Mánudagsblaðið - 16.06.1958, Síða 2
2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
. Mánudagur 16. júní 1953
Ólafur Hansson, mennfaskólakennari:
(Framhald).
SiSmennfaóar mannætjir
Yið erum fljót á okkur að for-
dæma mannát frumstæðra þjóða
sem viðbjóðslega villimennsku —
og erum sannfærð um, að slík
andstyggð geti aldrei komið fyr-
ir menntaða menn af hvíta kyn-
stofninum. En þessu eru ekki
svo fá dæmi, að hvítir menn á
síðustu tímum hafi lagt sér
mannakjöt til munns. Auðvitað
hefui' þetta ekki gerzt undir
venjulegum kringumstæðum,
heldur hafa ménnirnir verið
orðnir vitstola af sulti. Það er
opinbert leyndarmál, að í heim-
-skautaieiðangri Greelys áárunum
eftir 1880 átu leiðangursmenn lík
dauðra félaga sinna til að forða
sér frá hungurdauða. Og svipað-
ir atburðir gerðust í fangabúðum
nazista í Þýzkalandi, þar sem
hungrið felldi fangana þúsundum
saman. Sumir fanganna fóru að
féggja sér til munns lík samfang-
anna. Að vísu höfðu þeir flestir
dáið úr hungri, svo að varla var
holadróg eftir á líkunum, en
mannætur 20. aldar skáru hjörtu
og nýru úr og átu. Þeir fangar
sem gátu fengið sig til þessa lifðu
flestir fangavistina af, eða sú var
raunin í Belsen, að því er brezkir
fréttamenn sögðu. Og við, sem
aldrei höfum lifað neinar slíkar
hörmungar, höfum engan rétt til
að áfellast fangana, sem horfðust
í augu við dauðann, hamstola af
sulti. Hver er kominn til að
segja, hvað við hefðum gert í
þeirra sporum?
Haysaveiðar
Annar frumstæður siður, sem
Evrópumönnum hefur oft orðið
starsýnt á, ekki síður en mann-
átið eru hausaveiðarnar. Þær
tíðkast víðsvegar um heim. Þekkt
ustu hausaveiðasvæðin eru Aust-
ur-Indíur, einkum Borneo, og
Suður-Ameríka. En auk þess eru
þær algengar á hinum vestlægari
Suðurhafseyjum og þekkjast
fcæði í Mið-Afríku, á Malakka-
•skaga og meðal frumstæðra þjóð
flokka í hinum afskekktari hér-
uðum Indlands.
Meðal hausaveiðara er sá ekki
talinn maður með mönnum, sem
ekki hefur drepið einn eða fleiri
menn og tekið höfuð þeirra. Sá,
sem engum haus hefur náð fær
oft ekki að ganga í hjónaband, og
hann er talinn ófrjór. Á bak við
þetta búa ævafornar frumstæðar
hugmyndir um dularfullt sam-
band milli dauða og kviknunar
nýs lífs, að nýtt líf geti ekki orðið
til, nema annað líf sé slökkt. Með-
al hausaveiðara er því ekki unnt
að halda brúðkaup nema með því
að drepa mann og hafa höfuð
hans á veizluborðinu. Sums stað-
ar í Austur-Indíum er heldur ekki
hægt að skíra barn, nema maður
sé drepinn og haus hans tekinn
af því tilefni. Er þá heili hins
myrta étinn í skírnarveizlunni,
og er það hátíðleg helgiathöfn í
augum hausaveiðara. Alloft er
barnið skírt nafni hins myrta,
sennilega til að blíðka aftui’göngu
hans, svo að hún hugsi síður um
að hefna sín. Hausaveiðarar þurfa
svo oft á mannshöfðum að halda,
að mannfólkinu á þessum svæð-
um mundi verða útrýmt fljótlega,
ef allir þjóðflokkar iðkuðu hausa
veiðar. En í þessum löndum eru
hausaveiðarar yfirleitt mikill
minnihluti íbúanna, þeir búa
dreifðir innan um þjóðflokka,
sem ekki stunda þessa iðju. Hol-
lendingar reyndu stundum að
uppræta hausaveiðarnar á
Borneo með því að refsa þeim,
sem uppvísir urðu að þeim. En
það var eins og að skvetta vatni
á gæs, mennirnir skildu alls ekki,
að þeir hefðu gert neitt illt af
sér, þeir fóru aðeins eftir æva-
fornum venjum þjóðflokks síns.
