Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.02.1963, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 25.02.1963, Blaðsíða 3
Mánudagur 25. febrúar 19G3 Mánudagsblaðið 3 Ritstjórj og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Kemur út á mánudögum. Verð. kr 5.00 í lausasölu; áskrifenda- gjald kr. 260,00. Sími ritstjómar 13496 og 13975. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Raunalegt ástand Framhald af 1. síðu. taugaveikisjúklinga eru í þessu ástandi, dugar ekki að stinga hausnum ofan í sandinn, og láta sem þessi vandamál væru ekki til. Þannig genim við þessu sjúka fólki mestan ó- greiðann. Þeir menn, sem þess- um málum eru kunnugastir ættu hins vegar, að skýra sem glöggast frá þvi, hvernig á- standið raunverulega er, og má búast við því, að þá kæmu margir þeir hlutir í ljós, sem engan hefði órað fyrir að væru til hér á landi. Þannig tækist bezt að vekja ríkisvaldið til umhugsunar um þessi mál. þó gera megi ráð fyrir að ekkert verði gert, fyrr en alvarlegir atburðir hafa átt sér stað. Þessi mál eru okkur til hinnar mestu . skammar. 1 litlu húsi inni í Kleppsholti er MÁNAFOSS Framhald af 4. síðu. Helztu mál m.s. „MÁNA- FOSS“ eru þessi: Mesta lengd 216’ (66.20 m). Lengd milli lóðlína 196’ (60.00 m). Breidd 33’ (10,05 m) Djúprista op. 12‘1” (3.20 m). Djúprista lk. 15’1” (4.58 m). Brúttó tonn opinn 498 tonn. Brúttó tonn lok. 901 tonn. Nettó tonn opinm 226 tonn. Nettó tonn lok. 586 tonn. (Til samanburðar skal þess getið að lengd „TUNGUFOSS" er 262-1”. en breiddin 38’0”). Aðalvél skipsins er Klöckner Humbolt-Deutz og er 8 strokka Dieselhreyfill 1000-hestöfl, og má gera ráð fyrir 12 mílna ganghraða þegar skipið er full hlaðið. Hjálparvélar eru 3 og einnig af Deutz gerð. Skipshöfn er 11 manms. Ibúð skipstjóra og 1. vélstjóra er á bátaþilfari. Ibúðir annarra yfir- hrúgað saman 270 sjúklingum, og mesta vandamálið er að finna þeim svefnstað. Vegna þrengsla og slæms aðbúnaðar er takmarkað hægt að gera fyrir þetta fólk, cg ættingjar þess þhorfa ekki fram á annað en það verði þar til æviloka. Þetta eru sannarlega grimm ör- lög. Við Þingholtsstrætið er einn- ig gamalt hús, Farsóttahúsið, og þar eru yfirleitt 30—35 geð og taugasjúklingar. Hús þetta hefur aldrei verið ætlað fyrir þessa starfsemi, og er langt frá að það geti gegnt því hutverki, þrátt fyrir góða stjórn. Það er vafalaust óhætt, að taka undir orð Tómasar Helga- sonar, þegar hann sag'ði á blaða mannafundinum, að þetta væri eitt mesta vandamál, sem þjóð- félagið ætti við að stríða. manna eru á hllfðarþilfari. Aðr ar íbúðir skipverja em á aðal- þilfari. Á stjórnpallsþilfari er loftskeytastöð og kortaklefi. Matsalur yfirmanna er stb.meg in á hlífðarþilfari Matsalur und irmanna er bb.megin á hlífðar- þilfari. Eldhúsið er aftan við vélareisn á hlifðarþilfari og er með olíukyntri eldavél. Frysti- geymsla matvæla er gegnt eld húsi. Aftan við eldhús er geymsla matsveins fyrir toll- varning. Vélsúgur er í öllum íbúðum skipverja og vélarúmi. Af siglingatækjum má nefna ratsjá, sjálfritandi dýptarmæli, sjálfstýringu. Bjargbátar eru tveir alumínium, hvor fyrir 20 manns. Auk þess fylgir einn 10 manna gúmmlbjörgunarbát- ur, sem er á stjórnpalli. Skipstjóri á m.s. „MÁNA- FOSS” er Eiríkur Ólafsson, I. stýrimaður er Bernódus Krist- jánsson og