Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.05.1964, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 18.05.1964, Blaðsíða 5
Mánudagur 18. irai 1964 Mánudagsblaðið 5 Olafur Hansson menntaskólakennari: Helltu út úr einum kút Til eru ekki svo fáar íslenzk- ar þjóðsögur, þar sem draum- vísur koma fyrir. Ein hin skemmtilegasta af þessum visum er ,,Helltu út úr einum kút“. Eins og margir muna er sagan á þá leið, að ungur maður var búinn að lofa öldruðum kunn- ingja sínum því, að bjóða hon- um í brúðkaupsveizluna sina. Það fylgir sögunni, að gamli maðurinn hafi verið ölkær. En ekki naut hann brúðkaupsveizlu vinar síns, því að hann dó áður en hún var haldin. En nóttina fyrir veizluna dreymdi unga manninn, að kunninginn gamli kæmi til hans og kvæði þessa vísu: Helltu út úr einum kút ofan í gröf mér búna, beinin mín í brennivin bráðlega langar núna. Þegar brúðguminn vaknaði fór hann að leiði vinar síns og hellti brennivíni úr fjögurra potta kút yfir það, og svo er að sjá sem gamli maðurinn hafi gert sig ánægðan með það, því að unga manninn dreymdi hann aldrei framar. Þetta er góðlátleg og skemmti- leg þjóðsaga, og hún er í sam- ræmi við það, sem sumir spírit- istar halda fram, „að andamir drekki eins og svin á öðru til- verustigi“. En öðrum þræði bendir þessi saga aftur í gráa fomeskju. Brennivinið í sögunni er i nán- ustu tengslum við ævafomar greftrunar- og dánarfómir. Næstum þvi allar þjóðir heims, hversu frumstæðar sem þær annars eru, trúa á framhaldslíf eftir dauðann. Margar hinna frumstæðari þjóða virðast hafa litla trú á þvi, að breytni manna í hinu jarðneska lífi hafi veru- leg áhrif á aðbúnað þeirra í framhaldslífinu. Siðrænar hug- myndir í sambandi við fram- haldslífið koma sjaldan fyrir fyrr en í hinum æðri trúarbrögð- um, en þar eru oft sælustaðir og kvalastaðir lífsins fyrir hand- an málaðir sterkum og skærum litum. Frumstæðir menn trúa þvi oftast, að framhaldslífið sé um flest mjög svo svipað hinu jarðneska og að menn stundi þar svipaða iðju og hafi svip- aðar þarfir og héma megin. Af þessari trú eru dánarfómir runnar, þó að ótti manna við afturgöngur hafi eflaust ýtt mjög undir þær. Þegar á steinöld var það algengt, að leggja ýmisleg áhöld í grafir með fólki. Her- maðurinn fékk vopn sín með sér í gröfina, smiðurinn smíða- tól sín, húsfreyjan búsáhöld o. s frv. I sumum fomum gröfum sést, að þessi tæki voru brotin áður en þau voru lögð í gröf- ina og sá siður þekkist enn með sumum frumstæðum þjóðum. Á bak við þetta býr sú mjög frum- stæða hugmynd, að það verði að „drepa“ áhöldin, svo að hinn dauði hafi þeirra not, dauður maður getur ekki notað „lif- andi“ vopn eða áhöld. Höfðingjar fengu oft miklar dánarfómir með sér í gröfina, ekki aðeins vopn og áhöld held- ur og fjölda hræfami og stund- um þræla og konur. Enn á m'tjándu öld var við útfarir sumra stórhöfðingja í Afríku slátrað hundruðum þræla og kvenna til að þjóna höfðingjum hinum megin. Ekkjubrennur Ind- verja voru að svipuðum rótum Krossgátan t X 3 • i t J 10 ■ IX " 1 /4 mr XX ' m V» u 19 i/ liárétt: 1 Öldur 5 Blóm 8 Stöðuvatn í Sovétríkjunum 9 Tafl 10 Hrakti 11 Sögn 12 Smá vara 14 Hár 15 Hundur 18 Fangamark 20 I rúmi 21Skeyti 22 Vond 24 Líffæri 26 Askar 28 Erfiði 29 Bítur 30 Ósamst. Lóðrétt: 1 Seglskipið 2 Púk- ar 3 Tekur saman 4 Ósamstæð- ir 5 Syngi 6 Bjó til dúk 7 Barði 9 Stór vörubáll 13 Ánægjuhljóð 16 Prostskemmd 17 Eyddist í eldi 19 Firðir 21 Bær á Vest- fjörðum 23 Söngur 25 Lærði 27 uGð. runnar. Sá siður, að leggja höfð- ingja til hinstu hvílu í skipum mun vera sprottinn af þeirri fomu trú að leiðin til dánar- heima liggi yfir höf eða fljót (sbr. fljótið Styx hjá Fom- Grikkjum). Enn í dag setur þetta svip á lögun líkkistunnar, því að lítill vafi er á því, að fyrir- mynd hennar er líkbáturinn, líkkistan er lítið skip, þó að mörgum sé sá uppruni gleymdur. Matur og drykkur koma mjög við sögur í flestum fómum. Gömlum öndum og vættum er fómað mat og drykk til að blíðka þá