Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.10.1959, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 26.10.1959, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 26. október 1959 • w»*.. Skeiðin er eitb af hinum elztu búsáhöldum. Frá steinöld- inni yngri hafa fundizt sleifar og skeiðar úr steini, hertum leir, hjartarhornum og vígtönn- um villigalta. Oftast hafa hinar fornu skeiðar þó líklega verið úr tré, því forgengilega efni. Mörkin milli sleifarinnar og ausunnar annars vegar mat- skeiðarinnar hins vegar voru framan af alls óglögg. Þau urðu ekki verulega glögg fyrr en hjá menningarþjóðum forn- aldarinnar. Ýmsir fræðimenn hafa reynt að rannsaka, hvort skeiðin sé sniðin eftir einhverjum ákveðn- um fyrirmyradum. Um þetta eru aðallega til tvær getgátur. Sumir halda að fyrirmynd skeiðarinnar sé ‘hinn kreppti lófi, en á öllum öldum hafa menn drukkið vatn úr lófa sín- um, ef ekkert ílát hefur verið nærtækt. Samkvæmt þessari kenningu svarar skeiðarblaðið til lófans, en skaftið til hand- leggsins. Aðrir ætla, að ekeljar séu fyrirmynd skeiðarblaðsins, en ýmsar frumstæðar þjóðir nota skeljar líkt og skeiðar og setja stundum á þær skaft. Á samband skeiðanna við skeljar minnir latneska orðið cochleare og franska orðið cuiller. Orðin s'keið og spónn tákna bæði í öndverðu klofið tré. Þróun skeiðarinnar Fornaldarþjóðirnar fóru að nota skeiðar úr málmum, gulli, silfri, bronsi o.fl. Voru þær skeiðar stundum skreyttar helgimyndum eða helgirúnum einkum hinar egypzku. Róm- verjar se’du stundum Ger- mönum skeiðar, t.d. hafa silf urskeiðar frá tíð Rómverja fundizt í Danmörku. Á miðöld- um var það aðeins heldra fólk, sem borðaði með skeiðum úr gulli og silfri, allur almenning- ur notaði þá spæni úr tré eða horni. Eins og kunnugt er voru hornspænir notaðir í ís- lenzkum sveitum langt fram eftir síðustu öld og á stöku stað jafnvel fram yfir aldamót. Á miðöldum voru sköft málm- skeiða oft sívöl, en um 1700 fóru þau að verða flöt. Fyrr á öldum var skeiðarblaðið oft hringlaga, eins og enn má sjá á ausum, en á síðustu öldum hefur hið ílanga skeiðarblað víðast hvar gengið með sigur af hólmi. Eins og annað fornt erfðasilfur voru skeiðar aðals- manna oft prýddar skjaldar- merkjum ættanna, en einnig stundum helgimyndum. Litlar matskeiðar voru til þegar í fornöld, t.d. hjá Róm- verjum, og finir menn á mið- öidum sötruðu stundum vín úr ditlum skeiðum. Hin eiginlega teskeið kemur ekki til sögunn- ar í Evrópu f.yrr en á 17. öld, er te- og kaffidrykkja tók að tíðkast. Skeiðin hefur þróazt á marga og ólíka vegu, og það er heil fræðigrein út af fyrir sig að þekkja gerðir skeiða frá ýms- a’m tímum og ýmsum löndum. Og það eru til sérfræðingar í þeirri grein eins og öðrum. Mesti skeiðafræðingur allra alda var Englendingurinn C. J. Jackson, sem var uppi á síð- f n hluta 19. aldar. Rit hans, The spoon and its history“ er enn í dag hið klassíska fræði- rit um skeiðar. Skírnarskeiðin Víða í Evrópu er það gamall siður að gefa börnum skeiðar í skírnargjöf. Stundirm eru það ættingjar barnsins, sem gefa skeiðina, stundum skírnarvott- ar. Talið er, að börn verði miklu seinni til máls en ella, ef þau fá engá sldrnarskeið. Ef það dregst lengi, að börn fari að tala, er skírnarvottur stundum látinn slá þau þrisvar á. munnirín með skírnarskeið, og trúa menn þvi, að þá fari þau fljótlega að