Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.02.1963, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 25.02.1963, Blaðsíða 6
Ur einu í annað - SJÓNVARP - — Þessa viku — . .Vegna frétta í síðasta tölublaði þar sem sagt var frá ,,gleðskap“ Islenzkra flugliða erlendis, brottrekstri manns úr starfi o. fl. hefur blaðið verið beðið að geta þess að hér hafi Flugfélag Islands ekki átt að máli. Mánudags- blaðið biður þá sem að ósekju hafa orðið fyrir dylgjum vegna þess að engin nöfn voru birt í fréttinni afsökunar. Ósköp er kyndugt að sjá þessi skrif í blöðunum um það hvað skuli telja vígslusamsæti Sögusalarins nýja. Blaðamenn auglýstu — auðvitað ókeypis — undir stórum fyrirsögnum í blöðum sínum að með „pressuballi" þeirra næsta laugardag myndi salurinn vígður. Þá ruku stanga- veiðimenn upp til handa og fóta, stórmóðgaðir, og sögðu blaðamenn fara, aldrei þessu vant, rangt með, því að það væru þeir sem vígja myndu salinn með samkomu á föstudaginn. Blaðamenn létu hafa sig til að birta hina hátíðlegu yfirlýsingu veiðimannanna og fengu jafnframt vottorð frá Þorvaldi hótelstjóra áð víst væri það rétt að þeir væru fyrstir, þ. e. fyrstir til að leyfa öðrum að borga sig inn á samkomu í nýja salnum. Nú er beðið eftir nýrri yfirlýsingu frá veiðimönnum. Hins vegar hafa bændur ekkert látið á sér kræla, en nokkrum þeirra mun hafa veríð boðið upp á kaffisopa í þessum veitingasal þeirra eigin hallar — svona fyrir siðasalkir. Hótel Borg hefur átt við heldur harða samkeppni að stríða upp á síðkastið og er nú öldin önnur en var þegar menn „hittust á Borginni". Nú hafa eigendur hennar tekið rögg á sig og hyggjast skáka keppinautunum. Til stendur, innan skamms, að endurnýja barinn sem áður var ómissandi í „borgarlífinu". Verður hann stækkaður, þannig að gamla Dyngjan verður lögð undir hann, jafn- framt verður loftið lækkað til að gera hann meira 0g allur verður hann fallega skreyttur og búinn húsgögnum. Mega keppinautamir þá fara að :ví að Bcrgin er vel staðsett og margir gamlir • ;ar“ sem leitað hafa á aðrar slóðir munu vafa- lltió sækja þangað aftur þegar þar verður nú vistlegra en verið hefur um skeið. En fyrst farið er að minnar á bara þá er ekki úr vegi að víkja enrn einú sinni að máli sem áður hefur veríð nefnt. Það er þetta undarlega fyrirbrigði að ekki virðist nokkur leið að fá kala drykki á Islandi. Hér er ekki átt við þann ósið að bera volgt vatn á borð fyrir Banda- ríkjamenn sem hingað koma og ævinlega eru vanir að drekka ísvatn. Það er eðlilegt að þeim finnist furðulegt hve erfitt er a'ð útvega ís á Islandi. Nei, það er sá ósiður veitingamanna að geyma allt vln við stofuhita. Það kann að vera ágætt ef um er að ræða rauðvin og ýmsa dömu- drykki. en hlandvclgt viskí eða brennivín er ekki sérlega geðslegt. 1 bréfadálki brezka vikublaðsins The New Statesman sem talsvert er keypt hérna hefur að undanfömu staðið mikil deila um það hvort meydómur væri æskilegur eða ekki. Hafa komið fram ýmsar raddir og flestir verið þeirrar skoðunar að hreinar meyjar væru orðnar ósköp úreltar nú á dögum, en aðrír haldið því fram að stúlkur sem misstu meydóm sinn fyrir tímann væm ákaflega illa settar og þjóðarböl hlytist af barneignum utan hjóna- bands. Eitt bréfanna er þó einikar athyglisvert vegna þess að í því birtist allóvenjulegt, en að vom áliti skyn- samlegt, viðhorf til þessara hluta. Við birtum bréfið sem er undirritað „Mother of Two" hér á fmmmálinu: „Two practical points c-n the virginity question. Sex is some- thing to keep off until you are sure of the regular supply which only marriage ensures. Years of virginity do not fmstrate as one is frustrated when after years of