Mánudagsblaðið - 22.06.1959, Side 6
6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 22. júní 1959
og augn hans urðu undarlega
blíðleg, þegar hann horfði á
fölt andlit hennar.
Dyr voru opnaðar og hann
'leit snöggt við
„Hjúkrhnarkona! “ Klem,
sem var á leiðinni um gang-
inn, nam staðar og flýtti sér
til hans.
„Doktor Bellamy. Ó, þetta
er Pauline, hvað hefur komið
fyrir. Hún kraup líka niður.
„Það lítur út fyrir, að það
hafi liðið yfir hana, og að
hún hafi í fallinu rekið höfuð-
ið í skápinn hérna. Eins og
ég hugsaði —“ hann strauk
hárið frá enni Pauline, og
dökkur marblettur kom í
Ijós.
„Það er vissara fyrir mig
að kalia í yfirhjúkrunarkon-
una. Hún kom aftur til vinnu
í dag.'1
„Engin ástæða til að gera
neitt veður út af þessu. Sýnið
mér, hvar herbergi ungfrú
Ross er, og ég ber hana þang-
að.
Harrn var staðinn á fætur
hafði lyft Pauline upp eins
léttilega og væri hún barn.
Kún opnaði augun við hreyf
inguna, en áttaði sig ekki
:iema til hálfs á því, hvernig
ástatt var.
„Verið þér róleg,“ skipaði
láann. „Það er allt í lagi með
yður.“ En við Klem sagði
hann: „Flýtið þér yður og
komið með töskuna mína.“
„Já, ég er með hana, læknir,
sagði Klem auðmjúklega. Það
er gegnum þessar dyr, sem
þér eigið að ganga.“
Lucius fylgdi henni eftir.
„Bölvaður kjáni var stelpan.
Alltaf að gera einhverja vit-
eysu. Hún er með háan hita
og hefur ekkert leyfi til að
vera á fótum. Getur hún
aldrei hagað sér skynsam-
lega.“
En ósjálfrátt hagræddi
hann henni í fangi sér og
fann, að hún var miklu léttari
heldur en hún átti að vera,
og þegar hann leit á hitasótt
arrjótt andlitið sem hvíldi við
öxl hans, þá fann hann til
djúprar samúðar.
Vesalings barnið. Hún hef
ur unnið meira en kraftar
hennar hafa leyft.
9. KAPlTULI
„Klem, hvað hefur komið
fyrir?“ spurði Pauline veik-
um rómi. „Það hefur þó ekki
verið dr. Bellamy, sem kom
að mér? Eg held ég deyi af
skömm, ef ég nokkurn tíma
sé hann aftur.“
Nú fannst henni sem mælir
inn væri fullur.
„Haltu þér saman, ljúfan,“
sagði Klem og settist á rúm-
stokkinn. „Þú hefur enga hug
mynd um, hvað góður hann
getur verið. Hann bar þig
hingað up eins og þú værir
smábam, og hann fór ekki
fyrr en dr. Browhlow var
kominn, og hann sagði honum
í nokkrum velvöldum orðum,
bxaá væri að þér. og hvað
hann ætti að gera. Þú átt að
vera I rúminu í viku,“ k
Hermína Biack:
PAULINE
FRAMHALDSSAGA
„Það er ekki hægt. Yfir-
hjúknmarkonan getur varla
staðið á fótunum. Eg verð að
fara á fætur strax.“
„Ef þú gerir ekki skilyrðis
laust eins og hann hefur skip
að fyrir og liggur í rúminu í
viku, þá yrði það til þess, að
dr. Bellamy yrði að bera þig
aftur í rúmið.“
„Talaðu ekki eins og kjáni,“
sagði Pauline, „þetta kemur
honum ekki við, og ég stunda
ekki einu sinni hans sjúk-
ling.“
„En það geri ég, og það
fyrsta, sem hann spurði mig
um í morgun, var, hvort þú
værir enn í rúminu.“
„Hvers vegna þarf þessi
maður alltaf að vera á næstu
grösum, þegar eitthvað geng-
ur ila?“ sagði Pauline eins og
út í bláinn.
„Þú, vanþakkláta sál.“
Klem horfði á hána gremju-
lega. Hann lét græðandi plást
ur á sár þitt, og strauk mjúk
lega brá þína — eða næstum
því! Svo maður nefni ekki,
þegar hann tók þig í fang sér
eins léttilega —“
,,Ó, haltu þér saman,“ hróp
aði Pauline.
