Mánudagsblaðið - 16.01.1961, Qupperneq 5
Mámidagur 16. janúar 1961
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
5
Deilumáiin um rekstur dval-
e t
í blaði- yðar, dags. 31. ö'któ-
ber s.l. er grein sem er undir-
skrifuð „Kunnugur“. Skrif þessi
eiga að vera um dvöl mína að
Hrafnistu og viðskipti okkar
Sigurjóns Einarssonar forstjóra.
Sökum lasleika hefi ég ekki
getað svarað nefndri grein fyrr
óg vil ég því biðja yður, hr.
ritstjóri, að birta eftirfarandi
svar í blaði yðar.
Gréinarhöfundur segir að ég
hafi yfirgefið heimilið án þess
að forstjórinn eða annað starfs-
fólk hafi um það vitað, en hið
rétta er að hinn 5. sept. s. 1.
hringdi ég í hr. lækni Jónas
Sveinsson, og bað hann að koma
til mín, • sem hann þegar gerði,
o'g eftir að hafa skoðað mig,
ákvað hann að ég skyldi fara
á sjúkrahús samdægurs.
Rétt eftir að læknirinn var
farinn kom yfirlæknir heimilis-
ins, ásamt yfirhjúkrunarkonu
inn til mín og tilkynnti ég þeim
þá að ég væri að fara á sjúkra-
hús og éftir að hann hafði hlust-
að mig sagði hann við okkur að
bezt væri að láta Jónas Sveins-
són ’Um þetta,
Nokkrum mínútúm siðar kom
svo bíll, sem -færði mig að
sjúkrahúsinu Sólheimar.
Eins og að framan getur þá
tilkynnti ég yfirlækni og yf-
irhjúkrunarkonu heimilisins áð
ég væri á förum og ætti að
fara á sjúkrahýs og tel ég þetta
fullkomna .tilkynningu um fjar-
veru mina frá Hrafnistu. En
þrátt fyrir það notar forstjór-
inn tækifærið, meðan ég er
rúmliggjandi á Sólheimum og
ryðst inn í - lokað herbergi og
lætur fleygja öllum mínum far-
angri út, án þess að gera mér
viövart.
" ’Þetta tel ég ósæmilega, ó-
drengilega og í alla staði ólög-
lega framkomu.
Þessi atburður gerðist í her-
bergi nr. 316 en það herbergi
útvegaði Henry Hálfldárjarson
mér í skiptum fyrir herbergi
nr. 408, sem var á þriðju hæð
og mér mjög óhentugt fyrir það
hvað ég yar veikur af svima.
Vill Henry jafnan bæta fyrir
okkur vistmönnum, eftir því
sem mögulegt er Svo taka for-
stjórans á herberginu er ekki
bara svik gagnvart mér, held-
ur einnig við Henry og Guð-
mund, þess er lánaði mér her-
bergið.
Þetta lá svo um kyrrt þar til
ég hinn 28. okt fór frá Sólheim-
um að Hrafnistu í fylgd með
Jónasi Sveinssyni lækni, og
Guðm. Ingva Sigurðssyni, lög-
fræðingi. En eftir að þeir höfðu
talað við forstjórann og farið
frá Hrafnistu, þá kallaði for-
stjóri mig á skrifstofu sína, en
þar tölúðumst við lítið við, því
á hæla mér komu þrír lögreglu-
þjónar sem tóku mig með sér
út úr skrifstofunni og óku mér
áleiðis til bæjarins. Við höfðum
þó ckammt farið er ég bað þá
að stöðva og tala við mig, það
gerðu þeir þegar og kom þá í
ljós, að þeir höfðu verið gabb-
aðir, því þeim hafði verið sagt
að þeir ættu að fjarlægja ölv-
aðaii mann frá Hrafnistu. Köll-
uðu þeir síðan upp lögreglustöð-
ina og þaðan var þeim sagt að
skila mér aftur heim að Hrafn-
istu, en er þangað kom þá neit-
aði forstjórinn. að taka við mér
og fóru þeir þá með mig á lög-
reglustöðina og síðar kom þar
lögfræðingur minn og útvegaði
mér herbergi yfir nóttina. Sól-
arhring síðar komst ég þó aftur
inn á Hrafnistu og var nú sett-
ur aftur á þriðju hæð, en það
átti aðeins'að vera þar til losn-
aði herbergi niðri í húsinu. Eg
bjóst því fastlega við að for-
stjórinn myndi skila mér her-
berginu aftur þegar losnuðu tvö
herbergi á fyrstu hæð, en í þess
stað lét forstjórinn annan mann
og konu hans hafa það og var
konan sótt út í bæ þar sem hún
hafði búið í tólf ár.
