Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.06.1963, Síða 3

Mánudagsblaðið - 17.06.1963, Síða 3
Mánudagur 17. júní 1963 Mánudagsblaðið 3 $laSfyrtr edla Ritstjcra og ábyrgðarmaSur: Agnar Bogason. Kemur út á mánudögum. Verð. kr 5.00 í lausasölu; áskrifienda- gjald kr. 260.00. Sími ritstjómar 13496 og 13975. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Launabarátta fíugmanna Bréf frá flugmaitni, sem strltast við að bjarga sér Jónas Jónsson frá Hriflu: Kirkjumál suður með sjó Herra ritstjóri. Eg hefi séð, að þér hafið ekki ritað neitt um yfirstand- andi verkfall okkar flugmann- anna. Tel ég, að þetta sé vitur- lega gei-t, því fáir vita betur en við, verkamenn loftsins, hversu erfiðar aðstæður okkar eru, hvemig við daglega — og oft á nóttunni — leggjum líf ok'kar í bráða hættu og mikla með því einu að söga upp í vél ar okkar. Þjóðin hefur ekki — og þá enn síður þau fyrirtæki, sem við vinnum hjá — ennþá þekkt sinn vitjunartíma í launagreiðsl um til okkar. Eg eyddi nær tveim árum í flugnám mitt, erfiðum ámm, og ánægjusnauð um, og varð að greiða mest all an kostnað við þau sjálfur, ut- an smástyrks og peninga frá foreldrum mínum. Bæði þessi ár varð ég að minnka talsvert við mig skemmtanir og dveljast oft lengi að heiman, enda tók námið oft margar klukkustund- ir dag hvem, bæði við bækur og verknám. Var ekki neitt til- lit tekið til þess, að ég hafði eytt dýrmætum árum í gagn- fræðanám, ámm, sem ég hefði getað gei-t ýmislegt gagnlegt og aflað mér f jár. Eftir tilskilinn tíma fékk ég atvinnu hjá flugfélagi og eftir enn meiri tíma, vökur og hættu verk, var ég gerður að meist- ara stærri flugvélanna, sem ég nú get stjórnað sjálfur, em læt aðallega aðstoðar-flugstjóra sjá um flugið núna, enda mín oft þörf hjá farþegum til að segja þeim, hversu ferðin geng ur, og að ekki sé hætta á ferð- um. Þá er mér nauðsyn að leið beina flugfreyjum, sem oft skortir ráð og dáð til að snú- ast við óvæntum atvikum, þótt þær séu allar bæði dugmiklar, laglegar og liprar í öllu starfi sínu. Fyrir þessa vinnu hefur fé- lagið mitt rausnazt við að greiða mér árlega í kaup um 260 þúsund krónur, og gefa mér u. þ. b. sem svarar 600 dollurum svona auka. Að vísu hefi ég nokkur fríðindi, þótt þau teljist heldur smá, ef borið er saman við langan námstíma og ýmsar aðrar hættur, sem ég hefi orðið að þola. Einhverja klæðisræfla fæ ég, og nokkuð auðvelt að komast yfir tltölu- lega ódýr föt á konu og krakka. Um leikföng hefur mér orðið létt, smámunir í búið, radíó, sjónvarp, búshlutir nokkrir gagnlegir og annað smávegis hefur mér tekizt að afla okkur hjónakornrqg t.iltölu lorr ’Tm mat ei það að segja, að ég tel okkur matast u. þ. b. 55% ódýrar en þjóðin gerir, en þetta eru nú ekki annað en sjálfsögð þægindi, en ekki tekjur. Nú er mér sagt, að við hljót.um þau réttindi, að félögunxun verði bannað að segja okkur upp starf, nema við brjótum alvarlega af okkur. Tel ég félögin ekki hafa betur gert við okkur en það, að rétt er að taka af þeim uppsagnar- réttindi, enda sjá allir, að það er ósvífni að kasta okkur á glæ eftir allar þær fómir, sem við höfum fært. Þá mun í ráði, að blöðin gagnrýni okkur ekki, og fyrirsvarsmenn okkar hafa talið erfitt, að vér telj- umst í félagi með öðrum vinn- andi stéttum t.d. Dagsbrún, því aðstæður okkar séu á ööru plani, þátt brauðstritstekjumar séu ekki ólíkar. Nú er farið að síga á seinni hluta starfsævi minnar- Eg er nálega þrítugur, nokkuð slitinn, enda er starfsævi okkar vart íengri en 2Ö—30 ár f 'v’iébót, þótt þetta kunni að breytast með bættum lífsskilyrðum. Kvæntur er ég og á böm. Eftir árabils