Mánudagsblaðið - 22.06.1959, Qupperneq 2
2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagnr 22. júní 1959
Bðrífasfrandarsýsla
Einvígi þeirra Sigurvins og
Gísla verður eflaust mjög hart,
og úrslitin eru tvísýn. Ef kjör-
dæmamálið hefði ekki komið til,
hefði Gísli sennilega verið nokk
urnveginn öruggur um sigur. Sig
urvin naut síðast stuðnings Al-
þýðuflokksins, en ekki nú.
Sigurvin hefur ýmis tromp á
hendinni. Andóf Austur-Barð-
strendinga gegn honum mun nú
að mestu leyti úr sögunni. Hann
er talinn í vinstra armi Fram-
sóknarflokksins og á því hæg-
ara um. vik að höggva inn í
fylgi komma og krata, enda
styðja hann nú ýmsir, sem fram
til þessa hafa verið í þeim flokk-
um. Ýmislegt er vel um Sigui-
vin, en hann er sauðtryggur
flokksmaður, einn þeirra manna,
sem trúir því statt og stöðugt, að
pólitík sé alvara, og að það hafi
ósköp mikið að segja, hverjir
stjórni landinu. Þetta hefur gert
hann ofstækisfullan og þröngsýn-
an, hann lítur á veröldina gegn'
um lituð gleraugu flokksmennsk-
unnar. Og v.eröld slíkra manna
verður eins og brúðuleíkhús, sem
á ósköp litið skylt við veruleik-
ann.
Það kom mörgum. á óvart, að
Gísli Jónsson skyldi enn fara
fram. Flestir höfðu b.úizt við því,
að Sjálfstæðisflokkurinn sendi
fram Ara Kristinsson ,sýslumann,
sem er Þingeyingur, en þó barð-
strenzkur í framættir. Gisli er
köminn um sjötugt, en er þó
engan veginn af baki dottinn, og
mikiH persónusigur væri það fyr
ir hann, ef hónum tækist nú að
fella Sigurvin.
Annars eru þessir andstæðing-
ar ekki óiíkir um margt, báðir
menn með einstrengingslegar og
efalausar skoðanir, menn, sem
halda sitt einfalda strik án þess
að líta til hliða, menn, sem lifa
í einföldum heimi og hugsa og
tala í einföldum klisjum, báðir
typLsk pródúkt hins vélræna ald-
arandæ
Ágúst Fétursson og ICristján
Gíslason, frambjóðendur Alþýðu
flokks og Alþýðubandalags, eiga
erfitt uppdráttar sökum hörk-
unnar í einvígi hinna tveggja.
Sennilega riða þeir ekki feitum
hesti írá kosningunum.
Vesfur-lsafjarðarsýsla
Einnig þar getur orðið erfitt
að spá um úrslitin. Eiríkur missir
nú stuðning Alþýðuflokksins,
sem hefur átt allverulegt fylgi í
sýslunni, einkum á Suðureyri. Að
vísu studdu Alþýðuflokksmenn,
þarna vestra aldrei Eirík með
Ijúfu geði, og fullyrt er, að ýmsir
þeirra hafi siðast kosið Þorvald
Garðar. Nú er reyndar mesti ó-
vinur Eiríks í Alþýðuflokknum,
Ólafur Óiafsson skólastjóri, flutt-
ur á brott úr kjördæminu. Sagan
um viðu.reign þeirra Eiríks og
Ólafs á Þingeyri væri annars
efni í langa reyfarasögu, sem
ekki mundi gefa Kapítólu neitt
eftir.
Skapharka og ráðríki Eiríks
Þorstcinssonar hafa aflað honum
margra óvina um dagana. I kjör
dæmi hans hafa þessir eiginleikar
hrundið ýmsum mönnum burt
AJAX skrifar um:
H/ördiemi «9 frnmboö
frá Framsóknarflokknum, þeirra
á meðal sennilega séra Eiriki
Eiríkssyni á Núpi, en þeir nafn-
arnir eiga ekki skap saman. Væri
ekki ráð að kippa Eiríki Þor-
steinssyni út úr pólitíkinni og
gera hann að fangelsisstjóra á
Litla-Hrauni? Hann væri senni-
lega rétti maðurinn til að kippa
hlutunum þar í lag.
