Morgunblaðið - 03.06.2005, Side 1
2005 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÞRETTÁN ÁR FRÁ SIGRINUM Í BÚDAPEST / C2
KEFLVÍKINGAR hefja vörn bikarmeistaratitilsins í
knattspyrnu með því að sækja heim 1. deildarlið Fjölnis.
Liðin mætast í Grafarvogi 19. eða 20. júní en þá verður
3. umferð bikarkeppninnar, VISA-bikarsins, leikin.
Reyndar verður viðureign Gróttu og ÍA strax í næstu
viku vegna þátttöku Skagamanna í Intertoto-keppninni.
Íslandsmeistarar FH fara suður með sjó og leika þar við
3. deildarlið Víðis úr Garði. KR-ingar, sem hafa oftast
allra orðið bikarmeistarar, 10 sinnum, fara upp í Efra-
Breiðholt og leika þar gegn 2. deildarliði Leiknis.
Valsmenn, sem hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína í úr-
valsdeildinni, fara norður á Árskógsströnd og leika
gegn 3. deildarliði Reynis. Það verður ekki fyrsti leikur
Valsmanna á Árskógsvelli því þeir léku þar gegn
Leiftri/Dalvík í 1. deildinni fyrir nokkrum árum.
Fylkir fer til Siglufjarðar og mætir 1. deildarliði KS
og Fram fer austur á firði og mætir Fjarðabyggð.
Keflavík byrjar bik-
arvörn í Grafarvogi
■ Bikardráttur/C2
Okkur hefur gengið illa ogframmistaðan verið langt und-
ir væntingum en nú er kominn tími
til að snúa við blaðinu. Andrúmsloft-
ið í hópnum er gott þó menn séu
vissulega vel meðvitaðir um
óánægju fólks með árangurinn. Ég
trúi því að þessi mótbyr hafi eflt liðið
og að við sýnum það í þessum leikj-
um sem eftir eru,“ sagði Logi í gær.“
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, sagði í Morgunblaðinu í dag [í
gær] að krafan væri sú að uppskera
sex stig úr leikjunum við Ungverja
og Maltverja. Hvað segirðu um það?
„Stefnan er fyrst og fremst sett á
að spila góðan fótbolta frá aftasta
manni til þess fremsta. Takist það
þá eigum við góðan möguleika á að
ná sigri á heimavelli gegn þessum
þjóðum. Það er eðlilegt að menn
setji kröfur á landsliðið, hvort sem
um ræðir áhorfendur, fjölmiðla eða
stjórn KSÍ, og það er okkar að sýna
að við getum staðið undir þeim. Okk-
ur hefur ekki tekist það í þessari
undankeppni, en lengi er von á ein-
um.“
Logi segist reikna með svipaðri
leikaðferð og gegn Ítölum í lok
mars, en sá leikur var markalaus,
þar sem áherslan var lögð á varn-
arleikinn. „Við þurfum að fá trúna
aftur og vonandi einhverja heppni,
við viljum ná ofar, við viljum gera
betur og eigum gera betur,“ sagði
Logi Ólafsson.
Morgunblaðið/Sverrir
Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, kveðst vera þreyttur eftir langt og
strangt tímabil með Chelsea en segist eftir sem áður ætla að nýta alla sína orku í landsleikina tvo
við Ungverja og Möltu. Hér leikur hann listir sínar með boltann á æfingu. Sjá viðtal við Eið á C3.
„Viljum og eigum að gera betur“
LOGI Ólafsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu,
sagði menn vera tilbúna í slaginn og staðráðna í að gera betur í
leikjunum tveimur gegn Ungverjalandi og Möltu en í hinum fimm
leikjunum sem búnir eru í forkeppninni. Ísland mætir Ungverjalandi
á Laugardalsvellinum á morgun og Möltu á miðvikudaginn.