fórn fyrir fyrirtæki mitt, þá hef ég fyrir að sýna íbúð sæmilega, ag aðra til vara, auk þátttöku í smáfyrirtæki, nokkrar krónur á banka og eitt hvað smávegis erlendis. Eg vil ekki lengra telja upp þessa hlið málsins, gæti valdið misskiln- ingi. Það er þessvegna, hr. rit- stjóri, að mig langar til að benda yður á, að þér gerðuð viturlega, er þér höfðuð ekki afskipti af deilu okkar. Við heyjum nú baráttu fyrir lífs- brauði okkar og barna okkar — kerling mín er farin að vinna úti eftii-miðdaga — og miklar líkur benda til þess, að sigurinni verði okkar. Brátt munu vélar okkar á lofti að nýju og við, útverðir íslenzku loftmenhingarinnar, glaðir og hýrir við stjórnvölinn, eða í farþegarýminu að róa fólkið eða kenna flugfreyjunum. Óska starfsins vegna, að þér sleppið nafni míniu en setjiö í stað þess Hetja háloftanna“. Sökum rúmleysis varð grein þessi að bíða, en hún gerir þó sitt gagn með því að skýra vel erfiði verkfalls inanna, sem sömdu um S.l. helgi. Mun almenningur, sem hafði nokkrar efasemdir um málstað flugmanna okkar, viss’ulega skilja betur að- stöðu þeirra, baráttu, og snú ast heldur á sveif með þeim. Ritstj. Hallgrímur Pétursson er mest ur kirkjuhöfðingi á Islandi. Rit- laun fékk hann engin þó að hann gæfi biskupsdóturinni í Skálholti sína frægustu bók, þjáningasögu Jesú Krists. Ekki fékk hanin heldur skáldalaun eða viðurkenningu þjóðfélag- sins fyrir að hafa, samhliða hin um blinda Milton, ort áhrifa- mestu og skáldlegustu trúarljóð mótmælenda kirkjunnar. En eft ir andlátið varð Hallgrfmur lang frægasta skáld þjóðarinnar. Ljóð hans hafa verið gefin út meir en 50 sinnum og öldum saman lesin í heyranda hljóði á hverjum vetri í hverju byggðu bóli á landinu. Helgi Passíu- sálmanna hefur verið svo alvið urkennd, af íslenzku fólki beggja megin Atlantshafs, að þúsundir manna hafa beðið vandamenn sina þeirrar óskar, síðast allra orða, að sálmar Hallgríms mættu hvíla á brjósti þeirra í kistunni, sem ætti að bera hinstu leifar þeirra fram á tíma endurvö'knunar í öðr- um og betri heimi. Hallgríms Péturssonar hefur á síðari öldum verið minnzt lof lega á mörgum stöðum með því að helga kirkjur minningu hins mikla sálmaskálds. Hér skal að eins minnzt einnar. Hallgríms- kirkju á Hvalnesi í Gullbringu- sýslu. Hún á að baki nokkra sögu. Þegar Hallgrímur kom heim til íslands, fullþroskaður, fátæk ur og vinafár með Guðríði koniu sína að lokinni nokkurra ára dvöl og námi erlendis var hann í fyrstu brauðlaus og hrakinn þar til Brynjólfur biskup veitti ’honum Hvalsnes, en það var eitt hið tekjuminnsta prestsemb ætti á landinu. Þegar Hallgrím ur gerðist Hvalsnesprestur var harun þrítugur að aldri en mjög lífsreyndur. Á Hvalsnesi bjuggu Hallgrímur og hin skörulega kona hans í sjö ár við erfið kjör. Þá voru þau að tilstilli biskups flutt að Saurbæ á Hval fjarðarströnd. Batnaði aðstaða þessara lífsreyndu hjóna við þá breytingu. Hallgrímur orti í Saurbæ sín frægu trúarljóð og sinnti fleiri bókmenntagreinum. Prestskonan rétti við fjárhag þeirra, endurbyggði bæinn eftir bruna og reisti '1 Saurbæ fyrstu Hallgrímskirkju þjóðarinnar af efnum þeirra hjóna. Er þrek- virfri Guðríðar því frábærara, þar sem maður hennar beið þá dauðans af ólæknandi sjúkdómi en lauk þó í Saurbæ ljóðagerð þeirri sem þjóðin hefur haldið í mestum heiðri allra bók- mennta I nálega þrjár aldir. Nú er hin fyrsta kirkja Hall gríms einskonar fjalldrottning suður með sjó. Hvalsnes er ein- stakt býli á miðri vesturströnd Reykjanesskaga. Sunnar á ströndinni eru sumpart komin í eyði eða í þann veginni að hverfa í óbyggðina hin sögu- frægu stórbýli Kotvogur