Mánudagsblaðið - 07.03.1960, Page 5
f Mánudagur 7. marz 1960
manudagsblaðið
HiiiiiiiiiiiiimHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiHiiilililiillililliiltlilllilllliilliillilim
Herra minn,
k ég hef fengið þau skilaboð
úr ríki andannja, aíð yður1
langi tii að ræða við mig.
ðlér væri sönn ánsegja að
tala við yður, et' þér viljið
gera mér þann heiður að
heimsækja mig.
Eg er, virðulegi herra, yð-
ar auðmjúkur þjónn,
E. Swedenborg.;
Þannig hljóðaði bréf það,
sem 'sænski vísindamaðurinn
og dulspekingurinn Swed-
enborg, reit John Wesley,
enska trúfræðingnum og
stofnanda Kirkju hinnar
' Nýju Jerúsalem.
Wesley svaraði um hæl, að
það væri rétt,. að sig hefði
langað til að kynnast Swed-
enborg, en þess væri enginn
kostur nú, því hann væri að
] leggja upp í sex mánaða trú
boðsferð.
Svar Swedenborgs hafði
að geyma spádóm þess efnis,
að Wésley mundi hverfa
„inn í ríki andanna þann 29.
næsta mánaðar fyrir fullt og
, allt.“
Þessir tveir menn hittust
aldrei. Eins og Swedenborg
hafði sagt fyrir lézt Wesley
29. marz 1772.
Fyrstu „kynni“ Sweden-
borgs af andaheiminum áttu
sér stað árið 1745, þegar
hann var 57 ára gamall.
„Þetta kom smám saraan,"
skrifar hann, „hljóðlát, lítil
rödd á bak við mig.“
Hann skýrði vini sinum
svo frá, að vera hefði komið
til sín um nóttu og sagt, „að
hann væri Drottinn Guð
minn, Skapari heimsins, og
frelsari Mannkyns, og að
hann hefði kjörið mig til að
skýra fyrir mönnum hina
andlegu merkingu Ritningar-
innar, og að hann mundi
sjálfur skýra mér það, sem
ég ætti að rita um þau efni.
Þessa sömu nótt opnaðist
fyrir mér, svo ég hlaut að
sannfærast um raunveruleik
hans, heimur andanna,
himnaríki og helvíti, og ég
þekkti þar aftur marga kunn
ingja úr öllum stéttum.
Upp frá þeim degi afrækti
ég veraldleg vísindi, en lagði
alla stund á að nema hina
andlegu vizku, eftir því sem
Drottinn hafði boðið mér.
Eftir þetta opnaði Drott-
inn augu mín oft á dag, svo
að mér um miðjan dag birt-
ist sýn inn í annan heim og
ég átti tal við engla og anda,
þótt ég væri sjálfur glaðvak-
andi.“
Tuttugu árum seinna skrif
aði hann guðfræðingnum
Kristofer Oettinger: ,
i ,,Eg get borið þess hátíð-
legt vitni, að Drottinn hefur
sjálfur vitrazt mér, og að
Hann hefur sent mig til að
gera það, sem ég er nú að
gera, og að i þessura.tilgangi
liefur ha&þ - opnað mér sýn
in ní hugskot mín, þau sem
andlegs eðlis eru, svo að ég
get séð þá hluti sem eni af
andans heimi og heyrt þær
verur, sem þar eru, og þess-
ara fon-éttinda hef ég nú
notið í 22 ár.“
Samkv. því sem Swedenborg
kennir eru heimar anda og
náttúru aðgreindir, en þó
skyldir og tengdir sam-
kynja efnum, lögum og
öflum. Hvor heimur um
sig hefur andrúmsloft,
vötn og jarðir, en í öðrum
er þetta náttúrlegs eðlis en
í hinum andlegs eðlis.
I riti sínu „Hin sanna
Kristna trú,“ sem sennilega
er ágætasta verk hans, eru
dregnar saman í eitt allar
kenningar hinnar Nýju
kirkju.
Emmanuel Swedenborg
var sonur sænsks biskups og
fæddist árið 1688. Menntun
sína hlaut hann við háskól-
ann í Uppsölum. Síðar fór
hann til Oxford, Utrecht,
Parísar og fleiri lærdóms-
staða.