Þorvaldur Garðar hefur betra
lag á að umgangast fólk en Ei-
ríkur, Báðurn er það þó sam-
eiginiegt, að þeir eiga magnaða
andstæðinga í sínum eigin flokk-
um. Ef Eiriki tekst að þalda velli
nú, á hann það kjördæmamálinu
að þakka.
Hjcíntur Hjálmarsson á eitt-
hvert fylgi, ef honum tekst að
halda Suðureyrar-krötum. saman.
Kommnistar hafa alltaf átt lít"
ið fylgi i Vestur-ísafjarðarsýslu,
en frambjóðandi þeirra er Guð-
bjartur Gunnarsson.
í vor var það altaiað um skeið,
að bæði Framsókn og Sjálfstæð-
isflokkur ætluðu að skipta um
frambjóðendur í Vestur-ísafjarð-
arsýslu. Var þá sagt, að Höskuld
ur Ólafsson sparisjóðsstjóri ætti
að fara fram fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, en Bjarni Guðbjörnsson
bankastjóri á ísafirði fyrir Fram-
sókn.
Þetta eru hvorttveggja liprir
menn og vinsælir, og hefði bar-
átta þeirra ekki verið síður
hörð en sú, sem núna er háð
þarna vestra.
Isðfjörífur
Þar verður Ivjartan Jóhanns-
son læknir eflaust endurkjörinn.
Þetta er meinhægur maður, sem
öllum er vel við, góðui drengur,
en lítill skörungur. Hann er laus
við það ofstæki, sem einkennir
suma ísfirzka Sjálfstæðismenn
eins og Matthías Bjarnason.
Annars er pólitíska ofstækið
á ísafirði að fjara út, það er ekki
nema svipur hjá sjón hjá því,
sem var í gamla daga, meira að
I segja Matthías er farinn að héilsa
kratabroddum á gÖtu.
Steindór Stcindórsson náttúru-
fræðingur á Akureyri fer nú
fram fyrir Alþýðuflokkinn. Ekki
er óhugsandi, að hann geti fengið
uppbótarsæti.
Jónas Árnason kemur í stað
Guðgeirs Jónssonar, sem fram-
bjóðandi Alþýðubandalagsins.
Líklega verður atkvæðamagnið
svipað og síðast, á þriðja hundrað
atkvæði. Ef Jónas er borinn sam
an við Guðgeir, eru bæði plúsar
og mínusar í dæminu.
Jónas er miklu betur máli far-
inn en Guðgeir, svo að maður tali
nú ekki um sex appeal. Á hinn
bóginn er Jónas harður línu-
kommúnisti, en Guðgeir gamall
krati, meira að segja hægrikrati.
Loðnir og linir hægrikommúnist-
ar fella sig líklega betur við Guð-
geir.
Jónas Árnasson er prýðilega
gefinn maður eins og alþjóð er
kunnugt. Eini galhnn á honum
er; þessi fluga, að ætla sér að
bjarga yeröldinni. Og hún má
furðuleg kallast hjá manni, sem
á til að bera jafn íinan og rílcan
húrnor og Jpnas.
Idealismi og húmor fara ekki
saman, idealistinn á að vera leið
inlegur og er það líka oftast, en
Jónas er undantekning frá regl-
unni.
Framboð Framsóknar á ísa-
firði er sterkt. Bjömi Guðbjöms-
son er mesta lipurmenni og nýtur
mikilla vinsælda. Búast má við,
að hann fái falsvert fylgi, senni-
lega hið mesta, sem Framsókn
hefur hlotið í alþingiskosningum
á Ísaíirði.