Meðal hausaveiðara fer stétt og
staða eftir tölu þeirra hausa, sem
maðurinn hefur náð. Klæðnaður
hans fer einnig eftir hausatölunni.
Skipta menn um búning við
hverja fimm hausa. Sums staðar
fá menn aðalstign, er þeir hafa
náð 25 hausum og fá þá glæsileg-
an einkennisbúning. Víða þykir
það hinn mesti fengur að ná í
höfuð hvíts manns, slíkt höfuð er
á við mörg svört eða brún. Á
Salomonseyjum ríkir sú venja, að
sá, sem nær höfði hvíts manns er
þegar tekinn í tölu stórhöfðingja,
enda þótt hann hafi áður verið
þræll. Það er betra fyrir hvíta
menn að vera varir um sig á þess
um slóðum.
Ekki verður því neitað, að
hausaveiðar eru ósköp ógeðsleg
venja. Hausaveiðararnir reyna
oftast að ná höfðum með sem
minnstri fyrirhöfn og áhættu.
Þeir ráðast sjaldan á fullorðna
karlmenn, heldur á konur, böm
og gamalmenni, eða þá þeir læð-
ast í myrkri að sofandi fólki. Ná-
grannar hausaveiðara þora sjaldn
ast að láta börn sín fara út nema
í fylgd fullorðinna karlmanna,
annars er voðinn vís. Og þó segja
þeir sem kynnzt hafa hausaveið-
urum, að þetta sé að mörgu leyti
allra elskulegasta fólk — þegar
þeir eru ekki á hausaveiðum.
Hausarnir, sem hausaveiðarar
afla sér eru oftast þurrkaðir eða
lierrtir í eldi og síðan geymdir
vandlega. Indíánar í Suður-Ame-
riku taka höfuðbeinin úr og
þurrka síðan hausana í eldi, þar
til þeir verða á stærð við manns-
hnefa, en þeir hafa furðanlegt lag
á því að láta arsdlitsd^æ'ttina
halda sér, svo að ménn mundu
þegar í stað þekkja höfuð góð-
kunningja sinna í þessu smækk-
aða formi.
Örsafcir hansaveiða
Eins- og mannátið eru höfða-
veiðar trúarlegs eðlis. Þær eru í
nánu sambandi við frjásémidýrk-
un og fórnarhugmyndir, að blóð'
og dauði séu nauðsynl. til að auka !
frjósemi gróðyrs dýra og manna. |
En auk þess eru þær einnig ef-1
laust sprottnar af fornri helgi
höfuðsins. Víða um heim er höf- j
uðið mikilvægt frjósemifákn.
Sumir ætla, að þetta stafi að ein-
hverju leyti af líkingu höfuðsins
við brumhnapp. Sennilega er
þetta þó öllu meir sprottið af
helgi höfuðsins — tabu — og
biygðunarkenndin er stundum
tengd því öllu meir en kynfær-
unum. Þar þykir það hin mesta
goðgá að hylja ekki höfuðhárið.
Víða gætir þeirrar skoðunar, að
afl búi í hári og skeggi, sbr. sög-
una um Samson sterka í biblí-
unni. Talið er að hárið hafi orðið
frjósemitákn af tveim ástæðum
aðallega. Önnur er líking hársins
við gróandi gras. Hin er sú, hve
mjög' hárvöxtur unglinga eykst á
kynþroskaaldri, menn fara að
setja hárið í samband við frjó-
semi og æxlun. Hausaveiðaþjóð-
irnar eru nær allar frjósemisdýrk
endur. Þessi fáránlegi siður er
ekki annað en frjósemidýrkun og
fórnartrú í grimmilegu formi.