yfirvélstjóri Haukur Lárusson. Qatnamét Miklnbrautar og LönguhL Framhald af 6. síðu. vestrj rétt til þess að aka beint áfram er, við ökumönnum að austan blasir samsett ör. sem gefur þeim rétt til þess að aka beint áfram, eða til vinstri. ökumenn Miklubrautar, sem ætla að beygja til hægri, verða að bíða og einnig ökumenn Lönguhlíðar. Þriðji fasinn og sá stytzti, heimilar ökumönnum Miklubrautar hægri beygju, og blasir nú við þeim græn ör. sem vísar til hægri. Aðrir ökumenn Miklubrautar svo og Lönguhlíð- ar, verða nú að bíða. Loks birt- ist fyrsti fasi aftur og síðan endurtekur sagan sig. Sérstök ljósker eru fyrir fótgangendur með áletruninni „bíðið“ og „gangið". Umferðarljósin i þessum gatnamótum eru tímastýrð, og hefur tímastillingin verið á- kveðin eftir víðtækar umferðar talningar. Sérstök klukka i stýrikassa umfefýðarljósanna gef ur möguleika á því að hafa tvö prógrömm. þannig að hægt er að ætla fösunum meiri tíma þegar umferðarmagnið krefs< ’þess, t.d. um hádegisbilið. Eng- in slík klukka er á öðrum tímastýrðum gatnamótum í R- vík. og má vænta góðs af þess- ari nýjung. Götumar að gatnamótunum hafa verið merktar með hvítum akreinalínum, og hvítar örvar hafa verið málaðar til leiðbein- ingar. Akreinamerki hafa verið sett á Ijósastaura. Þá hafa gang- brautir verið merktar með kop- arbólum Merki um einstefnu- akstur hafa verið sett upp á einstefnugötunni, svo og merk- ið „allur akstur bannaður“. „einstefnu gata“. þar sem nokk- ur brögð hafa verið á því, að ekið hafi verið öfugt inn í ein- stefnugötuna frá Reykjahlíð. Þá hefur verið sett upp biðskyldu- merki við Lönguhlíð norðan- verða fyrir þær bifreiðar, sem koma austur Miklubraut og fara í vinstri akrein við gatna- mótin og síðan Lönguhlíð til norðurs. Þessir ökumenn þurfa því einungis að varast fótgang- endur og bifreiðar frá hægri en þurfa ekki að veita umferðar- ljðsunum athygli. Mysticus: Gott er blessað veðrið i. Eg var tvö ár háseti á Foss- unum. Og líklega væri ég það enn. ef ég hefði ekki farið að eltast við hana Sjöfn. Hún er svoleiðis kvenmaður, að það er betra, að vera ekki langdvölum í burtu frá henni. Á þeim víg- stöðvum er allra veðra von. Mér líkaði að mörgu leyti vel að vera í siglingum. Strákarnir á Fossunium eru flestir ágætir. Eg skvetti dálítið í mig í höfn um, en þó ekki meira en geng- ur og gerist. Af strá'kunum, sem sigldu með mér var bara einn, sem var virkileg fylli- bytta. Það var hann Pálmi Ei- ríksson. Þetta er bezti strákur og afburða sjómaður. Á milli landa er hann ágætur, en í höfnum er hann öðruvísi. Þá rennur helzt aldrei af honium. Eg held, að Pálmi hafi vanið sig á þennan skratta, þegar hann var I siglingum með Nors- urum. Áður en hann kom á Fossana, var hann árum saman á ncrsku flutnimgaskipi og sigldi þá vfða um höfin blá. Pálmi drekkur venjulega upp hvern eyri, sem hann hefur, ef hann stendur eitthvað að ráði við í höfn. Og svo fer hann að selja úrið sitt og jafnvel sparifötun. Það væri alveg sama, hversu miklar tekjur hann Pálmi hefði hann murudi ) aldrei leggja neitt upp. Við lágum einu sinni nok'kra daga í Hull, og Pálmi var slæmur eins og endranær. Hann var orðinn staurblankur, en vildi ólmur drekka meira. Við vorum úti í skipi að búa okkur í land, nokkrir strákar. Pálma langaði með, og auðvita'ð hefði hann getað drukkið á 