Norður-ísafjarðarsýsla
Sigurður Bjamason verður
kjörinn eins og fyrri daginn,
fylgi hans þarna er svo grunn-
múrað, að því verður ekki hagg-
að verulega. Hann hefur líka
haft gott lag á því að halda sam-
bandi við fólkið vestra, þó að
hann sé fluttur þaðan. Það er
vafamál, hvort þingmaður bú-
settur i Reykjavík hefur gert bet"
ur að þessu leyti, nema auðvitað
Páll Zophoníasson.
Friðfinnur Olafsson á talsvert
fylgi í kjördæminu, meira þó í
Bolungavík en í átthögum sín-
um inni í Djúpi. Það grillir jafn-
vel í uppbótarsæti við yztu.sjón-
arrönd. Það er á margra vitorði,
að Friðfinnur er allra manna
skemmtilegastur, hann getur
varla opnað á sér munninn án
þess að brandararnir fjúki eins
og skæðadrífa, og þeir brandarar
eru oft harla góðir og hafa orðið
landfleygir. Það er í rauninni ráð
gáta, að slíkur háðfugl skuli hafa
orðið pólitíkus, því að hann hlíf-
ir engu, ekki sínum eigin flokki
og ekki sjálfum sér. Eg held, að
Friðfinnur gæti ekki talað um
fagrar hugsjónir og göífgi og
mannrækt og hið góða og fagra
og háleita án þess að skella upp
úr. En þetta geta flestir póli-
tíkusar og idealistar og mann-
bætarar án þess að blikna eða
blána.
Framboð kommúnista er veik-
ara en síðast. Ámi Ágústsson er
í stað Sólveigar Ólafsdóttur. Hún
fékk talsvert meira en hið hreina
flokksfylgi, en það fær Árni
varla. Það er ómögulegl annað en
að láta sér þykja vænt um Árna
Ágúitsson. Hann er einn þeirra
manna, sem ganga í gegnum líf-
ið með barnsaugu blá og skær,
alltaf jafn saklaus og góðviljaður
og hann var áður en hann fór að
velkjast á lífsins ólgusjó. Hann
mun alla ævi lifa og hrærast í
bamsins paradís, og hamingju-
menn.eru slíkir.
Framsóknarmaðurinn, Þórður
Hjaltason í Bolungavjk, mein-
laus og vel innrætt flokkskind,
fær um 70 atkvæði, að því er
talið cr.
Vesfur-Húnayafnssýsla
Skúli Guðmundsson verður
endurkjörinn og sennilega með
miklum meirihluta,
Kjördæmabreytingin er ekki
vinsæl í jafn 141u kjöixlæmi og
Vestur-Húnavatnssýslu.
Skúji er fulltrúi bændaaftur-
halds, sem ey algengt fyrirbæii
á hinum Norðurlöndunum, cn er
orðið sjaldgæft hér á landi nú
orðið. Hann er í hópi þess sveita
fólks, sem af hjartans saimfær-
ingu telur launastéttirnar undir-
rót alls ills í þjóðfélaginu. Það
getur svo sem vel verið satt, að
yfirbyggingin í okkar litla þjóð-
félagi sé orðin of stór, en það
mein verður ekki læknað með
einni saman heift í garð launa-
stéttanna. Skúli er reyndar líka
fulltrúi margs góðs úr gamalli
íslenzkri bændamenningu, hann
getur til dæmis verið mjög
svo skemmtilega hagmælskur,
þegar honum tekst upp. Og í-
haldssemi hans kemur líka fram
í því, að hann er tryggur maður
og vinfastur og langminnugur
bæði á velgerðir og mótgerðir.
Guðjón Jósepsson, frambjóð-
andi Sjálfstæðisflokksins, er lítt
kunnur maður utan héraðsins.
Eitthvert baktjaldamakk mun
hafa ráðið því, að Jóni ísberg var
bolað frá framboði.
Aðalsteinn Halídórsson fram-
bjóðandi Alþýðuflokksins og Sig-
urður Guðgeirsson frambjóðandi
Alþýðubandalagsins eru báðir á-
berandi menn í sínum flokkum.