í Alþýðublaðinu dags. 30.
ágúst s.l. birti forstj. þrjú vott-
orð sér til framdráttar, sem
hann veit að öll eru röng og
ósönn.
Eg skora því á Sigurjón Ein-
arsson, forstjóra og ,,Kunnugan“
sem ekki þorir að láta sjá nafn
sitt á prenti að tilnefna ein-
hverja vistmenn, eða starfsfólk
sem hafa kvartað undan fram-
komu minni að Hrafnistu á
einn eða annan hátt.
Að lokum vil ég taka það
fram að Henry Hálfdánarson og
Gúðmundur Oddsson komu vel
fram í þessu máli, eins og ætíð
áður.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
Reykjavík, 6. janúar 1961
Björn Gíslason
Sólheimum.
Mánudagst^aðið hefur tekið
til birtingar ýms sjónarmið
varðandi deiiur bréfritara og
hinna sem standa með forstjóra
DAS. Mál þessi virðast kki út-
kljáð nema með rannsókn og
unz eitthvað áþreifanlegt kemur
Ijós, telur blaðið ástæðulaust
að birta fleira um það.
Ritstj.
T T O G ÞETTA
1. Ein örugg leið til að j sýna þá staði, sem bros |úf
fá ranga liugmynd um eitt-
hvað er að horfa niður eftir
nefinu á sér.
2. Að verða eiginmaður er
eins og hvert annað verk.
En ef þúr geðjast að verk-
stjóranum, þá er allt auð-
veldara.
3. Ilrukkur ættu aðeins að
íi.
I .
11 •
4 .ú'
<ú.- í: ■';
I
iLj
Flugíreyjustörf
Ákveðið hefur verið að ráða nokkrar stúlkur
til flugfreyjustarfa hjá flugfélaginu á vöri kom-
anda.
Umsækjendur skulu vera á aldrinum 19 til 28
ára og liafa gagnfræðaskólamenntun eða aðra
hliðsta'ða menntim. Kunnátta í ensku ásamt einu
Norðurlandamálanna er áskilin.
Umsóknareyðublöð verða afhent í afgr. félagsins,
Lækjargötu 4, Reykjavík og hjá afgreiðslumönn-
nra þess á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Egils-
stöðurn, ísafirði og Vestmannaeyjum. Eyðublöð-
in þurfa að hafa borizt félaginu útfyllt og merkt
t;?,Flugfreyjustörf“ eigi síðar en 21. janúar.
Skrítlur
ur leikið um.
4. Kvenfólki veitist eldíi erf-
itt nú á dögum að liaga sér
eir.s og karlmonn, en því
reynist ákaflega erfitt að
breyta eins og séntilmenn.
5. Mesta hættan við að
blekkja. aðra er sú, að mað-
ur endar með því að blekkja
sjálfan sig.
6. Ekkert sýnir innræti
manna betur en það, sem
þeim sýnist hlægilegt.
7. Hið óhják\TæmiIega er
aðeins hað, sem við fáuni
ekki staðizt móti.
8. Það er viturlegt að biðja
karlmann afsökunar, ef mað
ur lie.fur gert homun rangfr
til — og kvenmann, ef mað-
ur hefur á réttu að standa.
