Mánudagsblaðið - 28.10.1963, Side 6
ÚR EINU
í ANNAÐ
Stórkostlegur „blöffari" — Leiðrétting — Slepjan
í minningargreinum — Um malbikun gatna —
Skemmtistaðir og þrengsli — Svívirðileg álagning
— Ýmislegt um vín og ástir
Það er orðinn skenuntilegur beimsborgarbragur á þvi,
hvemig hinir ungu og efnilegu kvennamenn hðfuðstaðar-
ins „plata“ stelpumar okkar lítilsigldu. Nýlega vakti það
talsverða athygli, að tæplega þrítugur bisnismaður hér
í Reykjavík sat í Klúbbnum með þremur ungum blóma-
rósum, sem bókstaflega göptu af hrifningu yfir öllu, sem
hann sagði og gerði. Það, sem hreif þær mest, var þó það,
að í hvert skipti, sem hann kveikti sér í vindli, skrifaði
hann kr. 1000 þúsund — ávísun og kveikti siðan í
hennL — Stúlkumar héldu, í einfeldni sinni, að
businessmaðurinn væri svo efnaður, að slíkt „bruðl" —
munaði hann engu. Síðan valdi hann þá fallegustu, skrif-
aði út 5000 krónu ávísun, brenndi hana, og skundaði með
dömuna í næsta leigubíl.
Þau mistök urðu í dálki þessum í siðasta tölublaði, að
sagt var að lögreglubíllinn, sem þaut að ástæðulausu í
mesta umferðartímanum yfir Kópavogsháls, hafi tilheyrt
Kcrpavogslögreglunni. Þetta er ekki rétt, þeirra bíll er
rauður, en þetta var grænn jeppa-station, með rauðu topp-
Ijósi og sírenu, en bæði tími og dagur er rétt. BSllinn mim
vera hafnfirzkur eða reykvískur og lögreglunni til mestu
hneysu.
Minningargreinar dagblaðanna eru að verða eins hvim-
leiðar og mistökin hjá landsímanum. Vissulega er gaman,
að allir dauðir Islendingar skuli vera ofurmexmi — át einu
eða öðru sviði — sem ekki má gleymast, en erum við
ekki famir að ganga of langt í þessari bamalegu dýrktm,
þótt einhver okkar drepist nokkum veginn vammlaus.
Söknuð og harm skilja allir, en að flíka öllum þessum
tilfinningum í dagblöðunum og hreykja hverju oflofinu
ofan á annað, er að gera okkur að hreinustu þmgeyingum.
Myndu borgaryfirvöldin ekki vilja bráðlega malbika þær
götur í Hlíðunum, þar sem mest er umferðin, í stað þess
að vinna aðeins við þær, sem ekki fara aðrdr um en þeir,
sem við göturnar eiga heima. T. d. hafa umferðaryfirvöld-
in gleymt Barmahlíð, ofar Lönguhlíð, einni mestu umferð-
argötu Hlíðanna fyrir allskyns flutningatæki, en samt er
gatan enn eitt svað, þegar eitthvað er að veðri. Yfirvöldin
verða að lagfæra svona nokkuð, og hefðu betur fyrr gjört.
Það horfir orðið til vandræða á ýmsum skemmtistöðum,
sem hingað flytja góða skemtikrafta vegna þess, að borða-
laus lýður þrengist að pallinum, þar sem sýningin er. —
Forstjórar þessara húsa verða að finna ráð við svona
þrengslum, banna fólki með öllu að skyggja á fyrir sitj-
andi gestum, því mikið er talað um offylli á þessum stöð-
um, svo margir gestir telja að hætta stafi af, ef eitthvað
skeður t.d. eldsvoði. Menn, sem matast með fólki sinu á
svona stöðum, eiga þá kröfu, að eigendur þeirra sjái svo
til, að þeir sjái allt það, sem veitingastaðimir hafi upp
á að bjóða.
