Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.06.1958, Side 5

Mánudagsblaðið - 16.06.1958, Side 5
Mármdagur 16. júní 1958 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 5 RADDIR LESEHDA Landhelgin Herra ritstjóri. I grein, sem birtist í Mánu- dagsblaðinu þann 9. þ. m. og nefnist ,,Pétur ,,Nelson“ ætl- ar að stríða við Breta“ er gert gys að getu Islendinga til gæzlu fyrirhugaðrar 12 mílna landhelgi. Er helzt á greinar- höfundi að skilja, að þar eð ls- lendingar afi ekki hernaðar- legt bolmagn á við Breta, séu allar bollaleggingar um slíka landhelgi hjóm og vindur og Islendingum til aðhlægis. Nú ríður á að halda saman; feit Björnsterne Björnson skáld, er frelsisbarátta Norð- manna stóð sem hæst, og f ékk þá að svari þessa hæglátu að- vörun: Nú ríður á að 'halda sér saman. Sama máli gegnir hér þessa dagana. Við verðum að standa sem einn maður um ákvörðun ríkisstjórnarinnar, og þótt einhverjir kunni að ef- ast um framgang þessa máls, er það skylda þeirra að vekja ekki opinberar deilur um ráð stafanir Islendinga, hvað þá að draga dár að þeim. Loka orustan í frelsisbar- áttu Islendinga er að hef jast. Fyrr hlutum við stjómmála- legt sjálfstæði með skilnaðin- um við Dani; nú berjumst við fyrir efnahagslegu sjálfstæði, sem án 12 mílna landhelginn- ar verður ekki tryggt. íslend- ingar höfðu ekki hernaðarleg- an styrk á við Dani. Ef til valdbeitingar hefði komið af þeirra hálfu, væri sjálfstætt Island ef til vill aðeins draum- ur. En málstaður íslands var þá sem nú sverð þess, lagaleg ur réttur skjöldurinn. Islend- ingar þarfnast ekki annarra vopna til að tryggja sigur sinn á alþjóðlegum vettvangi. Bretar geta að vísu hótað varðskipum okkar öflugri her skipum. Sú var tíðin, að slík- ar aðferðir voru einkennis- merki og innihald brezkrar ut anríkismálastefnu. En tímarn ir hafa breytzt, og slík fram- koma yrði Bretum sá álits- hnekkir, er aldreí fengizt bætt ur. íslendingar hafa og aldrei iðkað það, að leggjast í duftið fyrir dólgnum. En meðal annarra orða, og vantrúuðu fólki til hughreyst- ingar: Eru Islendingar ekki enn fullgildir þátttakendur í NorðurAtlantshafsbandalag- laginu? Er ekki grundvöllur þess bandalags gagnkvæm vörn við vopnaðri árás? Ef Bretar nota herskip sín gegn Islenzkum varðskipum, hlýtur það að skoðast vopnuð árás á Island. Eg fæ ekki betur séð en að öðrum Norður-Atlants- hafsbandalagsþjóðum beri sið ferðileg og samningsleg skylda til að snúast þá gegn Bretum. Þá reynir á orðheldni þessara þjóða og hver alvara var með stofnun bandalags- ins. Að óreyndu skal því ekki trúað, að þær þjóðir ómerki samninga sína, heit og heiður til styrktar brezku útgerðar- valdi. Nelson var djarfur og dáð- ur flotafonngi. „Nelson“ er einnig þekkt þrælatak í fjöl- bragðaglímu. Það er engum íslending skömm að því að vera kenndur við hinn brezka flotaforingja, þegar brezka stjórnin gleymir því, sem hann barðist fyrir, og kennir sig við glímutakið. Ólafur H. Ólafsson. MJÖLK KAFFI ÖL, GOSDRYKKER SÆLGÆTl TÖBAKSVÖRUB O.FL. ÍSBCRG - Auslunlrstt Krossgóta MónudagsbtaSsint SKÝRINGAR: Lárétt 1 Klettur 5 Drykkjustaður 8 Farið á sjó 9 Troðningur 10 Tilfinning 11 Fljót í Káðstjórnarríkjunum 12 Barst með vindinum 14 Jökli 15 Nagdýr 18 Uppahafsst. 20 Biblíunafn 21 Guð 22 Und 24 Skomingurinn 26 Spilið 28 Bíta 29 Labbar 30 Handsamað. t ,i;im Lóðrétt: 1 Ðvalarheimili 2 Tæma 3 Öpíum 4 Ósamst. 5 Is 6 Friður 7 Skel 9 Rófurnar 13 Eldsneyti 16 Dráttur 17. Þvegið 19,Stórir 21 Höföðborgf 25 Heppni 27 Upphafsst. MÁUVIIVG utanhúss oa mnan HÖRPUSILK! fyrirliggjandi í eftirtöldum litum: Beinhvítt — sítrónugult krómgult.— gult orange — rautt fagurgrænt — grænt blátt — maroon rjómagult — sólgult bleikt — rautt ljósgrænt — ljósblátt jadegrænt — opalblátt grátt — svart Þakmálning: Zinkgræn Græn Gra Fagurrauð Oxydrauð 'ts Ensh vélalökk Hörpm vélalakk Sígljál útlhurðalakk Glært viðarlakk Gólflakk Penslar flatir penslar hring penslar kalk kústar Mttisspaðar sparslspaðar stálburstar Uinbönd sandpappír bakkar fyrir rullur Spai-sl Folyfilla fyllri T*refyUir Lím 1 Ferntsolía Terpiniína G!u||amétnin| i Þurrkefni * Allt vörur á gamía verSiitu! HELGI MAGNÚSSON & C0. Hafnarstræti 19 •— Söni 1-31-84

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.