Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.02.1964, Page 6

Mánudagsblaðið - 17.02.1964, Page 6
ÚR EINU í ANNAD Offjölgun hjá gæsapabba — Stóihýsi og ádeila — Björn og kvabbið — Kurteisi í útvarpi — Dauðir bíða — Ábyrgð — Sjónvarpsnýjung Nú mega þeir vera hamingjusamir gæsapabbarnir dr. Finnur og Kjartan brunavörður. Sextíu gæsir töldust í góða veðrinu um daginn á lóðinni, sem Isbjörninn stóð einu sinni á. Þær voru rífandi og tætandi upp græna grasið þar í hlýindunum og eiga vonandi eftir að taka til í skrautgörðum Reykvíkinga í sumar. Kynsælli kvik- indi eru vart til í heimi en fugladraslið hér í höfuðstaðn- um.. og væri óhætt að rannsaka, hvaða meðöl fara í mat- inn, sem það fær. Það mun algerlega heimsmet í smekk- leysi að hafa 60 villtar gæsir — utan hinna mannlegu — - SJÓNVARP - — Þessa viku — Sunnudagur 16. febrúar 1430 The Chapel of the Air 1500 This is the Láfe 1530 Commúnism: Myth vs. Reality 1600 The Big Picture 1630 Biography 1700 CBS Sports Spectacular 1730 The Ted Mack Show 1800 The G. E. College Bowl 1830 Mr. Wizard 1900 AFRTS News 1915 The Sacred Heart 1930 The Jerry Lewis Show 2030 The Ed Sullivan Show 2130 Bonanza 2230 What’s My Line? 2255 AFRTS Final Edition News 2310 Northem Lights Playhouse; „Shadows of Chinatown" á stjái um prómenaði-götur borgarinnar, ef ekki vegna annars en þess, sem þær óumflýjanlega verða að skilja eftir sig. Væri máske ráð, að doktorinn og brunavörðurinn lölluðu á eftir, hvor með sína skóflu. Margir spyrja að því, hvers vegna nauðsynlegt sé, að einn arkitekt frá hverjum flokki þurfi að teikna stórbygg- ingar okkar? Það er eitthvað óheilnæmt við það, að hér ekuli borgarstjómin þurfa að láta smáflokka troða upp á sig allskyns rumpulýð, vegna þess að þeir eru í „flokkn- um“, meðan betri menn og hugvitssamari standa aðgerð- arlausir. Það er að verða hér nokkuð sjúkleg hreyfing innan vissrar arkitektaklíku og eins hollt, að almenningur fái að sjá hið rétta í þessum málum. Sagt er, að Bjöm Pálsson, þingmaður hafi eytt allri vikunni í að tala einslega við ýmsa fulltrúa á fundi bænda, sem hópuðust hingað i vikunni. Býst Björn við rýtingi í bakið, eftir að hann sagði eannleikann um stéttarfélaga sína, helvitis kvabbið og kveinstafina, en bóndakarlar þykktust við. Hvað margir þeirra bænda, sem á sam- kundu þessari eru nú, munu, meðan á þinginu stendur, kaupa sér eitt eða tvö íbúðarskrifli hér í höfuðborginni ? Það er ekki nýtt, að þessir fátæku menn kaupi íbúðir „til að gera eitthvað,“ meðan þeir standa hér við. Skortir þingmanninn nú illa bróður til að verja sig klámhöggum eftir bersöglina. Ctvarpið þarf siðameistara til að kenna hinum ýmsu fyrirlesurum sínum almennar kurteisisvenjur. Yfirleitt er nú orðið svo, að þesir menn bjóða hvorki góðan dag né heilsa á nokkurn hátt, áður en þeir þurfa að tala til „þjóðarinnar". Svona lubbamennska þekkist ekki á byggðu bóli. Þetta er gamall hryssingsháttur, sem sýnilega á sér enn rætur hjá þessu fólki. Vitanlega er því heimilt að auglýsa menningarleysi sitt, en óþarfi fyrir ríkisstofnanir að þjóna þessari auglýsingastarfsemi. Sá leiði siður tíðkast enn hér á landi, að lík eru látin standa uppi von úr viti. og er slíkt hin mesta ómenning. Venjulega er fólk grafið ekki seinna en þremur dögum eftir andlát þess, en oft má heyra auglýst, að sá, sem lézt t.d. 18. dag mánaðarins, verði ekki jarðsettur fyrr en um mánaðamót. Þetta var skiljanlegt á vissan hátt, áður Mánudagur 17. febrúaar 1630 Captain Kangaroo 1730 To Tell the Truth 1800 Tombstone Territory 1830 The Danny Thomas Show 1900 AFRTS News 1915 Air Force News in Review 1930 The Andy Griffith Show 2000 The Lieutenant 2100 The Thin Man 2130 The Danny Kaye Show 2230 Flight 2255 AFRTS Final Edition News 2310 The Steve Allen Shov’ Þriðjudagur 18. febrúar 1630 The Shari Lewis Show 1700 Lucky Lager Sports