„Allt í lagi, ljúfan,“ sagði
Klem, „en það þýðir ekki að
taka þessu alltof alvarlega.
Hefur ekki forstöðukonan lit
ið inn til þín?“
„Jú. — Hún skammaði mig
fyrir að vera að vinna, þegar
ég hefði átt að vera í rúminu.
En eftir að hún hafði skamm-
V
að mig, þá var hún ósköp
góð.“
„Út af hverju hefurðu þá
áhyggjur?“ spurði Klem.
„Allt sem þú hefur að gera
er að láta þér batna.“
En Pauline hafði áhyggjur.
Því þrátt fyrir allt hennar tal
um að vilja byrja að vinna
sem fyrst, þá fann hún að um
hugsunin ein um það kostaði
hana áreynslu. Auðvitað liði
þetta hjá og hún yrði góð að
nokkrum dögum liðnum. En
Klem stóð upp.
„Jæja, ég verð að fara
núna. Sjúklingurinn þinn fer
heim á morgun, og Robson
segir, að hún skoði það sem
rnóðgun, , ef ,þúr veiður .ekki
vlðstödd til áð kveðja hana.“
Hún gekk fram.að dyrun-
um, en staldraði við.
. „t elnlægni sagt Poílyt hann
er virkiega fínn maður. Hann
tekur ekki meira eftir mér en
hann hefur tekið eftir þér, en
hann kemur ekki heldur hing
að til þess að sjarmera hjúkr-
unarkonurnar — en ég hef
séð hann vinna, og ég hef
hugsað, að ef ég væri komin
að því að deyja og vildi berj-
ast fyrir lífi mínu, þá mundi
ég senda eftir Lucius Bell-
amy. Hann er sú manngerð,
sem veit ekki hvað ósigur er.
Hann er óskaplega fínn lækn
ir. Og það er það, sem máli
skiptir fyrir okkur.“
Klem var fljót að skipta um
frá alvöru í kátínu, svo hún
hló„, Hlustaðu ekki á mig.
Eg vissi ekki, að ég ætti svona
mikið hrifnæmi til og sízt,
þegar mig dauðverkjar í fæt-
uma.“
Hún veifaði til Pauline og
lokaði dyrunum.
Og Pauline fann til einkenni-
legs tómleika.
Hún hafði líka séð hann
við vinnu eins og Klem. Og
hún vissi, að hann var frá-
bær sem læknir. En það
breytti ekki þeirri staðreynd,
að hann var stífsinna. Og
þegar hann var eitt sinn á-
kveðinn í því, að einhver
breytti öðra vísi en hann
hafði búizt við, eða, ef um
kvenmann var að ræða, að
hún hefði hagað sér kjána-
lega, þá gerði hann sér ekki
far um, að grennslast fyrir
um hvaða hvatir kynnu að
ráða gerðum þeirra.
Hann var harður og ósveigj
anlegur.
Þarna lá hún og hugsaði um
hvað Klem hafði sagt með
óvenjulegri sannfæringu.
„Hann er óskaplega fínn
læknir og það er það, sem
máli skiptir fyrir okkur.“
Auðvitað var þetta satt. En
tii allrar óhamingju var mað
ur á bak við lækninn, sem
gat verið svo yndislega aðlað
andi, þegar hann vildi svo við
hafa, og við það fólk, sem
honum líkaði við. Og jafn
andstyggilegur við þá, sem
honum líkaði ekki við.
En hvers vegna var hún að
hafa áhyggjur, hugsaði Paul-
ine þreytulega. Það eru engin
líkindi, til, að . læknirinn eða
maðurinn kæmu í snertingu
við hana í nálægri framtíð.
Auðvitað vildi læknirinn held
uh hjúkrunarkonur, sem
lentu ekki í vafasömum ævin
týrum. En aftur á móti mað-
urinn —
Eg vorkenni þeirri stúlku,
sem fær hann,“ en svo mundi
hún eftir ísprinsessunni í
leikhúsinu: — og ég vorkenni
honum, ef hann fær ekki þá
réttu.
En hver mundi verða rétta
stúlkan handa svona erfiðum
manni ? ....
n.
Pauline var eins og henni
var sagt, í rúminu í viku, fór
bvo á fætur tilbúin til að
byrja að vinna.