og gera þá sér hlið- holla. Og ekki sízt eru matur og drykkur mikilvægur þáttur í dánarfómum. Hinn framliðni fær mat og drykk með sér í gröfina, og stundum er þvi hald- ið áfram árum saman að láta þar mat og drykkjarföng. Hér er ekki eingöngu að verki ást á hinum dauða, og umönnun um hagi hans í hinu lífinu. Engu síðri þáttur í þessum fómum er óttinn við það, að hinn dauði gangi aftur og geri illt af sér ef hann hefur ekki nóg að bíta og brenna. Auðvitað hafa menn sjaldnast efni á því til lengdar að halda alla sína dauðu i mat og drykk, það getur oft orðið nógu erfitt að ná í þessar nauð- synjar handa þeim, sem enn eru á lífi, þó að hinir dauðu séu ekki aldir líka. Því er það, að matur og drykkjarfómir breyt- ast oft i táknfómir. Menn láta einhverja verðlausa hluti, sem eiga að tákna mat og drykk, á gröfina. Stundum eru þetta blóm og trjágreinar, en oftast þó stein- ar. Þannig mun dysin orðin til, að minnsta kosti stundum. Stein- amir í dysinni eru táknfómir, sem oft eiga að tákna mat og drykk eða önnur raunveruleg gæði og verðmæti. Stundum fylgja þau ummæli, að hver sá, sem framhjá dysinni gengur, skuli leggja í hana stein, sem í rauninni táknar að færa hinum dauða fóm. Þegar í fomöld var það al- gengt að láta vín og önnur drykkjarföng í grafir dauðra. Fram á nítjándu öld tiðkaðist þetta sumstaðar i sveitum Mið- og Austur-Evrópu. Þóttust menn, þá stundum heyra glaum og gleði i kirkjugörðunum, þegar hinir dauðu sátu að sumbli og þótti þá vist framhaldslffið engu síðra hinu jarðneska. Oftast voru drykkjarföng látinn i kistu hins dauða eða hjá henni. Stöku sinn- um voru þó flöskur eða ker með áfengum drykk látin á leiðið löngu eftir greftrunina, jafnvel mörgum árum seinna til að veita hinum dauða glaðning öðru hverju. Var þetta talsverð freist- ing drykkjurútum héma megin grafar, enda mun það gömul saga, að matar og drykkjarfóm- um væri stolið, og segir meðal annars frá slíku í Gamla testa- mentinu. Þjóðtrúin kom hér til hjálpar, en samkvæxnt henni áttu þeir, sem stálu drykkjarföngum af gröfum dauðra ekki von á góðu. Kvað mest að sögnum um þetta í Þýzkalandi og Póllandi. Draugurinn átti það til að hefna sín grimmilega á þeim sem stálu frá honum brennivíni. Stundum breyttist vínið í ban- vænt eitur, stundum voru þau álög á, að sá sem stal dauðra víni varð dauðadrukkinn allt til æviloka, jafnvel þó að hann smakkaði ekki áfengi. Engar sög- ur af þessu tagi þekki ég frá lslandi, enda mun þessi siður tæplega hafa þekkzt hér. Það var þá i mesta lagi, að menn helltu víni á gröfina eins og segir í þjóðsögunni hér á undan, og þvi víni varð ekki stolið. En þessi skemmtilega íslenzka þjóð- saga er í nánum tengslum við ævafoma drykkjufómarsiði og dánarfómir almenn. Grein Jónasar Framhald af 2. siðu. um þjóðarsjónvarp eru tungl- speki. Ef einhverjir vilja sýna manndráp á Kípur, nautaat og villidýraveiðar, þá er þeim ó- hætt að opna sjónvaxp frá öðr um þjóðum. Ekki andast ís- lenzkan af kynnum við ensku úr þvi að slysið hefur ekki gerzt þó að landinn hafi sótt fast á um langa stund. //* .Skeldýrafána íslands I — Samlokur í sjó" eftír Ingimar Ósbarsson er komin út í nýrri útgáfu. Ségir frá öllum skeljategundum, er fundizt hafa við Island. 108 myndir. Fróðleg, skemtíleg, gagnleg. BÓKAÚTGÁFAN ASÓB Pósthólf 84, Reykjavík. Sjúkraþjálfari (FYSIOTERAPEUT) óskast að Borgarspítalanum í Heilsuvemdarstðð- inni frá 1. ágúst n.k. Umsóknir sendist yfirlæknin- um fyrir 1. júní n.k. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. ATHUGIÐ! Auglýsingar sem birtast eiga í Mámidagsblaðimi þurfa að berast ritstjorn eigi síðar en á miðvikudögum næstum á undan útkomudegi blaðsins. Radionette umboðið FLYTUR FRÁ RAUÐARÁRSTÍG 1 AÐ AÐALSTRÆTI 18. nýja símanúmerið er 16995 Radionette sjónvörp Radionette bílaútvörp Radionette segulbandstæki Fjölbreytt úrval — Gjörið svo vel að líta inn. Radionette umboðið Aðalstræti 18. — Sími 16995.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.