Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.11.1959, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 09.11.1959, Blaðsíða 8
OR EINU I ANNA6 Hver á réflinn! — Skuldakóngar í framboði — Ösvífinn dyravörður — Vinnumál — Umferö í Pósfhússfræfi — Góð músík — Hafmeyjan F> r r i i r ) í I w ¥ [ t i ) \ ] Getur það verið rétt, þótt merkin virðist sýna það, að bifreiðir, sem aka úr bílastæðinu við Miklu- br^ut — 15 milljón króna kaflanum — eigi rétt gagnvart bílunum á aðalbrautinni ? Ef þetta er gert með ráðum umferðarsérfræðinganna væri ekki van- þörf að sálfræðingstetur borgarstjórans athugaði nefndarmenn. Er ekki neitt rétt við þennan víðfræga götukaf la ? Það er nú út af fyrir sig hjá Sjálfstæðisflokknum að senda tvo mestu styrkþega landsins fram í Vestur- landskjördæminu, en óneitanlega var það smekklegt hjá yfirstjórn flokksins að láta tvo lögfræðinga fylgj- ast með þeim um kjördæmið. Það væri Iiollt ef dyravörður Framsóknarhússins léti sér skiljast að hann vinnur nú í Reykjavík en er ekki á réttarballi í sveit. Dyraverðir eiga að hjálpa gestum, en ekki gera þeim óleik að ástæðulausu. Að vísu ætlast menn ekki til kurteisi af þessum manni, en ef sérgrein hans er ruddamennska, þá má stjórn- andi Framsóknarhússins svipast um eftir öðrum manni. •-------------------------- Brennivínsmálin okkar hafa jafnan verið hin mestu feimnismál — enda þjóðin andvíg áfengi., En spyrja má hinn nýja forstjóra áfengisverzlunarinnar hvort reynt sé að koma út einstökum tegundum áfengis, til góðs fyrir umboðsmann, eða hvort ómögulegt sé að panta fleiri tegundir en gert er. Það er óþarfi að hyggla einstökum umboðum og sennilega er það ólöglegt og vissulega engin þjónusta við viðskipta- vinina. Það er mikil forsjálni hjá umferðarlögreglunni að leyfa að leggja bifreiðum við Pósthússtræti gegn Hótel Borg. Þarna vinna allkyns vélar við hið nýja hús Almennra trygginga auk þess sem bifreiðir starfsliðs borgarstjóra hafa einkaleyfi á bannsvæð- inu þar. Er lögreglustjóri að gera grín að sjálfum sér er hann kallar á blaðamenn og skýrir baráttu sína gegn umferðaröngþveitinu ? Þetta ástand ríkir aðeins 50 metrum frá skrifstofu hans — en auðvitað er stoltið of mikið til að fara að ráðum annarra. Sjálfstæðishúsið hefur nú tekið -upp þann góða sið sið að láta leika hljómlist í eftirmiðdagskaffitímanum. Eyþór Þorláksson mun leika létt klassísk og vinsæl lög á gítar, og má því telja þetta til algjörrar nýjung- ar hér á landi. Eyþór hefur verið við gítarnám á Spáni undanfarin tv öár. 14 •------------------------- Það má ætla að æskan í Reykjavík sé orðin vitlaus og beri ekki virðingu fyrir neinu nema sjálfri sér. Tilraunir borgarstjóra til að efla fegurðarsmekk Reykvíkinga m. a. að skreyta höfuðstaðinn styttum mætir engu öðru frá óþakklátri æskunni nema háði og spotti. I stað þess að virða og meta hina gullfögru ,,Haf- j meyju“ sem Gunnar Thor lét setja í Tjörnina — hafa þessir ungu ,,bandittós“ uppnefnt listaverkið og j kalla Hafmeyjuna ekki annað í daglegu tali en „Sjó- skvísuna.