Fyrst minnzt er á næturlífið okkar: Getur nokkur upp-
lýst það, hvaðan nokkrum veitingastöðum kemur leyfi til
að selja aðgang á 35 krónur? Það er vást næstum nóg að
borga þessar kr. 25, sem ræningjar hafa þegar sett upp,
en óþarfi fyrir veitingamenn að ganga á lagið. Gestir geta
kært, og ef þeir halda máli sínu til streitu, þá má refsa
veitingamanni með því að taka af honum leyfi til veitinga.
Það væri kannske reynandi, ef íslenzkir restauratörar
halda fast við að bæta skömm ofan á svívirðu.
Langdrukkinn vinur okkar var á gangi á Laugavegin-
um, og í ölæðinu setti hann tvær krónur í stöðumæli þar.
Þegar nálin sýndi 30 á mælinum, starði hann á hana
augnablik, og mælti síðan í hálfum hljóðum: Og hvert í
logandi, ég er búinn að leggja af yfir 100 pund“-Það
er víða siður í Hollandi, þegar kona elur fyrsta barnið, að
eiginmaðurinn stökkvi upp í rúm, en hin nýja móðir standi
á fætur og færi honum cocktail í rúmið .... Mestu vín-
svelgir heimsins, þ. e. þeir sem drekka sterkustu vínin, eru
Rússar, sem sjaldan blanda áfengið ....... Rússneskar
stúlkur eru svo óðar í „vestrænt" kampavín, að þær vilja
fóma ÖLLU til að fá flösku......Það þykir sannað úti
um heim (skýrslur ekki til á íslandi), að normal stúlkur
hafa mestu skömm á fullum karlmönnum. Þær eru ekki
sérstaklega á móti því, að menn séu hýrir, en vita, að
þeir eru oftast hinir lélegustu elskhugar fullir .Hvað eegja
okkar vaJkyrjur?
- SJÓNVARP -
— Þessa viku —
Sunnudagur 27. október
14.30 The Chapel of the Air
15.00 Wonderful World of Golf -
16.00 Planet Earth
16.30 Harvest
17.00 American Musical Theater
17.30 The Christophers
18.00 AFRTS News
18.15 Sacred Heart
18.30 Championship Bridge
19.00 Sing along with Mitch
19.55 AFRTS News Extra
20.00 The Ed Sullivan Show
21.00 Rawhide
22.00 The Jack Paar Show
22.55 AFRTS Final Edition News
23.00 The Tonight Show
Mánudagur 28. október
17.00 What’s My Line?
17.30 The Bob Cummings Show
18.00 AFRTS News
18.15 University of Maryland
18.30 The Danny Thomas Show
19.00 Lawrence Welk’s Dance
Party
19.55 AFRTS News Extra
20.00 The Andy Griffith Show
20.30 Flight
21.00 The Perry Como Show
22.00 Peter Gunn
22.30 The Twilight Zone
22.55 AFRTS Final Edition News
23.00 The Steve Allen Show
Þriðjudagur 29. október
17.00 The Price Is Right
17.30 Col. March of Scotland
Yard
18.00 AFRTS News
18.15 The Telenews Weekly
18.30 My Three Sons
19.00 GBS Reports
19.55 AFRTS News Extra
20.00 Encyclopedia Britannica
20.30 Glenn Miller Time
21.00 I’m Dickens .. He’s Fenster
21.30 The Bob Newhart Show
22.00 The U.S. Steel Hour
22.55 AFRTS Final Editian News
23.00 Wire Service
Miðvikudagur 30. okitóber 1
17.00 I’ve Got a Secret
17.30 Sea Hunt
18.00 AFRTS News
18.15 Air Power
18.30 TRUE ADVENTURE
19.00 Communism: Myth vs.
Reality
19.30 Global Zobel
19.55 AFRTS News Extra :
20.00 Bonanza
21.00 Hootenanny
21.30 The. Joey Bishop Show
22.00 Fight of the Week í
22.55 AFRTS Final Edition News
23.00 The Steve Allen Show
Fimmtudagur 31. október
17.00 To Tell the Truth
17.30 Stump the Stars
18.00 AFRTS News
18.15 The Telenews Weekly
18.30 The Ted Mack Show
19.00 Walt Disney Presents
19.55 AFRTS News Extra
20.00 Biography
20.30 Theater of Tomorrow
21.30 Accent
22.00 The Untouchables
22.55 AFRTS Final Edition News
23.00 The Tonight Show
Föstudagur 1. nóv.
