Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.03.1960, Qupperneq 4

Mánudagsblaðið - 07.03.1960, Qupperneq 4
^iánudagsblaðið Mánudagur -7. . marz 1960 BI&S fynr alU BLatíiS kemur út á mánudögum. — VerB 3 kr. 1 lausasðlu. Ritstjórl og ébyrgðarmaður: Agnar Bogason. Afgreiðsla: Tjarnarg. 3». — Sími ritstj. 13496. Prentsmiðja Þjóðviljan3 h.í. [ónas Jónsson, írá Hriílui Yfirlæti, hóglæti, manndómur 'Ólafur Thors og Vilhjálmur JÞqr ,eru nú mestir valdamenn í landinu. Annar stýrir lögum og landsrétti en hinn málefnum krónunnar. Báðir þessir menn eiga litríka sögu að baki og sjónarsviftir væri að því, ef þeir væru skyndilega burtkvadd ir af leikvanginum. Ólafur og Vilhjálmur hafa báðir gengið fram úr fylkingum borgaranna 02 boðið forystu. Nokkuð er Undir því komið hversu þeim s’sekist leiðin inn í fyrirheitna landið. Báðir hafa þessi leiðtog- ar ávarpað þjóðina í útvarpi. Báðir útmála með sterkum orð- Um óhófseyðslu og takmarka- lausa skuldasöfnun undangeng- inna ára og lýst með glöggum og rtiárkvíssum orðum ginnunga- gápi fjármálalegs ósjálfsttæðis sem biði á næsta leiti ef ekki verði breytt um stefnu í þessu éfrii, En ef athuguð er saga und angengihna ára kemur í ljós að þessum þjóðfulltrúum hefur ekki verið fullljós sannindin um skuldabaggann mikla og þá hsettu, sem fylgir taprekstri og skuldasöfnun. Ó. Th. tók við miklum skipaflota og -stórútgerð frá föður sínum. Sá floti og út- gerð er nú að mestu horfin og sjálft erfðafyrirtækið verið um áratugaskeið rómað fyrir stór- skuldir. í stríslokin stýrði Ólaf- ur landinu með Brynjólfi höf- uðbolsivika og minnist þeirra dága löngum í ræðum sínum með allmikilli aðdáun. Hinu er þá ekki haldið fram að á þeim árum tók íslenzk stórútgerð goll veitu og færðist fyrst yfir á bæjarfélögin og síðan á alla skg|tgreiðendur. Þegar hér var koinið sögu voru sjóðir lands- manna mjög að þrotum komnir. Hófst þá með alþjóðarsamþykki takmark'alaus skuldasöfnun. Eitt sinn þegar Ólafur var að víkja úr stjórnarstólnum fyrir Her- manni lét hann í það skína að létt mundi að.. slá Adenauer um 400 milljónir. Ekki var þó úr þvi‘í það sinn vegna stjórnar- skiptanna. Af Vilhjálmi Þór er svipaða sögu að segja. Eftir stríðið þegar Ó. Th. þjóðnýtti toáaraflotann festi V. Þ. mikið af lausum og föstum eignum kaupfélaganna í gróðafélögum sem gáfu þó ekki gróða í marg breyttum húseignum. Fylgdi að síðustu' meiriháttar skuldasöfnun sem minnti á léttúðardaga Kveld úlís. Að þessu búnu tók V. Þ. að sér að taka lán fyrir ríkið í Ameríku og hætti ekki í það •sina £y.rr en s.vo.. var. vasklega til \j_tks- gengið, ;að. ha&frseðihg ar landsins Jónas Haralz og Jó- hannes Nordal yfirlýsa að skulda söfnun íslenzka ríkisins væri fordæmalaus með öllu ef gæta skyldi fullkomins fjármálafrels- ins. Síðan Ó. Th. tók .að nýju við stjórnarforystu hefir V. Þ. stað ið við hlið hans um síðustu lán- tökuna hið svokallaða viðreisnar lán, 8Ó0 milljónir, tekið í Ame- ríku, sennilega að verulegu leyti í matvörum. Segir V. Þ. þó í útvarpsræðu að sjaldan eða aldrei hafi borizt í land úr sjó meiri verðmæti á tveim missir- um heldur en árið 1959. Slik af- koma ætti að gera matarlán óþörf um sinn. Kenningar Ó. Th. og V. Þ. um skaðsemi skulda eru í allmiklu ósamræmi við atorkumiklar að- gerðir þeirra og stofnana sem þeir stýra við gifurlegar og sí- endurteknar lántökur erlendis. Þá bætist við okkurt ósamræmi í fjárstjórn þeirra,. ef litið er niður að höfninni. Þar ber hátt við loft verksmiðja Kveldúlfs og höfuðborgarinnar. Þar skyldi með nýtízku vélum vinna auð úr Hvalfjarðarsíld, hvern vetur. Síldin kom ekki og enn stendur verksmiðjuhúsið og allur véla- kosturirin óhreyfður ár eftir ár. Fyrir löngu hefði átt vera búið að selja vélarnar til annarra þarfa og freista að nota verk- smiðjuhúsið til nota við .fram- leiðslustörf eða að rífa kofann svo að hans saga væri ekki framlengd að