar skémmtanir. Opinberar fæðingar þekkjast víðar en hjá villimönnum. I Miklagarði var sá siður, að keis- aradrottningarnar fæddu börn sín í sérstöku herbergi, purpura- salnum, að viðstöddum æðstu mönnum ríkisstjórnar og hirðar. Sá, sem ekki hafði fæðzt á þenn- an hátt, þótti ekki réttborinn til keisaratignar. Svipaðar venjur þekktust áður fyrr við fleiri hirð- ir í Evrópu. Eiginlegar fæðingarlækningar hófust hjá mehningarþjóðúm fornaldar, Egyptum, Indverjum, Gyðingum og Grikkjum. Hjá þeif varð til sérstök stétt ljós- mæðra, sem oft kunnu sitt fag og gerðu fleira en að syngja töfra- þulu.r eða lokka hið ófædda barn með loforðum eða ógna því. Prest ar þessara fornaldarþjóða kunnu líka ýmislegt fyrir sér í læknis- fræði. Þó að lækningar væru enn samfléttaðar alls konar töfratrú þar einnig farið að byggja á reynslunni og hugsa rökrænna en áður. Hjá þessum fornu þjóðum var tekinn í notkun fæðingarstóll- inn, sérstaklega gerður til að láta konur ala börn sín í honum. Þessir stólar tíðkuðust svo langt fram eftir öldum. Fæðingarlækningar tóku geysi miklum framförum í Alexandríu á síðustu öldunum fyrir Krists burð. Þar komust þær algerlega á veraldrænan og rökrænan grundvöll, en allri hinni fornu hjátrú var varpað fyrir borð. Læknarnir í Alxexandríu gerðu keisaraslturði, en oftast eða allt- af til að bjarga barninu, eftir að móðirin var látin. Það er út- breiddur misskilningur, að keis- araskurður dragi nafn sitt af Júlíusi Cæsar ,en því var lengi trúað, að hann hefði homið í heiminn á þann hátt. Skýring orðsins er ekki örugg. Sumir halda, að það sé dregið af caes- ura (skurður) og orðið keisara- skurður sé því upptugga (tauto- logi) líkt og halarófa. Aðrir halda, að það sé dregið af lex Cesare, keisaralegri tilskipun í Róm um þetta efni. Á miðöldum hrakaði allri lækn islist stórkostlega, og þetta á ekki hvað sízt við um fæðingar- lækningar. Þá dó mikill fjöldi kvenna af barnförum. Þá var sú skoðun ríkjandi, að harmkvæli kvenna, sem fæddu börn, væru þeim rétt mátuleg, þær væru með þessu að súpa seyðið af af- broti Evu, formóður sinnar, þeg- i ar hún tók eplið. Á 16. öld fóru fæðingarlækn- ingar að taka framförum á ný. Þá voru það í mörgum löndum rakarar eða bartskerar sem á- samt ljósmæðrum höfðu það hlut verk að taka á móti börnum. En sumir þeirra vissu talsvert fyrir sér. Langmestar urðu framfarir í fæðingarlækningum á 19. öld, eítir að sótthreinsun kom til sög- unnar. Þá fyrst hætti það að vera stórkostleg lífshætta fyrir hverja konu að ala börn. Kreinsunarathafnir Hjá mörgum þjóðum eru kon- ur taldar óhreinar eða tabú fyrst eftir að þær hafa alið börn. Því verður að hreinsa þær með alls konar göldrUm og séremoníum. Þessar hreinsanir gátu tekið á sig form hreinna pyndinga. I Síam tíðkaðist lengi sá siður, að kona, sem fætt hafði barn varð að liggja á milh tveggja elda, stund- 1 um -svo, að lrún brenndist til ó- bóta. Eftir fæðingu fyrsta barns ' Siri^ vakð hý.n . að .ljggja þannig í 30 daga, en síðan í ,3 daga eftir hverja fapðingu. Enginn.vafi, er talinn á því, að sá kristilegi sið- ur að leiða kpin!Ub-,Ár,kÍrkju--eigi rætur sínar að rekja íil ramm- heiðinna hreinsunarathafna. a Einn hinn fáránlegasti af bllum þeim undarlegu siðum, sem mannfólkið hefur tekið upp á, er það, sem nefnt er franska orðinu couvade. Hann er í því fólginn, að faðir barnsins, en ekki móðir- in, leggst á sæng. Móðirin fer strax að sinna sínum venjulegu störfum, en faðirinn leggst í rúm io og ber sig oft aumlega. Þykir vel hlýða, að hann hljóði og gráti. Hann liggur oftast í rúm- inu 10—14 daga, og þann tíma má hann ekki neyta nema .