'kostnað okkar hinna eitt kvöld. En það má Pálmi greyið eiga, að hann er ekki svoleiðis. Hann er höfð- ingi í sér cg vill heldur vera veitandi en þiggjandi. En hann vildi endilega drekka. Svo fór hann að bjóða mér til sölu gula peysu og úrgarm. Mig langaði ekkert til að eignast þá gripi. Svo var eins og honum dytti nokkuð í hug. ,,Þú ert hjátrú- arfullur“ sagði hann, „ég hef oft teki'ð eftir því. Viltu kaupa galdragrip, sem ég náði I niðri í Afríku, þegar ég var að sigla á norska dallimum ?“ „Hvað er það ?“ spurði ég af litlum á- huga. Hann fór inn í káetuna sína og kom brátt aftur með eitt- hvað, sem leit út eins og lítill hvítgulur gross. Einhvern veg- inn fannst mér þó strax, að þessi kross mundi ekki vera neitt helgitákn kristinna manna. Eg held, að hann hafi verið úr fílabeini eða minnsta kcsti einhverju efni, sem líkt- ist því. Álmurnar fjórar voru allar jafnlangar og oddhvassar. Eg sá, að einhverjar skorur voru á álmunum. Við krossinn/ var bundin skinnreim, og á henni hékk skinnhólkur svona likt og fingur á hanzka. „Hvaða tilfæringar eru þetta eigin- lega?“ spurði ég. „Eg keypti þetta af gömlum galdramanni í Freetowni í Sierra Le.one," sag'ði Pálmi. ,.Hann sagði, að þetta væri töfragripur til að i búa til veður. Álmurnar á j krossinum tákna vindáttirnar. ,Þú sérð, að ein þeirra er með einni skoni, það er norður, sú með tveimur Skorum táknar austur, sú með þremur suður og sú með fjórum vestur. Ef mað ur vill fá hita, á maður að draga skinnhólkinn á suðurálm una, en ef maður vill frost og kulda á mor'ðurálmuna. Maður á að reyra hólkinn þar fastan. En reyndar verkar þetta ekki nema á litlu svæði, eitthvað í kringum tíu kilómetra út frá krossinum í allar áttir. Þetta sagði galdramaðurinn mér. Eg hló bara að honum, en keypti samt krossinn.,, „Hefurðu aldrei prófað þetta?“ spurði ég. „Nei, blessaður, heldurðu að ég trúi svona kerlingabók- um?“ svaraði Pálmi. ,,Nú. þá er bezt að prófa þáð núna“ sagði ég. 1 sama bili hóuðu strákarnir í okkur. „Við erum að fara í land, komið þið strák ar, ef þið ætlið að verða sam- ferða.“ „Jæja, ég prófa þetta einhvern tíma seinna“ sagði ég. Eg hugsaði með mér, að þaö væri jafngott að kaupa þetta af honum, greyinu, það væri sama, hvort maður gerði það eða gæfi honum peninga. Svo keypti ég krossinn af Pálma fyrir tvö pund, stakk honum iran í vasaklút og tróð honum einhvers staðar undir draslið ! koffortinu mínu. Svo snöruðum við okkur í land og dnikkum okkur augafulla á einhverri skítaknæpu í Hclderness Road. Pálmi var ekki lengi að koma pundunum sínum í lóg. Eg var svo timbraður morguninn eftir, að ég mundi ekkert eftir kross- inum. n. Það var haustið eftir, að ég varð alveg veikur út af henni Sjöfn. Frá minni hálfu var þetta ást við fyrstu sýn. Og ég hef aldrei getað hætt að elska stelputryppið. Og þó veit ég svo sem ósköp vel, hvernig hún er. Hún er andskoti laus- lát. ég veit, að hún hefur verið með mörgum tugum af strák- um, þó að hún sé varla tví- tug enn. Hún er hraðlygin, enda er það jafngott fyrir hana að kunna það, þegar stefnumót ira ætla að fara að rekast á hjá henni Og svo er hún erkisraobb, hún, sem er alin upp í Kamp Knox. Hún tekur oftast ljóta ríka stráka fram yfir þá fá- tæku, sem eru bráðmyndarleg- ir. Hún Sjöfn er svo sem mesti gallagripur, en oftast nær hef