og fyrr á öldum og þá var fjöl- mennt á þessum stórjörðum og var safnað miklum efnum hjá röskum búmönnum. Sr. Jón Thorarensen hefur stuðst vi'ð frægðarsögu þessara fornu höf uðbóla í skáldverkum sínum. Nú drottna minmingamar yfir lítið grónum sandflesjum fomra glæsibýla. En í norðurátt frá Hvalsnesi gerist allt önnsur saga. Þar er ein af blómlegustu sjávarbyggðum landsins, Sand- gerði. Þar er stutt á miðin eins og áður fyrr frá Kot- og Kiúkju vogi. Mikill skjólgarður sem er jafnframt bryggja Sandgerðis-’ manna, ver höfnina gegn norð- anátt. Við þá bryggju liggja í skjóli þegar norðanáttin drotn ar dögum saman mangir öfl- ugustu vélbátar landsins 150— 200 smálestir. Sumir þeirra bera í land meiri afla heldur en úi-vals togarar. Atorka Sand gerðismanna er landfræg enda blessast búskapur þeirra svo að mikið orð fer af. Sandgerðisbú- ar hafa hugað að bryggjuskjól garði sínum eftir þörfum og sprengja burtu neðansjávar rif sem gera innsiglinguna vara- sama. Sandgerði ber með sér öll einkenni fyrirhyggju og mik illa úrræða í lífsbaráttunni. Einn af útvegsbændunum á væn legt tveggja hæða hús fyrir að- komusjómenn á vertíð. Því húsi er haldið við svo mjög til fyrir- myndar um alla lifshætti að eitt sinn þegar vermenn voru ekki í Sandgerði þurfti söfnuð- urinn góða bráðabirgðaíbúð handa prestinum sem stóð í húsbyggingum. Þá gátu prests- hjónin flutt inn í verbúðarstof ur án nokkurra breytinga. Út- gerðarbóndinn vildi að húsa- kynmi sjómanna sinna væru öll- um boðleg, hvenær sem til þyrfti að taka. Ekki hyggja Sandgerðisbúar á kirkjugerð heima í byggðinni, þó að sjö km. kirkjuganga sé að Hvalsnesi, en þar er þeirra fornfræga kirkja. Þeir hafa hinar mestu mætur á kirkju sinni og telja hana helgaða af návist skáldsins fyrr á öldum. Þar leggja kynslóðir Suður- nesjamanna fram orku við sama átakið. 1 harðindunum eftir 1880 bjó í Kotvogi Ketill annar, stórbóndi með höfðings- lund svo sem verið hafði faðir hans Ketill fyrsti. Ketill þriðji tók sfðan við eignánni og goð- orðinu og líktist sínum forfeðr um um allan höfðingsskap, en frægðarsögu þeirra frænda 5 Kotvogi lauk þegar ensku tog- ararnir sópuðu afla í veiðigildr- ur sínar upp við ströndina. Ket ill annar átti Hvalsnes og marg ar aðrar jarðir suður þar. Þann ig geymdu ríkir menn nokkuð af auði sínium. Eitt sinn var Ketill annar við'kirkju á Hvals nesi og sá að söfnuðurinn komst ekki fyrir í kirkjUnni. Ekki tmdi Ketill því að guðshús á hans jÖrð rúmaði ekki sjóhetj- ur strandarinnar. Afréð hann þá að reisa steinkirkju á Hvals nesi og ærið rúmgóða. Fékk hann kunnáttumenm til að höggva stein sem lá við túnfót- inn. Honum tókst með mikilli framsýni og stórhug að reisa glæsilega og varanlega kirkju á Hvalsnesi. Var ekkert til spar að hvorki um efni eða vinnu- brögð og fór allur búnaður eft- ir kirkjugerðinni. Nú liðu túnar. Stórbýlin við gömlu bátalegurnar urðu eyði- býli. Ketill aninar og Ketill þriðji hurfu til moldar við hlið ættföður sins, en Hvalsnes- kirkja stóð öflug og máttug með fullri reisn. Þá óx Sand- gerði úr grasi, sem fyrr segir. Synir og dætur þeirra byggðar tóku við Hallgrímskirkju for- feðranna með rausn og stórhug. Þeir prýða kirkju sína bæði hið ytra og innra svo sem mest má vera. Blómlegt tún vefur gróðurfeld sinn upp að kirkju veggjunum og snjóhvitum og táhreinum kirkjugarði. Skipu- lagi kirkjugarðsins og umbún- aði legstaða er svo vel fyrir komið eins og best er gert hér á landi. Sjötugur kirkjubóndi taldi að efni til viðgerðar turn inum hefði þurft að vera úr enn blæfegurra efni. Á altarinu stóðu fimmtíu kaleikar frá altarisgöngu