Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.01.1961, Side 7

Mánudagsblaðið - 16.01.1961, Side 7
Mánudagur 16. janúar 1961 MÁNUD AG SBL AÐIÐ 7 Hallgrímskirkja i Reykjavík Framhald af 4. 'síðu. grímskirkju eins og allrar kirkju gerðar í bænum. Litlu sóknar- kirkjurnar hafa þar setið fyrir meðan verið var að ljúka þeim en nú er röðin komin að Hall- grímskirkju. Sóknarnefndin ætl- ar að byggja á hverju ári fyrir það fé sem þá er fyrir hendi, heimatekjur, stuðning einstakra manna og bæjarsjóðs. Þannig getur kirkjan vaxið líkt og margar stórkirkjur suðurlanda sem trúar- og þjóðarandinn hafa með stórfeldri sköpunargáfu gert að undrum byggingarlistar allra alda. En það væri samt hægt að flýta þessu stórverki Hallgríms safnaðar. Það er mikill kirkju- legur áhugi i landinu og sá á- hugi er sýndur í verki. Biskup hefir árið sem' leið vígt sjö kirkjur, flestar nýar en sumar endurbyggðar með miklum til- kostnaði. í Reýkjavík og Kópa- vogi eru nú sem stendur í smíð- um fjórar safnaðarkirkjur eða félágskirkjur auk landskirkjunn ar á Skólavörðuhæð sem er í aðra röndina alþjóðarfyrirtæki eins og háskólinn og Þjóðleik- húsið. Þá má það teljast eftir- tektarvert atriði að eina ára- mótabókin sem seldist á haust- mánuðum svo ört að hún var endurprentuð í desemberbyrjun var að vísu ekki kirkjulegseðlis en fékk þó sitt sölugildi af því að margir lsendur töldu sig finna þar stoð fyrir ódauðleika röksemdum sálarfræðinnar. Það er þess vegna engin ástæða fyrir þungfær veraldarbörn að telja ,sér trú um að kirkjuáhugi sé að dvína á íslandi. Hallgrímskirkja er __ mesta átak þjóðkirkjunnar um þessar mundir. Þegar hún verður íullger mun bygging hennar marka tímamót í and- legu lífi íslendinga. Nýr stór- hugur mun endurreisa hina van- ræktu -þjóðkirkju, sem danskur stórglæpamaður skildi eftir í sárum blásnauða og lítils meg- and um miðja 16. öld. Undir bogum Stóru landakirkjujnniar mun á hverjum degi hljóma há- fleygustu og dýpstu söngvar og ljóð stærstu menningarþjóðar heimsins. Undir ljósdreifandi turni henirar mun hin forna volduga íslenzka kirkja fyrri alda sýna mátt sinn við marg- háttaða eflingu andlegs þroska í landinu. Tii að flýta byggingu Hall- grímskirkju mætti leyfa á henn- ar vegum happdrætti eins og við byggingu háskólans, sjómanna- heiriiilis og vinnustöðva á Reykjalundi. Ekki þarf að telja þá fjáröflun ókristilega fremur en þegar happdrættisfé stendur í veggjum háskólakep- ellunnar eða mannúðarhúsa- kynnum aldraðra sjómanna og fatlaða fólksins ög Reykjalundi. Því fremur er ástæða til að beina nokkrum happdrættis- áhuga að kirkjulegum fram- kvæmdum þar sem bæði háskól- inn og DDAS hafa í þessum efn- um villst af réttum vegum að hallargerð fyrir kvikmyndasýn- ingar. Var svo vel séð fyrir þéirri þörf svo að ekki þurfti þar við að bæta. Eg hefi orðið var við, í fylk- ingu áhugaíólks í Hallgrímssöfn- uði að áhugamenn, ekki sízt úr lærisveinahópi sr. Friðriks Friðrikssonar til að vinna sjálf- boðastörf við happdrætti vegna landskirkjunnar. Reynsla und- angenginna 30 ára sannar ótví- rætt a margir menn í Reykja- vík bæði konur og karlar vilja vinna sjálfboðastörf í þágu þess- arar kirkjugerðar. Ef tækifæri bjóðast mun vera