Árið 1716 var hann kynnt-
ur fyrir Karli 12., sem þegar
skipaði hann umsjónarmann
með námugreftri.
Meðan setið var um Frede-
rickshall „innti hann af
hendi mikilsverða þjónustu
með því að flytja yfir fjöll
og dali á hjólvél, sem hann
hafði fundið upp sjálfur,
tvær galeiður, fimm stór skip
og eitt minna frá Stromstad
til Iderfjal, fjórtán mílna
langan veg. Með aðstoð þess-
ara skipa gat konungurinn
komið stórskotaliði sínu
(sem ómögulegt hefði verið
að flytja landveg) undir
sjálfa virkisgarða Fredricks-
hall“.
Virðist þetta hafa verið
fyrsta tilraun Swedenborgs
á sviði uppfinninga. Sama ár
birtust eftir hann fjöldi
stærðfræðilegra og verkfræði
legra rita.
Ef-tir dauða Karls 12.
sæmdi Ulrica drottning hann
aðalstign og breytti um leið
nafni hans úr Swedberg,
en svo hét hann réttu lagi,
í Swedenborg.
í lávarðadeild . sænska
þingsins tók hann oft til
máls um hin ólíkústu efni, t.
d. sænsku myntina, tugakerf
ið, verzlunarmál og áfengis-
löggjöfina.
Það var ekki fyrr en í lok
nítjándu aldar, að mönnum
varð ljóst, hve langt á und-
an öðrum vísindamönnum
hann hefur verið á flestum
sviðum.
Þegar hinum umfangsmiklu
ritum hans var safnað sam-
an og þau rannsökuð, kom
í ljós, að margar 'kenningar
hans voru furðulangt á und-
an tímanum, t, d. var hann
langt á rnidan Kant og Lap-
lace. um myndun, sólar ,og
reikisstjarna úr stjarnþok-
um. Hann var fyrstu til að
nota kvikasilfur í loftdælur
og kunni að reikna út hnatt-
lengd staðar eftir tungli og
stjömum.
Hann fann upp eyrnalúður
handa heyrnardaufum, hafði
áhuga á vélbyssum og hafði
jafnvel hugmyndir um fljúg-
andi vélar.
Hann var gæddur f jarsýn-
isgáfu á háu stigi og sá stór
brunann í Stokkhþlmi, þó
hann væri staddur í öðrum
landshluta, þegar hann átti
sér stað.
Hann lézt á aðfangadag
jóla 1771.
- 1
Höfum ávallt fyrirlgigjandi allar tegundir
bifreiða og, alla árganga
Beztu kaupin hjá okkur —
hagkvæmustu skilmálarnir
BILLINN
Varðarhúsinu við Kaikofnsveg
Sími 18 8 33
ff Ir-
'1
5 -l
■”.............1
Hjónaspil
P’ramhald af 3. síðu
hyglisverð. Örðugleikar eru auð
sæir en leikstjóra tekst vel að
yfirstíga þá, nær ágætum heild
arsvip og prýðilegu samræmi.
Sviðið nýtist vel, ramminn sami
alla þættina, en breytingar milli
þáttanna mjög skemmtilegar.
Það er tilheyrandi léttur blær
yfir leiknum, áherzlur stundum
um of á hið skoplega, sem þá
verður yfirdrifið; það leynir sér
ekki að unnið er af alúð, verk-
efnið er þaulæft, leikendur
komu moduleraðir (heilsteyptir)
á sviðið, eins og þeir höfðu æft,
sem er alltof sjaldgæft hér.
Þá var gaman að sjá hve vel
leikstjóri gætir smáatriða og ger
ir það sitt í þessu verki sem
öðrum. Ljósin voru þó mjög
reikul og oft til skaða og má
furðu gegna, að ekki skuli íeng-
inn kunnáttumaður á þau ágætu
ljósatæki sem leikhúsið hefur.