álcveðinna fæðutegunda, ef hann brýtur það tabú,‘er hætta á, að barnið veik- ist eða deyi. Couvadesiðurinn þekkist víða um heim. Enn í dag er hann ekki horfinn meðal Baska á Spáni, og til skamms tíma eimdi eftir af honum í Eist- landi. Hann er algengur á stórum svæðum í Suður-Ameríku meðal Indíána, og hann tíðkast allvíða í Asíu og Afríku. Ýmsir íorriald- arrithöfundar geta um þennan sið, og segja að hann tíðkist á Spáni og á Korsíku. Marco Polo rakst á þetta í Túrkestan. Margt er á huldu um uppruna þessarar undarlegu venju, en hún stendur eflaust í sambandi við trúna á leyndardómsfullt samband milli föður og barns. Hún er skyld þeim siðum, að föðurnum beri að taka á móti nýfæddu barni sínu með viðhöfn eða helgiathöfnum. Hjá Rómverjum var sá siður, að faðirinn tók nýfætt barn sitt af gólfi og lyfti því þrisvar yfir höfuð sér og viðurkenndi með því faðernið. Allvíða er líka til sú trú, að maður, sem á þungaða konu, beri þess ýmis merki. Það geti jafnvel haft áhrif á útht hans og-;hgilSU. í sveituriurh í East Anglía í Englandi er sú trú til enn í dag, að manni, ‘sfem • á fearn í voriitm,' hætti mjÖg til a&' íá tanhþínu, þessi kvjilli ásæki Wáriri rnjö^ - allan meðgöngutímann. Þessi þtyóðtrú var 'tekin svo alvarlega á þessum slóðum, að svo seint sem 1863 var barn dæmt á mann á slíkum foi’sendum. Vinnukona ein hafði átt vingott við tvo sveitapilta um lík't leyti og treyst ist ekki til að kveða upp úr um það, hvor þeirra mundi vera fað- ir barns þess, sem hún fæddi. En dómaririn var ekki í vandræðum. Hann náði í vitni, sem báru það, að annar piltanna hefði löngum verið illa haldinn af tannpínu á meðan stúlkan gekk með- barnið. Hinn gat sannað, að hann hafði ekki fundið til neins slíks. Þá þurfti ekki framar vitnanna við, ,og barnið var dæmt á tannpínu- .manninn. Ekki fara þó sögur af því, að óttinn við tannpínuna hafði gert karlmenn í East Anglía neitt siðsamári í ástamálum en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Ólafur Hansson. SIVERT LANGAB YÐUK? FeM'ði&foéh OitíjiÞFS FINNIÐ ÞÉE FERÐ VH) YÐAK HÆFI BÖKIN ER ÖKEYPIS, skrifið, hringið eða komið. 0RL0F H.F. Aiþjóðleg ferðaskrifstofa Sími 82265-6-7 er seli s effiríölto &mi Skálholt, Þórsgötu 29 Víðir Fjölnisvegi 2 Vitabar Leifsgata 4, tóbalís- og sælgætisverzlun Greiðasðlusfaðin Stefánskaffi, Bergstaðastræti Gosi, veitingastofa, Skólav.st. og Bergst,str. Óðinsgata 5 Þórsbúð, Þórsgötu 14 Barónsstíg 27, veitingastofa Frakkastíg 16 Hafliðabúg, Njálsgötu 1. Njálsgata 49 Florida, veitingastofa, Hverfisgötu Stjörnukaffi, Hverfisgötu Hvérfisgata 71 Þfostur, Hverfisgötu Sölutuminn, Hlemmtorgi Adlon, Laugavegi 126 Sælgætisverzlun, Sundlaugavegi 12 Turninn, Langbolisvegi Turninn, Kéttarhoiísvegi Hlíðarbakarí Krónan, Mávahlið Tóbaks og sælgætisverzlun, Laugvegí 80 Vöggur, veitingastofa, Laugavegi Tóbak og sælgæti, Laugavégi 34 Adlon, Laugavegi 11 Laugavegur 8 Sælgætisveralu, Lauganesvegi 53 Pylsubarinn, Austurstræti HressingarskáUan Tuminn, Hverfisgötu Tumiim, Lækjartorgi Tuminn, Kirkjustræti Adlon, Aðalstræti Aladin, konfektbúð, Vesturgötu Fjóla, veitingastofa, Vesturgötn Vesturgata 53, veitingastofa West-End, veitingastofa Straumnes, veitingastofa, Nesvegi Bræðraborgarstig 29. VerzEanlr: Bókaverzlun Braga Brynjólfssonar Bókaverzlun Isafoldar Bókaverzlun Lárúsar Blöndal Bókaverzlun, Eynmndson. Blaðatum, Eymundsson Tóbaksbúðin, Kolasundi Fossvogsskýlið Kópavogsskýlið Kafnarfjörður: Sælgætisverzlunin Strandgötn 33 Biðskýli ílafnárfjarðat Bókabúð Böðvars Mánabar

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.