hægt að skýra bæjarbúum frá hvernig hin frjóa happdrættistillagað var vinsæl og- áhrifamikil á íslandi. Námssfyrkír fyrlr yng- linga á vegm ísfanzk- 'álagsins í Undanfarin fjögur ár hafa 37 íslenzkir framhaldsskólanemend- ur á aldrinum 16 til 18 ára hlot- ið styrki til náms við bandaríska menntaskóla. Hafa þeir farið til Bandarikjanna fyrir miiligöngu íslenzk-ameríska lelagsins, en það hefur annazt alla fyrir- greiðslu hér heima fyrir stofn- un þá, er styrkina veitir, Ameri- can Field Service. Nú hefur AFS ennþá í hyggju að gefa íslenzkum framhalds- skólanemendum kost á eins árs námsstyrk við bandarísíka menntaskóla á skólaárinu 1961—• ’62. Styrkir þessir nema ókeypis skólagjöldum, húsnæði, fæði, sjúkrakostnaði og ferðalögum innan Bandaríkjanna. Meðan dvalið er vestra búa nemend- urnir hjá bandarískum fjölskyld- um í námunda við viðkomandi skóla. Ætlast er til að nemend- ur greiði sjálfir ferðakostnað frá íslandi til New York og heim aftur. Ennfremur þurfa þeir að sjá sér fyrir einhverjum vasa- peningum. Svo sem áður er getið skulu umsækjendur um þessa styrki vera á aldrinum 16 til 18 ára, jafnt piltar sem stúlkur. Þeir þurfa að hafa góða námshæfi- leika, prúða framkomu, vera vel hráustir og geta talað eitt- hvað í ensku, Umsóknareyðublöð fyrir áð- urgreinda styrki verða afhent í skrifstofu Íslenzk-ameríska fé- lagsins, Hafnarstræti 19, næstu daga frá kl. 5.30 til 6.30. Þurfa þau að hafa borizt þangað aftur eigi síðar en 23. janúar. HÚSMÆÐUR! Sendum m allm bæ Heimsending er ódýrasfa heimilishjálpin ■ STRAUMNES Sími: 19832 Höfum ávallt fyrirliggjandi allar tegundir hagkvæmustu skilmálarnir bifreiða og alla árganga Beztu kaupin hjá okkur — LLINN Varðarhúsinu við Kalkofnsvec; Sími 18 8 33 •|pg fff- mm fWMscr • ■Zg&R'x ER SELT Á EFTIRTÖLDUM STÖÐU3Í ' ,] Turnlnn, Austurveri Hlíðabakarí Krónan, Mávahlíð Sunnubúðin, Mávahlíð Hátún 1 Drápuhlíð 1 ! Turninn, Miklatorgi Sælakaffi Javakaffi Turninn, Laugarnesi Laugarásvegur 2 Ás, Brcltkulæk 1 Tuniinn, Kleppsveg Langholtsvegur 19 Turninn, Sunnutorgi 1 Rangá, Skipasimdi ' Vogaturninn Langholtsvegur 126 Turninn, Sólheimum Turninn við Hálogaland Saga, Langholtsveg Nesti við Elliðaár Turninn, Réttarholti Búðargerði 9 Sogavegur 1 1 Flugvallarharinn Adlon, Laugavegi 126 Turninn Hlemmtorgi Þröstur Matstofa Austurbæjar Laugavcgur 92 Tóbak og Sælgæti Adlon, Laugavegi 11 Laugavegur 8 n Adlon, Bankastræti Florida Bangsi Ilverfisgata 71 Barónsstígur 3 1 Skólabúðin Lækjargata 2 Pylsubarinn Turninn, Lækjartorgi Turninn, Austurstræti Turninn, Veltusundi Blómvallagata 10 Birkituminn Melaturninn . Adlon, Aðaistræti Tuniinn, Kirkjustræti Ilressingarskálinn Bókaverzlun Isafoldar Lækjargata 8 Bókhlaðan, Laugavegi UPPBÆR: Gosi, Skólavörðustíg Óðinsgata 5 Þórsbar, Þórsgötu Círó, Bergstaðastræti Víðir, Fjölnisvegi Leifsgata 4 Skálholt 1 5 Frakkastígur 16 Míabar, Vitastíg I Björninn, Njálsgötu Njálsgata 62 Barónsstígur 27 Bókaverzluu Lárusar Blöndal Vesturgata 2 Addabúð, Vesturgötu Garðastræti 2 Skeifan, Tryggvagötu Fjóla, Vesturgötu West End, Vesturgötu Vesturgata 53 Bræðraborgarstígur 29 Sólvallagata 74 Straumnes 1 1 W'T í" ) »! 1 ‘11 r?. .1

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.