Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.06.1963, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 17.06.1963, Blaðsíða 2
\ 2 Mánudagsblaðið Mánudagur 17. júní 1963 Framhald af 1. síðu. ríkisstjórn með því að hvetja launþega landsins til átaka, er muni orsaka þetta, þá er ten- ingunum kastað. AUÐUNNIN STJÖRNARSKRÁ Islendingar fengu sína stjórn arskrá, hornstein lýðveldisins, ef til vill á slikkprís, því hún kostaði ekki eitt mannslíf, og þvi halda þeir ef til vill að hægt sé að fótumtroða þau at- riði er hún byggist á og á að vernda. En þessu er öðruvísi farið hjá þjóðum, sem þurftu að heyja áralangar styrjaldir og fórna miklu blóði til að öðl- ast sína stjórnarskrá, sbr. Bandaríkin. Þar er einn kafli, sem sérstaklega fjallar um hvernig snúast eigi við ef ein- hverjir einstaklingar og félags- samtök hafa það að markmiði sínu að steypa löglega kjörinni stjórn af stóli eftir óþingræðis- Iegum reglum. Og þannig er litið á þessi mál hjá öllum vest rænum lýðræðisþjóðum og er gert hér á landi af öllu ábyrgu fólkL ALLT AÐ 35% Þvi ber ríkisstjóminni, sem á fyrst og fremst að standa vörð um stjórnarskrána og lýð- veldið að láta athuga þessa yf- irlýsingu Hannibals nánar. Og fyrsti þátturinn í þessu skemmd arverkastríði er hafinn með því að viss stéttarfélög fyrir norð- an hafa sett fram kröfur um hækkun á töxtum sinum um allt að 35%. Þjóðin er orðin það vel að sér að hún skilur, að slíkar kröfur em ekki settar fram af neinu raunsæi og ekki kemur til mála að hægt sé að þeim að ganga því það er ein- göngu aukin þjóðarframleiðsla, *em getur raunverulega hækk- að kaup almennt. Ef i krafti verkfallsvalds væri að þessu gengið þýddi það innan mjög skamms tíma stöðvun atvinnu- lífsins eða hastarlega gengisfell ingu. Það verður að skiljast, að þá er það ekki sú ríkisstjórn sem situr sem fellir gengið, sem gefur út tilkynninguna þar að lútandi. íslendingar mega ekki vera þau fífl að halda að svo sé. Utboö Tilboð óskast 'í að byggja Rannsóknarstofu landbún- aðarins á Keldnaholti. Útboðslýsingar og teiknina má vitja á skrifstofu Ram- sóknarráðs ríkisirjs, Atvinnudeild háskólans, háskóla- lóðinni, gegn kr. 2.000,00 skilatryggingu. TilboA ”"rða opnuð á sama r*-að þriðjudaginn 25. júní n.k. kl. 11,00 f.h. SÍLASALA Hef opnað á ný bílasölu að Höfðatúni 2 undir nafninu Bíasala Mafthíasar Margra ára þekking og reynsla í bílasölu á undan- fömum árum. Á boðstólum er nú mikið úrval af öllum tegundum og árgerðum bifreiða. Hefi einnig kaupendur að flest- um tegundum bifreiða. Bílasala Matthíasar mun verða miðstöð bílaviðsk'r* inna. Látið mig annast viðskiptín og yður mun verða veitt ;óð pjónusta. SlLASALA MATTHÍASAR löfðatúni 2, sími 24540. Matthías V. Gunnlaugsson, H AVÐ FELLIR GENGIÐ? Það er allt annað en tilkynn ing frá ríkisstjóm, sem fellir gengið. Gengisfellingin er fólg- in í aðgerðum, sem raska eðli- legu jafnvægi efnahagslífsins. Svo þegar búið er að raska því þá er það einfaldlega viðurkenn ing á þessari jafnvægisröskun sem tilkynningin um gengisfell inguna er. Því eru svona brjál æðislegar kröfur eins og nú eru fram setrtar ekkert annað en gengisfellingarkröfur. Eins og ríkisstjórnin verður að standa vörð um stjórnarskrána og ör- yggi lýðveldisins þá verður hún einnig að standa vörð um gjald miðil þjóðarinnar. Þessu ætlun- arverki hafa allar ríkisstjómir brugðist á Islandi, meira að segja Viðreisnarstjórnin leyfði að skemmdarverk væru unnin í þessu efni. En hún var heldur sein á sér að stoppa þetta, en hún bætti að nokkra fyrir glappaskotið með því að við'ur- kenna það með tafarlausri geng isfellingu er nam þeirri pró- sentutölu, er var f ram yfir á- ætlaða aukningu á þjóðarfram leiðslunni. Og hér liggja tak- mörkin. Það er kominn almenn ur skilningur á þessum lögmál um efnahagslífsins; því munu þeir verkalýðsleiðtogar sem ganga út fyrir þessi takmörk hér eftir hljóta umboðssvipt- ingu frá félögum sínum, því með þessum aðgerðum vinna þeir beint á móti hagsmunum launþega en EKKI með. En þetta er einmitt tragedía ís- lenzkra þjóðmála í dag, það eru nefnilega ennþá nokkrir menn í háum stöðum, sem eru steinrunnir í yfir aldargömlum fræðikenningum. Das Kapital kom út 1848. PLATA EINARS OLGEIRSSONAR 30 ÁRA Þeir lialda að allt sé eins og fyrir hundrað árum, skilja ekki nýja tímann og allar þær breyt ingar sem átt hafa sér stað, sem skapa allt aðrar aðstæður og allt önnur viðhorf í einu og öllu. Hugsið ykkur, Einar Ol- geirsson flytur sömu ræðurnar í dag og fyrir 30 árum. Fyrir okkur hin er