Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.06.1963, Síða 5

Mánudagsblaðið - 17.06.1963, Síða 5
Mánudagur 17. júní 1963 AAánudagsblaðið 5 standa við orð sín, „Hann hefði aldrei sagt mér það. Það voru örlög, að við skyldum hittast í lestinni, og það var ég, sem kom honum til að tala. Eftir að ég vissi, að það var hann, þá var það ég, sem knúði hanni til að játa, að svo hefði verið, Sökin var ekki hans. Svo fór hann, og ég hef ekki séð hann eða heyrt frá hor.um síð- an. Denzil mun aldrei reyna til að hitta mig aftur.“ John stundi hátt. ,,Ó, drottinn minn, hvílík ó- gæfa.“ „John, ég verð að segja þér það allt núna, fyrst við erum farin að tala um þessa hluti. Eg elska Denzil, mér finnst hann vera maðurinn minn, en ekki bara elskhugi. John, það er ekki langt síðan ég fann fyrstu hreyfingar barnsins, þá skalf ég af þrá eftir Deneil. Svo þú verður að skilja, hve dýr- mætt þetta er mér, jafn tilfinn ingarik og ég er. En ég mundi aldrei fara á bak við þig, John. Þetta varð ég að segja þér hreinskilnislega. Eg gæti aldrei látizt vera þín kona og elskað amnan.“ Allt í einu skildi hann, hva'ð hún hefði liðið og hlaut að líða. „Amaryllis, þú getur ekki fyr irgefið mér. Eg sé nú hve rangt gert af mér þetta var.“ „Auðvitað fyrirgef ég þér, John. En ég get ekki hætt að elska Denzil. Það er það sorg- lega við þetta. Kæri John minn, við skulum vera vinir og lifa áfram sem vinir, þá er ekki' vist þetta verði svo mjög ei-fi- itt.“ „En ég elska þig, Amaryllis. Og þetta kostar mig mikla fórn. Amaryllis," sagði hann hásri röddu, „jú, ég skal vera vinur þinm, og ég skal elska barnið þitt. Það var mjög rangt gert af mér að kvongast þér, en þetta var ekki alveg von- laust þá, svo ég örvænti ekki, en þegar ég vissi, að það var ómögulegt, þá fannst mér skylt að bæta þér þetta á allan þann hátt, sem í mínu valdi var. En ég sé, að þetta var illa gert, og hefði sagt þér sannleikann, en svo kom stríðið, og tilhugsunin um Ferdinand á Ardayre gerði mig frávita og leiddi mig út i þessa ógæfu.“ „John, ef þú hefðir skýrt þetta allt fyrir mér, þá veit ég ekki, nema ég hefði gengizt inn á þetta með þér, því ég hef líka töluvert af þessu fjölskyldu- stolti, og ég hefði ekki þolað að vita til þess að Ferdinand og hans börn settust að hér. Kannski hefði ég af frjálsum vilja fallizt á þetta, ég veit það ekki fyrir vist. En svo hef ég upp á síðkastið hugsað mik ið um andlega hluti — ég meina, að það sé eitthvað á bak við efnið, hin miklu máttar- völd, sem hljóta að vera allt í kringum okkur. Og ég hef brot ið heilann um það hvort við séum ekki enn sem komið er o l fákunnandi til þess að ganga i berhögg við v;ss lögmál. Ef til vill er þetta vitleysa, ég veit ekki, þetta cru bara heilabrot en skyldu ckki geta verið hverjir aflstraumar t''>ssum !ögmó1um • Þau gengu að sófanum og settust. John leið betur við að hlusta á. hana tala, og hinm sterki vilji hans var á ný að ná yfirhöndinni yfir tilfinning- unum. „Það má vera — “ „Sjáðu til, ef eitthvað skyldi henda Ferdinand, þá stæði Den- zil næstur sem erfingi, og nú, ef barnið verður drengur —“ John, brá. „Hvorugur okkar hugsaði út í það.“ „En það er ekki líklegt, að nokkuð komi fyrir Ferdinand. að meta hina virðulegu, en vin gjamlegu framkomu hennar við fólkið, og svona liðu þessir fjór ir dagar snurðulaust, og sí'ðasti dagur gamla ársins rann upp. „Eg held þú ættir ekki að vaka frameftir, góða mín,“ sagði John að loknum kvöld- verði. „Það þreytir þig bara, og svo er það alltaf hálf dap- urleg stur.d, þegar gamla árið kveður, nema þá menn hafi gleðskap í kringum sig, eins og við höfðum áður.