fermingarbarna og vandamanna kvöldið áður. Sand gerðingar hita kirkju sina með raforku dag og nótt. Þeir vilja ekki láta rakar kuldanætur setja náðurlægingarblæ á guðs- hús þeirra. Undanfarin ár hefir Ferða- skrifstofan SUNNA lagt á- herzlu á skipulagningu utan- landsferða með 5senzkum farar stjórum og hafa verið farnar 8 —10 slíkar ferðir árlega, aðal- lega til Evrópulanda, en einnig til Ameríku í fyrsta sinn í fyrra. Hafa þessar ferðir átt miklum vinsældum að fagna og samtals tekið þátt í þeim mörg hundruð manns. Til dæmis voru 80 farþegar í páskaferð Sunnu til Kanaríeyja og Majorka nú í vor og sl. föstudag lagði ferða hópur á vegum skrifstofunnar upp í skemmtiferð til Parísar, Feneyja og Sviss. Fjölbreytt ferðaþjónusta fyrir einstaklinga Nú í vor hefur Sunna tekið upp mikla og vaxandl ferða- þjónustu fyrir einstaklinga, farseðlasölu með flugvélum, skipum, jámbrautum og bílum. Hefir skrifstofan söluumboð fyrir Greýhound í Ameríku, Europasbur í Evrópu og einka- lumboð fyrir Frönsku ríkisjárnr Gestir sem fara um vestur- strönd Reykjanesskaga sjá hin miklu merki um atorku Sand- gerðismanng, smekk þeirra í heimilunum og sonarlega um- byggju fyrir guðshúsinu á Hvalsnesi, geta látið sér til hug ar koma ræðu Cromvells til liðs manna sinna: Munið að geyma vel bíblíurnar og púðurhomin. Með einbeitni í stjórm og fyrir bænum var taminn og fóstrað- ur menntaðasti og hraustasti frelsisher fyrri alda. Sandgerðingar sýna mann- dóm og mennt jafnt í baráttu við úthafið fyrir daglegu brauði og umhyggju og fórnfýsi vegna Hallgrímskirkju sinnar á Hvals nesi. Þeir vita vel að brauð er niauðsyn en að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Fyrir nálega 40 árum hófu Sigurbjörn Þorkelsson og all- margir aðrir áhugamenn í höf- uðborginni baráttu fyrir Hall- grímskirkju á hæstu hæð í Ing- ólfsbæ. Margir menn, karlar og konur hafa stutt þessa hug- sjón. Mikið er þar að gert en meira er þó eftir. Nú áforma forgöngumennirnir áð kirkjam gæti orðið fullgerð á ellefu hundrað ára byggð á íslandi. Stöðugt vex landskirkjuhug- myndinni fylgi og stuðningur. Sandgerðingar eiga marga bíla og eiga skamma aksturleið að Hvalsnesi. Höfuðstaðarbúar eiga líka marga góða farar- skjóta. Það mundi gera borgar- búa enn bjartsýnmi á gildi og ágæti Reykjavíkur og Krists- kirkju í bænum ef þeir legðu leið sína á góðviðrisdögum suð ur í Sandgerði og Hvalsnes til að fullnema þau fræði að brauð er gott og nauðsynlegt. Samt lifir maðurinn ekki af brauðinu einu saman. brautirnar og gefur þannig út í Reykjavík farseðla með járn- brautum á meginlandi Evrópu, og skipafarseðla með erlendum félögum. Jafnframt liefur skrif stofan tekið upp nána sam- vinnu við ýms góð.hótel í þeim borgum, sem íslendingar koma mest til og hefir samið við svo kallað frjálst bókunarkerfi, þannig að í mörgum tilfellum er hægt að staðfesta hótelher- bergi fyrir viðskiptavini beimt á staðnum, án þess að leita þurfi staðfestingar á svari. Eigin skrifstofa í Kaupmamiahöfn yfir sumarmánuðina Til þess að geta veitt sem fullkomnasta þjónustu við við- skiptavini skrifstofunnar á þeim stað, þar sem Islendingar dvelja langmest í útlöndum, í Kaup- mannahöfn, hefur Sunna fengið skrifstofuaðstöðu í miðborginni, Helgolandsgade 13, og rekur ungur dansk-íslenzkur náms- maður, Cnrsten Færch bn skrif Framhahí á f Kirkjuvogur. Þar voru beztar lendingar fyrir stóra árabáta SUNNA hcfur skrifstofu opna í Kaupmannahöfn yfir sumarmánuðim Fjölbreyíi ferðaþjönusta fyrir einstaklinga og hópierð/r með íslenzkum fararstjórum um Evrópu og Ameriku t

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.