17.00 Password
17.30 Willy
18.00 AFRTS News
18.15 The Air Force Story
18.30 Lucky Lager Sports Time
19.00 Current Events
19.30 Dobie Gillis
19.55 AFRTS News Extra
20.00 The Garry Moore Show
21,00 Mr. Adams and Eve
21.30 Combat!
22.30 Tennessee Emie Ford
Show
22.55 AFRTS Final Edition News
23.00 Northem Lights Playhouse
„Flirtation Walk'
Laugardagur 2. nóvember
10.00 Magic Land of AUakazam
11.00 Kiddie’s Comer
12.30 Roy Rogers
13.00 Current Events
14.00 Saturdav Sports Time
16.30 Country America
17.30Candid Camera
17.55 Chaplain’s Comer
18.00 AFRTS News
18.15 Air Power
18.30 The Big Picture
19.00 Perry Mason
19.55 AFRTS News Extr;
20.00 The 20th Century
20.30 Bat Masterson
21.00 Zane Grey Theater
21.30 Gunsmoke
22.00 The Dick Van Dyke Show
22.30 Lock Up
22.55 AFRTS Final Edition News
23.00 Northem Lights Playhouse
-Nobdy’s Baby“
Hitt og þetta úr skemmtanalífínu
Úr miklu að velja — Goti, sæmilegt, lélegt — Gos
og verðlag — Tíkall-svindl — Sigtún á uppleið
Reýkvíldngar eiga nú um æði
margt að velja, ef þeir kjósa
að eyða kvöldstund á einhverri
veitingastofunni í höfuðstaðn-
um. Hótel Saga reið á vaðið
með svokallað „Floor show“ og
náði góðum söngvara Dlck Jor-
dan, en stúlkumar eru heldur
lélegar, og „sjóið“ i heild all-
ómerkilegt. Dick er líka kvenna
gull Lidós, vekur talsverða at-
hygli, en einna mestur einsöngv
ara sem hér vinna, er Herbie
Stubbs, Klúbbsins. Heldur er þó
meistari Stubbs einhliða og
söngvar hans orðnir þreytandi,
einfaldlega vegna þess, að nær
hver og einn einasti negrasöngv
ari, sem stendur upp úr „mass-
anum“ kyrjar þessi „ættjarðar-
lög“ kynstofnsins. Röddin er
hinsvegar mikil, og þó vildi
maður heyra eitthvað nýrra og
ferskara en boðið er upp á.
Klúbburinn á ekki lítið að
þakka Aage Lorange, sem leik
ur í hvíldartíma hljómsveitanna
þannig að alltaf er músílck og
dansmöguleikar. Ha'ukur Morth
ens, vor Bing Crosby, er í
Glaumbæ og dregur að, eins og
vant er, en allt Glaumbæjar-
standið hefur komið einhverri
ótrú á staðinn. Sigtún byggir
allt á innlendum kröftum og
kemur þar brjóstvit Sigmars
forstjóra til greina, en hann
veit hvað hann syngur þótt
ekki sé hann menntaður á
„heimsmælikvarða" í veitinga-
húsamálum, eins og margir
hinna forstjóranna telja sig
vera. Sigtún er farið að lífgast
eftir margra ára „tómthús-
mennsku“ .... Tríó Finns Ey-
dals og Helena eru nú byrjuð
á Borginni, sem átt hefur erfitt
uppdráttar, en ætlar nú að auka
skemmtikrafta, því hart verður
keppt um hylli almennings á
vetri komanda.....Skrítið er,
að þurfa að greiða kr. 21.00 —
tuttugu og eina, segi og skrifa
— fyrir eina flösku af Coca
Cola, en þetta er nú prísinn
samt. Svona álagning gæti
gengið á Waldorf Astoria og
Club 21 (sem hvorugt þorir að
leggja svona á gosdrykk), en
þetta gengur ekki á Islandi,
nærri 1000% álagning!! ....
