Mánudagsblaðið - 02.09.1963, Síða 2
1 Mánudagsblaðið
Mánudagur 2. sept 1963
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU:
ggðum Islands er að
blæða út
Tíminn birti nýlega samtal
við kunnan austfirzkan bónda,
Sigurð Lárusson, Gilsá í Breið-
dal.
Hann er bölsýnn um frámtíð
sveitanna ef ekki finnast úrbæt-
ur. Um framleiðsluráð og sex'
mannadóminn segir Sigurður.
„Þeir hafa sett bændur í því-
líka sjálfheldu að ekki er sjá
anlegt að úr henni verði komizt
nema með gagngerðri breyt-
ingu.“ Um afetöðu sveita-
bænda yfirleitt, segir Sigurður:
„Ef ræða á þau mál, vil ég
hefja máls á því hættulega á-
standi sem nú ríkir í sveitum
landsins. Kjör bændastéttarinn-
ar eru algerlega óviðunandi og
breytist þau ekki verulega til
batnaðar þá hlýtur ástandið
að leiða af sér fækkuii bænda,
fækkun býla með framleiðslu-
skerðingu."
Þúsundir bænda hafa sömu
sögu að segja.
Sofið á verðinum —
eyðijörðum fjölgar
Byggðum Islands er að blæða
út. En forystulið landsins sefur
á verðinum. Eyðijörðum f jölgar
hraðfara. Slíkt gerist i góðsveit
um landsins: Eyjafirði, Sval-
barðsströnd, Fnjóskadal, Fljóts-
hlíð, Flóanum, Grímsnesi og
almest á Vestfjörðum þar
sem heilar sveitir eru orðnar
eyðibýli. Á Langanesi er helm-
ingur býlanna kominn í eyði.
Sauðfjárbændur eru verst haldn
ir. Ekki njóta þeir þess, að þeir
framleiða eitthvert bezta kjöt
sem til er í álfunni. Stundum
freistast sauð/járbændur t.d. við
Berufjörð að stofna mjólkur-
bú en þá hefur vegakerfið verið
svon vanrækt á undangengnum
áratugum að mjólkurflutningar
eru lítt framkvæmanlegir, nema
um hásumarið. Má segja að slík
um bændum séu flestar bjargir
bannaðar í framleiðslu- og af-
komumálum. Samgönguleysi í
héraðinu. Lögbinding afurðasöl-
unnar. Alger vöntun kaupafólks
við dagleg störf og að síðustu
okurvextir í lánastofnunum. Að
staðan er svo hörmuleg að
bændur geta ekki selt með sæmi
legu verði ágætar jarðir með
fullræktuðum túnum. Ekki létt-
ist salan ef jörðinni fylgir álit-
legur kúastofn, safn fullkom-
inna búvéla og góður húsakoet-
ur fyrir menn og málleysingja.
Væntanlegur kaupandi veit að
hann getur ekki einu sinni feng
ið okurlán til kaupanna eða
nokkra mannlega hjáip við dag
leg störf utan vandamanna-
hringsins og koma þó oft skörð
I þann hóp. Ferðamönnum sunn
anlands þykir sjónarsviptir þe^
ar mannlaust er að kalla i K--'
aðamesi og Amarbæli. Á þriðja
stórbýlinu, Kiðabergi voru í vor
sem leið til starfa tveir öldung-
ar en von um að ættingi úr
kaupstað kynni að selja þar hús
sitt og nota húsverðið og að-
stoð vandamanna til að taka
við fomu ættaróðali.
ðhóflegir
lifnaðarhættir
Sem betur fer eru til miklir
lausir aurar á ýmsum stöðum í
landinu og margir eftirsóknar-
verðir hlutir. Talið er að keypt
hafi verið árið sem leið til
landsins 40 skip og stórir bátar
frá öðrum löndum. Gunnar ráð
herra segist ennfremur hafa
300 milljóna tekjuafgang af rik
isbúskapnum árið sem leið. Lax
veiðiár landsins reynast gulli
dýrari. Heiðarsprænur sem'
smalar hafa stokkið yfir em
leigðar einskonar auðmönnum
fyrir fé sem skiptir hundrað-
um þúsunda. Tólf tíma veiði-
leyfi fyrir einn laxakóng kemst
upp í 1800 kr. Ein sögufræg
veiðiá í Húnaþingi er bitbein
milli •enskra' og íslenzkra Véíði-
höfðingja. Boðin ein milljón kr.