Eftir Svan Má Snorrason
svanur@mbl.is
Hugmyndir forráðamanna IHF,sem kynntar hafa verið Al-
þjóða ólympíunefndinni (IOC),
ganga út á að Afríka, Asía, Evrópa
og Ameríka eigi frátekið eitt sæti
hver á Ólympíuleikunum. Er það
hugsað þannig að álfumeistarar
hverju sinni taki það sæti. Heims-
meistarar eiga einnig öruggan
keppnisrétt á Ólympíuleikum auk
gestgjafa ólympíuleika, líkt og ver-
ið hefur. Í karlakeppninni standa
þá eftir sex laus sæti, en alls taka
tólf þjóðir þátt í handknattleik-
skeppni karla á Ólympíuleikum og
tíu í kvennaflokki.
Hvaða þjóðir hreppi hin sex sæti
karlakeppninnar, svo dæmi sé tek-
ið, verði ákvarðað með sérstakri
riðlakeppni í júní 2008 þar sem 24
þjóðir, frá öllum heimsálfum, verða
dregnar í sex riðla. Sigurlið hvers
riðils verður verðlaunað með far-
seðli á Ólympíuleikana í Peking.
Svipuð hugmynd er uppi varðandi
kvennakeppnina nema að í henni
munu 16 þjóðir spreyta sig í fjórum
fjögurra liða riðlum í mars 2008.
Forkeppni þessarar riðlakeppni
á að vera lokið í desember 2007 í
kvennaflokki en í janúar 2008 í
karlaflokki sem væntanlega mun
þýða að efstu þjóðir Evrópukeppn-
innar í janúar 2008 komast í und-
ankeppnina í júní. IHF hefur ekki
upplýst hversu mörg sæti Evrópa
fær í þessari 24 liða riðlakeppni.
Hugmyndir IHF hafa fallið í
grýtta jörð á meðal forráðamanna
handknattleiksmála í Evrópu og
einnig hjá handknattleiksmönnum.
Skoðun manna er sú að frekar væri
þörf á að fækka mótum landsliða
en að fjölga þeim þar sem álag á þá
leikmenn sem leika t.d. á Spáni og í
Þýskalandi sé orðið of mikið.
Talið er að það sé aðeins forms-
atriði að IOC samþykki tillögur
IHF og því megi telja fullvíst að
þær nái fram að ganga í stjórn
IHF enda runnar undan rifjum
Hassans Moustafa, forseta IHF,
sem hefur hingað til ráðið því sem
hann vill ráða.
Vilja koma í veg fyrir spillingu
Með þessum breytingum segjast
forráðamenn IHF vilja tryggja að
bestu handknattleiksþjóðirnar
hverju sinni taki þátt í Ólympíu-
leikum. Um leið verði þess gætt að
sem flestar heimsálfur eigi mögu-
leika á að taka þátt. Þá á fyrr-
greind riðlakeppni að koma í veg
fyrir spillingu sem vart hefur verið
í kringum Asíu- og Afríkukeppnina
á undanförnum árum þar sem leik-
ið hefur verið um farseðla á Ólymp-
íuleika. IHF telur að með því að
hafa umsjón með undankeppni Ól-
ympíuleika og blanda þjóðunum
saman í keppninni verði komið í
veg fyrir spillingu. Orðrómur hefur
verið uppi um að í tengslum við As-
íu- og Afríkukeppni landsliða fyrir
síðustu Ólympíuleika hafi peningar
í einhverjum tilfellum ráðið meira
um úrslit leikja en kunnátta í
íþróttinni.
IHF vill for-
keppni fyrir
ÓL 2008
ALÞJÓÐA handknattleikssambandið, IHF, hefur í hyggju að halda
undankeppni í júní 2008 fyrir Ólympíuleikana sem fara fram þá um
sumarið í Peking. Í keppninni verði leikið um helming þeirra sæta
sem í boði verða í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Nái hug-
myndir IHF fram að ganga þá mun aðeins sigurlið heimsmeist-
aramótsins í Þýskalandi 2007 vinna sér sjálfkrafa keppnisrétt á Ól-
ympíuleikana en ekki sjö efstu þjóðirnar eins t.d. var í undanfara
síðustu Ólympíuleika.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is