“ Amaryllis lét að orðum hans og gekk til herbergja sinna, en kom að síðasta orðimu, bætti hann „míns“ í endinn. S’iðan lét hann fylgja ýtarlegri fyrir- mæli um menntun barnsins, ef það yrði drengur, en í erfða- skránni hafði hann þegar búið tryggilega um framtíð Amar- yllisar, þannig að hana mundi ekki skorta fé það sem eftir var ævinnar. Svo hreinskrifaði hann bréf- ið, innsiglaði það í umslag og áritaði til lögfræðings síns, og þegar þessu var lokið, sló klukk an tólf. Algjör kyrrð ríkti í gamla fTlAMHALDSSAGAFBAMHALDSSAGAFKAMHALDSSAGAFKAMHALDSSAGAFRí £ Glyn: AMARYL Oð FRAMHALDSSAGAFKAMHALDSSAGAFRAMHALDSSAGAFBAMHALDSSAGAFB/ Hann gengur ekki í herinn. Það ert bara þú, kæri John, sem ert I hættu, og Denzil líka, en ann- ars getur stríðið varla staðið mikið lengur, heldurðu það?“ John hugsáði, hvort hann ætti að segja henni sitt álit um það, eða hvort ekki væri hyggilegt- að- lofa hen,ni að lifa í þessum vonardraumi um skjót an endi stríðsins. Hann afréð að segja ekkert um þetta mál, það var betra fyrir heilsu henn ar að hún hefði sem minnstar á hyggjur. Atburðirnir myndu tala sínu máli. Svo fór John að tala um Ardayre, og sorgir og gleði æskuáranna, og Amaryllis hlýddi á hann full áhuga, og smám saman var eins og r.okk- urskonar friður og værð færð- ist yfir þau bæði. 17. svefn var henni fjarri, og þeg ar klukkan sló á miðnætti og kirkjuklukkurnar hringdu inn nýja árið, var eins og legðist 'í hana, einhvers konar kvíði og ógnandi grunur. Hún reyndi af alefli að verj- ast þessum óhugnaði með því að hugsa um sumarið, og hvað hún mundi gera, þegar hún væri aftur orðin frisk, og hvern ig hún gæti sem bezt rækt þá skyldu sína að gera John ham- ingjusaman, ef hann væri kom- inn heim um það leyti. Um eitt-leytið heyrði hún hann fara til herbergis síns, og þá smeygði hún sér hljóðlega upp í rúmið sitt. Hann hafði líka verið með hugann við hið nýja líf, sem bi'ði hans, ef hann slyppi heill úr þessum hildarleik, og ekki gleymdi hann heldur þriðja möguleikanum. Að þeir Denzil Daginn eftir borðuðu þau féllu báðir. Hann velti þessu saman morgunverð. John, sem ] lengi fyrir sér i huganum ,og var ósofinn, var mjög fölur, en á augum Amaryllisar mátti sjá, að húra hafði grátið mikið. Hún gekk til hans, þar sem hann sat, og kyssti hann blíð- lega á ennið. Svo hellti hún te í bollann hans, og þau töluðu vingjarnlega saman eins og ekkert hefði í skorizt. S'íðan fóru þau í búðir, og John keypti nýjan smaragðs- hrinig handa henni. „Grænn er litur vonarinnar," sagði hún, „og því kýs ég hann, John. Hann minnir mig á vorið og fegurð nátúrunnar og allt, það, sem fagurt er.“ Þau snæddu hádegisverð í veitingahúsi, en síðar um dag- imn héldu þau til Ardayre. John hafði í mörg horn að líta og var því önnum kafinn næstu dagn. j Ekki höfðu þau boð inni um ijólin, en gjöfunum lil þjónustn fólksins og leiguliðsrma var ekki glcymt. Amaryllis royndi á 'lan hátt að vera mnnni sin- um hjálpleg, og hann kun-J að lokum afréð hann að bæta bréfi við erfðaskrá sína. Ef hann félli, bæði hann Denzil að giftast Amaryllis þegar í stað, en bíða ekki hið venjulega sorgarár, því að tímarnir væru erfiðir og Amaryllis mætti ekki vera varnarlaus ein með bam- ið. Hann stóð upp og byrjaði að skrifa bréfið til lögfræðingsins og þar mælti hann svo fyrir: „Eg óska þess, að frændi minn Denzil Benedict Ardayre giftist Amaryllis, konunni minni, sem fyrst að mér látn- um, ef hann er sjálfur enn á lífi og getur fengið orlof. Eg fel hana undir umsjá hans og bið þau bæði um að láta ekki meinar venju-hugmyndir um hæfilegan sorgartíma tefja framgang þessarar mimnar sið- ustu brýnu óskar. Og ég bið frænda minn, ef hann lifir af striðið, að annast sem bezt upp eldi bamsins.