Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.09.1964, Síða 2

Mánudagsblaðið - 28.09.1964, Síða 2
2 AAánudagsblaðið Mánudagur 28. september 1964 Jónas Jónsson frá Hriflu: Lítil bók og stór málefni 1 fyrravetur buðu nokkrir góðvinir mér að gefa út eftir mig fáeiriaf ritgerðir, bæði gamlár og nýjar. Eg spurði hvað þeim kæmi til að vilja gefa út jafn lítið seljanlega vöru eins og blaðagreinar. Þeir sögðust vita sinu viti. Þeir sögð ust vilja eiga fáeinar blaða- greinar samhliða1 því mikla magni daglegrar stóriðju flokks blaðanna. Þeir sögðust vilja eiga fáeinar greinar, tiltölulega nýjar, sem höfundur hefði ritað bækur sínar sendar heim um næstu níánaðamót. Auk þess verður ritið sem heild Aldir og augnablik til sölu í allmörgum bókabúðum og auglýst í blöð- um og útvarpi. Einstakir menn, fjarri útsölustöðum geta fengið ritið með póstkröfu frá útgáf- unni í Reykjavík. KONUNGSGLÍMAN Bókin skiptist í fimm kafla. 1. Frelsisglíman — Konungur þakka riturum og prenturum. I mínum augum er efnið og lífs- magn ritaðs máls aðalatriði. Þeir sem hafa nógan tíma og takmarkað efni eiga að stunda kommuvísindi nútímans. Þeir bæta á sinn hátt fyrir syndir annarra. Fyrsti kaflinn segir frá úr- slitaátökum þjóðarinnar sem byggir ísland og konungs Dana, en hann var talinn réttborinn erfingi Hákonar gamla. Um leið og fulltrúar Islands undir- rituðu Gamla sáttmála og hylltu erlendan konung var frelsi og fullveldi þjóðarinnar afhent erlendum valdamanni og talið arfgengt. Norðlenzkir bændur buðu að leggja frám úr eigin sjóðum fé til að leysa sig úr vandanum en það var of seint. Frelsið var afhent erlend um manni og erlendri þjóð. Þannig liðu aldir. Erlendir menn, norskir og dans'kir, kon- ungsmenn og kirkjuþjónar sóttu á kynslóð eftir kynslóð. í nafni konungsvaldsins yfir Is- landi var sópað burtu, rænt og ruplað, flestu sem hendur náðu til. Skattar, jarðeignir og af- gjöld, sektarfé, listmunir og að síðustu sjálf handrit hinna sí- gildu bókmennta. Meðan erlend ur þjóðhöfðingi réð yfir íe- landi var húslykill hins andlega og stjórnarfarslega valds í höndum hans. Glíman um fjör- egg lands og þjóðar stóð langa stund. STAUNING KEMUR Síðasti áfanginn hófst 1264 og lauk 1944. Síðsumars 1939 kom langslyngasti stjórnmála- maður Dana Þorvaldur Staun- ing hingað með fulltrúum stærstu flokka Dana í þvi skyni að bjarga dýrmætasta lykli dans'krar valdabaráttu, kon- ungsvaldinu yfir Islandi fyrir hið sameinaða veldi Danakon- ungs eins og boðið var 1908. Konungur var viss um sigur allt fram á síðustu stund. Meðan íslenzka skilnaðar- bylgjan geysaði fengu konung ur og danskir valdamenn þá eina frétt um málið að það væru aðeins örfáir íslendingar gersamlega fylgislausir sem vildu skilnað eða eins og Staun ing komst réttilega að orði: „den fulde frihed“. Aðsópsmikill bókasafnari, Gunnar Hall kaupmaður í Rvík eignaðist úr dánarbúi Knud Berlems úrklippur úr öllum að- aðblöðum Dana um allt sem snerti sambúð Dana og ís- lendinga á árabilinu 1939—44. Gunnar hefur lánað mér þessar heimildir og á þeim byggi ég grein mína um konungsglím- una. Síðari kafli hennar kemur út næsta vor. Danir vissu eft- ir vorfréttina frá Reýkjavík um hug íslendinga og að þing og þjóð vildi skilnað og lýð- veldismyndun, en kænustu menn Dana vörðust vel og fögn uðu eindregið þegar í Ijós kom að allmiklar veilur voru í liði Islendinga þegar til átti að taka. Sumir voru fúsir að bíða með lýðveldismyndun eftir frið arfundi að stríðinu loknu. Einn af þeim mönnum, þjóðkunnur forystumaður, gekk svo langt, að hann taldi konungsvaldið eilíft, grundvallað á ótal erfa- hyllingum og jafnvel Kópavogs samþyktinni nafnkenndu. Kon- ungssinnar á íslandi gáfu ekki upp vonina að bjarga málstað Kristjáns X. fyrr en lokabréfi hans var vikið til hliðar af stjórn og þingi. KONUNGSÆTT