Mánudagsblaðið - 30.03.1959, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 30. marz 1959
Nú orðið sjást ekki margir
menn með montprik á götum
Reykjavíkur. EinU sinni var
Öldin önnur. Það eru ekki
meira en svo sem þrír áratug
ir síðan annar hver maður
gekk með |slíkan grip um
götur bæjarins. Þetta voru
ekki síður ungir mennn
en aldnir, þeir gengu fram og
aftur um rúntinn og sveifluðu
stöfum sínum með glæsibrag,
svo að kvenfólkið stóð á önd
inni af aðdáun. Fæstum kom
til hugar að brosa að svo
fínum herrum. En aldarand-
inn hdfur breytzt á þessu
sviði eins og fleirum. í dag
þyrfti það að vera talsvart
hugrakkur ungur maður, sem
legði í það að ganga um Aust-
urstræti sveiflandi montpriki.
Hann mundi sjá háðsglott á
mörgu andliti, og líklega
mundu götustrákarnir láta
háðsglósurnar dynja á hon-
rtm. Nú er svo komið, að það
era fáir aðrir en nokkrir aldr-
aðir virðulegir embættis-
menn, sem sjást með stafi á
götum Reykjavíkur.
En göngustafurinn á sér
langa sögu, sem liggur aftur í
gráa forneskju.
LURKURINN
I flestum þeim löndum, þar
sem tré vaxa, er lurkurinn
eitt hið elzta áhald, og af hon-
um hafa þróazt fjölmörg
vopn og jarðyrkjutæki. í sínu
einfaldasta formi er lurkur-
inn ekki annað en trjágrein,
sem oftast hefur þó verið eitt
hvað tálguð til. Frumstæðir
menn notá stundum lurka
sem stríðsvopn, og það er
jafnvel haft fyrir satt, að
stóru mannaparnir berjist
stundum með trjágreinum. Af
istríðslurkunum hafa svo þró-
azt margvísleg Önnur vopn.
Stundum eru lurkarnir hafð-
ir gildari í annan endann, og
af slíkum lurkum hafa þróazt
kylfur í óteljandi myndum.
Kylfan er oft notuð sem skot-
vopn, og einkennilegt af-
brigði af skotkylfunni er búm
eranga Ástralíunegranna.
Stundum er reynt að gera
stríðslurkinn hættulegri með
því að hvessa hann í oddinn
dg á siðari þróunarstigum
að setja á hann odd úr
málmi. Þannig hefur spjótið
orðið til, en hjá mörgum frum
stæðum þjóðum er það notað
jöfnum höndum sem stríðs-
vopn og veiðivopn.
En lurkurinn kemur að
haldi á mörgum öðrup svið-
um en í hernaði. Hann er oft
notaður til að rota alls konar
smádýr, sem menn hafa til
matar. Og hann er hafður til
að grafa upp ætilegar rætur.
Yfirleitt kemur lurkurinn
mjög víða. við sögu hinnar
frumstæðustu jarðyrkju. Tal-
ið er, að þær plöntur, sem
menn ræktuðu fyrst, hafi ver-
ið ýmsar hnýðisplöntur, svo
sem taró, yams, maniok o. fl.
Við ræktun þessara plantna
iiefur lurkurinn í fyrstu verið
aðaltækið. Snemma þróuðust
þó ýmis afbrigði af jarðyrkju
lurkunum, svo sem króklurk-
urinn eða hakinn, sem var
hafðui' til að grafa upp rætur.
Af króklurknum er aftur tal-
ið, að hinir elztu plógar hafi
þróazt, en sumir hinna frum-
stæðustu plóga líkjast mjög
hökum.
Lítill vafi er á því, að hinir
elztu plógar hafa verið dregn
ir af mönnum, en ekki dýrum.
Skóflan hefur einnig þróazt
af graftarlurkinum, oft var
farið að gera hann flatan og
breiðan í annan endan. Sum-
ir telja, að hrifan eigi einnig
rætur sínar að rekja til hans,
en algengari er þó sú skoðun,
að trjágrein með laufum á sé
helzta fyrirmynd hrífunnar.
vera upprunninn í köldum
löndum. Hann er auðvitað
fyrst og fremst til þess ætl-
aður að vera til stuðnings á
svellum og harðfenni, en einn-
ig má nota hann sem vopn,
enda er hann um sumt skyld-
ur spjótinu. Til eru ýmsar
sögur um það hér á landi, að
menn hafi drepið bjarndýr
með broddstöfum, og líklega
eru sumar þeirra sannar.
Lengi framan af öldum
var göngustafurinn alþýðlegt
verkfæri, oftast notaður af
fátækum mönnum í harðri
lífsbaráttu. En svo fór, að
hann komst líka í tízku hjá
yfirstéttarmönnum og snobb
‘um. Þetta fór að verða al-
Ólaíur Hansson, mennfaskólakennari:
Stnfarinn
GÖNGUSTAFURINN
Af hinum frumstæðu lurk-
um hafa mörg og ólík áhöld
þróazt, og eitt þeirra er
göngustafurinn. Enginn vafi
er á því, að hann er ævagam-
all, hann þekkist hjá mörgum
hinna frumstæðustu þjóða,
og er þar oftast lítt frábrugð-
inn hinum venjulega lurki.