þetta orðið grát- broslegt en fyrir hann fúlasta alvara. Hann bara veit ekki að þjóðfélagið er búið að „glata glæpnum“, fátæktin og eymdin eru ekki til á íslandi. Því er hann og lians líkar eins og steinrunnin tröll eða eins og förufólkið í Islandsklukkunni. Þjóðviljinn kvartar yfir því í leiðara nú fyrir nokkrum dög- um að síðan 1940 hafi þróunin á Islandi gengið í þá átt að gegnsýra Islendinga borgaraleg um hugsunarhætti. Hvað erþað sem orsakar hann? Ekkert ann að en bættur efnahagur almenn ings. EKKERT RÚM FYRIR KOMMA Yfir þessu kvartar blaðið, þvi þar sem efnahagur almennings er mjög góður sbr. Bandaríkin, Svíþjóð, Vestur-Þýzkaland, Eng land, svo nokkur séu talin, er ekki rúm í þjóðfélaginu fyrir kommúnisma. Því er það lífs- spursmál fyrir þessa aðila að skapa hér aftur sama ástand og var fyrir stríð og að því er stefnt. Þessir menn vita að eft- ir því sem almenningur á Is- landi hefur það efnahagslega betra því borgaralegar sinnaður verður hann. Og ef þessir menn væru virkilega að vinna fyrir hag almennings væru þeir þar með að búa sér sinn eigin dauða. Því eru þeir með ýmsu orðagjálfri og undir fölsku yfir- skini að skapa hér það ástand að þeirra fræðikenningar taki aftur gildi. En íslenzka þjóðin verður að sparka þessum kump ánum þangað sem þeir eiga heima eða borga fyrir þá far aðra leiðina til Rússlands með loforði að koma ekki aftur til baka. Mun blaðið standa fyrir þessum greiðslum og verður gaman að sjá hve margir gefa sig fram, sem vilja heldur lifa í sælunni i Sovét en kapítalism anum á Islandi. Munum við sjá á næstu vikum hversu mjög menn meta sína eigin paradís. Það hefur aldrei verið eins bjart framundan á Islandi og nú. Það er aðeins ein hætta sem að þjóðinni steðjar, Hanni- bal & Co. Það verður að krefj- ast þess að ríkisstjórnin gegni sínu lilutverki og að þjóðin skilji sinn vitjunartíma. Verziunarfélögin úti á landi.. Framhald af 1. síðu. stórhættulegar og siðgæðislaus ar brautir. Hverjum kennt? Viðkomandi heildsalasamtök og samtök iðnrekenda verða, til að bjarga eigin skinni, að kom ast að einhverri niðurstöðu varðandi slík viðskipti. Æfin- týramenn geta fengið vöi-ur frá' hvaða fyrirtæki sem þeir vilja, „gegn blaði“, en þegar afföllin nálgast 90%, þá má telja vafa samt að þau viðskipti séu gagn kvæmur gróði. Ef hinsvegar, þessir aðilar geta þolað slík áföll, þá er ekkert við þessu að segja, og mega þá bæði hinir sárpíndu heildsalar og iðnrek- endur halda áfram að tapa ár eftir ár, en þá vorkennir þeim enginn, þegar harmagráturinn er sem al-sárastur. Auglýsingar sem birtast eiga í Mánudagsblaðinu þurfa að berast ritstjórn eigi síðar en á miðvikudögum næstum á undan utkomudegi Hokkrar holztu ufanlandsferðir SUNNU með íslenzkum fararstjórum Nokkrar helztu utanlandsferð I Þáðan verður flogið vestur ir SUNNU með íslenzkum far- j að Kyrrahafsströnd til Vancouv er, dvalið þar og í Seattle, far- ið suður með ströndinni til San Franeisco og komið við á Span ish Fork elztu byggð Islendinga í Ameríku á leiðinni austur til New York aftur. Ekið er aðeins þrjár dagleið- ir í þessari ferð, þegar frá er talið dags ferðalag um Nýja ísland sjálft að loknum hátíða höldum Islendingadagsins. Far arstjóri í þessari ferð er Gísli Guðmundsson fulltrúi, sem þarna er öllum hlutum kunnug ur. Hann hefur dvalizt langdvöl um vestra og var meðal annars fararstjóri í hinni miklu ferð Karlakórs Reykjavíkur um alla Ameríku. arstjórum, verða sem hér segir í sumar. Um byggðir V estur-lslendinga Þetta verður önnur hópferð- in héðan að heiman um byggðir Vestur-lslendinga. 1 fyrra fóru um 40 manns í svipaða ferð vestur. Að þessu sinni verða flugvélar meira notaðar til ferðalaga innan Ameríku, vegna hinna miklu vegalengda þar. Flogið verður til New York með Loftleiðum 30. júlí og síð an farið til Minnesota, Norður Dakota, Winnipeg og verið á Islendingadeginum á Gimli um fyrstu helgina í ágúst. Þegar sumarið er komið sjást margar gerðir nýrra kvenhatta. Ferðir til Evrópulanda Af ferðum til Evrópulanda má nefna hina árlegu og vin- sælu ferð Sunnu til Parísar — R'inarlar.da og Sviss, brottför 23. ágúst, fararstjóri Jón Helga son. Er þá meðal annars verið á uppskeruhátíð í Rínarlöndum. Italíuferðin í septembersól, sem Thor Vilhjálmsson rithöf- undur hefur leitt tvö undanfar in ár verður óbreytt en lagt upp 12. september. Er þetta ró leg Italíuferð með góðum dvöl- um á helztu stöðum ítalíu, með •’l annars 5 dögum j Róm Bíl- Framliald á 6. síðu. t 1

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.