ársleiga til 1974. Enn er óvíst
hvor þjóðin sigrar í þeim leik
en báðir treysta á fjármagn
sitt. Samvinnuskólinn í Bifröst
er fullsetinn sumarlangt af
heildsalastétt landsins en eng-
inn samvinnumaður þreytir
þann kappleik. Ráðsett hjón í
sveit höfðu í vor sem leið búið
aldarfjórðung í sátt og ein-
drægni. Nú vildu þau minnast
gifturlks afmælisdags með því
að gista einu einni í Bændahöll-
inni. Þau fengu gott herbergi
og snæddu I gistihúsinu bæði
um kvöldið og morguninn. —
Enga höfðu þau boðsgesti. En
þessi einfaida skemmtiferð kost
aði 1500 kr. — Undir venju-
legum kringumstæðum munu
þessi hjón velja sér
annan gististað í kaupstaðaferð
um. Tilkostnaður við nafnkennd
ustu gistihús landsins, Bifröst
og Sögu, sýnir að verulegur
hluti þjóðai-innar eyðir all-
miklu fé, án beinnar nauðsynj-
ar. Það er því líkast að gull-
straumur flæði yfir landið.
Þrjátíu fylkingar
Launamál ríkis og bæja er flók
ið fyrirtæki þar sem úrræða-
menn stjómmálanna skipta
vinnufólki þjóðarinnar í þrjá-
tíu fylkingar. Forsætisráðherra
er efstur sem vera ber, með 24
þ'úsúrid á mármði.: :Síðári lækkar
kaupið niður í lítinn hleyf vél-
ritunarstúlkna. Milli ungmeyj-
anna og Ólafs Kveldúlfsfóstra
er allur launaheimurinn. Þar
verður brotizt um og stundum
allfast, enda víða erfitt að finna
glögg verðleikamerki milli fylk
inga hinna fjölmennu æsku-
mannaskóla í sveitum og bæj-
um. Yfirkennari með háskóla-
prófi fær 12 þúsund, kennari
með kennaraprófi 8000. Kennari
sem er stúdent með smáprófí
úr háskólanum fær tæp 9990.
Ef neðan við allar gráðurnar er
aukakennari frá Möðravöllum
eða Flensborg þá er að honum
búið eins og stéttleysingjum í
Indlandi. Þannig er allt kerfið.
Auk þess aldurs og verðleika-
munur. Vandræði mannfélags-
ins aukast við það að einstöku
yfirlætisfullir verkfræðingar
vilja vera betur launaðir heldur
en forsætisráðherra og eru lík-
legir til framgangs á þeim veg-
um.
Enn er fjárskiptaheimur utan
við þennan sjóndeildarhring.
Iðnaðarmenn,1 kaupmenn, yfir-
og undirmenn á skipum og bát
um fá með ýmsum hætti árstekj
ur miklu hærri heldur en launa
menn. Hlutarráðning og ákvæð
isvinna ræður oft miklu. Verk-
séða stjórnmálamenn ber við
himin. Einn kunnur maður í
þeim hóp fær um 600 þús. ár-
lega úr mörgum áttum. Það
eru laun, eftirlaun, laxagróði
og tekjur af hlutafélögum bæði
Ieyndum og opinberum.
Síðan óvæntur þeningaaustur
hófst hér á landi fyrir 20 ár-
um hefur myndast sífelld bar-
átta milli einstaklinga og stétta
um skiptingu þjóðarteknanna.
Þar leiká flestir lausum hala
nema bændur. Smátt og smátt
hafa þeir skorðazt líkt og Skarp
héðinn í brennunni. Gaflhlaðið
fyrir brjósti en hrynjándi þakið
að baki. Þessum leik mun að
síðustu verða lokið með allsherj
ar kjaradómi þar sem hver fær
sinn skerf eins og til er unnið
en ójöfnuður sneyddur af eftir
þörfum þjóðfélagsins. Mitt í
synd sinni kom Stalín á í Rúss
landi byrjun að launagreiðslu
eftir afköstum, en langt er enn
til þeirra réttlátu stunda.