Skrýtlur
i
Stóra systir: Hvað er
þetta, þú kemur heilum tíma
fyrr en venjulega úr skól-
anum?
Litli bróðir: Já, í dag sat
ég ekki eftir.
'é- feþwfRMl'
Klúbbur einn í París, þar
sem í eru .einungis sköllóttir
menn, bað kvenfólk að svara
eftirfarandi spurningu:
„Af hverju geðjast ykkur
.ekki að sköllóttum mönnum,
jafnvel bótt þeir séu ríkir
og laglegir?“
Verðlaunasvar kom frá 18
ára stúlku og hljóðaði á
þessa leið: ,,Af því að þeir
eru sköllóttir.“
Maður nokkur fór með son
sinn lítinn að horfa á Óperu
í fyrsta skipti. Sópransöng-
kona var að syngja aríu,
sem í voru .nokkrir háir tón-
ar.
„Pabbi, af hverju er vondi
maðurinn að hóta að berja
konuna með stafnum ‘sín-
um?“ spurði snáðinn.
„Hann er ekki að hóta að
berja hana, þetta er hljóm-
sveitarstjórinn,“ útskýrði
pabbi • hans.
„Én ef hann er ekki að
hóta að berja hana, af
hverju öskrar hún þá svona
hátt?“ •’ ' • • ' -
Frá Handíða- og mpd-
listaskólanum
Á næstunni byrja ný nám-
skeið í þessum greinum:
1. Bókband. Síðdegis- og kvöld
námskeið. Kennari Helgi
Tryggvason bókbindari.
2. Tauþrykk, sáldþrykk og
batik. Kvöldnámskeið. Kennari:
frú Kristín Jónsdóttir.
3. Mosaik. Kvöldnámskeið.
Kennari: Steinþór Sigurðsson
listmálari.
4. Myndvefnaður. Kvöldnám-
skeið. Kennari: frú Vigdís Krist-
jánsdóttir listmálari.
5. Alm. vefnaður. Síðdegisnám
skeið (3—4 nemendur geta kom-
izt að). Kvöldnámskeið (6 nem
endur geta komizt, að). Kenn-
arar: frú Guðrún Jónasdóttir og'
frú Sigríður Halldórsdóttir.
6. Skiltaletrun (,,Skiltamálun“)
Eitt kvöld í viku. Kennari Sig-
hvatur Bjarnason málarámeist-
ari og teiknikennari.
7. Nýtízku húsgögn. Þróún
þeirra og gerð. Erindi með
skuggamyndum; ennfrémur
teikningum. Eitt kvöld i viku.
Kennari: Halldór Hjálmarsson
húsgagnaatrkitekt.
— Frekari upplýsingar um
námskeið þessi eru veittar í
skrifstofu skólans, Skipholti 1,
mánudag., miðv.d. óg föstud. kl.
6—7 siðd. (Sími 19821).
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiini
Krossgátan \
B L 0 M
1
I
Ðaglega ný afsliorin
blóm .
I
BLÓMABUÐIN,
HRÍSATEIG 1.
SÍMI 34174.
: i
t í
(Gegnt Laugarneskirkju).
Lárétt: 1 Samtök 8 Ráðagerð 10 Úpþjiafsstafír 12
Drykkjustaður 13 íþróttafélag 14 Kornræktarlönd (þf.)
16 Á iþróttavelli l8 Bit 19 Heppni 20 Fuglaskítur 22 Egna
23 Ósamstæðir 24 Fæða 26 Forsetning 27 Þvo 29 Fannir.
Lóðrétt: 2 Upphafsstáfir 3 Afl 4 llát 5 Öþveni &
Ósamstæðir ? Sverð 9 Sá éftir 11 Harðfenni 13 Veitinga-
staður 1& Qsamstæðir 21 Hrifsa 22 Hæg suða 25 Hól 27
Upphafsstafir 28 Bindindissamtök. '