En þegar hún talaði við for
stöðukonuna, missti hún allan
kjark.
Yfirhjúkranarkonan hafði
skýrslu frá dr. Brownlow um
heilsufar ungfrú Ross, og
skýrslan var ákveðin og ber-
orð, eða svo fannst Pauline.
„Mér þykir þetta ákaflega
leiðinlegt,“ sagði forstöðukon
an, „en það er enginn efi á
því, að sem stendur, eruð þér
ekki nógu sterk til að halda
áfram við þessa erfiðu vinnu
hérna, og ég fyrir mitt leyti
get ekki horft á yður missa
heilsuna, svo að þér missið
vinnuna algjörlega. Þriggja
vikna hvíld er það, sem hann
ráðleggur og léttari vinnu að
minnsta kosti sex mánuði
þar á eftir. Hann vill, að þér
hafið sólskin og hreint loft og
algera breytingu á um-
hverfi.“
,,En hvers vegna. Mér líður
ágætlega núna.“ Hún roðn-
aði, og forstöðukonan leit á
hana. „Að minnsta kosti —
ef ég fengi smábreytingu í
nokkra daga, væri það nóg.
Leyf ið mér að koma af tur eft-
ir hálfan mánuð, forstöðu-
kona. Mér finnst það hræði-
legt að þurfa að fara, þegar
ég veit, að það vantar svona
mikið af hjúkrunarkonum —“
„Mig larigar ekki til að
missa yður,“ sagði forstöðu-
konan, „ég sé núna, að dr.
Brownlow hefur rétt fyrir
sér. Ef ég hefði ekki haft
svona mikið að gera, hefði ég
átt að taka eftir því, hvað
yður hrakaði, Talaði ég.ekki
einu sinnu um það, áð þér
væruð guggin?“
„Jú, frú, «n ef ég tækimér
fri núna — ég tók ekki fri
í fyrra, eins og þér vitið.“
„Jæja, takið þér yður frí
núna. Þér gætuð kannske
fengið léttan sjúkling til að
líta eftir.við sjávai-síðuna eða
jafnvel utanlands. Það eru
margir enn, sem hafa efni á
að hafa einkahjúkranarkon-
ur, jafnvel nú á dögum.“
Það þýddi ekkert að malda
í móinn. Úrslitakostirnir
höfðu verið settir fram. Það
var engin þörf fyrir hana
lengur á Soame'Herveyspítal-
anum.
„Eg verð brjáluð," sagði
hún við Klem.
„Eg kem til með að sakna
þín,“ sagði Klem, „en ég er
viss um, að gamli Browlow
hefur rétt fyrir sér. Þú ert
búin að ofreyna þig, og þú
villt þó ekki fá alvarlegt áfall.
Kannske að þú getir fengið
góða, ríka sjúklinga, sem þú
getur stundað heima hjá
þeim.“
„Eg fór ekki að læra til
þess að grafa sjálfa mig í
einkahjúkrun," sagði Paul-
ine gremjulega.
En það þýddi ekki fyrir
hana að vera gröm.
Nokkmm dögum seinna var
hún komin til Caro, og mágur
hennar tók algjörlega undir
það sem dr. Brownlow hafði
skipað fyrir.
Allir voru henni mjög'góðir
og hjálpfúsir. Og eftir þriggja
vikna hvíld sýndist allt hálf
tómlegt og þokukennt.
Pauline saknaði spítalans,
og henni fannst húri vera að
deyja úr leiðindum.
Klem skrifaði henni við og
við, en sagði henni þó ekkert
af því sem hana langaði mest
til að vita. Hún hafði alltaf
sama sjúklinginn — sem var
„ávallt á batavegi“ — en hún
minntist aldrei á Lucius Bell-
amy.
Nú var tækifæri fyrir Paul*
ine að gleyma honum og öll-
um vandræðum og óham-
ingju, sem hann minnti hana
á.
En einhvern veginn mundi
hún eftir honum annað slag*
ið, og einhvern veginn var
hún alltaf meðvitandi um
hann. Og svo gat hún huggað
sig við það, að hann hefði
alveg gleymt henni núna, en
það var henni engin fróun.
I I
Framvegis verður
Mánudagsblaðið
fullunnið á föslu-
dagskvöldum og
þurfa greinar að
berasl fyrir mið-
vikudag. ^