Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.02.1963, Side 2

Mánudagsblaðið - 04.02.1963, Side 2
 Mánudagsblaðið Mánudagur 4. febrúar 1963 Olafur Hansson menntaskólakennarí: Hér á landi eru haglél sjaldn- ast neitt skórkostleg, en suður C'g austur 'i löndum er oft allt öðru máli að gegna. Þar valda þau stundum stórtjóni, einkum á ökrum. en einnig jafnvel á búperingi og fólki. Haglkornin geta þar orðið ótrúlega stór. Þáð er fullyrt, að í Vestur- Asíu hafi fallið haglkorn á stærð við lítil hænuegg, og ef menn lenda í slí'ku hagléli tek ur að grána gamasið. 1 Mið- og Suður-Evrópu koma stund- um svæsin haglél um hásumar- ið, jafnvel svo að jörð verður sem snöggvast hvít í rót. Oftast fylgir þessu þrumuveður. Það er því engin tilviljun, áð frá fornu fari hefur hagl og þrum- ur oftast verið sett í samband hvort við annað. Haglið er tal- ið tákna reiði þrumuguða og hagl'komin verða einkenni þeirra. Jafnvel hlutir, sem líkj- ast haglkornmm að Iögun, svo sem sandkom eða baunir verða tákn þrumuguðanna. 1 Gamla testamentinu kemur allvlða fram sú trú, að haglélin séu vopn í hendi Guðs. Þetta kemur fram bæði hjá Jesaja og Haggaí. 1 Jósúabók stendur, a'ð Drottinn hafi látið hagl falla sem stóra steina á her Amor- íta. Frægust er þó sagan í ann- arri Mósesbók um haglpláguna miklu í Egyptalandi. Það var sjöunda landplágan og ekki sú bezta: „Og haglið lamdi til bana allt þaö, sem úti var í Egyptalandi; bæði menn og skepnur, og haglið lamdi allan jarðargróða og braut hvert tré merkurinnar.“ HAGLGALDUR Þó að reiði guðanna sé cft kennt um haglið er sú skoðun einnág fom, að illviljaðir galdra menn valdi oft hagli með töfr- um. Rómverski spekingurinn Seneca. kennari Nerós keisara, segir frá þessari trú. Á miðöldum og allt fram á 18. öld var margt fólk brennt á báli fyrir að hafa búið til haglél með göldrum. Þetta fólk gætti þess þó vandlega að hagl ið félli ekki á þess eigin akra, þó að það eyðilegði akrana allt um kring. Nú er það svo að, hagl fellur oft á litlum svæð- um, sem eftir élið eru greini- lega aðgreind frá umhverfinu. Sá, sem var svo óheppinn að búa rétt fyrir utan haglsvæ'ðið átti það á hættu að vera brennd ur á báli fyrir að hafa valdið hagli með göldrum. Til eru frá síðari hluta miðalda drykkjuvís ur stúdenta, þar sem þeir hæl- ast um af því, að þeir viti jafn langt nefi sínu og kunni meðal annars að gera hagl með göldr- um. En öll alþýða manna hefur áreiðanlega ekki þorað a'ð hæl- ast um af slíku. Medúsusögninni grísku. Ein að- ferð enn til að draga úr hagl- éljunum er sú að taka fyrsta Aaglýsið Sagt er frá ýmsum aðferðum til að gera haglgaldur. Stund- um voru notaðar til þess sér- stakar galdraformúlur, oft blandaðar bjagaðri latínu. Stundum var sandi eða smá- steinum kastað upp í loftið, og var það auðvitað likingagaldur, sem er veigamikill þáttur í mörgum töf'rum. Menni geta stundum valdið hagli með óguðlegri eða ógæti legri hegðun, þó að ekki sé um neinn vísvitandi galdur að ræða. Ef menn dansa á ökrum eða í aldingörðum kemur hagl él sem refsing fyrir slíka laus- ung. Stundum er því trúað, að hagl komi, ef drepnar eru kómgulær eða önnur dýr, sem ólánsmerki er talið að drepa. Sumsstaðar í sveitum Suður- Þýzkalands og Sviss er þungu'ð um konum bannað að ganga yfir akra á sumrin, það á að geta valdið hagléli. Þetta er ein af óteljandi tabúhugmyndum í sambandi við þungaðar konur, en slíkar hugmyndir þekkjast um allan heirr) . VARNARGALDUR GEGN HAGLI Rómverjar þekktu ýmsa varnartöfra gegn hagli. Stund- um fóru þeir skrúðgöngur yfir akrana. og voru þá sungnir galdrasöngvar gegn haglinu. Þessar skrúðgöngur héldust eft ir að kristnin sigraði, eni tóku smám saman á sig kristilegan og kirkjulegan blæ. Þær þekkj- ast enn sumsstaðar í Mið- og Suður-Evrópu. Eru þá oft born ir krossar fyrir s'krúðgöngum. Sums staðar era sérstakir krossar settir upp við akra til að varna hagli. Nefna Þjóðverj ar slíkan kross bláttáfram hagl kross (Hagelkreuz). Stundum er vígðu vatni dreypt á akr- ana í sama tilgangi. Þá er sú trú víða til, að hljómur kirkju- klukkna fæli haglið á brott. Er tekið að hringja þeim í ákafa, þegar haglél nálgast. Forn- eskjulegri og eflaust af heiðn- um uppruna er sá siður, sem þekkist í sveitum Júgóslafíu, að láta matborð búið kræsing- um út fyrir dymar, þegar hagl er í nánd. Hér er um að ræða fórn til guðanna, er hagli valda. Svipaðar fórnarhugmynd ir era á bak við þann grimmi lega sið að brenna kött lifandi til varnar gegn hagli. Fom- eskjulegur er einnig sá siður að halda spegli upp, þegar haglský nálgast. Á bak við þetta er sú trú, að haglguðirnir fælist sína eigin mynd. Vera kann, að þetta sé eithvað skylt gömlu haglkomið, er til jarðar fellur og bræ'ða það í lófa sér. Þeg- haglkomið er bráðnað í ar haglélið að vera á enda. Hér á Islandi held ég, að sé lítil eða engin þjóðtrú í sam- bandi við hagl. Stafar þetta auðvitað af því, að hér er það enginn vágestur eins og 5 lönd unum suður frá. HAGL AF AUGUM Frá fomu fari hefur haglinu stundum verið líkt við tár. 1 norrænum fornsögum er alloft getið um það, að hagl stökkvi af augum fólks, eimkum ef um skaphart fólk er að ræða. Auð vitað er þetta líkingamál. en litrí'kt og áhrifamikið. Þetta er t. d. sagt um Gissur Þorvalds- son, þegar líkamsleifar Gróu konu hans vora bornar út eftir Flugumýrarbrennu, „stökk úr augunum sem haglkorn væri.“ Ólafur Hansson. Afgreiðslumaður Karlmaður óskast sem fyrst á söluskrifstofu vora í Lækjar- götu 2 í Reykjavík. Æskilegur aldur: 21 — 30 ár. Nauð- synleg kunnátta: Enska, eitt Norðurlandamálanna, vél- ritun. Eiginhandarumsóknir óskast sendar til skrifstofu starfs- mannahalds Flugfélags íslands h.f. við Hagatorg fyrir þ. 10. febrúar 1963. - M, - ét A/œœéfsj/.j? ^ MCEJLAJVJDAIR Kakafí skrifar: í hreinskilni sagt Minnimáttarkennd okkar gagnvart útlendum brýst út í mikilntennsku — Ohófið einskonar vörn — Kaupsýslumennirnir og höfðingsskapur — Stóru partýin og litlu mennirnir — Fá útlend- ingar engan frið vegna ágengi íslenzkra gestgjafa — Þjóðarvansæmd — Það er dálítið áberandi að sjá íslenzka kaupsýslumenn, þá, sem viðskipti hafa mikil vi'ð útlönd, taka á móti full- trúum umboðsfyrirtækja sinna, þeirra er hingað rek- ast. Síðan ríkisstjórnin rýmkaði um viðskipti milli okkar og ýmissa landa hafa hingað komið fulltrúar er- lendra fyrirtækja, sem fyrir tæki hér verzla við, og skoð að rekstur fyrirtækjanna hér heima og komið með ýmsar nýungar að utan. Islendingar, sem hér eiga hlut að máli. hafa brugðið hart og títt vi'ð þessari „snertingu" við erlenda kaupsýslumenn og fulltrúa. Hafa þeir tekið þessum er- lendu mönnum af þvílík- um feiknar höfðimgsskap að jaðrað hefur við hreinan s'krælingjahátt. Það hefur lengi loðað við, að Islending- ur hefur haft mirunimáttar- kennd gagnvart útlending- um, en að hún væri jafn mikil og raun ber vitni um, er næsta furðulegt með til- liti til samskipta okkar við útlenda sí'ðustu áratugina. Minnimáttarkennd þessi kem ur fram í furðulegustu við- brögðum gagnvart hinum er- lendu mönnum. Innfæddir þjást etrax og hinn erlendi maður stígur á íslenzka grumd af einhverri misskil- inni höfðingsmennsku, sem svo lýsir sér í taugaóstyrk og slíkum veitingum til handa gestinum, að honum verður hverft við. Öll áherzla er lögð á, að hinar sífelldu -’eizlur og setur á ginbúlum öæjarins sé aðalþáttur 5 lífi caupsýslumannsins, en til )ess að saranfæra, jafnvel þá •antrúuðustu, drekkur ís- enzki kaupmaðurinn sig út- úrfullan, til að liðka tungu sína og segja skoðun sína. Hvort sem gestinum líkar það betur eða verr, er svo um kvöldið troðið upp á hann léttlyndum koraum og .,þær veiddar“ hér á búlun- um, og engu líkara en líf liggi við. Útlendingum er ó- mögulegt að komast á „sjans“ upp á eigin spýtur, því sá íslenzki treystir eng- um nema sjálfum sér að fanga það bezta, svo og gæti farið svo að einhver stúlkara móðgaði gestinn með því að vera honum frá- hverf. Þessa.r