Hann hefur auðvitað fyrst og
fremst það hlutverk að létta
mönnum gönguna, en er einn-
ig til fleiri hluta nytsamleg-
ur. Það má nota hann sem
vopn bæði gegn mönnum og
hættulegum dýrum, svo sem
slöngum.
Broddstafurinn er talinn
gengt á ítaliu á endurreisnar-
txmanum, og var alsiða við
frönsku hirðina á 17. öld. Það
an barst hin fína göngustafa
tízka út um alla Evrópu.
Göngustafir heldri manna
voru oft hin mestu djásn,
slegnir gulli og silfri. Annars
tók göngustafatízkan alls kon
ar breytingum, rétt eins og
tízkan í klæðaburði. Framan
af voru stafirnir oftast með
hnúð á efri enda, krókurinn
kom seinna.
Síðustu áratugina hefur
vegur hins fína göngustafs
farið þverrandi, ekki aðeins
hér á íslandi, heldur um allan
heim. En hver veit, nema
hanjn komizt aftur í tízku
fyrr en vai’ir.
STAFURINN SEM
TIGN ARMERKI
Snemma kom upp ýmiss kon-
ar þjóðtrú í sambandi við
stafi. Stafurinn var stundum
notaður við bendigaldur líkt
og spjótið, bent var með hon-
um í þá átt sem óvinurinn bjó
og svartagaldur þulinn um
leið. Trúðu menn því, að sá
sem bent var til, mundi þá
veikjast eða deyja. Þessi trú
hefur ýmislega blandazt
trúnni á gambantein eða
töfra sprota, en stundum er
trúin á töfrasprotann blandin
hugmyndum í sambandi við
jurtadýrkun.
Snemma á öldum var farið
að nota stafi sem tignarmerki
höfÖingja. Telja sumir, að
hann hafi í fyrstu táknað
vald þeirra til að láta lúbei’ja
þegna sína, ef þeim svo sýnd-
ist. Af slíkum stöfum þróað-
ist veldisprotinn. Hann er ef
til vill austrænn að uppruna.
Keisararnir í Rómaveldi
höfðu skrautlega veldissprota
sem tignarmerki. Þessir róm-
versku veldissprotar urðu
fyrirmynd að veldissprotum
miðaldakonunga Evrópu.
Enn í dag eiga flestir konung
ar veldissprota, en sýna sig
ekki með þá, nema við hátíð-
leg tækifæri. Sumir þessara
veldissprota eru orðnir gaml
ir. Veldisspi’oti Englandskon-
unga er tæpra 300 ára, frá
dögum Karls 2.
Kirkjunnar menn fóru einn
ig snemma að nota stafi sem
tignai’merki. Bagallinn varð
eitt helzta valdatákn biskupa.
Margir baglar voru fagurlega
útskornir, Stundum voru þeir
gerðir úr rostungstönnum,
sem voru fengnar héðan frá
íslandi.
SÖLHLlF OG REGNHLÍF
Telja má fullvíst, áð ‘bæði-
sólhlífin og regnhlífin hafi
þróazt af stafnum. Þær voru
notaðar í ýmsum Asíulöndum -
fyrir um það bil 4000 árum,
og sólhlífar sjást á egypzkum
myndum, sem eni meira en'
3000 ára gamlar. Svo virðist,
sem framan af hafi verið gerð
ur lítill munur á regnhlífum
og sólhlífum, sama hlífin hafi
verið notuð bæði gegn sól og
regni. Snemma varð sólhlífin
eins konar tignarmerki höfð-
ingja í ýmsum Asíulöndum,
einkum í Kína og Austur-Ind-
landi.
Talið er, að ítalir hafi not
að regnhlífar fyrstir Evrópu
þjóða. Sennilega hafa þær bor
| izt þangað frá Austurlöndum,
þegar á krossferðatímanum.
I Vestur- og Norður-Evrópu
urðu regnhlífar ekki algengar
fyrr en á fyrri hluta 18. ald-
ar. Framan af var það aðal-
lega kvenfólk, sem gekk með
| regnhlífar, slíkt þótti ekki
karlmönnum sæmandi, og
j þeir fáu karlmenn, sem sýndu
' sig með regnhlifar á götum
úti, ’ voru hafðir að háði og
spotti. Það var ferðalangur-
inn o gsérvitringurinn Han-
woy, sem breytti þessu al-
menningsáliti. Hann þreyttist
aldrei á því að prédika ágæti
j regnhlífarinnar, og svo fór,
að karlmenn tóku að ganga
með regnhlifar engu síður en *
kvenfólk.
1 Bergen, því fræga rigning
arbæli, má heita, að regnhlíf-
in sé orðin tákn bæjai’ins.
Margar skopsögur ganga um
rigninguna í Bergen, og ein
er sú, að hestarnir þar fælist,
ef þeir sjá regnhlífarlausan
mann. Svo slæmt er það nú
ekki, en margir eru þeir dag-
ar á ári hverju, sem aðalgöt-
ur í Bergen eru eins og sam-
felldur svartur regnhlífa-
skógur yfir að líta.
Fermingarnar nálgast
Gjafirnar fást hjá Franc
Armbandsúr
Ferðavekjarar
Plötuhringar
Steinhringar
Ermahnappar
Bindisnælur og margt fleira.
Kaupið hjá úrsmið
World famous
60 ar.s ik piogttt
tJR SMIÐUR
Laugavegi 39 Reykjavík
Kaupangsstræti 3 Akureyri