marriage one’s husband must go away for a week. Ther’s a lot in not knowirg what you’re missing. The non-virgin weeps when forsaken. The virgin doesn’t give a hoot when forsaken". Og þá er hér að lokum smellin vísa sem endurprentuð er úr einu Akureyrarblaðanma: Flugfreyjurnar finnst mér oft flestra óskum svara. Þessar elskur upp í loft alltaf vilja fara. Sunnudagur 24. febrúar 14.30 Chapel of the Air 15.00 Wonderful World of Golf 16.00 Pro Bowlers Tour 17.15 Airman’s World 17.30 The Christophers 18.00 AFRTS News 18.15 Sports Roundup 18.30 The Danny Thomas Show 19.00 The 20th Century 20.00 The Ed Sullivan Show 21.00 Rawhide , 22.00 Tonight 23.00 Northern Lights Playhouse ,Philo Vance Returns11 Final Editon News Mánudagur 25. febrúar 17.00 Cartoon Camival 17.30 Dobie Gillis 18.00 AFRTS News 18.15 Americans at Work 18.30 DuPont Cavalcade 19.000 Sing along with Mitch 20.00 Death Valley Days 20.30 Overseas Adventure 21.00 New York Philharmonif 22.00 Twlight Zone 22.30 Peter Gunn 23.00 Country America Final Editon News Þriðjudagur 26. febrúar 17.00 The Bob Cummings Show 17.30 Salute to the States 18.00 AFRTS News 18.15 The Sacred Heart 18.30 The Andy Griffith Show 19.00 Disney Presents 20.00 The Real McCoys 20.30 The U.S. Steel Hour 21.30 To Tell the Tmth 22.00 DuPont Show of the Month 23.00 Lawrence Welk Dance Party Final Editon News Miðvikudagur 27. febrúar 17.00 What's My Line? 17.30 Sea Hunt 18.00 AFRTS News 18.15 Understanding Vitamins 18.30 Acoent 19.00 My Three Sons 19.30 Harvest 20.00 Bonanza 21.00 The Texan 21.30 I’ve Got a Secret 22.00 Fight of the Week 22.45 Northem Lights Playhouse „The Case of the Black Cat“ Final Edition News Fimmtudagur 28. febrúar 17.00 Roy Rogers 17.30 Science in Action 18.00 AFRTS News 18.15 The Telenews Weekly 18.30 Who in the World 19.00 Zane Grey Theater 19.30 The Dick Powell Show 20.30 No Place Like Home 21.30 Bat Masterson 22.00 The Untouchables 23.00 Science Fiction Theater 23.30 Lock up Final Edition News Föstudagur 1. marz 17.00 So This is Hollywood 17.30 Password 18.00 AFRTS News 18.15 The Greatest Dramas 18.30 Lucky Lager Sports Time 19.00 Current Events 19.30 Tennessee Emie Ford 20.00 Talent Scouts 21.00 American Heritage 21.30 Music on Ice 22.30 Northem Lights Playhouse „Arcenic and Old Lace“ Final Edition News Laugardagur 2. marz 10.00 Cartoon Carnival 11.00 Captain Kangaroo 12.00 The Adventures of Robin Hood 12.30 The Shari Lewis Show 13.00 Current Events 14.00 Saturday Sports Time 16.30 It’s a Wonderful World 17.00 The Price is Right 17.30 Phil Silvers 18.00 AFRTS News 18.15 AFRTS Special 18.25 The Chaplain’s Corner 18.30 The Big Picture 19.00 Candid Camera 19.30 Perry Mason 20.30 Wanted, Dead or Alive 21.00 Gunsmoke 21.30 Have Gun — Will Travel 22.00 The Lively Ones 22.30 Northem Lights Playhouse „History is made at Night“ Final Edition News Reynt að forða slysum á einum hættulegustu Mánudagur 25. febrúar 1963 Gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar Miklabraut og Langahlíð eru breiðar götu á okkar mælikvarða, akbrautir Mikiubrautar eru 7.50 m. hvor og aðskildar með mið- eyju, sem er 2.5 m. á breidd, en akbrautir Lönguhh'ðar eru 7.0 m. hvor, en miðeyjan ér 5.0 m. breið. Einstefnugata til vest- urs liggur rétt sunnan Miklu- brautar, svo að akreinar að og frá mótum þessara gatna verða 20 samtals. Þetta eru því flóknari gatnamót en önnur hér í borg. Tilhögun gatnamótanna reyndist mjög vandasöm, þar sem ein- stefnugatan liggur svo nálægt Miklubraut, og rými var einnig mjög takmarkað austan þeirra. Sérstakar akreinar fyrir vinstri beygjur voru gerðar að vestan- verðu, og miðaðist öll gerð gatnamótanna í upphafi við, í.