Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.02.1964, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 17.02.1964, Qupperneq 2
1 Mánudagsblaðið Máandagnr 17. febrúar 1964 Menn byrja á of mörgum framandi tungum en lesa of lítið í bók bókanna. Þar segir meistarinn: Fuglar hafa hreið- ur, refir hafa greni en manns- ins sonur gertur hvergi hallað höfði. Það útlegst að efnið en ekki andinn njóta skjóls og hlýju mannfélagsins. Islendingar hafa hlýtt þess- ari aðvö-"un og reist með orku og atfylgi mikil og góð hús. Húsagerð til eigin afnota er mesta áhugamál borgaranna í bas og sveit. Fyrr á öldum þeg ar þjóðin bjó í dölum og út tíl stranda þótti það sæmd hvers heimilis að hafa góða gestastofu. Þessi þáttur þjóð- lifsins hefur glatast á leið tíl borganna Fólk í mestu höfuð- stöðum landsins Reykjavík og Ákureyri svo að tvö dæmi séu tekin af mörgum, á fögur í- búðarhús en engar gestastofur, sem það nafn er gefandi. Nú ætlar Reykjavík að byggja sína gestastofu, ráðhúsið við Tjömina. Menn deila um stað- inn eins og vant er. Það þarf líka að tala um fleira en veðr- ið. Svo lyktar málinu eins og með Þjóðleikhúsið. Um það var deilt en samt var húsið reist. Nú koma þangað 100 þúsund gestir hvert ár, borga hátt inn gangsgjald og eru hissa á því að Ingólfur og Hallveig skyldu ekki byggja þetta alnauðsyn- legasta gleði, hvíldar- og hress ingarhús fyrir svo sem 1000 árum. Sama verður sagan um ráðhúsið. GESTASTOFA Nú vill borgin fá sina gesta stofu enda var mál til komið. Fyrir tuttugu árum var Guð- mundur Ásbjörnsson, gildur bóndasonur úr Ámesþingi, for- seti bæjarstjómar og mikill ráðamaður í borginni. Hann hafði ámm saman undirbúið ráðhúsmálið, bæði með mörg- um ferðum til annara Ianda og heima fyrir. Honum lék hugur á að þessi gestastofa bæjarins væri bæði góð og falleg. Hann setti fimm manna nefnd í bæj- arstjóminni til að undirbúa málið, þar vóru fulltrúar úr öllum litlu flokkunum en for- Jónas Jönsson frá Hrifíu: // REFIR HAFA GRENI EN.. setinn og sveit hans réð öllu sem máli skipti. Nefndin var einhuga um 'byggingu ráðhús- hallarinnar og samþykkti í fyrstu lotunni að byggja við norðurenda Tjamarinnar. Bár- an var keypt og ákveðið að kaupa til- falls bæði Búnaðar- félagshúsið og Iðnó. Herferð Guðmundar forseta var ágæt- lega undirbúin. Nefndin átti að halda vikulega fundi um málið undir stjórn forsetans. En þá brotnaði hjól í flokksvél Mbl.- manna. Tveir bæjarfulltrúar, Valtýr Stefánsson og Gunnar Thoroddsen gerðu einhversíkon ar heimilisuppreist um málið allt. Næsti fundur í byggingar- nefnd var aldrei boðaður, og ráðhúsið ekki byggt. Nokkru síðar andaðist Guðmundur hinn einlægi forgöngumaður ráð- hússins og fór með sína Tjarn arhöll til betri heima. SORGARSAGA Anhars á gestastofa höfuð- staðarins lengri sorgarsögu. Bærinn byggði um aldamótin reisulegan bamaskóla og síðar leikhúsið Iðnó við Tjömina, hvorttveggja hin prýðilegustu hús. En bæjarstjómin sjálf átti ekki greni eins og refim- ir. Hún hélt sitt þing í Gúttó, fátæklegum timburskúr. Að lokum risu óánægðir borgarbú- ar gegn sinum höfðingjum og ráku þá með grjótkasti og spýt um út á götu. Þá fluttu feður bæjarins upp í rambyggileg- asta hanabjálkaloft í bænum, efst í Eimskip. Þar var vígi gott, ef lýðurinn sótti að sín- um oddvitum, en ekki var til óboðlegra gestaherbergi í öllum bænum. Loks flutti bæjarstjóm heimili sitt inn í verksmiðju- hverfin, þar sem góð rúgbrauð eru bökuð. Húsið er í Glaum- bæjarstíl án fegurðar. Loks sáu forráðamenn borgarinnar að þessi