Lengi eimir eftir að hinni
.fornu trú á helgi höfuðsins meðal
ýmissa menningarþjóða, t. d. í
þeirri venju að sverja við höfuð
sitt og ýrnsu fleiru. Talið er að sá
aftökusiður að lialshöggva menn
eigi sér í öndverðu svipaðar ræt-
ur.
Höfuðleðrasöfnun er að upp-
runa náskyld hausaveiðunum.
Hún er sprottin af fórnarhug-
myndum og trúnni á hárið sem
frjósemitákn. Eins og alkunnugt
er var hún mjög útbreidd meðal
Indíána Norður-Ameríku. Þeir
fláðu höfuðleðrið af föllnum ó-
vinum og geymdu það, bæði sem
sigurtákn og frjósemitákn. Svip-
aðir siðir tíðkuðust í fyrndinni
meðal ýmissa herskárra þjóða í
Asíu og Suðaustur-Evrópu, og
stóðu þær greinilega í sambandi
við frjósemidýrkun. Sumar þjóðir
safna tönnum fallinna óvina í
sama tilgangi, en tennur eru
einnig frjósemitákn víða um
heim.
— O — oftast miskunnarlaus og heimta
Trúarbrögðin móta líf og venj-blóð og aftur blóð. Þau endur-
ur frumstæðra þjóða í rniklu rík-spegla hina hörðu lífsbaráttu
ara mæii en við gerum okkurþ.ióða, sem oft eiga í höggi við
venjulega Ijóst. Þau g'egnsýra ná-óblíð náttúruöfl með fátækleg
lega hverja athöfn í lífi þeirra.tæki í höndum. Og í rauninni er
Og trúarbrögðin birtast stundumþað fávíslegt að fyllast hneylcslun
i fáránlegum myndurn, svo semog viðbjóði á trú og menningu
mannáti og hausaveiðum. Þéttaþessara þjóða — jafnvel þótt hún
eru grimmilegar venjur. og' flestlýsi sér í myndum, sem okkur
frumstæð trúarbrögð eru líkaþykja jafn ógeðslegar og mannát
grimmileg og blóði stokkin. Hinog hausaveiðar.
frumstæðu g'oðmögn eru sízt af
öllu mild og mannúðleg, þau eru Ólafur Hansson,
s
NfTT! - NÝTT!
Nýíázku sófaboz’ð,
gf-rð seni hvergi er fáanleg nema hjá okkur.
Somið og sjáið þessi fallegu borð.
Bólsturgerðin hi.
Skiphoiti 19 — Sími 10388.
ptoiáeppain 195
SÍÐAHI HLTJTI
ffer fram íTívoli sunnudaginn 15. júnj
Klukkan 9.
1. Hljómsveit Skafta Ólafssonar leikur.
2. Töfrabrögð: Baldur Georgs.
3. Ðægurlög: Skafti Ölafsson.
4. Úrslitakeppni þeirra fimm þátttakenda,
er flestatkvæði hlutu (baðföt).
5. Hljómsveit Skafta Ólafssonar leikur.
6. Einsöngur: Guðmundur Jónsson óperusöngvari.
7. Skopþáttur: Árni Trvggvason leikari.
8. Verölaunaveitingar. —
„Ungfrú ísland 1958“ krýnd.
9. D-ans til 'kl. 1 eftir miðnætti.
Kyrmir fegurðarsamkeppninnar:
Guömundur Jónsson óperusöngvari.
Fo>rsala aðgöngumiðá verður í Bókaverzlunum
Lárusar Blöndal í Vesturveri og við Skólavörðustíg, r
og í Söluturninum við Arnarhól. Ennfremur verða
aðgöngumiðar seldir í Tívolí frá kl. 1 á
laugardag. Skemmtigarðurinn, ásamt skammti-
tæ&jum, verður opnaður M. 7.
Sfcrætisvagnaferðir verða frá Búnaðarfélagshúsinm
afian tímann.
•Hr' Tryggið ykkur niiða i tíma og forðizt biðraá&r