tala. Búðkaupsskeiðin Þá tíðkast það einnig víða að gefa skeiðar í brúðkaupsgjöf. Þessi siður er í góðu gitdi enn í dag, en hann mun vera ævá- Ekaiðina í hatti sínum á brúð- kaupsdaginn. Þetta sést t.d. á frægu málverki af brúðkaupi eftir P. Brueghel. Það er reyndar ekki eingöngu í sam- bandi við brúðkauþ, að skeið- ar eru bornar í höfuðfötum. Janítsjararnir, hinir frægu her- menn í tyrkneska hernum, báru að jafnaði skeiðar í her- mannahúfum. Hér er skeiðin orðin almennt heillatákn. Skeiðin í þjóðtrúnni Skeiðin kemur við sögu á marga fleiri vegu í þjóðsög- um og þjóðtrú. Ef maður missir skeið á gólfið á maður að vera feigur. Þetta skeður nú svo oft, að mikill yrði mann- dauðinn, ef rétt væri. Þegar Ólafur Hansson, menntaskólakennari: SKEIÐ forn og standa í sambandi við ýmislegar frumstæðar frjósem- ishugmyndir. Meðal frumstæðra þjóða er brúðinni oft gefin sleif í brúðkaupsgjöf, og þetta hefur einnig tíðkazt til skamms tíma í ýmsum löndum Evrópu, t.d. Belgíu og íumum héruðum Þýzkalands. Sleifin er tákn húsmóðurvaldsins. Þegar gaml- ar húsmæður láta af bústjórn og fara í hornið hjá dætrum sínum eða tengdadætrum, af- henda þær þeim stundum sleif til merkis um það, að nú hef- ur ný húsmóðir völdin. Stund- um er brúðarekeiðin brotin að brúðkaupinu loknu, og er hér líklega um að ræða leifar af fornum fórnum til frjósemis- goðmagna. Skeiðafórnir þekkj- ast í fleiri samböndum, t.d. eru í Alpalöndunum skeiðar stund- um brotnar til að reyna að af- stýra þrumuveðri. Hér mun skeiðin skoðast sem fórn til að blíðka veðurguðina. Stundum ber brúðguminn maður borðar með nýrri skeið í fyrsta sinn skal blása þrisvar í hana, annars getur maður orðið veikur. Hættulegt er að láta skeiðar liggja á hvolfi, þá draga þær að sér illa anda. Og ef skeið er látin liggja ónotuð á borði, á meðan mat- azt er, fer djöfullinn sjálfui að borða með henni. Skeið, sem einhver hefur matazt með í síðasta sinn í þessu lífi, býr yfir miklum töframætti og er til margra hluta nytsamleg. Hún fælir brott illa anda, og einnig má nota hana í stað fuglahræðu, því að enginn fugl þorir að koma nærri þeim stað, þar sem hún er. Skeiðar, og þó einkum sleif- ar, eru stundum notaðar í sam- bandi við regngaldur. Þegar þurrkar ganga ausa menn vatni úr fötu með sleifum eða skeið- um og .trúa því, að þá fari bráðlega að rigna. Hér er á ferðinni líkingagaldur í einni af sínum mörgu mymdum. BlLLINN Höfum til sölu allar gerðir bifreiða, verð og skilmál^r við allra hæfi. Allskonar skipti koma til greina: Varðarhúsinu við Kalkofnsveg Sími 18 8 33 Framhald af 1. siðu. stoppa þarna, þar sem við vild- um flýta för okkar til Raufar- hafnar en Ólafur ekur í hlaðið á Ærlæk, og er 'okkur boðið þar inn, og spyr ég' bóndann hvort hann gæti ekið okkur til Rauf- arhafnar, á jeppabifreið sinni, en hann kveðst ekki geta það, en þetta er um miðnætti á föstu- dagskvöld, snúum við okkur þá að Ólafi og segjum að hann verði að ábyrgjast að við verðum komnir til Raufarhafnar fyrir hádegi á laugardag þar sem ég þurfti að gera upp reikninga mína hjá atvinnuveitanda mín- um þar, og lofar hann því. Gist- um við svo á Ærlæk um nóttina. Komið á áfangastað - glaóst með konum Um kl. 101/2 daginn eftir leggjum við af stað, stönzum snöggvast á Kópaskeri og tökum benzín og höldum svo áfram, en eigi að síður náðum við ekki til Rauf- arhafnar fyrr en