Sagt er að Klúburinn sé að
byrja á því að lækka alla gos-
drykki, enda er ekki að spyrja
að því að Birgir og Bjarni
kunna bæði að vingast við við-
skiptavini og láta þjónustulið
vinna.....Röðull hefur ailtaf
stöðuga aðsókn, og þar er það
mjög sæmilegir skemmtikraftar
og þjónusta, sem ráða aðsókn-
inni....Annars er það leiðin
leg staðreynd, að þessir staðir,
yfirleitt, reyna alltof mörg 6-
dýr brögð til að losa gestina
við aurana sína, einkum og sér
í lagi þegar þeir eru — í al-
gjöru leyfisleysi — að bæta
tikall á þessar tuttugu og fimm
krónur, sem veitingamenn hafa
leyfi til að krefjast við inn-
ganginn.....Það er alveg nóg
að geyma fötin fyrir 10 kall
per flík....
Dofnar yfir víxlamólum - Eru
Frjólsþýðingar orðnir
hrœddir?
Búizt er við, að á næst’unni verði heldur mikil mnsldpti
í svonefndu víxlamáli, sem blásið hefur verið upp í æsistál
í vikublaðinu Frjáls þjóð, meira af ofsa en forsjá. Talið er,
að þeir, sem orðaðir hafa verið við þetta „mál“, hyggi nú
á að svara ýmsu og komi þá margt á daginn. Frjáls þjóð
dofnaði all-mjög um s.l. helgi, og varð árás blaðsins mátt-
Iaust raus og dylgjur, sparðatíningur ósamboðinn hverjum
siðuðum manni.
Menn undrast, hvers vegna ekki er rætt um víxlakaup
annarra banka og viðskipti þeirra á öðrum sviðum, enda
sýnilegt, að hér er um persónnlegt hatur á banka og banka-
stjóra að ræða, en ekki um „vöm fyrir þá fátæku“, eins og
það. er orðað af ofsóknarliði F.Þ. Mánudagsblaðin’o hafa bor-
izt tugir bréfa s.l. vikur, spumingar til aðalpersónanna í
harmleik Frjálsrar þjóðar, Þeirra Benedikts Guttormssonar,
Páls löglærða, Bergs bankastarfsmanns og jafnvel annarra
innan bankans. Era spumingar þesar hvassyrtar mjög
og sýna glöggt, að ekki hafa þeir félagar allir kafnað í vin-
sældum né réttlætismóðu, þegar þeir höfðu völdin. Blaðið
hefur hliðrað sér hjá þessari deilu, þótt hún ómerkileg og
byggð á fölskum hvötum fremur en réttlætisþorsta, og aðeins
svarað og rætt, þegar á það hefur verið minnzt. Virðist þessi
fjármáiabóla Fr. þjóðar vera að hjaðna. Mun þá sagt um
þá Berg og félaga, eins og Indíáninn sagði forðum: „Him
big smoke but no fire“.
Þetta er hið vinsæla tríó Finns Eydals, ásamt söngkonunni okkar Helenu Eyjólfsdóttur, sem um
síðastliðin mánaðamót byrjuðu að skemmta á Hótel Borg. — Finnur hefur starfrækt tríóið
sitt síðastliðin iy2 ár, og hefur það notið síaUkinna vinsælda fyrir fágaðan og skemmtilegan
leik. — Helena Eyjólfsdóttir, sem lengst hefur verið talin okkar fremsta söngkona, syngur nú
aftur með hljómsveit Finn, eftir nokkurt hlé, og óskum við Hótel Borg til hamingju með þessa
ágætu skemmtikrafta. — (Ljósmyndari Kristján Magnússon).