óþörfu. En hvor- ugt hefur verið gert. Utan við hafnargarða liggur Hamrafellið. Það er soi'garbarn samvinnufé- laganna. Þau skipakaup voru ráðin og framkvæmd fyrir at- beina V. Þ. Fyrirtækið átti að vera gróðafyrirtæki, Miðstætt verksmiðjunni í Örfirisey. Stór felld gróðabrögð eru áhættuspil. Þar verða ábyrgir forkólfar að sjá fyrir alla hugsanlega þróun ella er ósigur vís. Suma mán- uðina tapa SÍS og Olíufélagið einni milljón króna á reksri Hamrafells en leita ekki bjarg- ráða fremur en Kveldúlfsmenn í Örfirisey. Áheyrendur útvarpsins kunna vel fjörugum fjármálaræðum Ó. Th. og V. Þ. en una þó miður vel nokkrum yfirlætistón sem gætir í ræðum þeirra og við- reisnarbollaleggingum. Menn spyrja hvaða undramáttur gefi þessum höfuðleiðtogum þjóðar- innar dirfsku til að bjóða fram leiðsögu við endurreisn fjár-. mála- með þ.ví að fordæma . Framhald é 7. síöu. - uvinna Inusnin? „Ó hve maður yrði sæll“ o. s. frv.. Svo er manni sagt að þegar þegnskyldu-tfrumvarpið var fyrst til umræðu á Alþingi, og þessi vísa var kveðin, muni hún hafa ráðið úrslitum, þegar til atkvæð.agreiðslu kom. Ef svo er, verður líka að ganga út frá því, að háttvirtir alþingismenn hafi þá, rétt eins og nú, látið „tólfkóngavitið", ráða tungu sinni og hendi. Að minni hyggju hefur fátt eða ekkert orðið þjóð okkar til jafn mikils tjóns, af því sem Alþingi hafði tækifæri til að gera, en lét ógert, eins og það' að samþykkja ekki þegnskyldu- una. Er mér nær að halda, að dýrara hafi verið að fella það, en að samþykkja frumvarpið um „að gera krónuna að fimm eyringi", eins og minn góði æri faðir Jónas Jónsson komst að orði um vísitöluvitleysuna í sinni tíð. Nú er þó svo komið. að ein- hver von virðist um, að stjórn landsins hugsi sér að gera ráð- stafanir til að krónan verði ekki minni en fimmeyringur, þrátt fyrir fortíð þessara sömu manna, og skal vonað og beðið, að stjórninni takist það. Sagan, reynslan. segir okkur oft, hvað við gátum og hefðum átt að gera. Mikið vatn hefir runnið til sjávar, síðan þegn- skyldufrumvarpið var fellt á Alþingi, og mörg verðmæti far- ið forgörðum. Þau eru töpuð, en ný verðmæti, hin uppvaxandi- kynslóð, skapað daglega, og þess vegna er ennþá tími til að koma þegnskylduvinnunni á. Vandamál æskunnar Æákulýðsteiðtogar, kennarar, kirkjunnar menn og fleiri ræða um vandamál unga fólksins, sem þeir kalla svo. Komið er á fót frístundaheimilum, uppeldis heimilum, fangahjálp o. fl. o. fl. En ekkert stoðar.’ Svo tekin séu nýjustu dæmin éru hér fyrirsagnir úr Vísi 11. janúar (þetta er skrifað 15. jan- úar). „Keyrðu, keyrðu, lífið er ekki cigarettuvirði", „Æðisgeng in eltingarleikur lögreglu við flóttabifreið um götur Reykja- víkur.“ „12 ára börn neyta áfehgis“. „Nefndin hafði afskipti af 170 til 180 börnum vegna þjófnáða og innbrota." „Uppþot í Miðbænum“ „Múgæði grípur unglinga“. Þetta er óvenjulega mikið í einu blaði. En nú er svo komið, að varla kemur svo út blað í Reykjavík, að ekki sé sagt frá einhverjum vandræðum í sám- bandi við Reykjavíkuræskuna. Eg er vel .kunnugur víða .á land inu, og .eftir minni reynslu mun ástandið . þar, í . kaupstöðum, kauptúnum, já í sveitum lílm i 1 vera litlu eða engu betra, þótt minna beri á því í blöðunum í Reykjavik. Allir eru sammála um, að hér er voði .fyrir dyrum, en íáir hafa reynt að gefa fulla skýr- ingu á fyrirbærinu, Mitt álit er, að hægt sé að svara því með einu orði „Agaleysi". Agaleysi Við getum byi’jað á byrjun- inni. Barnasálfrseðingar hafa haldið því fram, að barnið verði að fá að vera sem alh’a frjáls- ast gerða sinna. til að forðast, að það fái dúldir, held ég áð þeir kalli það. Mjög margir for eldrar taka þetta svo, að koma eigi á móti öllum kenjum barns ins. Jafnvel lofa því að söfa meirihluta dagsins, sem verður svo til þess, að foreldrarnir fá ekki næturfrið. Flestum, ég vil helzt segja öllum, foreldrum þykir vænt um börnin sín, og vilja allt fyrir þau gera. En alltof fáir gera' sér grein fyrir, hvar takmörkin eru, hvað á að Ieyfa og hvað ber að banna, því vill lika oft fara svo ,að barn- inu er sjaldan eða aldrei bann- að neitt. Afleiðingin verður þá, að barnið gerist húsbóndi á heimilinu. Það „terroriserar" foreldra sina og allt umhverfi. hvort kennárinn þeirra kenndi þeim ekki, að þeim . bæri að vanda framkomu sína á ‘al- mannafæri og t. d. að standa upp fyrir sér eldii ' í stærtis- vögnum. Þá gerðu þau mig al- veg orðlausann. „Kennararnir. Þeir eru bara alltaf á því.