ofboðsdrykkj- ur og matarveizlur eru farn ar að „ganga um“ á við- skiptaklúbbum erlendis, þar sem íslenzk viðskipti hafa verið rekin undanfarið, og jafnan haft í spotti hve ple- beiískir þessir norrænu kaupa héðnar séu, sem telja sig alltaf nauðbeygða til að sanna persóraulegan auð sinn og getu tí 1 næturlífs. Er svo oft. að útlendingar komast vart yfir skyldustöi-fin fyrir hinum miklu samkvæmis- hlaupum kaupahéðna hér heima. Þetta er ekki ný bóla hér heima og mætti afsaka hana þ;egar þjóðin var fjær heimsmenningunni en nú er. En árið 1963 sýnir mestur hluti íslenzkra kaupmanna ekki annað en þeir séu ó- trauðir á þesari braut of- veitinga, og yfirborðs- mennsku eiras og áður þegar stórbændur stóðu með pott- lokið sitt og skemmulýkil- inn í hendinni þegar höfð- ingjar riðu í garð. Menn, sem umgangast auð að staðaldri. eða eru stórir menn á sviði viðskipta, ganga ekki upp 1 að sýna hverjum dóraa, sem er full- trúi fyrir erlent fyrirtæki, að þeir eigi fyrir næsta sjúss eða geti „hillað“ stelpu bjána, sem styður sig við barina á búlunum hér. Yfir leitt er þessi hvimleiða regla hinna nýríku gamanmál allra sanmra auðmanna og við- skiptajöfra úti í heimi. Nýlega kom hingað full- trúi merks’ fyrirtækis til að athíuga hvernig umboðsmað- ur þess á Islaradi ræki fyrir- tæki sitt. Þetta var miðaldra maður, vanur öllu almennu lífi slí'kra farandmanna, og kipti sér ekki upp við það, ef „slegið var í glas“ síð- asta kvöldið, er viðskipti höfðu verið gerð og skoðuð frá öllum sjónarmiðum. For stjóri íslenzka fyrirtækisins vildi samt ekki hlíta hinni gullnu reglu viðskiptalífsins, „busiraess before pleasure.“. Um leið og veralings fulltrú inn steig úr flugvélinni mætti sá íslenzki, góðglaður, ók honum á veitingahús og reyndi að fylla hanin hið snarasta. Mannaumingjanum var um og ó að hef ja strax drykkjuna, en hélt að þetta væri landssiður og skrapp á barinn. Þegar hann sá, að ekki var um sjúss að ræða heldur sjúss — sjúss — sjúss, þá baðst hann leyfis um að skreppa á hótelher- bergi sitt og skipta um, raka sig og snyrta eftir langa ferð. Gestgjafinn brást vel við, en fylgdi hon- um heim á hótelið, eftir að hafa náð í flösku með sér. Gesturinn lét sér vel lynda, og fékk sér drykk með þeim innfædda meðan hann fór af klæðum, en skaust síðara í bað. Þegar hann kom úr bað inu, lá gestgjafinn sofandi, og hraut ákaft. Haldandi að þetta væri undantekning fremur en regla, beið hann nokkra stund unz gestgjaf- inn raknaði við, og hugði, að hann myndi halda heim. Nei, ónei, eftir að hafa skvett á sig vatni, krafði hann gest sinn til farar á veitingahús og þar sofnaði hann aftur þegar á leið, en nú undir þeim alvarlegu kringumstæðum, að gestur- inn vissi ekki nafn á hóteli sínu. Varð það úr að hann ók á flest gistihús borgar- iranar og spur'ði næturverði hvort hann byggi þar. Loks hitti hann á það rétta, og varð þá næturvörðurinn að greiða ökugjaldið, þvi sá ó- kunnugi var enn félaus. næsta dag enurdók drykkjara sig og höfðingsskapurinn, öll veitingahús voru heimsótt og allstaðar kátt á hjalla. Á fjórða degi spurð- ist fulltrúinn fyrir um hin- ar ýmsu hliðar viðskiptanna og fann, að þær voru í stak- asta lagi. Tók það aðeins for miðdaginn að athuga um- boðsvarninginn og sölu hans, en síðar var slegið í eina og ætt út. Þegar gesturinn fór sag'ði hann manrai, sem hann hafði kyranzt, að þetta væri eitt furðulegasta æfintýr, sem hann hefði lent í. Vörur okkar seljast eins og heitar lummur. Forstjórinn er eitt- hvað taugaóstyrkur. en ef hann væri í alvörusamkeppni í venjulegu landi, hvar myndi þetta enda? Kunraingjanum óaði við a'ð íslenzkir kaupsýslumenn ættu að hætta þessum kjánaskap þótt hann fái mann í heimsókn. Hann á að reka við hann viðskipti, auka þau ef tekst, og gera áætlanir. Skemmtun er góð no'kk, era þegar minnimáttar kennd okkar gagnvart hin- um útlendu gerir hana að að alatriði er leikurinn tapaður.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.