hirðulausu skipti við stjórn bæjarins væri ósæmileg fyrir höfuðborg. Vom þá marg ir kunnáttumenn settir til að gera ráðhústeikningar. Munu sex húsameistarar hafa gert teikningu og líkan af ráðhúsi við Tjömina. Þennan smíðis- grip hefir öll bæjarstjórnin samþykkt. Er forganga Guð- mundar Ásbjömssonar og stað- arval endursamþykki einróma. Þessari ráðagerð verðv.r að koma í framkvæmd. Húsakynni bæjarstjómar hafa áratugum verið öllum bæjarbúum til van sæmdar. Meðan hæstiréttur var uppi á lofti tugthússins voru dómaramir í vandræðum með húésneipuna þegar erlendir stéttarbræður komu og vildu sjá dómhúsið. Tóku dómaram- ir þá það ráð að bjóða gestin- um heim til þess dómara, sem bjó að beztum húsakynnum. Á aldarfjórðungsafmæli hæstarétt ar var bætt viðunanlega úr hús leysi þeirrar stofnunar. Nú er röðin komin að ráðhúsinu. Bæj arfulltrúamir hafa tveim sinn- um samþykkt að reisa ráðhús við norðurenda Tjarnarinnar. EKKI ANDRÍK Það verður sennilega ekki and- rík bygging. Hér eru húsameist arar í tugatali. Óvíða bregður fyrir andríki í húsagerð þeirra en i bænum er mikill fjöldi góðra íbúða, þar má lifa heilsu samlegu og þægindaauðugu lífi. Ráðhúsið mun verða í sama stíl og hin nýju háhýsL Mikill dugnaður og innanhús hagsýni kemur fram hjá þeim mörgu mönnum sem standa fyr ir húsagerð hinna nýju hverfa. Meira má ekki heimta af hinu nýja ráðhúsi. Það verður fyrir ferðarmikil og rúmgóð gesta- stofa, rísandi borgar. Öflugar súlur verða undir múrum hall- arinnar lfkt og í undrahertoga- höllinni í Feneyjum^ sem lætur fara vel um sig á lausum grunni. Húsum Skúla Thorodd- sen og heimili Oddfellowregl- unnar verður 'kippt burtu. Höf- uðborg getur keypt og fjarlægt nokkur hús sem standa í vegi. Tjörnin stækkar frá ráðhúsinu, þegar hinn leiðinlegi þvervegur og enn leiðinlegri brú hverfa. Tjörnin þarf að vera tveggja metra djúp. Leirinn getur mynd að grunn í Vatnsmýrinni. Mjög mun skorta bílastæði í miðbæn um hvað sem ráðhúsi líður en gott svæði er fyrir risavaxna bílageymslu undir Landakots- túni. Bærinn spennir greypar um Tjörnina norðanverða en á góðan núbúa að baki sér við Austurvöll. Þar er ríkið sjálft, dómkirkja þjóðarinnar og Al- þingi. Jón Sigurðsson hvatti samherja sína til að sýna í verki að þeir kynnu að meta fengið frelsi með því að reisa virðulega þinghöll. Fáum mán- uðum eftir dauða forsetans stóðu vinir hans og leiknautar, Tryggvi Gunnarss., Jón á Gaut löndum, Grimur Thomsen og fleiri mætir menn fyrir þvi stórvirki að reisa þinghöll úr stórgrýti úr hæðunum við bæ- inn. Húsið kostaði 120 þúsund ,en það var þriðjungur land- sjóðstekna hallærisárið 1881. GLÆSILEG HÖLL Sést af þessu hversu eindreg- inn var stórhugur landsmanna og hve mikils þeir virtu sitt nýja frelsisvirki Alþingi. Mjög snjall danskur húsameietari teiknaði húsið en þröngsýnir skrifstofumenn í Reykjavík lækkuðu undirstöðuna, mjög að óvilja húsameistarang er hann frétti um breytinguna. En hvað sem um það má segja er þinghúsið glæsileg höll og bar af húsum um tign á íslandi þar til Hannes Hafstein syst- ursonur Tryggva Gunnarsson- Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar nú þegar í eldhús Kópavogs- hælis. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 41502. Reykjavík, 13. febrúar 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna, Bókarastarf Skrifstofa ríkisspítalanna óskar eftir að ráða bók- ara til starfa í sjúklingabókhaldi nú hið fvrsta Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, nám, menntun og fyrri störf sendist til Skrif- stofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, Reykjavík fyrir 27. febrúar n.k. Reykjavík, 13. febrúar 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna, Höfum ávallt fyrirliggjandi hin heimsþekktu Philips sjónvarpstæki Gæðum PHILIPS-íækja er óþarft að lýsa, þau þekkja allir. — Verð frá kr. 11.790,00 — Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar. Fýrirliggjandi 5 mismunandi tegundir. — Hin viðurkenndu WlSI-loft- net jafnan fyrirliggjandi í tveimur stærðum. Önnumst uppsetningu þeirra. Nýung: TELE-SCOPESKERMURINN er kominn. Stækkar — skýrir — dýpkar myndina. Hin einfalda bygging hans og áfesting hæfir hvaða sjónvarpstæki sem er. SJÓNVARPSEIGENDUR. Kynnið yður þessa nýung. Véla & Raftækjaverzlunin Bankastræti 10 & Lækjartorgi — Sími: 12852. ar reisti Landsbókasafnið. Þing húsið er fyrir margra hluta sakir þjóðargersemi og á það skilið að þess sé jafnan minnst með virðingu. Er það þess vegna óvitahjal að ræða um að flytja þinghúsið eða nota það eins og úrgangsvöru til lítilmót legra þarfa. Hitt erannaðmál, að Alþingi hefur atækkað og er fyrir löngu orðið alltof lítið vegna nýrra verkefna. En úr því má bæta og það auðveld- lega. Rikið á allmikla baklóð sem bærinn mun þurfa við þeg ar ráðhúsið er komið við Tjörnina. Hins vegar á ríkið allmikla lóð með fram Kirkju- stræti, sem verður breikkað og lengt ixm í Lækjargötu. Vestan til á þeirri lóð eru gömul timb urhús, Skjaldbreið og SlS, Sambandið hefur nú byggt sitt höfuðsetur við Ingólfsstræti og á þar enn hússtæði frá tímum Hallgríms Kristínssonar, það er bezti hluti lóðarinnar. Þessi gömlu hús verður rikið að kaupa eftir mati pg tryggja þar með framtíð þinghússins. Hér ætti ríkið að reisa tvö hús úr höggnu grjóti í samstíl við þinghúsið. Það hús, sem fyrst yrði reist, næst þinghús- inu gæti vel heitið Hlaðbúð, eftir góðfrægri stofu í þing- húsinu. Þangað mundu flytjast allar skrifstofur úr þinghús- inu. Þar kæmi gott bókasafn, en það var aldrei tíl í gömlu byggingunni. Þar mundu koma nefndaherbergi( fundarstofur, setustofur og veitingaskáliim, sem of lengi hefur vantað í hið góða hús frá 1881. þriðja iiUsid Þriðja húsið þarf að koma von bráðar. Það gæti verið skrifstofa forseta eða jafnvel forsetahús ef henta þætti að hann væri búsettur í Reykja vík. Sýrlendingar eru mann- fleiri en Islendingar. Forseta- húsið í Damaskus er ekki viða meira en þinghús Islendinga. Sagt er að merkur þingmað- ur í Alþýðuflokknum hafi lagt til að húsmál Alþingis yrðu leyst með nýrri byggingu við Kirkjustræti. Það yrði skrf- stofu og nefndahús Alþingis en fundir þingsins yrðu framvegis í hinum sögufræga steinbæ, sem hefur nýlega haldið í kyrr þey sitt áttræðisafmæli. Eg hef orðið þess var að áhugamenn í Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokknum hafa talað með sam- úð um þessa hugmynd. Hygg ég að hún verði varla endur- bætt nema ef vera skyldi með bendingunni um forsetahúsið við Kirkjustræti. Þrengslin í þinghúsinu og þá ekki sízt mis notkun forhallarinnar er lýð- veldinu til minnkunnar. Nú leika ríkistekjur og ríkisgjöld á milljörðum. Tilkostnaður við að bæta á þann einfalda hátt sem hér er að vi'kið er ekki um talsverður, þegar sæmd þings og þjóðar á í hlut. Forfeður núverandi kynslóðar fórnuðu þriðjungi landstekna til að reisa fyrstu og einhverja feg- urstu höll sem þjóðin á eftir þúsund ára byggð í landinu. Helzt til lengi hefur foiráða- menn höfuðborgar og ríkis vantað viðeigandi húsaskjól.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.