Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.11.1959, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 09.11.1959, Blaðsíða 3
Mánudagnr 9. nóv. 1959 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 MÁNUDAGSÞANKAR Jóns Reykvíkings Af hverju! r/0í{ 3ÍSE ríkisst jórn með Þá eru kosningarnar um garð gengnar. Púður- reykurinn er að feykjast burt. En sjá menn skýrar en áður? Ef til vill. Að minnsta ktísti iiggja á- stæður fyrir hinu mikla tapi Sjálfstæðisflokksins ljóst fyrir. 1 fyrsta lagi hefur flokkurinn tapað mjög miklu á því að þora ekki að taka á sig óvin- sældir og ábyrgð, en skjóta Alþýðuflokknum fram fyrir sig. Slíkt hefur aldrei hent fyrr hér á landi, og það er yfirleitt mjög fátítt, að jafnstór flokkur óg Sjálf- stæðisflokkurinn er, fari þannig að. Hið rétta gagnvart kjósendum og einnig hið þingræðislega rétta var, að flokkurinn hefði myndað stjóm á- samt Alþýðufloklmum og haft þar alla forustu og meginþunga ábyrgðar. En flokkurinn tók þann kost að skríða á bak við. Og það var ekki nóg með, að hann skriði aftur fyrir, heldur vó hann beinlínis að viðleitni Alþýðuflokks- ins til að stöðva dýrtíð- ina með framkomu sinni í verðlagsmálum. Þetta aftan-við-pukur Sjálfstæðisflokksins hefur mælzt ákaflega illa fyrir hjá kjósendum. Ekki skreið Kári Sólmundarson bak við Björn úr Mörk! Annað er það, sem skemmt hefur fyrir flokknum, og það er livernig blöð hans hafa hegðað sér gagnvart kommúnistum. 1 kosn- ingahríðinni létu Sjálf- stæðismenn kommúnista afskiptalausa, og allir skildu það þannig, að flokkurinn vildi ekki loka dyrunum í þá átt. Það er Iíka vitað, að Ólafur Thors rennir sífellt hýra auga til kommúnista og€> dreymir um að koma ann- arri nýsköpunarstjórn á laggimar. Ólafur telur það mesta og bezta verk síns lífs að hafa myndað stjórnipa ' forðiim með kommurn og komið ný- sköpuninni á. Nú vill hann gera nýsköpun á atvinnu- og efnahagslífi og vill eins og áður er sagt eng- um dyrum loka. En flokksmennirnir eru ekki á því máli, að Sjálf- stæðisflokkurinn eigi nokkru sinni aftur að ganga til leiks með komm- únista í fylkingu. Menn lita svo á, að það sé full- komið brot á anda vest- rænnar samvinnu að mynda MoSkVaflokknum. Ög enn færa menn það til, að yrði slíkt gert, þá væri verið að gera Framsókn að eina andstöðuflokknum, lög- gilda hana sem stjórnar- andstöðu og fá þessum óheillaflokki þar með nýja mögideika. Nú er það tilfært hér á móti, að vegna þess, hve konunúnistar séu öflugir í verkalýðshreyfingunni sé óhjákvæmilegt að hafa þá innanborðs við stjórn- armyndun. En landslýður inn er fyrir löngu þreytt ur á því að heiðra skálk- inn, svo að hann skaði ekki. Menn vilja láta sverfa til stáls. Sífelldar verkfallshótanir í pólitísk- um tilgangi verður að kveða niður fyrir fullt og allt. Svo er enn að því að gá, að það er sízt af öllu nokkur trygging fyrir því, að ekki verði ófriður út af vinnumálum, þó að konunúnistar séu í stjórn. Eða spyrji menn Her- mann Jónasson, hveirnig honum hafi líkað við Al- þýðusambandsþingið und- ir forystu komma. Vinstri stjórnin hafði alla daga hangandi yfir sér sverð kommanna, og það var ekki sízt vegna þess, hve henni gekk illa. Kommúnistar gera líka sínar kröfur á fleiri svið um en hvað viðkemur vinnumálum, og mega forystumenn Sjálfstæðis- flokksins vel um það vita. Tap Sjálfstæðisflokks- ins vöru mikil tíðindi. Það var persónulegur ó- sigur æðstu forystumann- anna, en ekki ósigur flokksins sjálfs. Hann stendur uppréttur, en mis-t vitrir forystumenn hafa við kosningarnar fengið á- bendingu, sem