Time 1730 Sing along with Mitch 1830 Lock up 1900 AFRTS News 1915 The Telenews Weekly 1930 True Adventure 2000 The Dick Powell Theater 2100 The Jack Benny Show 2130 The Garry Moore Show 2230 Champiionship Bridge 2255 AFRTS Final Edition News 2315 The Andy Williams Show Miðvikudagur 19. febrúaar 1630 Captain Kangaroo 1730 The Price Is Right 1800 Sea Hunt 1830 Encyclopedia Britannica 1900 AFRTS News 1915 Arctic Rampart 1930 The Dick Van Dyke Show 2000 The U.S. Steel Hour 2100 Adventures at Scott Island 2130 The Untouchables 2230 I’ve Got a Secret 2255 AFRTS Final Edition News 2310 The Tonight Show Fimmtudagur 20. febrúar 1630 Do You Know 1700 Zane Grey Theater 1730 Password 1800 Science in Action 1830 The Ann Southem Show 1900 AFRTS News 1915 The Telenews Weekly 1930 My Three Sons 2000 Hootenanny 2100 Perry Mason 2200 The Edie Adams Show 2230 Peter Gnnn 2255 AFRTS Final Edition News 2315 The Steve Allen Show fyrr. en nú er þetta ekki annað en leiðinda tilfinningasemi, sem oft getur orðið hreinasta viðurstyggð. Heilbrigðis- yfirvöldin munu eitthvað hafa takmarkað þessar „uppi- stöður" a. m. k. í heimahúsum, enda sjálflsagt að fylgja einhverjum skynsamlegum regliun í þessu efni. Enn starfa vegheflar í höfuðstaðnum vegna þess endemisfrágangs, sem öll götumál okkar hafa þolað þar til nú. Margir spyrja að því hver sé ábyrgur þegar bifreið ekur á steinhnullung, sem veghefill rífur upp, og stórskemmist undirvagninn. Fjöldi dæma eru um þetta, og væntanl. verður hægt að fá skorið úr um hver borgi brúsann þegar vegheflamenn skilja. eftir slíka hnullunga á götum. Margir telja réttilega að borgaryfirvöldin skuli borga brúsnn, en ekki virðast þau sérlega fljót til. Véla- og raftækjasalan í Bankastræti býður nú sjón- varpseigendum upp á eina snjöllustu nýjung, sem sá lýð- ur getur ímyndað sér. Verzlunin hefur á boðstólum eins- konar „spegla-ramma“ (við kunnum vart að skýra þetta), sem gera myndina á sjónvarpinu miklu stærri, skýrari og dýpn en ella. Hefur þetta apparat farið mikla sigurför um heim allan, og mun eflaust koma okkur mjög vel, því hér eru oft skilyrði ekki eins góð og æskilegt væri. Við skoðuðum þetta rétt fyrir helgina. og verður að segja, að hér er á ferðinni hin þarfasta nýjung fyrir sjónvarpseig- Föstudagur 21. febrúar 1630 Roy Rogers 1700 Men of Annapolis 1730 Tennessee Ernie Ford Show 1800 Photography — The Incisive Art 1830 It's a Wonderful World 1900 AFRTS News 1915 Navy Screen Highlights 1930 Current Events 2000 Rawhide 2100 The Jack Paar Show 2200 Fight of the Week 2255 AFRTS Finpl <=Mjtion News 2310 The Tonigh' Show Laugardagur 22. febrúar 1000 Kiddie’s Corner 1130 Magic Land of Allakazam 1200 Exploring 1300 American Bandstand 1400 Saturday Snorts Time 1630 The Files of Jeffrey Jones 1700 Col March of Scotl Yard 1730 Current Events 1830 Candid Camera '855 Chaniain’s Corner i ooo AFRTS News 1915 George Washington U’ ° The Jackie Gleason Show 2030 Lawr Welk’s Dance Party 2130 The Defenders 2230 Gunsmoke 2255 AFRT3 Final Edition News 2310 Northern Lights Playhouse endur. „My Dream. Is Your»“ Mánudagur 17. febrúar 1964 SJÓNVARPID ÞESSA VIKU Fjórir nýir þættir í vikunni — Danny Kaye J kominn aftur — Starfsmaður öreigafor- sprakkanna Framhald af 1. síðu. en drykkju og bílífi. Eru fá- gæt slík valmenni, sem þannig fóma sér. Kr. 200 og upp Bóas bjó lengi á Hótel Borg árið 1963, en fór heldur að ó- kyrrast, þegar á leið árið, og flutti þá á Sögu og hefur búið þar meira og minna síðan, og býr enn. Ekki skal hann áfelld- ur fyrir að kjósa sér slí'ka bú- staði, herbergi þægileg og verð ið frá kr. 200 og uppúr á dag, en Bóas skiptir oft um, öllum til hægðarauka. Góðsemi Hannibals Það er svei mér ekki ónýtt að næla sér í vinnu hjá hanni- bölum öreiganna, þegar hinir digru sjóðir þeirra geta haldið slíkum mönnum í svon alúxus. Vitanlega