DANA OG ROOSEVELT Stríðið hafði mikil áhrif á málið, Hitler lagði mikla á- herzlu á að danska stjórnin héldi fast í tauma við íslend- inga. Allt sem Stauning sagði um íslandsmál í ríkisþingiitu var áður lesið og þá leyft af þýzku. yfirvöldunum í borginni. Danakonungur var frændmarg ur meðal konungborinna manna í Englandi og á Norðurlöndum. Var honum að því mikill styrk- ur. Sænsk blöð voru köld í garð Islendinga í skilnaðarmálinu. Roosevelt forseti átti góðan þátt í að bjarga lýðveldismynd- un Islendinga. Her hans var nokkur missiri til varnar land- inu. Þjóðin auðgaðist á fáum árum svo að við stríðslok átti hún 600 milljónir í pundum og dollurum. Dönsk blöð viður- kenndu réttilega að bættur efnahagur Islendinga á stríðs- árunum hefði aukið skilnaðar- mátt þeirra. Framhald á 4. síðu. eingöngu af áhuga fyrir þjóð- málum án þess að fá að launuiri þökk eða fé. Eg þakkaði vin- semd þessara áhugamanna og dáðist að dirfsku þeirra að leggja út í fyrirtæki, sem tæp- lega gat orðið arðvænlegt. Sam- komulag varð milli mín og út- gefenda að 'ég skyldi leggja til efni í tvær 12 arka smábækur. Sú fyrri átti að koma út í ár en hin síðari næsta vor. Þeir söfn- uðu nokkrum áskrifendum hér og þar um landið. Nú fá þeir og þjóð n. Blöðin tala. III. Austanbylting — Vest- anbylting — Landaura- ríkið. IV. Arfur byltingarinnar. V. Hugsjónamál í Keflavík. I þessum þáttum er víða kom ið við, einkum í blaðagreinum og stuttum þáttum um bylting- ararfinn. Blaðagreinar mínar eru samdar líkt og þingræður eða málflutningur á áróðurs- fundum. Þar á ég margt að Skömmu fyrir helgina birtu dagblöðin þá frétt, að samþykkt hefði verið að byggja veglegt hús yfir handritasafnið, og er það vel. Ýmsar nefndir hafa verið skipaðar, og eflaust skipar þar dýrðarmaður hvert emb- ætti. En það er ekki laust við, að okkur, hinum ólærðu mönnum, verði oft hugsað, að Reykvíkingar eigi ekki sérstakt úrval starfshæfra manna, þegar skipað er í svona stórmerkilegar nefnd- s ,í •% ir. Kjarni málsins er sá, að það er ekki verið að hnýta í liæfileika þeirra, sem hér eiga hlut að máli, heldur í hitt, að allir þeir, sem skip- aðir voru í þessar miklu nefndir, skipa þegar í stað stöður, sem ætla mætti að fylltu sæmilega starfsdag þeirra, og sumir hverjir margar stöður, stöður sem iðulega þarfnast þess, að þeir séu af landi brott svo vikum eða mánuðum skiptir á ári hverju. / Við skulum bara athuga hvemig þessi síðasta skipan er, og hugleiða jafnframt, hvort raunverulega sé slík maimfæð í þessu hámenntaða landi, að draga verði úr starfsgetu okkar starfsöm- ustu manna með því að troða þeim í svona nefndir, eða — hvort skipað sé í þessar nefndir .egna þess, að það þykir að því nokkur virðing en lítið starf, að vera í téðri nefnd. Einn af þeim, sem skip- aðir voru, var hvorki meira né minna en sjálfur slökkvi- liðsstjóri Reykjavíkur. En Kakali skriíar: I hreinskilni sagt Önnum kafnir of hlaðnir embættismenn í nefndir — Óhugnanlegur skrípaleikur — Slökkviliðsstjóri og bankastjóri — Ekki einsdæmi — Blóðugt bruðl hins opinbera — Skortir þjóðina enn hæfileikamenn? myndu menn ætla, að með öllum þessum brunum, hinu mikla skipulagsleysi á slökkviliðsstörfum borgarinn ar, og svo byggingu hinnar nýju slökkvistöðvar — sem margir telja, enn sem komið er, algjört óhóf — hefði hinn nýskipaði slökkviliðs- stjóri ærið nóg í að vafsast a.m.k. hin fyrstu misseri í nýja starfinu. Onei — og alls ekki. Hann er nú kom- inn í handritahússnefnd, sennilega af því að hann stendur í að byggja slökkvi- liðsstöð og hikar ekki við að taka við virðingarheitinu — eflasut af hrennandi áhuga. Hitt er víst, að ekki hefur verið tiltakanlega mikið rætt um þennan ágæta mann sem verndara handritanna, á- hugamenn um skinnhandrit né nokkuð annað varðandi hinar fornu bókmenntir í fór um