vonandi er, að þeir átti sig á og læri af. Það er vafasöm vizka hjá Leikfélagi Reykjavikur, að hefja leikár sitt með verkefni, sem það ræður ekki við, og sann- arlega er leikrit Luigis Pirand- ello, Sex persónur leita höfund- ar;-'únil&u kröfúharðafa' en‘'sVoi atS? íiðtækir vifevahíngáx’ ' gári því nokkur skynsamleg skil, svo ekki sé nefnt, að sum hlut- verkin skipa algerir viðvaning- ar, sem gætu tekið undir orð „sonarins“, „ég leik ekki neitt, eins og ég hefi sagt frá upp- hafi“. Því miður reyndist svo á frumsýningunni s.l. þriðjudag, að fleiri en einn eða tveir, sem fram komu á sviðinu, höfðu tileinkað sér framangreind orð. Verk Pirandellos er frumlegt og stundum snjallt, þótt víða sé pottur brotinn í sjálfri leik- rituninni. Frufnlegar hugmynd ir í bókmenntum eru ekki allt- af réttar, og flestar umdeildar. Hugmynd Pirandellos er frum- leg og vissulega umdeilanleg, því þarna er farið inn á sál- fræðilegt svið, jafnframt því, eins og nafnið bendir til, að steytt er á sjálfri leikrituninni og hlutfalli hennar til leik- listarinnar og sannleika túlkun- arinnar á sviði. Höfundurinn gerir ekki upp dæmið né dreg- ur beinar ályktanir, heldur kynnir mann sex persónum, fullgerðum og hálfgerðum, eins og höfundur gæti hafa gengið frá hálfköruðu verki — en horfið síðan. Persónurnar heimta framrás ekki að til- stuðlan leikenda eða túlka, heldur í skjóli eigin krafts og fullkomnunar. Þessar sex sym- bolisku andstæður koma inn á leiksvið að morgni, krefjast á- heyrnar, fá hana og hverfa síð- an brott að kveldi. Sjálfir at- vinnuleikararn,ir ýmist kætast eða hrífast af sjónleik þeirra, sannleika og lygi, er þeir fylgj- ast með sögu þeirra á sviðinu. Um spurningar höfundar, inn- sýn hans og fullyrðingar er ekki að ræða hér, aðeins þá staðreynd, að verki er frumlegt og áhugavert en oft gallað sviðsverk og kröfuhart, sem reynist leikendum mjög svo of- viða. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: 6 persónur leita höfundar ,/nu rAí.~ Frumlegt leikrif leikendum ofviða. Höf.: L. PIRANDELLO Leikstj. JÖN SIGURBJÖRNSSON tökum á sviðinu og verkið er „þreytt" til l'eiks’loka, leiðinlega þreytt og er mörgu um að kenna. Það er orðinn siður hérna heima, að íslenzkir leik- arar leita til Bretlands eða annara landa, jafnvel Ameríku, til að læra listina. Þetta er gott og sjálfsagt, en fæstir hafa varað sig á því, að það eitt, að leika á erlendri tungu, skap- ar ósamræmi milli hreyfinga og tals er síðar er leikið á ís- lenzku. Stór hópur íslenzkra leikara er að verða óskiljanleg- ur á sviðinu ella hafa tileinkað sér svo litlausa og monoton rödd, að áhorfandinn geyspar af leiðindum, þótt til meðferðar sé snjallt efni. Leikendur og þá enn síður leikstjórar, gera sér ljóst, hve veigamikil fram- sögnin er, og þetta er ekki hvað hættuminnst er um yngri' leik- ara ræðir. Náertækt dæmi til hins gagnstæða er fram- sógn Lárusar Pálssonar í Blóðbrullaupi, en Lárus hefur prýðisgóða og skýra framsögn, þótt lærðúr sé ytra, og samræm- ir hreyfingar og tal á íslenzkan hátt — þrátt fyrir námið. Líku máli gegnir um ýmsa eldri leikarana, lærða og ó- lærða, að þeir koma orðum höf- unda skiljanlega og listrænt út í salinn, í stað þess að þvögla með þau og tauta í gaupnir sér, eins og nú er tízka. Jón leik stjóri ræður máske ekki við hve áfátt liði hans er í þessu, en vissulega ætti hann sjálfur að gera þær kröfur til flutnings- ins, að hætta fremur en sýna Verkið eins og raun varð á. Þá tókust oft illa staðsetningar, dýpt sviðsins of- mikil, og leikið út í vængi, en sýningin þoldi