“ Hann las yfir það, sem hann fði skrifað, og þegar hann húsinu. 1 fyrsta skipti í mörg ár var þar enginn glaumur eða gleði og jafnvel þjónustufólk- ið var gengið til hvilu. John fannst sem lyft væri snögglega af sér hinu þunga sorgar-fargi, sem þjakað hafð: sálu hans. Hann gat ekki gerí sér grein fyrir breytingunni, en sorg hans var horfin á braut. Hvað skyldi þetta boða? Átti þetta nýja ár þá eftir að færa honum mikla hamingju, þrátl fyrir allt? Djúpur friður gagn- tók sálu hans, og siðan þægi- leg værðartilfinning, og hanr slökkti ljósin og gekk hljóðlega til herbergis sins og var vor bráðar háttaður í rúmi sínu. Hann svaf vært langt fram á næsta dag og vaknaði hress í huga á fyrsta degi hins nýja árs. Síðasta dag orlofsins, þriðjs janúar, sneri hann aftur ti London, en ekki vildi hanr leyfa Amaryllis að þreyta sij á því að fylgja honum þangað Hann kvaddi hana þama ( Ardayre. Hún var ákaflega döp ur og sogbitin. Hafði hún, þegar á allt vai litið, gert vel i því að segjt John sannleikann? Hefði húi átt að bera harm sinn í hljóð og biða til strfðsloka? Nei, nei það hefði verið andstætt henn ar innsta eðli. Ef hún mátt ekki elska Denzil, þá vildi húi ekki eiga nokkurn annai mann. Hún undraðist, að Johi skyldi vera svo glaður í bragði Og kæti hans var svo eðlileg, ai ekki gat hann gert sér það upp Ef til vill skildi hún hann ekk ennþá til fulls, ef til vill va hann í hjarta sínu feginn þri að öll látalæti voru á enda. Viðskilnaður þeirra var áka lega hlýr og vingjamlegui John var aldrci væminn, o: hann kvaddi har.a með gaman yrðum og hnghreystingarorð um og bað hana fyrir alla mur að fara vel með sig. „Mundu það, Amaryllis, að þú ert mér dýrmœtari en allt annað, og svo verðurðu líka að hugsa um barnið.“ Hún hét honum því að fara að óskum hans í þeim efnum og halda kyrru fyrir á Arda- yre til fyrsta apríl, en þá fengi hann ef til vill orlof á ný, og svo færi hún til London og ætti barnið. John sneri sér við og veifaði til hennar, um leið og hann gekk niður veginn. Amaryllis horfði á eftir bilnum þangað til hann var komin i hvarf. Augu henn- ar fylltust támm, sem mnnu niður kinnar hennar. Skömmu eftir hádegi þennan sama dag var tilkynnt koma frú Ardayre, móður Danzils. Amar- yllis var í grænu setustofunni og lék á pianóið. Henni til mik illar undmnar var það ung og grannvaxin kona, sem inn kom. Hún var svolítið hölt og gekk við staf. Andartak hélt Amar- yllis, að um mistök væri að ræða og stóð hægt á fætur. Frú Ardayre rétti henmi hönd ina og sagði brosandi: „Mér fannst ég verða að grípa tækifærið til að kynnast þér. Syni mínum hefur verið svo umhugað, að við hittumst." », Þú — þú getur ekki verið móðir Denzils," sagði Amaryll- is. „Hann er alltof gamall til þess að vera sonur þinn. Frú Ardayre brosti aftur, og Amaryllis hjálpaði henni úr loð kápunni og lét hana setjast við hlið sér í sófann. „Eg er fjörutíu og níu ára, Amaryllis, ef ég má kalla þig svo. En enginn ætti að eldast líkamjega. Það er óþarfi, og svo er það ekki til yndisauka fyrir augað.