“ „Þeir voru nú þrir fullir í dag.“ Svo fóru þau að tala um þennan og þennan og nafngreindu kenriar- ána. Þéssi mætti aldrei á mánu dagsmorgna, þessi var fullur í dag. Hinn var bará tímbr'aður. Ekki veit ég, frá hVaðá skóla þessir unglingar voru, en - ég held þau hafi verið-.á gagnfdeéða stiginu. Vinnan Fullir kenarar Skólarnir Svo taka skólarnir við. Aður fyrr var kennarinn húsbóndinn, — yfirmaðurinn, sém bar að virða 6g hlýða. Nú er kennt, og framkvæmt, að kennarinn eigi að vera nokkurskonar leikfélagi barnanna. Afleiðingin er áfram haldandi agaleysi. Svo langt gengur agaleysið í skólunum, að mér er sagt, að börnin séu sums staðar ékki einu sinni látin taka af sér höfuðfötin, eða fara út utanyfirfötunum, áður en kennslustund byrjar, Við, sem mikið notum strætisvagnana, vitum, hvernig börnin haga hér þar . Á stoppistöðunum troða þau sér framfyrir fullorðna fólk ið, eða troða sér í gegnum hóp- inn, sem bíður, til þess að verða fyrst í vaginn, og sætin, og sitja svo sem fastast, jafnvel þótt konur með smóbörn, eða gaml- menni eigi í hlut. Sama má segja um unglinga í framhalds- skólum. Fyrir stuttu bað ég unglingsdreng að standa upp fyrir mér í strætisvagni. Fyrst virtist hann ekki skilja. hvað ég var að fara., Hann áttaði sig þá og stóð upp. Með honum voru margir unglingai’,. sjálfsagt .úr sama skóla. Nú byrjaði ballið. „Mér sýndist hann nú ekkert gamall þessi, kanpski miðaldra.“ „Jú hann er gráhærður.“ „Ertu ekki með .skallá; líka manni?“ 8vo var hlegið, hrópað og hrynt. Eg talaði til þeiira. pg spurði, Svona væri endalaust hægt að halda áfram. Enn 'það sáma „agaleysi“. Þegar skólum sleppir tekur vinnan oftast við. 14 ára dréng- ur getur gengið í.sendilstarf eða blaðburð og fengið laun allt að helrning á við fjölskyldumánn, sem á baki sér margra ára starf. J?essi dréngur greiðir kannski einhvern hluta af kaupi sínu til heimilisins Hinu heldur hann. Afleiðingiri ofmikil aura- ráð, og virðingarleysi fyirr pen- ingum, Áframhgldaridi agalevsi. Sem betur fer eru inargir svo vel af guði gerðir, að þeir þola þetta allt, og þegar aldiir og lífs reynsla leyfir, verða þeir að góð um og nýtum þjóðfélagsþegnum, en fjöldi unglinga þolir ekki þetta uppeldi, og afleiðingin seg ir til sín eins og fyrirsagnir blaðanna bera með sér. Þarna er það, sem ég álít, að þegnskylduvinnan eigi að koma til. Og það jafnt fyrir stúlkur sem drengi. Ekki veitir þeim síður af að læra að vinnaog hlýða. Þær, sem verðá mæður og eiga að móta og kenna næstu kynslóð fyrstu árin heririar. Fleiri kynslóðir Það mó enginn tak'á orð mín svo, að ég telji, að agaleysið hafi aðeins skemmt þá kynslóð, sem nú er að alast. upp. Eg tel að það sé þegar búið að skemma mjög marga árganga' íslenzkra unglinga. Við, sem nú erum mið aldra, munum þó kannast við, að við ættum t .d. að borða það, sem okkur var skammtað á disk inn okkar. Fá munum við liafa getað státað af miklum auraráð- um frá fernringu til tvítugs. Og flest þurftum við að vinna hörð um höndum við algengustu fram leiðslustörf strax eða jafnvel áð- ur en kraftar leyfðu. Þetta var oft harður, en góður skóli, en honum hefur sífellt verið að hraka, með bættum kjörum álls fjöldans, og nú,. þegar hans gæt ir lítt eða ekkert, er þegnskyldu . 5'ramhald & 7..6Í5U* }

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.