“ Neyfendasamfökin og vörumerkingar Neytendasamtökin hafa látið sig vö.vumerkingar miklu skipta, þar sem þau hafa álitið, að þeim væri mjög ábótavant hér á landi og það svo, að bryti í bága við landslög, þ.e. lög nr. 86 frá 1933 um varnir gegn ó- réttmætumj verzlúnarháttum. Neytendasamtökin hafa nú feng- ið sjónarmið sitt staðfest með dómi þeim, er felldur var af sjó- og verzlunardómi Reykja- víkur 13. okt. s.l. í máli, er varðaði merkingu peysu. Það reyndist svo, að í lögum þessum felst öflug vernd fyrir neytend- ur gegn hvers konar merkingu vara, er kunna að gefa villandi hugmyndir um uppruna þeirra eða eiginleika. Stjórn Neytendasamtakanna er þess fullviss, að ýmsar merk- ingar vara, sem nú eru við- hafðair hér, eru ólöglegar sam- kvæmt ofangreindum lögum. Þau vilja því beina því til hlutaðeigandi, að þeir hyggi að vörumerkingum sínum með hliðsjón af nefndum lögum og nýfelldum dómi samkvæmt þeim. Neytendasamtökin álíta lög þessi svo mikilvæg fyrir neytendur, að þau telja það tvímælalaust skyldu sina að sjá til þess eftir megni, að þeim verði framfylgt. Þess vegna er það ætlun stjórnar Neytendasamtakanna að kanna það ítarlega að mán- uði liðnum, að hve miklu leyti megi telja vörumerkingar á markaði hérlendis vera í sam- ræmi við lög. (Frá stjóm Neytenda- samtakanna). GREIN JÓNASAR . . . Framhald af 4. síðu. manna um að afla dollara með margvíslegum hætti. Foringjar kommúnista eiga lítinn og að minnsta. kosti ekki opinberan þátt í dollaraveiðum suður með sjó en liðsmenn þeirra sitja við sama borð og aðrir samlandar í Kanaatvinnu. Forsprökkum kommúnista er Ijóst að þeim mundi ekki haldast uppi vegna kjósenda sinna að loka at- vinnustörfum á Siðurnesjum í samræmi við yfirlýstan vilja flokks þeirra. Kosningamar voru svo svip- lausar sem raun bar vitni um af því að kjósendur og borg- aralegir leiðtogar kunna mjög vel við velsældarríkið en það byggist á samstarfi alk'a flokka um landsstjórnina og viðskipta- mál vestan tjalds og austan. Gera má ráð fyrir stympingum um stjórnarmyndun fram undir jól. Ólafur eða Emil setjast í eftirsóttan stól Hermanns. í fjármálin þarf taugasterkan innheimtumann til að mæta taumlausum uppbótakröfum at- vinnuvega sem búa við fallandi krónu, og sívaxandi dýrtíð. Kommúnistar munu í fyrstu þykja óhæfir í stjórn en þættu síðar eftirsóknarverðir. Mundu allir sætta sig við þann írið sem sprytti af góðu árferði í afurðasölu og frjálsum dollara- tekjum. Þá skapast þægileg kennd í þjóðlifinu, eins og vist í vel heitu baði, eftir erfitt dagsverk. Mánudagur 9. nóvember 1959. Deleríum Bubonis í Iðnó f-.kkert lát er á aðsókn og vinsældum gamanleiksins Delerium Bubonis, sem Leikfélag Reykjavíkui hefur nú sýnt 46 sinnum. Næsta sýning er kl. 3 í dag, sunnudag og aftur á mánudag kl. 8. Myndin er af Brynjólfi Jóhannessyni, Gísla Halldórssyni og Karli Sigurffssyni. ®------------------------------------------------------- Pekingóperan sýnir í Þjóöleikhúsinu 60 manna flokkur listamanna frá Óperunni í Peking er væntan- legur hingaff 12. þ. m. og verffa sýningar 4 í Þjóðleikhúsinu. Þessi flokkur frá Peking óperunni hefur aff undanförnu veriff a sýningarferff í öllum lielztu leikhúsum í Evrópu og nú síðast á Norðurlöndum. „Peking óperan“ hefur allstaffar hlotið mjög góða dóma og segja gagnrýnendur aff list þeirra sé sérstæff og hrífandi. — Leikhúsgestum er enn í fersku minni sýningar þeirra í Þjóffleikhúsinu haustiff 1955, en þá sýndi annar flokkur listamanna frá Peking óperunni 5 sinnum í Þjóðleikhúsinu viff geysilega lirifningu og var affsókn þá svo mikil aff margir urffu frá aff hverfa. — Fyrsta sýning Kínverjanna verffur í Þjóðleik- húsinu föstudaginn 13. þ. m. og verffa affgöngumiffar seldir í byrjun þessarar viku. Eftirspurn eftir aðgöngumiðum á þessar sýningar er þegar orffin mikil og er því þeim, sem ætla aff sjá sýning-una, ráfflagt aff tryggja sér miffa í tíma. — Myndin er úr atriði úr „Peking óperumii.“ Auglýsið í Mánudagsblaðinu •-----------

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.