Yfirleitt gerðu leikendur hlut-
verkum sínum góð skil. Herdís
Þorvaldsdóttir, frú Levy, lék
leikandi létt hlutverk hinnar
kankvísu konu, brögðótt og
smellin, svipbrigðin og hreyfing
ar mjög góðar. Röddin, sem frú
Herdís tileinkar sér í hlutverk-
inu (höfuðtónar)) orkar nokk-
urs tvímælis, verður sannast
mjög þreytandi er á líður, enda
ofgerir frú Herdís mjög óþægi-
lega, jafnvel skemmir sum at-
riðin. Haraldur Bjömsson, Vand-
engelder, nær sumu úr hlutverk
inu, en replikkur hans eru stund
um flausturslegar og hreyfingar
ýktar. Þarna virðist leikarinn
og leikstjórinn -missa sjónar af
því komiska, sem hlutverkið býr
yfir, en leggja áherzluna á ýkta
irritaiton. Kúrik Haraldsson og
Bessi Bjarnason eru bráð-
skemmtilegir í hlutverkum skrif
aranna, og Róbert Amfinnsson
bregður upp bráðsnjallri mynd
af hinum ísmeygilega Stakk.
Guðbjörg Þorbjamardóttir leik-
ur mjög þokkalega frú Malloj,
hattadömu, gerfi og tilburðir á-
gætir, en Brynja Benediktsdótt-
ir ræður ekki við hlutverk búð
grstúlkunnár . að • neinu ráði.
Helgi Skúlason sýnir afbragðs-
,piinþkk,.í hlutverki þjónsins og
Ævar R. Kvaran túlkar skínandi
vel ekilinn brotlega. Inga ÞórS
ardóttir, ráðskona, skapar
skemmtilega persónu og Arndisi
Björndóttur verður óvenjulétt
um hlutverk sitt. Jóhann Páls-
son er fremur tilþrifalítill, svo
og Valur Gústafsson, en Jón
Aðiis nær fremur lítilli komik
úr hlutverki rakarans. Bryndis
Pétursdóttir er fríð sýnum og
leikur hlutverk sitt laglega. Það
er ekki vandi minn að tína upp
smærri hlutverk, en hér hafa
þau óvenjulega mikil áhrif á
heildarsvipinn. Eg vil sérlega
taka fram hve vel staðsetningar
allar voru unnar — plaseringar
voru með þeim beztu, sem hér
hafa sézt. Þá voru nú leiktjöld
Lárusar Ingólfssonar sérlega vel
unnin — þau voru satt sagt
vönduð, ,og ætti Lárus að halda
þessum sið.
Það verður ekki snúið' aftur
með það, að Hjónaspií er frenv
ur rislágt og ófrumlegt verk,,en
þó leikrænt. Það, sem réttlætic
sýningu Þjóðleikhússins nú: er
hin góða vinna leikstjóra. og
ýmissra leikara, tjaldamálara. og
sviðsmanna. Ljósin’ voru . léleg
— gallar ýmsir •— en hér. var
leikhús, vönduð prpfessional
vinna, sem vissulega ber að
meta. Það er mikil ánægja-,að
geta óskað ungum leikstjóra tii
hamingju — alltof sjaldgæf á-
nægja hjá gagnrýnendum, en nú
er vissulega tækifærið með Bene
dikt Árnason, sem nú hefur
rösklega rekið af sér slenið,
Þýðing Karls Guðmundssonar
var yfirleitt góð, en sérvitrings-
háttar gætir stundum, þó ekki
að skaða.
A, B.
Krossgátan
SKÝRINGAR:
Lóðrétt: 1 Svaðilfarir (þf.) 2 Gælunafn 3 Spil (flt.) 4
Rithöfundur 10 Rödd 11 Hár 12 Valdi 14 Bál 15 Gróður-
brúska 18 Ósamstæðir 20 Taug 21 Skrásetningarmerki .22
Askar (þf.) 24 Á hurðum 26 Band 28 Fylgir degi 29 Eld-
stæði 30 Þvottur. .. <
Lárétt: 1 Hlýindi 5 Rámur 8 Slá niður 9 Amerískuf
íþróttafélag 5 Útilegukona 6,Hæð 7 Eldstæði 9 Gálan 13
Stjórnmálasamtök 16 Fljót.í Afriku 17 Köku 19 Eyðir 21
Skrifa 23 Kai'lraannsnafn 25 Fundur 27 Eins, -. ;:.