Bændastéttn getur litið yfir
skiptingarhlutföllin. Hún er enn
réttlaus og fjötrað í sexmanna
gildru 'neðan við þrítugföldu
fylkinguna eins og henni er ó-
skýranlega og fávíslega fyrir
komið.
Úlafur og Stalínistar
Bændur verða að læra af sinni
sögu. Eitt sinn vildu framsókri-
ar- og sjálfstæðisarmar Búnað-
arþings skapa borgaralega
stjórn og buðu af fátækt sinni
að falla frá 8 millj. kr. niður-
greyðsluskyldu ríkissj. vegna bú
vöru þess árs /ef stóru flokk-
arnir mynduðu samstjórn. Ól-
afur og Hermann stóðu fyrir
verkum enda var þeim ætluð
þjóðarforystan. En þá lögðu
klókir Stalínistar hendur um
háls Ólafi og buðu honum stuðn
ing með 8 milljónunum en án
Hermanns. Bændur sátu eftir
með sárt enni. Fimm Sjálfstæð-
isþingmenn sýndu full gremju-
merki út af leikslokum. Þessi
raunasaga sannar bændum að
þeir eiga að treysta sjálfum sér
ó'lfsýn.á ’vífT'Wi'ki."*""
Einn af fáum bændum, sem
neituðu "þessari st jórnkænsku-
verzlun var Sveinn Jónsson
bóndi á Egilsstöðum. Hefur
hann í orði og verki sýnt at-
orku og sjálfstæði bæði í bú-
skap og félagsmálum en lengi
vel treystu margir bændur bet-
ur þeim leiðtogum sem héldu
gleðifundi út um land með söng
og dansi, eftirhermum og búk-
tali. En nú er brugðið svo við
að bændur í Suðurmúlasýslu
hafa því nær einróma valið
Svein á - Egilsstöðum til að
mæta íyrir þeirra hönd á stétt-
arfundum bænda. Þingeyingar
fetuðu sömu leið og völdu á
sléttarþingið sinn harðsnúnasta
mann, Hermóð frá Sandi. Hafa
þessi tíðindi borizt um land
allt og þótt benda á að bændur
væru vel minnugir sáttmálans
um 8 milljóna gjöfina sem var
verr launuð heldur en bændur
væntu.
í ensku máltæki er sagt að
ein svala geti ekki flutt þjóð-
inni heilt vor. Ekki munu tvær
svölur megna að brjóta af bænd
um tuttugu ára réttleysi og nið
urlægingu. Samt er þetta full-
trúaval merki um að bændastétt
in er að vakna af löngum átta
milljóna dvala.
Rétflætismál
Næst liggur að skipuleggja
framtíðarstarfið. I þessu blaði
hafa verið bomar fram tvær
viðreisnartillögur. Bending Jóns
bónda Jónssonar frá Mýri í
Bárðardal um samvinnu bænda-
hópa við mjólkurframleiðsl-
unar — og tillaga mln
um að jafna metin milli at-
vinnustéttanna með því að
bændur fái að enskum og
amerískum sið niðurgreiðslur
af almannafé þar til ekki hallar
á um kaupgreiðslu búsýslu og
annarra atvinnuvega. Þá koma
vextirnir og er það sérstakur
kapítuli hliðstæður hinum tveim
'þáttunum. Hér verður'margs að
gæta. Bændur verða fyrst að
ákveða að blanda ekki stjóra-
málum við réttlætismál sitt, vel
minnugir átta milljónanna. Þá
verða bændur að velja úr sinni
stétt glögga menn til að undir-
búa sókn á mörgum vígstöðv-
um. Ekki mun bændum duga
nein flokkssamtök heldur að
Framhald á 6. síðn.
Bílaleigan B í L LIN N
f 1 i
er eina bílaleigan á Islandi, sem getur boðið við-
skiptavinum sínum 10 tegundir biíreiða af nýjustu
gerð. \
Bílsleigan BÍLLINN
hefur hlotið viðurkenningu fyrir fullkomna þjón-
ustu.
Bílaleigan
4, SIMI 18833.
ÍLLINN
!
!
!
M