kl. 12.15, og ökum við í hús það er Norður- slóð“ nefnist, en þar hafði ég haft aðsetur meðan ég var við vinnu á Raufarhöfn, og aðstoðar Ólafur mig við að pakka niður dót mitt, og kemur okkur sam- an um að gista á Raufarhöfn um nóittina og lara daginn eftir. Leggst Ólafur þá til hvílu, en ég fer að skemmta mér með félög- um mínum. Um kvöldið ræsi ég Ólaf og ekur hann mér um þorp- ið ásamt vinkonum mínum. en síðar um kvöldið vill Ólafur fara að sofa, og útvega ég honum þá húsnæði á öðrum stað í þorpinu og skiljum við svo, en ég fer á dansleik. Hefjast deilur - Bílstjóri neitar a$ afhenda fé »• <> Bílstjóri týnist enn - Lendir í harki Neita ég að taka Víð því. Ek ég þá til lögreglunnar með Stefáni og kæri Ólaf. Lofa þeir mér að- stoð sinni og taka af mér skýrslu og ætla jafnframt að taka skýrslu af Ólafi. En hann finnst þá ekki í þorpinu. Eftir langan tíma stanzar lögreglan Ólaf er hann er að renna inn í þorpið með farþega í bílnum, og er ég þá staddur hjá lögregl'unni á- samt Stefáni, og spyr þá lög- reglan Ólaf hver hafi bílinn á leigu. Ólafur svarar því til að ég hafi bílinn. Fer þá lögreglan inn með Ólaf og tekur af hon- um skýrslu og endurtekur Ól- afur þar að ég eigi ekki meira hjá sér en kr. 2.000,00. Segir þá lögreglan Ólafi að aka mér til Húsavíkur og ræða þessi mál við sýslumanninn þar. Um hádegi á sunnudag sendi ég eftir Ólafi, þar eð ég svaf í öðru húsi og kom hann innan skamms, og bið ég hann þá að af henda þá peninga er hann geymdi fyrir mig. Færist hann undan því, og segir að ég eigi nóga peninga inni hér á Raufar- höfn, og biður mig að lána sér þessa peninga, þar sem hann skuldi svo mikið í bílnum. Aftek ég slíkt með öllu, og hóta að kæra hann ef hann afhendi mér ekki peningana strax. Skiljum við Ólafur nú þarna ósáttir, þar sem hann vill ekki láta mig hafa peningana. Sæki ég nú kunn- ingja minn Stefán í Hliði Eyr- arbakka en hann á Volkswagen X—337, og bið ég hann að hafa áhrif á Ólaf og förum við svo saman til hans. Reynir Stefán að leiða honum fyrir sjónir, að hann geti ekki haldið þessum peningum án samþykkis míns, þar sem ég sé búinn að borga honum túrinn. Vill þá Ól- afur rétta mér kr. 2000,00 og seg- 4ir að ég eigi ekki meira hjá sér. Leiðir skitjast En þá segir Ólafur að hann aki mér hvorki eitt né annað meira, og hvarf hann úr þorp- inu þá um kvöldið og skildi okkur Arna Jóhannesson eftir. Daginn eftir (mánud.) gerði ég svo upp við atvinnuveitanda minn, og tók mér bíl til Akur- eyrar er kostaði kr. 1200. Svo á þriðjudagsmorgun kl. 9.30 tók- um við svo áætlunarvagninn frá Akureyri og suður til Reykjavíkur, og borgaði ég þar kr. 440,00 í fargjald fyrir okkur Árna. Á leiðinni bilaði bíllinn og þurftum við að skipta um bíl á Blönduósi, og töfðumst við um ca 2'A tíma við þetta, svo að við komum ekki til Reykjavíkur fyrr en undir mið- nætti. Og lauk þennig því fé- flettingamesta ferðalagi, sem ég hef nokkurntíma lent í! Bergur Pálsson. Eins og sjá má er hér orðrétt skýrsla Bergs, en mál þetta er nú í rannsókn. Blaðið telur enga ástceðu til að rengja skjrsluna, því bœði lögregla og aðrir hafa vitnað í málinn. Eramkoma bílstjórans er hins- vegar heldur furðuleg og verða vcentanlega gerðar ráðstafanir af hálfu Hryfils að svona komi ekki fyrir aftnr. Ritstj. Auglýsið í Mánndags- blaðinn

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.