Leikstjórn Jóns Sigurbjörns- það ekki. En verst af öllu var sonar er ófrjó og farið yfirleitt bókstafl. eftir leiðbeiningum höf undar en bæði hæg og oftast rislág. Um leið og tjaldið fer frá nær einhver þreytublær BILLINN Höíum til sölu allar gerðir biíreiða, verð og skilmálar við allra hæíi, Allskonar skipti koma til greina: BILLINN Varðarhúsinu við Kalkofnsveg Sími .18 8 33 hið mikla misræmi milli ein- stakra leikenda. Sýningin fór oft út um þúfur vegna þess ems, að það sem einn gerði þdkkalega'var eyðilagt'af næsta leikara. Guffmundur Pálsson, leikstjór- mn, reyndi en gat ekki gefið þessu hlutverki það „áuthority," sem bak við bjó. Persónuleiki Guðmundar er ekki rishár á sviðinu og enn síður rís hann, þegar röddinni er beitt án þess að leikarinn ráði við mikla raddbeitingu. Hvassar skipanir misstu marks, og aldrei fannst manni leikstjórinn skapa þann ótta né aga, sem leikritið vill láta vera. Um aðra leikara í ^starfsliði leikhússins“ er fátt að segja, nema vöxtur Signðar ur verður ekki margt gott sagt um túlkun þessara leikenda. Gísli, í gerfi mjög gamais manns og andlegri stemningu hins yfirþreytta, stynur fram setningunum þunglamalega og litiaust, persónan er tuttugu ár- um eldri en ráð er gert fyrir. Hvergi í öllum leiknum bregð- ur fyrir listrænni né blæríkri framsögn. Þessar stunur, sem maður bjóst við að horí'ið hefðu með Pi-pa-ki, endurspegluðust nú í allri sinni eymd. Þóra Friffriksdóttir er ekki alveg á því að kafna í aðgerðar- leysi á sviðinu. Dóttirin verður í meðferð hennar, líflegasta persóna leiksins, þótt furðu oít sé erfitt að skilja á milli hvar Þóra byrjar en dóttirin endar. Þóra hefur ekki verið fríðari á sViði en nú, skínandi falleg, skapíð er rhikið og óbeizlað en röddin aldrei nógu skýr. Þóra túlkar hlutverk sitt all-þokka- lega en ræður ekki við fínni punkta þess, ytri búningur er dálítið úr sambandi við innra eld, og undarlegt er með unga stúlku 1959 að kunna ekki að vagga sér í lendum. Leikkon- unni tekst oft vel, en fram- sagnargallar og stundum of mikill ofsi og óeðlilegur. Svip- brigðin eru hinsvegar oft mjög góð, þau beztu á allri sýning- unni. Steindór Hjörleifsson, sonur- inn, kunni ekki hlutverkið í upphafi en sótti á í síðari hluta, en komst aldrei á strik. Auróra Halldórsdóttir, móðirin, lék sterkt, alltof sterkt. Þar sem verkið er allt leikið í „nýmóð- ins“ stíl fel'lur leikmáti hennar út úr heildinni, og algjör ó- þarfi að halda þjáningarsviþn- um framyfir tjaldaklapp. Börn- in tvö voru, eins og vant er, ósköp þreytandi eins og börn vilja verða á sviði. Það er kannske gott og þless- að fyrir leikarastéttina að halda sig þess umkomna í dag að færa upp hvert stórverkið öðru erfiðara. En reynslan sýnir glöggt, að þessi . ungmennafé-. lagshugsunarháttur verður að hverfa. Ef stéttin fylgist hið minnsta með því sem er að ger- ast í siSmenntuðum nágranna- löndum, þá myndi hún upp- götva fjölmörg góð verkefni og meira við sitt hæfi, sem þar eru sýnd og hægt væri að sýna hé'r stórslysalaust. Hitt að elta uppi „Nobelsverðlaunamenn” er JfcsíSETWufcarnalpgt ogsJtjánalteg Uldúaróenhslsa. jÖasH • Leikræn átök verksins eigá sér stað milli Gísla Halldórs sonar, föðuiins, og Þóru Friff- riksdóttur, dótturinnar, Því mið- Hagalín er alltaf til sóníá",'mmnnöYíéntaúJesg^ vftsfía fhrifamfinn ir gerðu lítið úr litlu. ' ’ -ó tteiköúsniála -hór; .tiíryajý, athuga þetta áður «n: leiklistarlíf höf- uðstaðarins -kafnar í ttilraunum, sem stéttin fær á engan hátt Ieyst viðungnlega. A.B.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.