neitar Bóas réttilega ekki hinu góða tilboði Alþýðu- sambandsins um að búa þarna, en skyldi Hannibal litla ekki bregða í brún, ef hann sæi upp hæðimar fyrir leiguna? Það er nógu gott að óskapast á manna mótum og svívirða sjálfbjarga fólk, eins og leiðtogar öreig- anna hafa jafnan fyrir stafni, en furðu mikið ósamræmi er í þessum leiðinlega flottræfils- hætti og allfjarri því^ sem for- sprakkarnir prédika. Ef svona flottheit eru það, sem koma skal, þá má ábyrgj- ast, að yfirmenn verkalýðsins hafa ekki stundlegan frið fyrir væntanlegum yfirstjórum vænt anlegra stórvirkja, sem unnin verða af þessum aðilum. Það verður gaman að heyra götu- hornamúsíkk verkalýðsleiðtog- anna í næsta verkfalli. Á sunnudag er t.d. Biography, sem byggist nú á ævisögu hinn ar kjarkmiklu Helenar Keller, daufdumbrar konu, sem brauzt áfram í veröldinni og mikið gott er komið frá. Þá er þátt- urinn Mr. Wizard, en þar skýr- ir Don Herbert ýmis vísindaleg leyndarmál fyrir unga fólkinu. Northern Lights Playhoíise sýnir „Shadows of Chinatown" og fjallar um brjálaðan vís- indamann, sem ætlar að gjör- eyða íbúum Ohinatown. Á mánudag er það Tombstone Territory, en þar drepur sýslu maður flýjandi bandítt og kem ur af stað fjölskylduerjum. Danny Kaye byrjar nú aftur, en Jose Ferrer og Red Norov ásamt ýmsum öðrum hjálpa honum af stað. Flight sýnir okkur hversu menn bjargast á Nörðurheimskautssvæðinu eft- ir að flugvél þeirra hefur nauð lent. Á þriðjudag er True Ad- venture, og sýna þar skíða- kappar á sjó hið glæsilegá, sport sitt. I Dick Powell Theat- er, leikur Powell sjálfur lög- regluþjón, sem starfar að því að finna fólk, sem hefur týnzt. The Garry Moore Show fær gesti, m.a. Jackie Mason, Nancy Dussault og John Gary. Á miðvikudag er það The Dick Van Dyke Show, og nú er Bob kominn í vandræði út af lof- orðum símrrn. Adventnre at Scott Island, en þar leikur Barry SulUvan skipstjóra á leigubáti, sem leggur frá smá- þorpi á strönd New Englands. The Nonight Show fær góða gesti, m.a. Henry Youngman, gamanleikara, og Annie Farg- er, leikkonu o. fl. Á fimmtu- dag. Nýtt prógram. Do You Know. Boh Maxwell stjórnar spurningum sem valdar eni úr barnabókum. Science in Aetion. Merkilegar orkulindir t.d. orka frá sólu, keðjukjamorka, o. fL eru hér til umræðu. The Edie Adams Show, en þar er gestur Count Basie. Á föstudag er m. a. Tennessee Emie Ford Show og Pack Paar, en Kate Smith og Sam Levenson koma og skoða kvikmyndir úr ferðalagi Jacks um Kyrrahafslönd. Á laugar- dag sjáum við svo Lorne Green, stjörnuna í Bonanza, sem skýr ir í stuttu máli líf Marks Twains, hins kunna bandaríska höfundar. The Defenders feðg- arnir fara í heimsókn í skóla sinn til að sjá körfuboltaleik, og lenda í því að verja aðal- stjömu liðsins, sem sökuð er um að þiggja mútu. Northem Lights Playhouse sýnir My Dreams Is Yours með Doris Day, Jack Carson, Adolphe Menjou, Lee Bowman og fjall- ar um leikaralíf. Vetrarferðir Gullfoss njóta aukinna vinsælda Fátt getur fólk veitt sér ánægjulegra en „að sigla“, og af af slíkum ferðalögum eru fá öllu ánægjulegri og ódýrari en hinar vinsælu vetrarferðir Gullfoss, flaggskips Eimskips og stærsta farþegaskipsins okkar. Hjón, ungir og gamlir, Iifa í endurminningum um þessa hvíklarríku, skemmtilegu ferðir, því þar má allt gera, hvflast og skemmta sér í vistlegum sölum, heimsækja sumar atliafnamestu borgir Norðurálfu, kaupa inn og njóta tilbreytingar frá hinu daglega amstri. Um þessar mundir standa ferðirnar j’fir í fullum gangi, en vissara er fyrir þá, sem vilja bregða á Ieik, að tryggja sér farmiða í tíma, því hver ferð er umsetin. Einmitt nú er tími ti) að athuga sinn gang, því brátt vorar víða í Evrópu og jafnframt Iifnar yfir öllu. Myndin sýnir farkostinn, Gullfoss, er hann siglir framhjá Surtsey — sem enn er að skapast.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.