ð þau skiluðu sem mestu umferð- armagni. Samanburður á umferðartaln- ingunni 1956 og 1963 leiðir i ljós, að umferð inn á gatnamót- in hefur um það bil tvöfaldast á þessu tímabili. Vöru- og sendi- bifreiðaumferð reyndist um 20% af heildarumferð, þegar talið var bæði árin, en mjög lítil umferð stærri vörubifreiða er um þessi gatnamót. Þegar talið var þriðju- daginn 29. jan. sl. reyndist há- marks umferð inn í gatnamót- in á klst. vera 1344 farartæki, og var það milli kl. 12 og 13. Þar af komu 471 úr vestri, 358 úr austri, 275 úr norðri og 240 úr suðri. Umferð inn í gatna- mótin frá kl. 12—12,15 reyndist vera 475 farartæki, þar af komu 193 úr vestri, 88 úr austri, 123 úr norðri og 71 úr suðri. Hægri beygjur þaoman stundarfjórðung úr vestri og suður Lönguhlið voru 68, eða um 6.5 á mín. og auðveldari, gott gangstéttar- rými myndast þar á báðum horn- um, og leiðir fótganganda yfir akbrautir styttast. Uppsetning umferðarljósa verður einnig hag- kvæmari sem sést m. a. af þvi, að anhars héfðj orSíð að sétíá einstefnugötunni, austan gatna- mótamia sérstakan ljósafasa, sem væri að minnsta kosti það lang- ur, að nægði bifreið, sem kæmi úr þeirri götu og stefndi norður Lönguhlíð. Engar götur þurfti að brjóta upp vegna umferðarljós- anna, því að gert hafði verið ráð fyrir þeim í upphafi, og rör voru þvi undir gatnamótunum, sem hægt var að þræða í strengi þeirra. f sumar verður gengið end- anlega frá gangstéttum og könt- um, og miðeyjar Miklubrautiar mjókkaðar, þannig, að þrjár ak- ráð fyrir þeim í upphafi, og rör gatnamótanna. En um sinn verða akreinamar tvær, önnur ein- göngu fyrir hægri beygjur og á stérstökum ljósafasa. og skulu beygjurnar teknar þannig, að yfir þau. Beygjur þessar eru teknar samtímis úr báðum ak- ökutækið sé hægra megin við miðju gatnamótanna á leið sinni brautum Mik!ubrautar, og vegna óvissu ökumanna um hvemig beygjan skal tekin, ber mönnum að gæta mikillar varúðar. Hin akreinin að vestanverðu verður fyrir umferð beint áfram, en að austanverðu fyrir umferð beint áfram og til vinstri. Sérstlakur fasi er hinsvegar ekki fyrir hægri beygjur úr Lönguhlíð, og verða ökumenn því að gæta þess sérstaklega, að ekki má taka beygju til hægri fyrr en nálæg ökutæki, sem á móti koma hafa farið framhjá. En að öðru leyti vísast um akreinaaksturinn til skýringarmyndar. Fasar umferðaljósanna verða þrír. Fyrsti fasinn gefur Löngu- hlíð grænt ljós ökumenn aka beint áfram, til vinstri eða hægri, en ökumenn Miklubraut- ar bíða. Næsti fasi gefur öku- mönnum Miklubrautar grænt ljós, þannig að græn ör, sem vísar upp, gefur ökumönnum úr Framhald á 3. síðu. Nokkrar breytingar voru gerð- ar á gatnamótum að sunnan- verðu, til þess að einfalda akst- ur og jafnframt til að auka ör- yggi fótgangandi. Einstefnugatan sunnan Miklubrautar, sem áður skar Lönguhlíð, fær nú útakstur í Miklubraut austan gatnamót- anna og jafnframt stöðvunar- 6kyldu, en innakstur að húsun- um við þá götu, vestan Löngu- hlíðar, verður frá Miklubraut. AUar beygjur um gatnamótin sunnanvert verða nú einfaldMÍ' Villta vesturs-kvikmyndir eru margs konar, fiestar hálfgert rusl sem gert er fyrir lítinn pening af rútínuleikstjórum með lélegum leikurum, ef þeir geta þá risið undir því nafni. En stöku sinnum eru gerðar kvikmyndir frá frumbj'lisárum Banda- ríkjanna sem bera af. Eina þeirra er nú verið að sýna í Tóna- bíói, Sjö hetjur, The Magnificent Seven, enda hjálpast þar allt að, gott handrit. víðfrægur leikstjóri (John Sturges) og ágætir leikarar (Yul Brynner, EIi Wallach, Horst Buchlioltz). Myndin er úr einu atriði þesarar ágætu kvilunyndar.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.