“ Amaryllis spurði um síðustu fréttir af Denzil og hvar hann nú væri, og hún hlustaði með athygli á svör frú Ardayre. „Riddaraliðið hefur ekki haft mikið að gera undanfarið, sem betur fer,“ sagði hún. „Maður- inn minn fór aftur í morgun, og ég geri ráð fyrir, að ef menn vantar í skotgrafirnar, verðiþeir teknir af hestunum og látnir þangað." „Já. líklega — og þá munum við þurfa á öllum okkar kjarki að halda." Þær töluðu saman á hinn vin samlegasta hátt í hálftíma, og svo spurði Amaryllis gest sinn, hvort hana langaði ekki að skoða húsið og þá sérstaklega myndasafnið, þar sem Denzil Elísabetartimans hékk. „Hann er alveg eins og drengurinn minn,“ hrópaði frú Ardayre upp, er þær staðnæmd ust fyrir framan myndina. „Augun og allt hitt. Þeir eru djarfir, sannir og elskulegir. Ö, bamið mitt, þú getur ekki hugs að þér, hve elskulegur hann er. Allt frá þvi er hann var smá- barn, hafa allar konur elskað hann. Barpfóstrurnar voru ambáttir hans, og ráðskonan mín og stúlkan mín voru eins og afbrýðissamir kettir og rif- ust um það að fá að stjana i kringum hann, þegar hans var von heim, og þó held ég, að ég hafi verið bjánalegust af þeim öllum.“ Amaryllis hlustaði á með hrifningu. „Sjáðu til, hann er ekki vit- und líkur mér, en ég elskaði manninn minn svo brjálæðis- lega, að auðvitað var Denzil all ur í Ardayreættina. Hugsarðu aldrei út í það, Amaryllis, hverj um bamið þitt muni líkjast, þegar það kemur í heiminn. Það ætti að sverja sig í ættina, þar sem þú ert líka úr fjöl- skyldunni." „Jú, auðvitað er ég mjög spennt, og við vonum öll að það verði drengur.“ „Er nokkur mynd af mann- inum þínum hérna. Denzil seg- ir, að þeir séu svo líkir." „Nei, en það er mynd af honum i setustofunni minni. Það á að flytja hana hingað, þegar mín er tilbúin næsta ár. Sargent málaði hana. Það var síðasta myndin, sem hanm mál- aði. Við skulum koma og skoða hana.“ „En þeir eru ekkert líkir, eða finnst þér það,?‘ sagði frú Ar- dayre, þegar hún var búin að skoða myndina. „Mér fannst einu sinni þeir vera mjög líkir, en nú er ég ekki jafnviss." Frú Ardayre brosti. „Auðvitað finnst mér enginn jafnast á við Denzil minn, og þó er ég ekki sérstök móðir. Eg er yfirleitt alveg laus við móðureðlið. Mér leiðast böm, og ég er fegin, að ég hef ekki átt fleiri. Eg tilbið Denzil, af því að hann er Denzil, og ég elskaði manninn minn og þótti vænt um að verða móðir sonar hans.“ Þær drukku saman te í grænu setustofunni og voru nú orðnar mjög góðar vinkonur. Frú Ardayre sagði Amaryllis frá gamla húsinu snu í Kent og frá garðinum sínum og á- nægjunni, sem það veitti henni að dunda þar. „Og svo á ég lítfð hús i Lon- don., og ég vona að þú leyfir mér þá ánægju að sýna þér bæ'ði húsin einhvern timann." Amaryllis sagði, að það mundi sér þykja gaman, og bætti svo við: „Þú ætlar að koma og heim- sækja’ mig, er það ekki ? Eg flyt í litla húsið ok’kar í Brookgötu í apríl, því ég vonast til að eignast litla soninn minn í byrj un maí.“ Rétt áður en frú Ardayre hvarf aftur til Dorchester, spurði hún Amaryllis, hvort hún vildi, að hún skilaði nokkru til Denzils, Hana lang- aði til athuga svipinn á Amar- yllis. Amaryllis roðnaði og sagði af nokkurri ákefð: „Já, segðu honum. að mér hafi þótt mjög vænt um að kynnast þér, og að þú sért ein- mitt eins og hann sagði, að þú værir, og segðu honum, að ég sendi honum mirar beztu kveðj ur —Svo var eins og kæmi svolítið hik á hana. „Mig langar svo mikið til að eiga mynd af þér Heldurðu. að þú vildir gefa hér hnn-i ?“ sagði eldri kotian i þvi skyni að kom ast hjá óþægilegri þögn. og meðan Amarvllis t'ór til þess nð ná j mynHinci i-n'in: „Auðvitað er hún ástfangin af Denzil Það hefur ekki getað I verið í fyrsta sinm sem bau hiti

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.