Dana. Enn er svo skipað af bless uðum yfirvöldunum, að einn af umsvifamestu bankastjór- um þjóðarinnar taki sæti í nefndinni. Nú er því þó að fagna, að sá góði maður er náskyldur frægum prófessor, sem mikið þekkir til þjóðar- bókmennta okkar og hefur komið þar víða við. Auk þess mun hann hafa lagt stund á einhverja mynd bókmennta þó hvergi nærri eins og hinn nákomni ættingi. En, ef við hugum að öðru í sambandi við skipun hins ágæta banka manns, þá munu margir og ætla, að hann sé svo störf- um hlaðinn þegar, að auka- störf eins og þetta verði hon um alveg ofviða, þ.e. ef hann hugar að öllu öðru eins og bezt verðuir á kosið. Banka- stjórinn er oft ytra í erind- um embættis síns og þarf í mörg horn að líta. Þá er hann og meðlimur ýmissa ráða og nefnda annarra, sem vissulega hljóta að taka upp tíma hans. En ekki ber á þvi, að hann hafi mótmælt mjög, enda grunur um það, að bankastjórinn hafi verið í Asíu, þegar skipun í nefnd- ina var birt í opinberum blöð um. Nú mega illgjarnir Islend- ingar ekki halda, að verið sé að kasta rýrð á þessa tvo heiðuirsmenn. Síður en svo. Það eina, sem manni blöskr- ar, er hversu óendanlega fá- tækir við erum að mannafla, þegar svo mjög verður að hlaða á þá, sem þegar eru hlaðnir fyrir. Þetta eir ekki nýnæmi hér á landi, einkum og sér i lagi þegar allir flokkar vilja fá gæðing sinn í einhverja óþarfa nefndina. Við sitjum uppi með alls- kyns al-óhæfa menn i mik- ilsháttar nefndum, menn, er þjóðin verður að skammast sín fyrir, þegar þeir kona fram opinberlega. Taka niá fram, að slíkt gildir ekki um þau tvö dæmi, sem tekin voru hér að ofan. Hitt snýr maður alls ekki aftur með, og það er, að við erum að sliga ýmsa menn með þessu embættafargani, sem hlaðið er á þá. Það er ekki heldur lítil móðgun við þau miklu em- bætti þjóðarinnar eins og t. d. bankastjóri, slökkviliðs- stjóri eða útvarjisstjóri skipa að þau skuli ekki vera um- svifameiri en svo, að þeir geti verið að vasast í hinu og þessu, jafnvel horfið af landi brott í Iangan tíma, en unnið þó þokkalega ,hlut- verk sitt. Eru ráðamenn þeir, sem í nefndirnar skipa, að sýna allri alþjóð, að að- alstörf — fyrir hver menn hljóta 30—50 þúsund krónur í mánaðarlaun, auk bifreiða kostnaðar og annara fríðinda sé ekki annað en einskonar tómstundavinna? Það væri ekki fallegt til afspuirnar, að svo skuli vera, en hvað eiga menn að hahla, þegar svona er hlaðið á þessa hæfileika- menn í miklu embættunum? Það eru til margir menn, sem hefðu getað skipað þessi nefndarstörf alveg eins vel og þeir, sem þau fengu. Það er og víst, að eðli slíkra nefndarstarfa er oft ekki annað en hvimleiðasta teg- und af sýndarmennsku. Dug- mildiir menn eru nú orðnir sVo, að þeir beinlínis sækj- ast eftir ýmsum nefndar- stöðum af þvi, að kaupið er gott, vinnan hverfandi, og fríðindin ýmisleg. Hve lengi getur ríkisstjórnin fóðrað svona bruðl? Hve lengi ætl- ar borgarstjórn að afsaka allar sínar nefndir, öll þau laun og risnu, bílakostnað og brennivíns, sem hefur hel tekið allt líf opinberra starfs manna? Þetta eru vissulega spurningar, sem hið opin- bera verður að horfast i augu við. Heldur borg og ríki, að menn finni ekki nóg fyrir skattabyrðurium og sjái engin missmíði á þessum ei- lífu skipunum, sem dynja yf- ir þjóðina? Það fer aldrei svo, þegar hver maður nýtur góðu ár- anna til lands og sjávar, að hann finni ekki um leið, að auðlegð almennings er stung ið í annan vasann en num- in birott úr hinum. Mdrei hafa fleiri fyrirtæki nú nú orðið gjaldþrotá, aldrei fyrr lögbirtingur birzt í aukaupp- lagi, tvöföld stærð. Heldur hið opinbeira enn, að við þekkjum ekki skrspaleikinn ? Þar taka ýmsir menn skakkan pól í hseðina. Máske verður hægt að birta þeirra útgjöld, þeirra bitlinga og þeirra — hvw veit"

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.