Þeir munu ekki fá verulegt fylgi,
Sigurður líklega svolítið meira.
áusfur-Húnavafnssýsla
Það var altaiað í vor, að nú
ætti Jón Pálmason ekki að fara
fram oftar. Var þá einkum rætt
um Pál Pálsson, lögfræðing, sem
eftirmann hans. En Jón er hinn
brattasti og ryðst enn fram á
vígvöllinn. Líklega verður bar-
áttan talsvert hörð að þessu sinni.
Sumir eru að spá því, að Jón
falli, en ég held, að hann merji
það, likiega þó með litlum meiri-
hluta. Einn flokksbróðir hans úr
kjördæminu sagði við mig bæði
í gamni og alvöru, að það mundi
ríða baggamuninn, að hann er
aftur orðinn forseti Alþingis með
öllu því, sem því fylgir, en það
er ekki virðingin ein, heldur
ýmislegt fleira.
Og það ei bara gaman, að Jón
skuli vera til, -hann er -fulltrúi
svo margra skemmtilegra hluta
í islenzkri, og þá sérstaklega
norðlenzkri, sveitamennsku.
Björn Pálsson er af einkenni-
legri ætt gáfumanna og sérvitr-
inga, og hanp mun hafa erft
flest einkenni ættar sinnar. Nú
þegar hafa myndazt um hann
ekki svo fáar skemmtilegar þjóð-
sögur. Þetta er kjarnafólk og
raungott, en mikil er stundum
þess stífni og þvermóðska, hvort
sem það er í Framsóknarflokkn-
um eða Sjálfstæðisflokknum.
Skagafjarðarsýsla
Sumir eru að segja, að Fram-
sókn kunni að fá báða þingmenn-
ina í Skagafirði.
Eg hef ekki trú á þessu, en
sennilegt er þó, að hún komist
nær því í þessum kosningum en
nokkru sinni síðan sýslan var
gerð að tvímenningskjördæmi.
Með Jóni á Reynistað hverfur af
þingi merkilegur bændahöfðingi,
hófsamur og ofstækislaus.
Eftirmaður hans, séra Gunnar
Gíslason í Glaumbæ, er ekki per
sónuleiki á við hann. Gunnar er
vænn maður og enginn aesings-
maður. En mikið vantar á, að
hann sé jafn litríkur -og stór-
brotinn persónuleiki og -séra
Arnór Árnason í Hvammi, . afi
: hans.
Ólafur Jóhannesson prófesssr
erfir sæti Steingríms Steinþórs-
jsonar, sem er orðinn þreyctur
maður og búinn að glata sinni
gömlu baráttuglóð.
Ólafur jafnast ekki á við Slein"
grím eins og hann var upp á sitt
bezta. En hann verður líklega
farsæll þingmaður, þetta er vel
greindur maður og var frægur
námsmaður í sína tíð.
Hann er laus við hina skemmti
legu og litríku vankanta Stein-
grims, og kannske finnst sumum
það kostur við hann.
Kristján Karlsson skólastjóri á
Hólum er ágætur maður. Hann
er af kunnum gáfuættum þing-
eyskum, bróðursonur Knúts Arn-
grímssonar skólastjóra.
Kristján er hófsemdarmaður,
ekki sleginn neinni flokksblindu,
og hann á til mikinn húmor, sem
hann er þó ekki alltaf að flika.
Listi Alþýðuílokksins er að
mestu skipaður Sauðárkróksbú-
um.
Efstur hjá Alþýðubandalaginu
er Ásgeir Blöndail Magnússon
málfræðingur, vestfirzkur að ætt.
Ásgeir er skarpgáfaður og merk-
ur fræðimaður, en einsýni hans
í pólitikinni er krónisk.
Siglufjörður
Þar má búast við geysiharðri
baráttu.
Heldur virðist ólíklegt, að Áki
Jakobsson geti haldið kjördæm-
Fraxnhald á 5. síðu.