ég fyrirgefið henni allt. Mér er ekki sjálfrátt, þegar hún á í hlut. Eg kynntist herani Sjöfn á Borginni. Og ég var'ð strax svo gagntekin, að ég hætti á sjón- um og fór í byggingarvinnu, sem mér þó þykir miklu leið- inlegri en sjómenns'kan. Og ekki lagði ég mikið upp, hver eyrir, sem afgangs var, fór í hana Sjöfra. En þessi vetur var annars ágætur, hún var oftast ósköp góð við mig framundir vorið. Reyndar var hún grun- samlega oft með afsakanir á siðustu stundu, þegar við vor- um búin að ákveða stefnumót. Eg var áreiðanlega ekki sá eini. en þó held ég endilega, að ég hafi verið raúmer eitt hjá henni langt fram eftir vetrin- um. Þetta var yfirleitt yndisleg- ur vetur. Og þó var þetta kald asti vetur, sem komið hafði í mörg ár. Með jólaföstunni kyngdi niður snjó, og frostið var oftast sjö e'ða átta stig; alltaf norðan strekkingur. Göt- urnar í Reykjavík eru ó- skemmtilegar í slíkri tíð. Þetta getur hreint og beint lagzt á sálina í manni í svartasta skammdeginu. Svona liðu des- ember og janúar, og ekki batn aði tíðin. Heldur fór kólnandi, ef eitthvað var. Mannfólkið varð geðvont og leiðinlegt nema auðvitað ég, sem hugs- aði bara um hana Sjöfra, en ekki veðrið. En Sjöfn fór að ver'ða þunglynd og önug. Hún hafði meira að segja í hótun- um um það að leggjast í rúm- ið, breiða upp yfir höfuð og sofa til vors, ef veðrið færi ekki að batna cg snjórinn hyrfi ekki af götunum. Það var hugguleg tilhugsun fyrir mig eða hitt þó heldur. Eitt kvöldið um mánaðamót in janúar og febrúar sat ég og var áð hlusta á útvarp. Oti var snjófjúk og frostrósir á glugg- araum. Og ekki var veðurspáin í útvarpinu beinlínis uppbyggi- leg. ,Hvöss norðanátt með nokk urri snjókomu. Heldur kald- ara.“ Það var á þessu augna- bliki, sem ég allt í einu mundi eftir galdrakrossinum hans Pálma. Eg hafði verið búinn að gleyma honum svo gersam- lega síðan kvöldið góða i Hull. „Nú, það sakar aldrei að prófa“ hugsaði ég með mér, og þó gat ég ekki annað en hlegið að sjálfum mér. III. Eg rótaði í draslinu mínu þangað til ég fann krossinn. Eg fór að rifja upp það, sem Pálmi hafði sagt um skorum- ar. Ein skora, það var norður, þrjár skorur. það var suður, Já, sunnanátt og hlýja, það er einmitt það, sem okkur vantar núna. Eg dró skinnhólkinra á álmuna með þremur skorunum og batt hann þar fastan. Rétt á eftir fór ég að sofa, stefnu- mótið við Sjöfn hafði fari'ð for görðum þetta kvöldið. Frost- næðingurinn hvein á gluggan- um. Eg var svo syfjaður morgun inn eftir, þegar ég var að klæða mig eldsraemma til að fara í Framhald á 4. síðu. TILKYNNING FRÁ OLÍUFÉLÖGUNUM Vér viljum hér með tilkynna viðskiptamönnum vorum að framvegis verða viðgerðir á olíukynditækjum á vegum félaganna aðeins framkvæmdar gegn staðgreiðslu. Viðgerðarmenn vorir munu þvi taka við greiðslu að verki loknu. Reykjavík, 22. febrúar 1963. Olíuíélagið Skeljungur h.f. Olíufélagið h.f. Olíuverzlun Islands h.f. Tilkynning frá byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að samkvæmt 18. gr. 3. lið Byggingarsamþykktar fyrir Reykjavík er bannað að nota járn i steypu með lausu ryði á, og verða þeir byggingarmeistarar er hugsa sér að nota slíkt jám, að sjá svo um að allt laust ryð verði fjarlægt af jáminu. BYGGINGARFULLTRClNN I REYKJAVlK. á I «

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.